Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 11
Danskir súrrealistar
Listasafn Islands:
Danskir súrrealistar,
sýning frá Listasafni
Suður-Jótlands
I sýningarskrá Danska rikislistasafnsins
um danskan súrrealisma, sem fylgir þessari
sýningu í Listasafni íslands, er riíjuð upp
merkileg deila sem málaramir Richard Mor-
tensen og Ejler Bille áttu við danska súrrea-
listann Vilhelm Bjerke-Petersen eftir út-
komu bókar þess síðamefnda, Surrealismen,
árið 1934. Deila þessi er merkileg vegna
þess að hún hafði mótandi áhrif á þróun
myndlistar á Norðurlöndum og einnig
vegna þess að hún snertir kjama málsins og
takmörk þessarar listastefnu,
sem var i raun ekki bara lista-
stefha heldur lífsstefna og
heimsspeki, sem stefndi að
því að frelsa manninn tilfinn-
ingalega, andlega og félags-
lega með því að virkja duldar
hvatir og tilfínningar og yfír-
vinna þannig þær takmarkan-
ir og skorður sem skynsemis-
trú, söguhyggja og skipulags-
hyggja höfðu hneppt mann-
inn f. Eða eins og
Bjerke—Petersen orðaði það
sjálfur: „Súrrealisminn er
fyrsta hreyfíngin sem komið
hefúr fram á sviði listanna
sem stefnir að því að ffelsa
manninn, gera hann virkan
og skapandi og eyða þar með
listinni sem forréttindum ein-
staklingsins".
Þeir Morthensen og Bille,
sem báðir höfðu orðið fyrir
miklum áhrifúm af hreyfingu
súrrealista og stóðu ásamt
með Bjerke-Petersen að út-
gáfú tímaritsins Linien,
gagnrýndu Bjerke-Petersen -
og þar með lærimeistara
hans, ffanska rithöfúndinn
André Breton, fyrir þá þver-
sögn að vilja frelsa manninn
með því að afneita skynsem-
inni. Þeir Morthensen og
Bille neituðu að viðurkenna
að skynsemi og hugarflug
þyrftu að vera einhverjar
ósættanlegar andstæður: „Við
viljum ekki beijast gegn
skynseminni, sem er hluti af
eðli okkar. Slíkt væri einung-
is þvingun. Við viljum heldur
ekki beijast gegn hugarflug-
inu, sem er önnur hliðin á eðli
okkar. Það væri jafn mikil
þvingun. Fyrir listamanninn á okkar óreiðu-
tímum er skynsamleg yfírsýn og vitsmuna-
leg greining hlutanna nauðsyn. En í augna-
bliki sköpunarinnar viljum við ekki sundur-
greina hugarflugið, það hefði í för með sér
algjöra vönun“.
Súrrealisminn var annars vegar sprottinn
upp úr dadaismanum og metafysiska mál-
verkinu á Italíu. Hins vegar var hann sprott-
inn úr því þjóðfélagsástandi sem ríkti á
millistríðsárunum og kreppuárunum, þar
sem kapítalisminn virtist þess ekki umkom-
inn að standast þær vonir sem við hann voru
bundnar og fasismi var í uppsiglingu. Við
þær aðstæður boðuðu súrrealistamir and-
lega og þjóðfélagslega byltingu og þóttust
um leið hafa fundið jákvæða leið út úr hinni
neikvæðu afstöðu dadaistanna sem afheitað
höföu bæði menningunni og sögunni í verk-
um sínum. Með uppgötvun dulvitundarinn-
ar þóttust þeir bæði geta yfirstigið stéttarleg-
ar og sögulegar hindranir og lagt grundvöll-
inn að nýrri stéttlausri siðmenningu sem
væri jafnframt óbundin af oki sögunnar og
siðmenningarinnar. Þessar hugmyndir vom
sem kunnugt er tengdar sálffæðikenningum
Freuds en ekki síður kenningum þýska sál-
ffæðingsins Wilhelm Reich um að lykillinn
að frelsun mannsins fælist í frelsun kynhvat-
arinnar. Margir súrrealistar töldu sig eiga
samleið með hugmyndum marxista um
stéttlaust samfélag og reyndu að finna list
Wilhelm Freddie: Zola og Jeanne Rozérot, 1938
sinni pólitískan farveg innan kommúnista-
flokka álfúnnar, en þeim tókst illa að sam-
ræma afneitun sína á skynseminni við sögu-
lega efnishyggju marxismans og áttu því
erfíða sambúð við vísindalega þenkjandi
marxista þessa tíma.
Þótt framlag súrrealismans til þróunar
myndlistarinnar á miðri 20. öldinni hafí ver-
ið mikið og óumdeilanlegt, þá hefúr sagan
sýnt að þeir Mortensen og Bille höföu rétt
fýrir sér í deilunni við Bjerke-Petersen árið
1934. Þeir nýttu sér hugmyndir súrrealist-
anna á gagnrýninn hátt og lögðu þannig
grundvöllinn að norrænu abstraktmálverki.
Súrrealisminn átti i rauninni tvo valkosti á
þessum tíma: að staðna í klisjukenndum
formúlum eða þróast yfir í nýja myndlist
sem leitaðist við að finna á nýjan leik jafh-
vægi á milli vitsmuna og tilfinninga, á milli
hins hlutlæga og hins huglæga. I Danmörku
spratt abstraktlist COBRA-málaranna ann-
ars vegar og Richards Mortensens hins veg-
ar upp ffá súrrealismanum, og það var ekki
fyrr en þessi deila var afstaðin sem Svavar
Guðnason kemur til Kaupmannahafúar og
tengist þeim Bille, Egil Jacobsen, Asger
Jom og Carl Henning Pedersen í kringum
tímaritið Helhesten.
Sýningin frá Listasafni Suður-Jótlands
sem nú er í Listasafni Islands er forvitnileg
fyrir margra hluta sakir. Hún sýnir okkur að
framúrstefnumenn í danskri myndlist vom
um margt óragir í til-
raunastarfsemi sinni á
4. áratugnum. Sumar
þessara mynda sýna
okkur líka ótrúlegan
skyldleika við það
sem hefur verið að
gerast í málverkinu á
allra síðustu ámm.
Hins vegar er þetta
takmarkað úrval af
dönskum súrrealisma,
og þar vantar því mið-
ur þá menn sem sóttu
hugmyndir í þessa
stefnu og þróuðu síð-
an yfir í nýtt abstrakt-
málverk. Málara eins
og Morthensen, Bille
og Asger Jom, svo
dæmi séu tekin. Því
þýðing súrrealismans
verður okkur fyrst
ljós, þegar við sjáum
hversu mótandi áhrif
hann haföi á þessa
menn og þar með á
módemismann i nor-
rænni myndlist. Það
ánægjulegasta við
þessa sýningu þótti
mér að sjá þama all-
mörg af verkum mál-
arans Wilhelm
Freddie, sem varð ein
af goðsögum nor-
rænnar myndlistar í
lifanda lifi fyrir bein-
skeytt verk sem mfu
svo afdráttarlaust
bannhelgi yfirdreps-
skapsins, menningar-
snobbsins og hinnar
borgaralegu sjálfs-
ánægju að hann mátti
sæta lögregluofsókn-
um í hinni frjálslyndu Danmörku allt ffarn á
6. áratuginn. Þegar ég dvaldi í Danmörku á
7. áratugnum vom verk hans hvergi sjáanleg
þótt frægð hans væri mikil.
Það er svo annað umhugsunarefni sem
þessi sýning býður upp á, hvers vegna súrre-
alisminn skyldi hvergi ná neinni fótfestu að
ráði hér á landi fyrr en með því hliðarspori
sem Alfreð Flóki markaði i islenskri lista-
sögu á 6. og 7. áratugnum. Hliðarspor sem
mörgum fannst vera útlenskt eða að minnsta
kosti óíslenskt. Var súrrealisminn kannski
stefna og lífsviðhorf sem átti ekki við jaðar-
svæði eins og ísland?
Ólafur Gíslason.
Jónshús hefur verið lokaö að und-
anförnu, enda hafa staðið yfir
talsverðar endurbætur á húsinu.
Mynd: gg.
Endurbætt
Jónshús
og ný fræði-
mannsíbúð
Jónshús er miðstöð alls fé-
lagsstarfs íslendinga í Kaup-
mannahöfn og raunar í öllu
Danaveldi. Nú undanfarið hafa
staðið yfir endurbætur á þessu
merka húsi og auk þess hefur
verið keypt ný fræðimannsíbúð
aðeins spölkorn frá Jónshúsi.
Jón Sigurðsson haföi íbúð í
húsinu við Östervoldgade 12 ffá
1852 til dauðadags. Árið 1966
gáfú hjónin Carl og Johanne Sæ-
mundsen Alþingi húsið og síð-
ustu tvo áratugina hefur húsið
verið í notkun. Hjónin vildu raun-
ar einnig gefa Islendingum húsið
við Östervoldgade 14, en þeir af-
þökkuðu boðið.
I Jónshúsi er félagsheimili Is-
lendinga, bókasafn, minningar-
safú um Jón Sigurðsson, aðstaða
fyrir Islendingafélögin og aðsetur
sendiráðsprests, sem jafnffamt er
umsjónarmaður hússins. Auk
þess hafa ffæðimenn getað dvalið
í húsinu í nokkra mánuði í senn.
Húsið hefur lengi þarfnast
endurbóta. Við og fyrir tilstilli
Guðrúnar Helgadóttur og annarra
forseta Alþingis fékkst myndar-
leg fjárveiting til þeirra á þessu
ári, svo og til kaupa á nýrri fræði-
mannsíbúð í nágrenninu.
Jónshús hefúr verið lokað að
undanfömu vegna breytinganna,
en þegar Þjóðviljinn frétti síðast
var áformað að opna það að nýju í
byijun apríl. Meðal annars hafa
verið gerðar endurbætur á félags-
heimilinu og eldhúsi þess, enda
uppfyllti aðstaðan ekki heilbrigð-
isló-öfúr danskra yfirvalda.
yé'. v'
e ;oN
< Cr \V
yV'
V/////
Flokkur meb nýjar
hugmyndir
V' V o'
*
3 \0
xqN
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Flokkur sem getur - fólk sem þorir!