Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 14
Glanstímaritin komu fram á vettvanginn, eitt af öðru á níunda áratugnum og fáir trúðu að þeim yrði langra lífdaga auðið. Þau voru of mörg og markaðurinn of lítill. Samt lifa þau enn, öll saman, og virðast orðin ekki ómerkur hluti af ijölmiðlaheimi okkar. Hér á eftir verður fjallað um Vikuna (30. maO, Mann- líf (4. og 5. tbl.) Nýtt líf (3. tbl) og Heimsmynd (júní). En fyrst kemur ein reynslusaga. Sagan af Valgerði Ég fluttist til útlanda um áramótin 1982 og bjó erlendis í næstum átta ár. Ég fíuttist sem sagt fyrir glanstímaritaflóðið, fyrir Stöð tvö, fyrir Rás tvö, fyrir Stjömuna, Bylgjuna og allt það eða m.ö.o. fyrir þá magn- byltingu (en ekki gæða) í ís- lenskri fjölmiðlun sem gengið heíur yfir landið síðasta áratug. Tíska = fegurð Fegurðarsamkeppnunum er blessunarlega lokið - í bili. Fólk er hætt að liggja yfir Vikunni til að bera saman lengd fót- leggja, læra- og bijóstastærð á keppendum, sem var alveg fánýtt 'nvort eó er, því að kepp- endur ganga í gegnum langa og stranga lík- amsræktarmeðferð sem gerir flestar stúlkumar nákvæmlega eins í laginu. Kroppamir em engu að síður vegnir og metnir af almenningi og aldrei hafa kröfumar verið meiri því að líkamsræktarbylgjan hefur hækkað standardinn. Nú er lík- ami konunnar ekki aðeins hlutgerð- ur og hafður fyrir markaðs- vöm, heldur ber meira og meira á eins konar hlutadýrkun á kven- líkamanum í tísku- heiminum. Kjólamir og pilsin em örstutt og níðþröng til að sýna þjálfaða líkamana sem hafa kostað stúlk- umar jám- aga, stöðuga megrunar- kúra og eleg(l)ans Endmm og sinnum kom maður svo heim til íslands og horfði undrandi á það sem var að gerast. Ég man sérstaklega eftir einu skipti, ég var að bíða á íslenskri biðstofu og tók mér áður óþekkt glanstímarit í hönd. I því var langt viðtal við mjög fallega stúlku sem hét Valgerður. Hún og viðmælandi hennar töluðu í léttum trúnaðartón um Stöð tvö og Valgerði og samband hennar við Jón Ottar. Það var nú meiri sagan. Smá og stór atriði vom þar rædd til hlítar, enda ekki vanþörf á að ieiðrétta alls konar misskilning sem upp hafði komið hjá almenningi um málið, að mér skildist. Ég las þetta einbeitt og á meðan ég las urðu til margar áleitnar spumingar. Sú fyrsta var: Hver er Valgerður? Og fleiri spumingar fylgdu í kjölfarið: Hvemig sjónvarpsstöð er eiginlega Stöð tvö? Og Jón Óttar - síðast þegar ég vissi til hafði hann verið matvælafræðingur? Hvað var hann að gera á Stöð tvö með Valgerði? Og síðast en ekki síst: Hvers vegna var viðtalið skrifað út frá þeirri fullvissu að efni þess varðaði alþjóð? Varðaði það mig? Ég skildi sem sagt ekki neitt í viðtalinu þó að það væri skrifað á mínu eigin tungumáli. Forsagan, hliðarsögumar, undirtextinn, vísanimar, táknmálið - allt var þetta mér lokuð bók. Um leið er það þetta sem em forsendur viðtalanna við „frægt fólk“. Hafi lesandi ekki þessar forsendur er hann ekki hluti af því „túlkunarsamfélagi" sem viðtölin em skrifuð fyr- ir. Núna, ári eftir heimkomuna þykist ég hafa mikið nám numið í því hverjir em „frægir" á Islandi. Fjölmiðlaheimur Auk þeirra rithöfunda, leikara, mynd- og tónlistarmanna sem fyrir vom er komin heil kynslóð af ungu fólki sem vinn- ur við fjölmiðla og skrifar hvert um annað. Samanber viðtal- ið góða við Valgerði. Fjölmiðlafólkið tekur myndir af fólki sem það þekkir og þær birtast í glanstímaritunum svo að fólk geti séð með eigin augum hve fallegt það er og vinir þess smartir. Og fylgst með því hverjir vom boðnir í veislur þar sem „allir“ vom sem máli skiptu. Þessi hluti heitir „Úr samkvæmislífmu" í Heimsmynd. Þar gefur að líta myndir af prúðbúnu fólki með glas í hendi og undir em leiðinlegar nafnaþulur. I Heimsmynd er fólk þó nefht fullu nafni. í Nýju lífi em margar myndasíður frá Elite- keppninni sem haldin var á dögunum. Fólkið á myndunum er ofl nefnt með fomöfnum og greinilegt að maður ætti að þekkja það. Þar upplýsir einn myndartexti okkur til dæmis um eflirfarandi: „Karlmennimir létu sig ekki vanta. Hér em þeir Ingvar, Haraldur, Hallur og Alli.“ Þessar syrpur úr samkvæmislífi staðarins og tískuheims- ins em mjög sjálfhverfar. Þetta er heimur sem lokast utan um sjálfan sig. Eiginlega er lesandi annað hvort þessa heims eða annars. Sé hann annars heims er honum þó leyft að skoða myndir úr veislunni. Ég get ekki ímyndað mér að mjög marg- ir hafi áhuga fyrir þessu efni. Margir hafa hins vegar áhuga fyrir tískufréttum glanstímaritanna. Það kemur í ljós í nýrri lesendakönnun Nýs lífs þar sem 86% lesenda vilja fá tísku- þætti. langa, leiðinlega líkamsræktartíma. „Ekk- ert hefur breyst," sagði kvenfrelsiskonan Betty Frieden þegar hún var hér síðasta sumar: „Mín kynslóð píndist til að ganga í magabeltum - ykkar kynslóð hefur fengið erobikk í staðinn." Fleira hefur nú samt breyst. Fegurðar- drottningar heimsins hafa lést um tíu kíló að meðaltali síðan árið 1958 og voru það engar feitabollur sem þá kepptu! 1 kjölfar hinnar tággrönnu, drengslegu kven- ímyndar tískuheimsins, fara menningar- sjúkdómar sem hijá ungar konur. Lystar- stol er hættulegast, en það er geðrænn sjúkdómur sem fær konur til að svelta sig í hel. Og fyrirmyndimar verða ekki aðeins rnjórri og folari, þær verða yngri og yngri. Að þessu leyti ganga íslensk tísku- blöð lengra en sambærileg erlend blöð. Það em bamsandlit sem horfa á okkur af síðum glanstímaritanna. Stúlkan sem vann Elite keppnina og er á forsíðu Nýs lífs er sextán ára og gengur í tíunda bekk grunnskóla. Henni er ekki ætlað að vera unglingastjama eins og eðlilegt væri. Ef marka má lesendakönnun Nýs lífs, er þorri lesanda konur á aldrinum 20-40 ára og sú sextán ára er sett upp sem útlitsfyrirmynd fyrir þessar konur. Eldri konur í lesendahópnum þurfa hins vegar ekki að ör- vænta. I auglýsing- um glanstímarit- anna er þeim boðin lausn á elli- og hrörnunar- vanda sín- um. Þær geta keypt smyrsl og vökva sem eiga að eyða hmkkum, stramma upp slappa húð hér og þar, Iáta þær líta út eins og sextán ára ef þeim er farið að líða nógu illa til að opna budduna og reiða fram féit. Þær konur sem komnar em yfir þrítugt eða fertugt og hvorki geta né vilja taka þátt í þessum leik sitja engu að síður uppi með tilfinninguna af því að það sé eitthvað að þeim. Þær séu ómögulegar. Þær séu veikar. Samkvæmt lesendakönnun Nýs lífs vilja 86% lesenda fá greinar um sálarlíf og veikindi. Þetta er þeim mun athyglis- verðara ef litið er til þess að lesendur em flestir „í blóma lífs- ins“. En þeim finnst það greinilega ekki sjálfum. Stelpurnar Kona að nafhi Lisbeth Larson skrifaði doktorsritgerð ný- lega um afþreyingarefni sem einkum er ætlað konum. Hún tekur upp skelegga vöm fyrir vikuritin. Ekki vegna fjölmiðl- unar- eða bókmenntalegs ágætis þeirra sem slíkra, heldur vegna þess að þau svari þörfum kvenna fyrir efhi sem fjallar um vemleika þeirra. Þar er heimilið í forgmnni og jákvæð þörf kvennanna sjálfra og annarra heimilismanna fyrir ást og umhyggju. Vikuritin taka umhyggjuhlutverk kvennanna al- varlega, segir Lisbeth Larsen. I margnefhdri lesendakönnun Nýs lífs kemur fram að 80% lesenda em giftar konur eða í sambúð, 14% em ein- hleypar, 5% fráskildar og 1% ekkjur. 80% kvennanna eiga böm og 20% em heimavinnandi, aðrar vinna utan heimilis. Lesendur hafa mismikinn áhuga á efni blaðsins, þær lesa um mat, hús og húsbúnað, en handavinna er ekki vinsæl. Enginn af lesendum Nýs lífs virtist hafa áhuga á að lesa um böm eða bamauppeldi! Samt er góð grein um ungbama- kveisu í tímaritinu, grein sem alveg áreiðanlega er mikil hjálp fyrir vökuhijáða foreldra með lítil böm. Ritstjóri Nýs lífs er kona og konur skrifa næstum allt efhi blaðsins. Nýtt líf er það glanstímaritanna sem kemst næst því að vera hreinræktað „kvennablaö", og að því er virðist hefur orðið þróun frá hefðbundnu kvennablöðunum eins og Hjemmet og Familisjúmal, en Lisbeth Larsen talar út frá blöðum af því tagi. í Nýju lífi hafa heimili og böm smám saman vikið fyrir tísku og veikindum. Strákarnir Ritstjórar Mannlífs og Vik- unnar eru karlmenn, karlmenn skrifa Mannlíf að mestu leyti, en hlutfall kynja er nokkuð jafnt í Vikunni. Vikan leggur áherslu á stuttar greinar og „eitthvað- fyr- ir-alla“ efnisval. Árangurinn verður yfirborðslegur (en ekki áhugaverður) og minnir á Se og hör, enda er það trúlega meiningin. Tölum ekki meira um það. Mannlíf býður lesendum upp á greinar um stjómmál og menningu. Þar er talað um leikhús, kvikmyndir og bókmenntir og stunduð rann- sóknarblaðamennska. í hið síðast nefnda er lagður umtalsverður metnaður. Hrafh Jökulsson fer í skoðunarferð um undirheima Reykjavíkur í 4. tbl. Mannlífs. Hrafh skrifar mjög vel. Hann notaress- eyju formið, texti hans i. 14 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.