Þjóðviljinn - 06.06.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1991, Blaðsíða 6
<9 Finnst þér að opna eigi Austurstræt fyrir bílaumferð? Spurt í Austurstræti Steinar Thor Friðriksson „fatafellumaður": Nei, alls ekki. Það er einhver misskilningur að slikt myndi auka viðskipti. Hér er alveg nóg af fólki á labbinu. Rose Ann Mullany hjúkrunarfræðingur: Mér myndi ekki líka það. Fólk- ið verður að hafa einhvem stað þar sem það getur geng- ið um, hist og rabbað í góða veðrinu. Ana María Milleris afgreiðslustúlka I bakaríi: Nei, ég er á móti því. Halldóra Sverrisdóttir afgreiðslustúlka: Ég er alveg mótfallin því. Guðríður Sigurðardóttir húsmóðir: Nei. Fólkið verður að fá að vera einhvers staðar, það sjá allir ef þeir hugsa eitthvað. Ungmennafélagar hyggjast taka tiltekin landsvæöi I náttúrunni I „fóstur" næstu þrjú árin, græða þau upp og halda þeim hreinum. Fjaran viö Ægissföuna þarf aug- Ijóslega á „foreldrum" aö halda eins og sjá má á þessari mynd sem ÞÓM tók í gær. XJngmennafélagar ætdeiða fósturböm í náttúrunni Um næstu helgi hrinda ungmennafélögin í landinu af stokk- unura viðamiklu umhverfisverkefni sem standa mun yfir í þrjú ár. Verkefnið ber heitið Fósturbömin og felst í því að hvert hinna 245 ungmennafélaga tekur að sér að hreinsa eða græða upp tiltekið svæði. Félagsmenn-eru 46.000 talsins og þegar hafa um 80% tilkynnt þátttöku. Fósturbamið getur verið fjara sem hreinsuð er reglulega, vegar- kafli sem hreinsað er meðfram, land sem grætt er upp, gróðursetn- ing í ákveðið landsvæði, hefting foks eða annað sem kemur landinu til góða.Þetta framtak hefur vakið athygli systursamtaka UMFÍ á Norðurlöndum og þau munu vinna að hliðstæðum verkefnum í ár. Guðrún Sveinsdóttir verkefnis- stjóri segir að megintilgangur verkefnisins sé sá að breyta hugar- fari fólks gagnvart umgengni við náttúmna. „Þetta á ekki að vera „átak“ þar sem allir eru duglegir eina helgi eða einn dag, heldur á þetta verk- efni að standa yfir í þrjú ár,“ segir hún. „Uppeldi fósturbamanna á að vera varanlegt, og okkur er það gleðiefni að þátttaka ungmennafé- laganna er nú þegar orðin 80%. Auk þess að vinna að gagnlegu verki þá gefur þátttaka í þessu fólki líka tækifæri til að koma saman, grilla og gera eitthvað skemmtilegt saman.“ Sem dæmi um framkvæmd verkefnisins má nefna að nokkur hestamannafélög hafa ákveðið að taka þátt og halda sinum svæðum hreinum. Mörg ungmennafélag- anna hafa ákveðið að velja eigin iþróttasvæði sem fósturböm og yngsta félagið, Fjölnir í Grafar- vogi, ætlar að hreinsa fjörumar í voginum. Ungmennafélögin hafa allt frá upphafi unnið að umhverfismálum og er skemmst að minnast hreins- unarátaksins „Tökum á, tökum til“, en þá hreinsuðu 8000 manns 400- 500 tonn af msli meðfram 6000 kilómetrum af vegakerfi landsins. „Það er gleðilegast að menn álíta að nú sé minna af msli hent út um bílglugga en áður, og við teljum okkur eiga einhvem þátt í því,“ sagði, Pálmi Gislason formaður UMFÍ á fúndi með fréttamönnum þar sem verkefhið Fósturböm var kynnt. Landgræðsla ríkisins styrkir UMFÍ við „uppeldið“ með því að Ieggja þátttakendum að kostnaðar- lausu til grasfræ, áburð, lúpínufiræ og girðingarefni eftir þörfum. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði á kynningarfundinum að ánægjulegt væri að sjá að æ fleiri gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt væri að ganga vel um landið og kvaðst hvetja alla landsmenn til að leggja málefninu lið. Fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt framtakið með fjármagni og er Toyota umboðið, P. Samúelsson, aðalstyrktaraðili þess. Aðrir sfyrkt- araðilar em: Búnaðarbanki Islands, umhverfisráðuneytið, Trimmnefnd ÍSÍ, Sjóvá-Almennar, Þýsk-ís- lenska, Möl og sandur á Akureyri, Útgerðarfélag Akureyringa, KEA og Landsbankinn við Suðurlands- braut. -vd. Umhverfisverkefnið var kynnt fjölmiölum I gær: F.v. Guörún Sveinsdóttir verk- efnisstjóri, Pálmi Glslason formaöur UMFl og Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Mynd ÞÓM ...og til að koma okkur í mjúkinn hjá Grinpls höfum við ákveðið að sleppa öllum löxunum og leysa þannig vanda fiskeldisins. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudaguf 6. júní 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.