Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 15
Rekinn út af (viðureign FH og Eyja- manna á Kapplakrikavelli í Hafnarfirði um helgina var einn leikmaður rekinn út af vellinum sem ekki hafði ver- ið skráður til leiks. Þetta gerðist í seinni hálfleik. Dæmd hafði verið auka- spyma á FH nærri vítateig þeirra. Leikmenn stilltu sér upp. Þá laumaðist einn smá- peyi inn á völlinn og stillti sér upp aftan við vöm FH. Dóm- ari leiksins tók ekki eftir neinu, en varnarmenn FH voru betur vakandi og vildu að þessi óvænti liðsauki yrði fjarlægður af vellinum áður en aukaspyrnan var tekin, enda stórhættulegt fyrir smákrakka að verða fyrir föstum skotum knattspyrnu- mannanna. Falsaður rottugangur [ Víkurblaðinu er sagt frá rottugildru sem blaðamenn og heilbrigðisfulltrúinn á Húsavík voru leiddir í. Ný- lega fannst nefnilega dauð rotta á planinu við síldar- verksmiðjuna, en að sögn Víkurblaðsins eru rottur jafn sjaldséðar á Húsavík og krókódílar, aðeins til heimild- ir um að í tvígang á öldinni hafi íbúar þar orðið varir við rottur. Þegar rottan var skoð- uð nánar kom (Ijós að hún hafði verið skotin og að ein- hver prakkari hafði plantað rottunni á planið til að gera mönnum smágrikk. Afsakanir íþróttamanna Áfram með menningarrit- ið Víkurblaðið. Þar er fjallað um afsakanir íþróttamanna og sagt að Einar Vilhjálms- son hafi náð góðum árangri í þeirri grein „...en þegar hann er ekki í sínu besta formi stafar það yfirleitt af því að hann hefur æft of mikið, of lítið, atrennan var of löng, of stutt, vöðvasamdráttarkippir (vinstri kasthandlegg náðu ekki að samræmast útkast- geiranum miðað við ríkjandi vindátt o.s.frv.“ Síðan er rætt um afsakanir landsliðsins í fótbolta eftir hrakfarirnar í Al- banía, en ástæðan var sögð ömurlegt þjóðfélagsástand í Albaníu sem hafi dregið all- an mátt úr landsliðinu. Víkur- blaðið leggur því til að þegar Völsungar tapa í Reykjavík segi þeir það stafa af áhyggjum út af ástandinu í miðbæ Reykjavíkur og fíkni- efnavandanum syðra. Og Reykjavíkurliðin geti á móti afsakað sig með því að vísa til greiðsluerfiðleika fisk- vinnslunnar úti á landi, tapi þeir leik á landsbyggðinni. Kraftajötnar austur á fjörðum Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands efnir tii veglegrar afmælis- og sumarhátíðar sambandsins í júlí, en 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Stefnt er að því að halda mikla aflrauna- keppni þar sem bandaríska vöðvafjallið O. D. Wilson tekst á við þá Jón Pál, _ Magnús Ver og Hjalta Úrsus. Hefur Sjónvarpið sýnt því áhuga að gera 40 mínútna langan þátt um keppnina. Kostnaður við aflrauna- keppnina er um miljón krón- ur og er nú unnið að því að selja vöðvabúntin fyrirtækj- um og stofnunum, þ.e. að auglýsa á klæðnaði kapp- anna. RÚSINAN... Ársrit Kvenréttindafélagsins kom út um helgina og hér má sjá Ellen Ingvadóttur, ritstjóra 19. júní, bjóða viðskiptavinum I Kringlunni blaðið til sölu, enn heitt úr prentsmiðjunni. Mynd: Þorfinnur. Konur ræða málin í „ 19. júní“ 19. júní, ársrit Kvenréttinda- félags Islands, kom út á fostudag. Að venju er blaðið upnið að öllu leyti af konum, að frátaldri vinnu í prentsmiðju, og hefur að geyma fjölda greina og viðtala um ólík málefni sem eiga það sameiginlegt að snerta hagsmuni kvenna á einn eða annan hátt. Um nokkurt skeið hefúr 19. júní verið tileinkaður tilteknu tema hvert ár, en svo er ekki nú, heldur fjölbreytnin látin ráða í efnisvalinu. Sem dæmi um það má nefna greinar um konur í sveitarstjómar- málum, konur og fjölmiðla, konur og kynlíf, konur og mataræði, og svo framvegis. Viðtal er í blaðinu við Guðrúnu Erlendsdóttur íyrstu konuna sem gegnir embætti hæstaréttardómara og einnig við Sigríði Snævarr, fyrsta kvensendiherra íslands. Þá er einnig fjallað um umhverfismál, rætt við Auði Sveinsdóttur for- mann Landvemdar og „græn“ fjöl- skylda heimsótt. Hildur Viðarsdóttir læknir ritar athyglisverða grein um ástir aldr- aðra þar sem ffarn kemur m.a. að talið er að reglubundið kynlíf hækki magn kynhormóna í blóði kvenna og megi því ætla að þær konur haldi sér betur sem eiga gott kynlíf. Hildur segir ýmsar rann- sóknir sýna að stór hluti 75 ára og eldri ástundi kynlíf og þeir sem hafa hætt, hafa látið af því vegna líkamlegs heilsubrests, en ekki vegna getuleysis eða kynkulda. Bryndís Kristjánsdóttir skrifar fjögurra siðna grein um þjálfun ást- arvöðvans, þ.e. hvemig þjálfun grindarbotnsvöðva getur bætt úr blöðru- og legsigi og um leið kom- ið að góðu gagni í kynlífmu. Skýringarteikningar fylgja og ættu að koma að góðu gagni fyrir þær konur sem ekki þekkja þessar æfingar og hvemig á að „lyfta hnetunni upp á fimmtu hæð“. „Kvennaráðgjöfin- leið til sjálfshjálpar" er yfirskrift greinar eftir Onnu Gunnarsdóttur. Þar er sagt frá kvennaráðgjöf sem rekin hefúr verið í átta ár af lögffæðing- um, félagsráðgjöfúm og nemum í þessum fogum. Ráðgjöfin hefur það að markmiði að liðsinna kon- um sem þurfa á aðstoð að halda, t.d. vegna hjónaskilnaðar, og er konum að kostnaðarlausu. 19. júní fjallar um Evrópu- bandalagið með viðtali við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur undir fyrirsögninni „Er kvenfrelsi í fjór- frelsinu?“. Þar gagnrýnir Ingibjörg m.a. karlaveldið í valdakerfi EB og segir að: „eins og í öðmm valdap- ýramidum fækkar konum eftir því sem nær dregur toppnum. Konur em mjög sjaldséðar í ráðherraráð- inu, þær em innan við 5% meðal æðstu embættismanna EB og ég held að mér sé óhætt að fúllyrða að engin kona eigi sæti i fram- kvæmdastjóminni. A EB-þinginu emþærum 18%.“ Ritstjóri 19. júní að þessu sinni er Ellen Ingvadóttir blaðamaður. Blaðið er 84 síður að stærð og er sent áskrifendum en einnig selt í lausasölu. -vd. I ■ Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.