Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 14
Símasambandið - Eyja, þetta er Óli Helgi. - Sæll Óli minn. Hvernig líður þér eftir páskana? - Ágætlega. - Þú hefur ekki borðað yfir þig af páskaeggjum? - Nei, ég hafði ekki lyst á að klára mitt. - Hvað segirðu?! Þú sem varst að vona að þú fengir eitthvert risapáskaegg. - Ég fékk bara númer 8. En ég varð svo saddur af því, að ég gat ekki klárað það. - Ég er nú aldeilis hissa. Ég sem hélt að krakkar fengju aldrei nóg af gotterísáti. Mér sýnist þið allt- af vera að éta þennan óþverra. - Gott er enginn óþverri. Mér finnt gott gott. Ég var bara svo saddur á páskunum. - Mér blöskrar samt alveg, hvað krakkar láta ofan í sig af sætind- um. Ég verð bara að segja það. Fleiri kíló á ári. - En það er fullorðna fólkið sem gefur okkur allt nammið. - En eruð þið ekki alltaf að suða um þetta? - Jú. Af því okkur finnst það gott. - Já, því segi ég það. Og svo skemmast í ykkur tennurnar. Mér finnst þetta bara alveg hroðalegt. - Ertu eitthvað á móti gotti, Eyja? - Já, ég er alveg á móti þessu gotti. Það er bara berið að plata þetta ofaní ykkur greyin, og græða á ykkur. - Já en Eyja, þú færð þér alltaf mola með kaffinu. Er þá ekki verið að plata þig? Og er moli eitthvað betri fyrir tennurnar? - Nei, hann er náttúrlega ekki góður fyrir tennurnar. - Þá ert þú ekkert betri. - Nei, nei, auðvitað er ég ekkert betri. Munurinn er bara sá Óli minn, að tennur barna eru í meiri hættu en tenn- ur fullorðinna. Tennurnar hætta nefnilega að skemmast, þegar maður verður gamall. Það er á meðan fólk er ungt og í örum vexti, sem þær skemmast mest. Þess vegna þarf að gá að því, hvað börn tyggja. - A maður þá að bíða þangað til maður er orðinn fullorðinn til að mega borða gott? - Já, það væri líklega best. - Iss! Það er ekkert gaman. Þá langar mann ekkert í það! - Jú, jú. Alla langar til að smakka eitthvað gott og bæta sér í munni, eins og sagt er. Bæði börn og fullorðna. Og lík- aminn þarf á sykri að halda. Það er orka í sykrinum. Það er bara þetta ofát, sem er svo óhollt. - Alltaf eruð þið fullorðna fólkið að segja við krakka að borða eitthvað hollt. Svo gerið þið sjálf fullt, sem er óhollt. Reykið, og drekkið brennvín og kaffi og étið molasykur. - Æjá, við erum víst heldur lé- legar fyrirmyndir í mörgu. - Þá skuluð þið bara ekkert vera að prédika yfir okkur. - Nei. En Oli minn við verðum samt að ræða málið. - Allt í lagi. Ræðum þá málið. Haust eftir Sigríði Gunnarsdóttur: Verðlaunasagan í yngri aldurshóp smásagnasamkeppninnar BABÚ-BABÚ Fuglarnir eru flognir eitthvað burt, þangað sem vetrarkuldinn nær ekki til þeirra. Laufin liggja á jörðinni en örvæntingarfull trén teygja naktar greinar til himins. Út undan mér sé ég mann frá bænum sópa saman lauf- blöðum. Allt í einu kemur vind- hviða og þeytir haugnum í loft upp. Ég heyri manninn tuldra formælingar fyrir munni sér. Hann þarf að byrja upp á nýtt. Gömul kona kemur kjagandi eftir stígnum. Hún heldur á blómvendi. Kannski liggur mað- urinn hennar sálugi einhvers staðar í þessum kirkjugarði? Sú gamla silast nærri hljóðlaust framhjá mér, hægum markviss- um skrefum. Hún lítur út fyrir að vera mjög gömul. Ábyggilega áttræð. Hvernig ætli sé að vera svona gamall? Ég átti vin þegar ég var lítil. Vin sem dó. Við vorum ekki nema sjö ára þegar hann drukknaði. Ég tók það nærri mér. Ég fer alltaf öðru hvoru að leiðinu hans. Þangað til að ég varð tólf ára táraðist ég í hvert skipti. Kom ekki upp orði, tárin runnu niður kinnarnar, féllu svo til jarðar og hurfu. Inn í eilífðina. við vin minn heitinn eins og í seinni tíð er ég farinn að tala maðurinn við mann, segja hon- um allt sem ég vil að hann viti. Kannski er ég biluð en mér finnst eins og hann heyri allt sem ég segi. Ég vil ekki deyja. Líkurnar eru ekki miklar í bili en ég er samt hrædd. Það er svo mikið af gömlu fólki sem bíður dauðans. Fólk eins og amma á Elliheimilinu. Hún virðist alltaf ánægð. Prjón- ar ullarsokka og spilar vist við hina gamlingjana alla daga. Nema þegar hún fær ellilífeyr- inn. Þá fer hún út og kaupir sér heilu bunkana af skafmiðum. Það gefur henni svo mikið að styrkja góð málefni og spennan við að skafa... Ég hætti að hugsa um ömmu gömlu og geng af stað. Gamla konan var farin jafn hljóðlega og hún kom. Einu vegsumm- erkin um komu hennar eru blómin sem hún skildi eftir und- ir krossinum. Maðurinn var hættur að berj- ast við laufið. Kannski er álíka vonlaust að vilja ekki deyja og sópa laufblöðum í roki. Ungur rithöfundur Fyrr í vetur gekkst Unglingasíða Dags á Akureyri fyrir smásagnakeppni meðal ungs skólafólks. Sigur- vegari varð 15 ára stúlka, Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu í Skagafirði. Sigríður er nemandi í Varma- hlíðarskóla og þegar Hænsnaprikið hafði samband við hana félst hún á að leyfa birtingu sögunnar hér hjá okkur. Hænsnaprikið þakkar fyrir henni birtingar- réttinn, og þykir heiður að fá að dreifa jafn góðri sögu til lesenda. Steinunn 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991 \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.