Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 5
Tvær íraskar konur ganaa framhjá hmninni mosku. Saddam Hussein hóf i gær árásir á flóttamenn Shíta sem eru inni-
króaðir i suðausturhluta Trak.
' * J.
Saddam Hussein ræðst á
flóttamenn í Suður-Irak
Iranska sjónvarpið skýrði frá
þvi í gær að herir Saddams
Husseins i Suðaustur-írak
hefðu ráðist á flóttamenn í
mýriendi nærri landamærunum
við Iran. Sjónvarpið skýrði frá
sprenginum af svæðinu en fyrr
um daginn höfðu íranskir leið-
togar og íraskir flóttamenn lýst
þvi að þeir óttuðust að Hussein
hyggðist fremja fjöldamorð á
Shítum meðal annars með því að
beita eiturefnavopnum.
Hundruðir þúsunda fólks flýði
úr borgum í Irak þegar herir Huss-
eins börðu niður byltingu í suður-
hluta landsins eftir að Persaflóa-
striðinu lauk j vor. En ólíkt Kúrd-
um í Norður-írak komst þetta fólk
ekki yfir landamærin til Iran og er
því innilokað við slæmar aðstæður.
Iranskar fréttastofur hafa skýrt frá
því að íraski herinn vami flótta-
fólkinu leið til Iran.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
á svæðinu óttast að milli 400 og
700 þúsund Shítar séu haldnir í
herkví af her Husseins. Aðeins um
70 þúsund manns tókst að komast
alla leið til Iran. Shítar eiga ekki
uppá pallborðíð hjá stjóminni í
Bagdad en hún samanstendur af
súnnítum. Þá gagnrýna Shítar í út-
legð Vesturlönd fyrir að hafa huns-
að vandamál Shíta í Suður-írak og
einbeitt sér einungis að hjálpastarfi
við Kúrda í norðurhéruðunum.
Erfiðlega gengur að koma á leiuötogafundi Bush og Gorbatsjofs en upphaflega ætluöu þeir aö hittast I febrúar.
Enn seinkar leiðtogafundi
Ekki er talið líklegt að ieið-
togafundur forseta Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna verði að
veruleika fyrr en í fyrsta iagi
seint í júlí. Vonast hafði verið tii
að af fundinum gæti orðið í þess-
um mánuði. Marlin Fitzwater
talsmaður Hvíta hússins í
Um 20 þúsund böm fóm í
gönguferð um hina öldnu borg
Baalbek í Líbanon á sunnudaginn
til að fagna því að friður er kominn
á í landinu eftir 16 ára borgara-
styijöld. Bömin komu allsstaðar að
úr landinu til að skoða minjar um
Grikki og Rómveija í borginni sem
er um 70 kílómetra austur af Berút.
Bandaríkjunum sagði í gær að
þar sem ekki gengi betur en
raun ber vitni við að ná sam-
komulagi milli stórveldannna
um takmörkun langdrægra
kjarnorkuvopna væri Ijóst að
júní væri út úr myndinni.
Fyrir helgi var ákveðið að auka
Ferðin var liður í að brjóta niður
múra milli 17 mismunandi flokka
og trúarbragðahópa í Líbanon.
Múramir hafa verið að hrynja sið-
an í desember að hermenn tóku
völdin i Berút og fjallahéruðum í
norðri og suðri.
hraðann í Start-viðræðunum til að
liðka fyrir leiðtogafundi þeirra Ge-
orge Bush og Mikhaíl Gorbatsjovs.
í gær sagði Fitzwater hinsvegar að
eftir að aðilar fóru yfir ganginn í
afvopnunarviðræðunum hefði
komið í ljós að erfiðleikar væm á
ferðinni sem tæki tíma að leysa.
Báðir aðilar vilja ná samkomulagi í
Start-viðræðunum og ætlunin var
að gera það fyrir júní - júlí leið-
togafund í Moskvu.
Fitzwater taldi ekki í gær að
seinkun á Start hefði áhrif á ósk
Gorbatsjovs um til dæmis 1,5 mil-
jarðs dollara lán til kaupa á komi.
Akvörðun í sambandi við það lán
verður tekin á næstu vikum. í síð-
ustu viku sagði landbúnaðarráð-
herra Bandaríkjanna að Sovétríkin
væm lánshæf þjóð en það er for-
senda fyrir láni
Böm í friðargöngu
Tugþúsundir
flýja Pinatubo
Eldfjalliö Pinatubo sem er
um 90 kílómetra norður
af höfuðborg Filippseyja,
Manillu, hóf að gjósa á
sunnudaginn eftir 600 ára hvíld.
Eldfjallið er á sömu sprungu og
Unsen eldfjallið í Japan sem
byrjaði að gjósa í síðustu viku og
varð 38 manns að bana.
I gær flúðu 14.500 bandarískir
hermenn með fjölskyldur sínar frá
Clark herflugvellinum sem er ná-
lægt fjallinu. Um 15.000 Filipps-
eyjingar flúðu einnig úr þorpum í
20 kilómetra radíus frá Pinatubo.
Yfirvöld hafa í huga að flytja
200.000 manns frá borginni Ang-
eles sem er nálægt Clark flugvell-
inum ef gosvirknin eykst.
Líkur em taldar á að herflug-
völlurinn verði hálfur grafinn undir
hraun og allur undir ösku. I gær
sögðu eldfjallafræðingar að um 12
kílómetrar allt í kringum fjallið
væm þaktir hrauni og dmllu. Sjálf-
ir þurftu þeir að færa sig um set.
Þrátt fyrir langar flóttalestir frá
fjallinu urðu 1500 hermenn eftir til
að tiyggja öryggi herflugvallarins.
Bandarísk yfirvöld hafa ekki viljað
segja af eða á um hvort kjamorku-
vopn séu til staðar á vellinum. Þeir
staðhæfa hinsvegar að ekki stafi
hætta af vopnabirgðum á vellinum.
Ekki hafa borist neinar fréttir
af mannfalli af völdum gossins.
Gosvirknin felst aðallega í smærri
sprengigosum. Stórt sprengigos
gæti kaffært herflugvöllin og þorp-
in sem liggja við rætur Pinatubo.
Pravda ræðst
að Jeltsín
Pravda, málgagn Kommún-
istaflokksins í Sovétríkjunum,
réðst að Boris Jeltsín í grein í
gær en Jeltsín býður sig fram til
forseta lýðveldisins Rússlands.
Kosningararnar fara fram á
morgun og eru fyrstu kosning-
arnar þar sem kosið er beint um
forseta Rússlands. Blaðið segir
Jeltsín vera valdagráðugan,
svikuian og óhæfan einstakling.
Viðtal við Jeltsín birtist við hlið
úttektarinnar á honum í Prövdu.
Þar segist hann geta tryggt Rúss-
landi örugga og góða framtíð.
Það vom þrír prófessorar sem
rannsökuðu sjálfsævisögu Jeltsíns
og fengu þessa niðurstöðu. Þeir
segja að það eina sem sé áreiðan-
legt í ákvarðanatöku Jeltsíns sé
óáreiðanleikinn. Talað er um að
hann skipti ofl um skoðun, að hann
einfaldi hlutina og að hann sé upp-
tekinn af völdum og enn meiri
völdum. Prófessoramir segja að í
397 skipti hafi Jeltsín tengt orðið
vald við persónu sína á jákvæðan
hátt. En þeir segjast sjá í áhuga
Jeltsíns á að breyta umhverfi sínu
að hann sé metnaðarfullur leiðtogi,
tilbúinn til að kasta gömlum gild-
um fyrir ný.
Jeltsín hefur hvað eftir annað
gagnrýnt íhaldspressuna í Sovét-
rikjunum síðan hann var kosinn
forseti af rússneska þinginu fyrir
ári síðan. Hann hefur hinsvegar
farið varlega i sakimar í kosninga-
baráttunni og hefur neitað að gagn-
rýna aðra frambjóðendur öðmvísi
en óbeint.
Jeltsín sagði sig úr flokknum í
júlí í fyrra og berst nú um forseta-
Jeltsín hefur ekki Prövdu með sér 1
kosningabaráttunni um forsetaemb-
ættið I Rússlandi en kosningar fara
fram á morgun.
embættið við meðal annara Nikolaj
Ryzhkov, fyrmrn forsætisráðherra
Sovétríkjanna. Sigur Jeltsíns
myndi styrkja stöðu hans gagnvart
Mikhaíl Gorbastjov en flestir búast
við að hann sigri í fyrstu atrennu.
Sum blöð reikna þó með að kjósa
þurfi aftur um þá tvo efstu. Það
þarf að gera nái enginn hreinum
meirihluta á miðvikudaginn.
Fjórðungs hækkun
kaups í Albaníu
í Albaníu mættu 350.000
verkamenn aftur til vinnu sinnar í
gær eftir að hafa verið í verkfalli í
25 daga. Verklalýðsfélögin náðu
samkomulagi við Ylli Bufi sem er
nýorðinn forsætisráðherra lands-
ins um að gengið yrði að þrennum
kröfum verkafólksins nú þegar, en
ein þeirra er 25 prósent kaup-
hækkun.
Fulltrúi verkalýðsfélaganna
sagði að Bufi hefði gengið að kröf-
um um 25 prósent kauphækkun og
væri að íhuga leiðir til að verða við
kröfiim um 50 prósent kauphækkun
um leið og ný ríkisstjóm tekur við
völdum i Albaníu.
Verkfallið sem um 70 prósent
vinnufærra manna í Albaníu tók þátt
í leiddi til þess að stjóm kommúnista
hrökklaðist frá völdum. Bufi var
matvælaráðherra í þeirri stjóm og
hefiir lofað kosningum í maí eða júní
á næsta ári.
Boðorð gegn Mafíunni
Prestur nokkur frá Sikiley heíur
umritað boðorðin tíu til að sóknar-
bömin hafi eitthvað til að styðjast
við í viðskiptum við Mafíuna. Don
Giacomo Ribaudo frá Villabate, sem
er rétt íyrir utan Palermo, birti þessi
nýju boðorð i vikuriti Kaþólsku
kirkjunnar. Meðal boðorðanna em:
Aldrei biðja mafíosa um greiða.
Forðastu vini mafiunnar.
Munið að mafíosar hafa allir ver-
ið bannfærðir oftar en einu sinni og
því skyldu þeir aldrei vera guðfeður
við skímir né svaramenn við brúð-
kaup.
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991