Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 18
Úr myndinni sem Max von Sydow leikstýrir, Við veginn: Tammi Öst (
hlutverki Katinku og Ole Emst sem Bai.
Úr mynd Bille August, Busters verden: Mads Bugge Andersen er þarna ( hlutverki Busters.
Háskólabíó
Dönsk kvikmyndavika
Fyrir stuttu var fínnsk
kvikmyndavika í Háskólabíó og
var þátttaka ágæt, sérstaklega
á myndum Aki Kaurismaki. Og
ekki þurfa kvikmyndaáhuga-
menn að bíða árum saman eftir
næstu sendingu frá Skandinav-
íu því að á morgun, laugardag-
inn 6. apríl hefst dönsk kvik-
myndavika í Háskólabíói sem
stendur tii 15. apríl.
Danir hafa lengi átt góða
kvikmyndagerðarmenn og nægir
að nefna Dreyer þvi til sönnunar.
En þeir stóðu lengi í skugganum
af frændum sínum Svíum og
heimsbyggðin hafði lítinn áhuga
á þeim. Það var eiginlega þegar
myndin Babettes gæstebud eftir
Gabriel Axel vann Óskarsverð-
laun 1988, sem Danir komust aft-
ur á landakort kvikmyndanna og
festu sig almennilega í sessi árið
eftir þegar mynd BiIIy August
Pelle Erobreren lék sama leikinn.
Eg vona því að lslenskir kvik-
myndagestir taki þessari dönsku
viku vel og drífí sig í bíó.
Hátíðin hefst á myndinni Nú-
tímakona (Dagens Donna) sem
Stefan Henszelman leikstýrir.
Hún er gerð eftir handriti Hanne-
Vibeke Holst sem ætti að vera ís-
lenskum framhaldsskólanemend-
um vel kunn því að bækur hennar
Naltens kys og Til sommer eru
notaðar í dönskukennslu. Nú-
tímakona fjallar um líf ungra vin-
kvenna, Donnu og Britt, starf
þeirra, drauma og samband við
hitt kynið. Donna vill vera fijáls
og kýs skyndiástir frekar en fram-
tíðarsambönd en Britt dreymir
um stóru ástina og fjölskyldulíf.
Birgitte Simonsen og Hanne
Windfeld Lund leika vinkonumar
en í hlutverkum biðla og skyndi-
vina eru Ole Lemmeke, Jesper
iöjmnmö
o
III
o
o
o
III
o
o
III
o
II
o
o
Ui
o
IIB0IRC
í kvöld stórsýningin
BLÁI HATTURINN
r
A morgun laugardaginn 4. apríl
BRECHT Á BORGINNI
Félagar úr óperusmiðjunni flytja ljóð
þýska tónskáldsins Berholt Brecht við
lög þeirra Kurt Weil og Eisler.
HÚSIÐ OPNAR KL.19.00 fyrir matargesti
MATSEÐILL í STÍL VIÐ TÓNLISTINA s.s.
salöt, súpur, omilettur, steikur og kökur.
SKEMTUNIN HEFST KL. 22.00
HÚSIÐ OPNAR FYRIR DANSGESTI KL. 23.00
HAUKUR MORTHENS OG HLJOMSVEIT
LEIKA FYRIR DANSI.
Borðapantanir og allar nánari upplýsingar
daglega á Hótel Borg í síma 11440
Tökum að okkur: Árshátíðir, erfidrykkjur,
_
afmælisveislur ogönnurmannamót.
3=0=
O
III
o
O:
O
O
III
O
o
III
o
o
III
Q
III
Q
Christensen og Jens Arentzen.
Allir aðalleikarar myndarinnar
hafa verið útnefndir til dönsku
Roberts verðlaunanna. (Enskur
texti).
Jeppi á fjalli (Jeppe pá bjer-
get) er gerð eftir samnefndu leik-
riti Ludvigs Holbergs um bónd-
ann Jeppa. Jeppi er drykkfelldur
almúgamaður á átjándu öld sem í
byrjun myndarinnar liggur af-
velta í vegakanti þar sem barónn-
inn og menn hans finna hann og
ákveða að leika á hann. Þeir bera
hann inn í höllina og Jeppi vaknar
í rúmi barónsins. Þjónustulið bar-
ónsins er með í leiknum og hlýða
öllum skipunum Jeppa uns hann
er sjálfur farinn að trúa á leikinn.
Það er hinn góðkunni leikari
Buster Larsen sem Ieikur Jeppa
og Kaspar Rostrup leikstýrir.
(Ótextuð). Síðasta kvikmynd
hans Dansen med Regitze var út-
nefnd til Óskarsverðlauna á síð-
asta ári og verður hún frumsýnd í
Laugarásbíói á næstunni.
Max von Sydow er einn af
þekktustu Ieikurum Svíþjóðar en
nú hefúr hann vent sínu kvæði í
kross og er kominn í fyrsta skipti
á bakvið myndavélina til að leik-
stýra myndinni Við veginn (Ved
vejen) sem er gerð eftir sam-
neíhdri skáldsögu Herman Bang.
Við veginn er ein af þekktari
skáldsögum Bang. Hún gerist í
litlu sveitaþorpi á síðustu öld og
fjallar um ástir, þrár og langanir
íbúanna. Aðalpersónumar em
stöðvarstjórinn Bai og ung kona
hans Katinka. Þau lifa í ástlausu
hjónabandi og þegar búfræðing-
urinn Huus kemur til þorpsins
verða þau Katinka ástfangin með
ýmis konar afleiðingum. Kurt
Ravn, Ole Emst og Tammi úst
leika hinn klassíska ástarþríhym-
ing. Það er rithöfúndurinn þekkti
Klaus Rifbjerg sem gerði kvik-
myndahandritið og kvikmynda-
tökumaðurinn er ekki af verri
endanum, Sven Nykvist, sem lík-
lega er þekktastur fyrir samvinnu
sína við Ingmar Bergman. (Ótext-
uð)
Isbjamadans (Lad isbjömene
danse) er ný mynd eftir ungan og
efnilegan leikstjóra, Birger Lar-
sen, sem heiilaðist af kvikmynda-
gerð þegar hann lék aðalhlutverk-
ið í unglingamyndinni Sjáðu sæta
naflann minn. Hann var aðstoðar-
leikstjóri Sören-Kragh Jacobsen í
tveimur myndum en ísbjama-
dansinn er fyrsta breiðtjaldsmynd
hans. Hún fjallar um strákinn
Lassa sem býr með foreldrum
sínum í verkamannahverfi í
Kaupmannahöfn á sjötta áratugn-
um. En foreldramir skilja og
Lassi flytur með móður sinni til
nýja mannsins sem er efnaður
tannlæknir og býr í yfirstéttar-
hverfi. Nýja umhverfíð er algjör
andstæða þess sem Lassi er vanur
og um Ieið og hann aðlagast nýja
umhverfinu verða samskiptin við
föður hans og gömlu leikfélagana
erflð. Þrátt fyrir all alvarlegan
söguþráð er myndin skemmtileg
og um leið góð samfélagslýsing.
Tommy Kenter, Ander Schoubye
og Birthe Neumann leika aðal-
hlutverkin. Myndin fékk dönsku
Bodil verðlaunin sem besta
myndin á þessu ári. (íslenskur
texti)
Árósar um nótt (Árhus by
night) fjallar um ungan leikstjóra
sem er að gera mynd um hvemig
bemskuminningar eru uppistaða
drauma okkar sem fúllorðins
fólks. Myndin í myndinni gerist
þannig á tveimur plönum og er
ofin saman úr bemskuminningum
leikstjórans og draumum hans á
fullorðinsaldri. En síðan er þriðja
planið þ.e. tæknilegar og sál-
fræðilegar raunir leikstjórans við
gerð myndarinnar og átök hans
við leikara og tæknimenn. Þetta
er fimmta mynd leikstjórans Nils
Malmros en allar myndir hans em
meira eða minna sjálfsæfisögu-
legar. Hann segir sjálfur að þetta
sé að hluta til mynd um bemsku
sína í Árósum og einnig um erfið-
leikana sem hann átti við að stríða
þegar hann gerði myndina Boys
sem ungur og óreyndur leikstjóri.
Thomas Kristian Schindel leikur
leikstjórann. (Enskur texti).
Veröld Busters er gerð eftir
sögu Bjame Reuters sem kom út á
íslensku í þýðingu Ólafs Hauks
Símonarsonar. Aðalpersóna
myndarinnar er Buster, sérkenni-
legur strákur með ótrúlegt ímynd-
unarafl sem hressir oft upp á grá-
an raunveruleikann. Aðrar aðal-
persónur em pabbi hans, atvinnu-
laus sjónhverfmgamaður móðir
hans og systir sem er hölt. Einnig
kemur við sögu Frú Larsen, eldri
kona sem skilur Buster afar vel en
á ekki Iangt eftir ólifað. Buster er
skrítinn og skemmtilegur og
uppátæki hans alveg einstök.
Leikstjórinn Bille August er góð-
kunnur íslendingum, hann leik-
stýrði unglingamyndunum Zappa
og Trú von og kærleikur og síð-
asta mynd hans var stórvirkið
Palli sigurvegari.
Aðalleikarar em Mads Bugge
Andersen, Katarina Stenbeck,
Peter Schröder og Katja Miehe -
Renard. God fomöjelse!
Sif
18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudaqur 5. apríl 1991