Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 11
Mmmng Pennavinir Nítján ára þýsk stúlka óskar eftir íslenkum penna- vini. Hún getur skrifað á ensku, frönsku og þýsku. Áhugamál hennar eru jass- ballett, tennis, tónlist, bóka- lestur og bíóferðir. Heimilis- fang hennar er: Tanja Sievers Schlierbachstr. 19 5423 Braubach Þýskalandi Félag ungra stúlkna í Þýskalandi óskar eftir því að kynnast íslenskum stúlkum ffá 15-25 ára til að ffæðast um Island og menningu þess. Þær sem hafa áhuga skrifi til: Claudia Deisenhofer Herbststr. 8 D-8900 Augsburg 21 Þýskalandi Atvinna óskast Guðmundur Valdimarsson bifreiðarstjóri Fæddur ll.febrúar 1910 — Dáinn 29. maí 1991 Fimmtudaginn 6. júní 1991, var til moldar borinn Guðmundur Valdimarsson biffeiðarstjóri, sem lést í Reykjavík 29. maí s.l. Guð- mundur var fæddur 11. febrúar 1910 á Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi, sonur Valdimars Brynjólfssonar bónda þar og konu hans, Helgu Pálsdóttir. (Niðjar afa Guðmundar, Biynjólfs Einarssonar á Sóleyjarbakka, halda ættamót á Flúðum um helgina.) Asamt yngsta bróður sínum vaim Guðmundur bú- verk hjá foður sínum ffam á stríðs- árin, en á vetrum ffá ofanverðum þriðja áratugnum ffam yfir miðjan hinn fjórða var hann á báti í Kefla- vík, lengstum landmaður, að ég held. Til Reykjavíkur fluttist Guð- mundur Valdimarsson haustið 1940 eða 1941. Fyrstu ár sín þar vann hann ýmis tilfallandi stöif, en ók síðan fólksbíl liðlega aldarfjórðung. 1 sambúð gekk hann með Guðrúnu Jóhönnu Ragnarsdóttur (f. 25.8. 1918, d. 8.3. 1969). Síðar tók hann að sér og sá um Guðrúnu Sóleyju Karlsdóttur (f. 11.9. 1950) ffá Isa- firði. 1 bemsku dvaldist ég tvö sumur, 1936 og 1937, tvær vikur á Sóleyj- arbakka, sem lifa í minningu minni. Hófust þá kynni mín við Guðmund og yngsta bróður hans, Sigurð, og yngstu systumar. Eftir að Guð- mundur fluttist til Reykjavíkur, sá ég hann allreglulega ffam yfir 1960, en síðan örsjaldan, síðast fyrir 5 vikum, er við drukkum saman kaffi á veitingastað. Guðmundur var góður meðalmaður á hæð, mjög ljós á hár, ljós- bláeygur, grannleitur og skarpleitur, og samsvaraði sér vel. Hann var léttur í skapi, en þó ör- geðja. Kimnigáfu hafði hann góða. Bjartar em minningar mínar um þennan foðurbróður minn. Reykjavík, 6. júní 1991 Haraldur Jóhannsson Karl J* Sighvatsson Fimmtán ára Norskur strákur óskar eftir sumarat- vinnu á íslandi. Starfið getur verið allt mögulegt því hann hefur áhuga á svo mörgu. Þeir sem hafa áhuga skrifi til: Alexander Sommerstad Sommerstad 3240 Andebu Noregi í töskunni hans Kalla vom ótrú- legustu hlutir. Eg minnist hvítra ull- arsokka, granóla, döðlupakka, ávaxtasafa og svo eðal vítamína, smyrsl til að smyija hendumar með og olía á orgelið. Þama var og orgel partur úr Te deum eftir Berlioz, skór, uppkast af hans eigin ópusum, burstar af öllum gerðum, að ógleymdum sundfatnaði, og enn er ekki allt talið. Við skemmtum okkur við að geta okkur til um hve lengi mætti halda sér uppi með þvílíkan kost í farteskinu og komumst að þeirri niðurstöðu að miðað við nútíma farkosti, mætti fara í góða hnatt- reisu með viðkomu á fáeinum völd- um stöðum, án þess að þiggja annan kost. I hans tilfelli mátti ferðast í gegnum allt lífið ef aðeins fáein Hammond orgel og/eða pípuorgel yrðu á veginum. En nú er Kalli far- inn í annað ferðalag án töskunnar góðu og ég ásamt svo mörgum ást- vinum hans og aðdáendum stend eftir og kveð „Papa Karlos“ eins og við kölluðum hann. Nestor og uppalandi var hann í minum augum og eyrum. Osínkur að miðla af mikilli reynslu sinni í músíkinni. Ekki var músíkin í hans tilfelli eingöngu fengin með námi og reynslu, heldur var hún og í blóð- inu, sérhverri hreyfmgu, heitri og hvikri. Innsæi hans var sérstakt, og þó hann væri elstur okkar og búinn að ganga í gegnum tímabil sem við aðeins horfðum á sem unglingar, þá var hann alltaf yngstur, ferskastur, frumkrafturinn óyggjandi og galdur hans hóf sig hátt. - Við stöndum eftir ráðþrota og spyijum hver ræð- ur mönnum slík örlög. En okkur hefur verið kennt að sættast við æðri mátt og þá um leið styrkjast fýrir ókominn dag. - Ég þakka að hafa átt þess kost að starfa með Kalla, kynnast drengskap hans, og veit að ég á alltaf eftir að búa við það ljós, er stafaði af nærveru hans og sköpun. Það ljós styrki nú ungan son hans og ástvini í sorg og missi. Egill Ólafsson AUGLÝSINGAR Utboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir til- boðum í viðhald á Bækistöð SVR á Kirkjusandi. Helstu verkjjættir eru: 1. Steypuviðgerðir 2. Háþrýstiþvottur 3. Málun 4. Málmklæðningar á lárétta fleti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25.júní 1991, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Löndunarkrani á bryggju Hjá Hafnarfjarðarhöfn er til sölu löndunarkrani, sem notaður hefur verið á Óseyrarbryggju til iöndunar úr smábátum. Kraninn er boltaður nið- ur og er snúið um lóðréttan ás með handafli. Rafdrifin vinda er læst við 500 kg þunga. Hæð undir bómu er 4,1 m og lengd bómu 3,1 m. Nánari upplýsingar á hafnarskrifstofu, Strand- götu 4, sími 91-53444 eða 91-652300. Hafnarljarðarhöfn Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Rekstrarstjóri Við óskum eftir rekstrarstjóra í 50% starf til af- leysinga í eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst nk. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu í bókhaldsstörfum. Megin verksvið rekstrarstjóra er að sjá um fjár- reiður Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar og undirstofnana hennar. . Upplýsingar gefa Kolbrún Oddbergsdóttir, rekstarstjóri, og Marta Bergmann, félagsmála- stjóri, alla virka morgna í síma 53444, milli kl. 11.00 og 12.00. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Félags- málastofnunar Hafnarfjarðar fyrir 15. júní nk. Umsjónarfóstra Umsjónarfóstra óskast í 50% starf á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. Megin verksvið er í umsjón með dagvistun barna í heimahúsum. Upplýsingar gefa María Kristjánsdóttir, dagvi- starfulltrúi, og Marta Bergmann, félagsmála- stjóri, alla virka morgna í síma 53444, milli kl. 11.00 og 12.00, fyrir 15. júní nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn i Hafnarfirði Kennarar í frönsku, stærðfræði og eðlisfræði Flensborgarskólinn auglýsir eftir frönskukenn- ara í hálft starf frá og með haustönn 1991. Um- sóknarfrestur er til 3. júlí. Jafnframt er framlengdur til sama tíma um- sóknarfrestur um áður auglýsta kennarastöðu í stærðfræði og eðlisfræði. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 650400 eða 50560 næstu daga eða eftir 21. júní. Skólameistari Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Fóstrur þroskaþjálfar Okkur á Leikskólanum Víðvöllum vantar fóstru á almenna deild og þroskaþjálfa á sérdeild. Einnig vantar okkur uppeldismenntað fólk til stuðnings við börn með þroskafrávik. Leikskólinn er vel mannaður fagfólki, hefur börn á aldrinum 6 mán. til 6 ára á þremur ald- ursskiptum deildum, auk sérdeildar. Nánari upplýsingar er að fá hjá leikskólastjóra í síma 52004 og á sérdeild í sima 54835. Fóstrur! Fóstru vantar á leikskólann Arnarberg, sem er einnar deildar leikskóli fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 53493. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Síöa 11 ÞJÓÐVIUINN - Þriðjudagur 11. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.