Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 9
FlÉTTIK
Lag til
stefnumörkunar
í fiskeldi
S félagsfundi fiskeldis-
manna á föstudag var
r—\ lýst yfir miklum von-
•A. brigðum með boðaðar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
vegna vanda fiskeldis, sem þeir
segja að missi algjörlega marks
og muni valda atvinnugreininni
ómældu tjóni. Jafnframt telja
fiskeldismenn þá ályktun sem
fram kemur i skýrslu Benedikts
Jóhannessonar, að fiskeldið í
heild sinni sé óarðbært og verði
það áfram, ranga. Að mati fund-
arins er nú lag til að móta fram-
tíðar stefnumörkun í fiskeldi,
samtímis skýrri stefnumörkun
hefðbundinna búgreina.
I ályktun fúndarins um skýrslu
Benedikts kemur fram að stærsti
og alvarlegasti galli skýrslunnar sé
sú staðreynd að höfundi hennar yf-
irsést um þann aðalvanda sem fisk-
eldið á við að etja. Hann er sá að
fiskeldið hefúr búið við ófullnægj-
andi fjármögnun á föstum birgð-
um, bústofni fyrirtækjanna.
Ennfremur gagnrýna fiskeldis-
menn Halldór Blöndal landbúnað-
arráðherra fyrir það að afgreiða
vandamál fiskeldis einhliða án
þess að tillit sé tekið til sjónarmiða
og framkominna tillagna fiskeldis-
manna. I byijun maí sl. lagði
Landssambands fiskeldis- og haf-
beitarmanna fram eftirfarandi til-
lögur fyrir þáverandi ríkisstjóm:
* Fjárfestingarlán verði færð
niður og breytt í ný lán til 15 - 20
ára, afborgunarlaus í 5 ár og vaxta-
laus eða með l%-2% vöxtum þann
tíma.
* Hætt verði núverandi trygg-
ingum, en viðlagatrygging og
Bjargráðasjóður verði gerð virk í
fiskeldi eins og í öðrum búgreinum
og afúrðalánum verði breytt í bú-
stofnskaupalán.
* Raforka verði á sama verði
og til stálbræðslu og steinullar-
gerðar, ríkið hafi með höndum
sjúkdóma- og heilbrigðiseftirlit í
fiskeldi og allur niðurskurður verði
að fúllu bættur eins og í öðrum bú-
greinum.
* Fjárfestingarsjóðir leggi illa
stöndum fyrirtækjum til nýtt hluta-
fé eins og Byggðastofnun hefúr
gert, jafhffamt því sem fyrirtækj-
um verði gefinn kostur á að breyta
uppsöfhuðum lausaskuldum í föst
lán.
* Nauðsynlegu fjárfestingarfé
verði veitt til fiskeldis svo unnt
verði að ljúka ffamkvæmdum í
stöðvunum með þeim veðum sem
fást.
* Eflirstöðvar söluskatts verði
endurgreiddar.
-grh
Fiskeldismenn vilja nú þegar fund með forsætis- landbúnaðar- og fjármálaráðherra til að ræða stöðu atvinnugreinarinn-
ar. Á félagsfundi á föstudag kom fram hörð gagnrýni á skýrslu Benedikts Jóhannessonar og boðaðar aðgerðir ríkisstjóm-
arinnar í málefnum fiskeldis. Mynd: Kristinn.
Fátt eins aðkallandi og ný þyrla
Að mati stjórnar Far-
manna- og fiskimanna-
sambandsins er fátt eins
aðkallandi um þessar mundir og
efling björgunarþyrluflota
landsmanna til úrbóta í öryggis-
málum sjómanna.
Nýafstaðinn stjómarfundur
sambandsins skorar á rikisstjómina
„að hvorki fresta né heldur draga á
langinn ráðgerð kaup á stórri og
öflugri björgunarþyrlu, sem Al-
þingi íslendinga samþykkti ný-
lega“.
I ffamhaldi af þessari ályktun
Alþingis, þar sem ríkisstjóminni er
falið að gera kaupsamning á full-
kominni björgunarþyrlu fyrir
Landhelgisgæsluna í ár, hefur Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
skipað nefnd til að vinna að undir-
búningi málsins. Jafnframt skal
nefndin gera heildarúttekt á flug-
rekstri Landhelgisgæslunnar, bæði
hvað varðar björgunar- og eftirlits-
flug. Ennfremur skal nefndin gera
tillögur um val á hentugum þyrlum
og flugvélum til þessara verkefna
og samstarf við aðra björgunarað-
ila og bandaríska herinn á Miðnes-
heiði.
Formaður þessarar nefndar er
Bjöm Bjamason alþingismaður.
Aðrir nefhdarmenn em þeir Þor-
steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneyti, Gunnar Berg-
steinsson, forstjóri Gæslunnar,
Þórhallur Arason, skrifstofústjóri í
fjármálaráðuneyti, og Róbert
Trausti Amason sendiherra. Þá
munu þeir Páll Halldórsson yfir-
flugstjóri og Sigurður St. Ketilsson
skipherra starfa með nefndinni.
-grh
KYNNIÐ YKKUR BREYTTA SORPHIRÐll
Ný vinnubrögö og nýjar reglur hafa veriö teknar upp
í sorphirðu í Reykjavík. Opnir sorphaugar eru aflagöir
og flokkun úrgangs hafin.
Eigendum atvinnuhúsnæðis er bent á:
Fasteignaskattar af atvinnuhúsnæöi voru lækkaöir í byrjun
árs og sorpgjald sem miöast viö fjölda og stærö íláta tékiö upp.
Sorpgjald gildir fyrir allt árið.
Sorpgjald er fellt niöur eða lækkaö ef ílátum er fækkað eöa
fyrirtæki kjósa aö nýta sér þjónustu einkaaöila. ílát veröa þá
fjarlægö og sorpgjald fellt niöur frá og með næstu viku þar á
eftir.
Sorppokar, sem eru umfram uppgefin sorpílát, veröa því aðeins
hirtir aö þeir séu merktir REYKJAVÍKURBORG.
Pokarnir eru til sölu hjá Birgðastöö borgarstofnana, Skúlatúni 1
og öllum bensínstöövum. Gjald til SORPU fyrir ráöstöfun sorps
er innifalið í veröi þeirra. Vinsamlegast bindið fyrir pokana, yfir-
fyllið þá ekki og komið þeim fyrir viö hlið sorpíláta.
Fjöldi sorpíláta við atvinnuhúsnæöi er ekki lengur takmarkaöur
ef aö öllu leyti er fariö eftir leiöbeiningum um flokkun úrgangs.
Tökum á fyrir hreinni framtíð
Þetta fer á gámastöðvar
en alls ekki í sorptunnuna:
• Málmhlutir
• Grjót og steinefni (smærri farmar,
stærri farmar fara á “tippa")
• Spilliefni hvers konar (þau má einnig
afhenda í efnamóttöku og á öörum viöur-
kenndum stööum s.s. lyf hjá apótekum
og rafhlööur á bensínstöövar)
Þetta er óæskilegt
í sorptunnuna en má afhenda
á gámastöðvum:
• Prentpappír
• Garöaúrgangur sem ekki er notaöur
í heimagaröi
• Timbur (smærri farma)
Hver vinnustaður þarf aö temja sér strax nauösynlegar
flokkunaraöferðiref árangurá
að nást. Viö höfum skyldum
aö gegna gagnvart lífríkinu_
og komandj kynslóöum.
Borgarverkfræöingurinn í Reykjavík
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991