Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 19
Evrópumótið Kefst á morgun
íslenska karlalandsliðið i
Opnum flokki, sem tekur þátt í
Evrópumótinu á Irlandi, er skipað
eftirtöldum spilurum: Aðalsteinn
Jörgensen, Jón Baldurson, Guð-
laugur R. Jóhannsson, Öm Am-
þórsson, Guðmundur Páll Amar-
son og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði
án spilamennsku er Bjöm Ey-
steinsson.
Mótið hefst á morgun. Yfir 20
þjóðir taka þátt í því að þessu
sinni og spila allir v/alla, 32 spila
leiki.
Raunhæft er að gera kröfur
um að landinn nái að halda sér um
miðjan hóp, en allt þar fyrir ofan
verður að teljast mjög góður ár-
angur. Nánar síðar.
I síðasta þætti nefndi ég at-
hyglisverða ftindargerð (óform-
lega minnispunkta) sem ættuð er
ffá Magnúsi Olafssyni, stjómar-
manni í BSÍ. Við skulum líta á
hvemig Magnús afgreiðir hlutina.
1. kafli: NBU-fréttir
1. Island skuldar gjöld sín
fyrir árin 1988, 1989, 1990.
Gjöldin vom 10 aurar sænskir per
félagsmann á ári, þ.e. innan við
10 þús. ísl. alls. Mjög hallærislegt
að skulda þessa aura.
2. Á ftmdinum var samþykkt
að hækka gjaldið upp í SK 1,00
per félagsmann á ári. Gjalddagi
fyrir þetta ár er 1. júní í allra síð-
asta lagi.
3. Lausleg athugun gefur til
kynna, að heildartekjur séu um
550.000 kr. á ári (íslenskar???)
4. Samþykkt á fundinum að
nota þetta fjármagn á eftirfarandi
hátt: 50% til þess sambands, sem
heldur NM það árið; 25% til þess
sambands sem heldur NM yngri
spilara það árið; 25% til að halda
úti Rottneros keppninni og þekja
kostnað við NBU (Norðurlanda-
sambandið).
5. Þetta þýðir, að BSÍ fær ca.
ISK 550.000 til að halda NM og
275.000 til að halda NM yngri
spilara. Aðildarfélög beðin um að
safna þó ekki í fjarmögnun íyrir
utan þessa aura... Fyrsta mótið
sem verður styrkt á þennan hátt er
NM yngri spilara i Finnlandi í
sumar, ca. ISK 137.500.
6. í raun þýðir þessi sam-
þykkt, að stærri þjóðimar era að
aðstoða þær minni. Líklegt er, að
stærri löndin vilji fá þessu breytt
er ffam líða stundir. Neita öllu
slíku...
7. Dagsetningar og tímasetn-
ingar fýrir NM 1992 í Svíþjóð
liggja fýrir: 28. júní-3. júlí í Um-
ea. Hefðbundið form.
8. Komst yfir skemmtilega og
vel unna skýrslu ffá danska sam-
bandinu: Status of the Bridge in
Denmark. Legg til að sambærileg
skýrsla verði unnin fýrir ísland,
bæði á íslensku og ensku. Sú síð-
amefhda þyrfti að vera tilbúin
fýrir EM... Danska formatinu má
stela. Eg fékk leyfi...
9. Eystasaltsþjóðimar era að
pressa á að komið verði á laggim-
ar móti, sem er sambærilegt og
NM. Ekki er mikil hrifhing i
gangi, því kostnaðurinn er að fara
úr böndum: EM, NM, EB (sem
allir munu á endanum verða þátt-
takendur í!). ísland er ekki inni í
þessari mynd. Hins vegar er
stuðningur við bridge í Eystra-
saltslöndunum mjög vel séður!
Bjóðum fulltrúum þaðan á
bridgehátíð með aðstoð stjóm-
málanna.
10. TiIIaga ffá norska sam-
bandinu: a) Aldursmörk yngri
spilara verði 20 ár. b) Öll kerfi
leyfð hjá NM unglinga nema
„Highly Artificial" kerfi. Beðið
um ákvörðun stjómar BSI. Norð-
mennimir segja, að þetta sé hið
sama og gildi í EM umglinga.
11. Næsta NM á Islandi var
sett árið 2002. Eg mótmælti og
fékk árið 2000 í staðinn. Næsta
NM unglinga var sett 1999. Ég
mótmælti ekki. Færeyingamir era
að bætast við og þeir taka 1997 og
era ffændur okkar og bræður. Þar
að auki gætum við staðið í því að
halda Bermunda-keppnina 1997.
2. kafli: EBL-fréttir
12. Lichtenstein er komið í
EBL. Þjóðunum fjölgar hratt og
skriða er ffamundan eftir að jám-
tjaldið gufaði upp. Vandamál fýr-
ir sérfræðingana: EM verður að
ljúka á 2 vikum og helst með ein-
um frídegi. Lengri mót ekki vin-
sæl. Varla mögulegt að allir spili
við alla. Heftir BSI stefhu? Verð-
um að móta hana. Ákvörðun lík-
lega tekin á Irlandi. Norrænir
fundir verða haldnir um málið
þar, til að móta sameiginlega af-
stöðu.
13. Norðurlöndin hafa alla
burði til að verða eitt mikilvæg-
asta aflið innan EBL - sé staðið
saman. Vandamál: Phillip Morris
er orðinn enn stærri sponsor en
áður fýrir EBL. Þeir ráða nú enn
meira en áður. Norðurlönd hafa
staðið sig slaklega í að taka þátt í
Phillip Morris-mótum. Ætlum
við að hafa áhrif á Phillip Morris,
verðum við að sýna lit. Ékkert ís-
lenskt par tók þátt í EM í tví-
menning, tvö dönsk, örfá norsk,
engin sænsk eða fmnsk!!! Þátt-
taka í „simulataneous" mótinu
þeirra er ekki betri. EBL, gegnum
stuðning frá PM, er að fara af stað
með enn eitt EM mótið: Mixed
pairs annað hvert ár (!). Legg til,
að BSI geri eflirfarandi: Auglýsi
vel PM mótið í nóvember n.k. og
láti öll félög taka þátt í þvi af full-
um þunga. Mótanefnd athugi
einnig, að 3. helgi hvers mars-
mánaðar er Phillip Morris mót
(EM í tvímenning/ EM i blönduð-
um flokki).
14. Með aðstoð Phillip Morris
er EBL að byggja upp sjóð, sem
má aldrei fara undir 1 miljón
svissneskra ffanka. Komnir í um
900 þús. í dag. Ná miljóninni í
sumar! Síðan á að nota aurana,
sem era umfram milluna auk
vaxtra í óljós verkefni. Eitthvað
fýrir ísland?
15. Vandamál í EBL: Með-
limum fjölgar ansi hægt. Norður-
löndin í sömu jötu. Getum vakið
veralega athygli með því að fara í
fararbroddi bæði hvað varðar
fjölda spilara per landsmann svo
og fjölda nýrra spilara. Þá gleðst
neffiilega hr. Phillip Morris. Ég
greindi nokkram fundarmönnum
ffá Bridgefélagi byijenda. Vakti
mikla athygli.
16. Nokkrir nýir fulltrúar í
framkvæmdanefnd EBL verða
valdir á Irlandi. Jens Auken gefur
kost á sér. Vill fá stuðning bærðra
sinna! Góður maður, virðist mér,
og ffamagjam. Ekki vitlaust að
eiga hönk upp í bakið á honum.
En eiga Islendingar að stefha að
því að eignast fulltrúa í ffamtíð-
inni? Um næstu aldamót?
17. Promotion vika nr. 2 verð-
ur haldin í Amsterdam í byijun
janúar (eins og síðast), en ekki í
París, eins og áður hafði verið
ákveðið. Isak Óm sat fundinn síð-
ast.
3. kafli: WBF-fréttir
18. EBL hefur farið ffam á
breytingar: Annað hvort eða
hvorttveggja verði gert: Að dreg-
ið verði úr valdi forsetans og/eða
EBL fái meiri áhrif í fram-
kvæmdanefhd WBF í gegnum
fleiri fulltrúa. Ljóst er, að Evrópu-
þjóðimar munu standa fast á
þessu í ljósi fyrri reynslu.
19. Denis Howard hætti 15.
april s.l. D'Orsi tekur við ffam á
haustið 1992, en þá kemur Bobby
Wolf til sögunnar ffam á haustið
1994.
20. OL 1992 átti að verða á
Spáni. Gáfust upp. Bretamir lof-
uðu Brighton, hafa nú bakkað.
Nær öruggt, að mótið verði nú
haldið aftur á Italíu í Salsomaggi-
ore. Ágætur staður.
21. Næstu stórviðburðir líta
þannig út:
1991: Bermuda í Japan
1992: OLáítalíu
1993: Bermuda í Chile
1994: New Mexico í USA
1995: Bermuda í Kina
22. Mikið rætt um Bermuda á
íslandi.Ákveðið að leyfa D'Orsi
að setja sig imi í jobbið áður en
við færum að pesta hann. Halda
mikið af fundum á Irlandi. Pressa
mikið. Stuðningur Norðurlanda-
þjóðanna við okkur er algjör og
100% heill. Þeir vilja þó enga
action fýrr en á írlandi. Þar vilja
þeir, í samvinnu við okkur, fara
formlega fram á 1997 og biðja um
1995 til vara, sé ekki um breyt-
ingu að ræða hjá WBF og Kína.
I Bridge-Tidningen aprílheffi
1991 (Svíþjóð) rakst ég á eftirfar-
andi spil:
S: 862
H: Á742
T:G7
L: K854
S: ÁK5
H: KG863
T: 5
L: ÁD102
Sagnir hafa gengið:
Suður Vestur Norður Austur
1 hj. pass 2 hj. pass
3 lauf pass 4hj. allirpass
Utspil Vesturs er tígulás og
síðan tígulkóngur. Austur sýnir
ójafha tölu í litnum (3-5-7 spil).
Hvað nú?
Fyrsta þrautin, eftir að hafa
trompað í öðrum slag, er trompí-
ferðin. Svíinn í blaðinu minnir á
„gullnu“ regluna: Svína með átta,
toppa með níu. (Hann á við
tromplengdina milli handa). Trúr
þessari reglu (sem hann segir gefa
52% möguleika á móti 48% að
svína, sem er nú ekki nákvæmt,
samkvæmt alfræðibókinni ffá
USA. Þar segir, að vanti 4 spil í
litinn, sé skiptingin: 2-2 er 50%,
3-1 er 48% og 4-0 er2%).
Nú, jæja, Svíinn okkar í sög-
unni semsagt spilar lágu að hjart-
ásnum, og síðan meira hjarta og
stingur upp með kóng (með döpr-
um árangri, því daman er þriðja
fyrir framan kóng-gosa). Segjum
BRIDGE
Olafur
Lárusson
Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19
að þú hafir spilað þetta eins. Þá
ertu kominn með tapara í tígli, í
hjarta, og spaðataparinn er ekkert
á forum. Óg þá er það laufið.
Hvemig verkar þú það? Bókin
segir okkur (Svíinn er raunar
sammála alfræðibókinni frá USA,
sem kom mér á óvart) að að spila
að tveimur háspilum, í þessu til-
viki ás og dömu, gefl okkur um-
talsvert betri möguleika. En
gleymum ekki sögnum. Vestur á
tæplega einspil í hjarta og einnig í
laufi. Við leggjum niður laufaás,
litið ffá báðum í vöminni og spil-
um laufi að kóng. Austur trompar
með hjartadömu og skilar spaða-
drottningu til baka. Við tökum
snarlega á spaðakóng, siðan
spaðaás og meiri spaða. Austur er
fastur inni og á ekkert nema tígul
eftir, í tvöfalda eyðu. Hendur A/V
vora:
Vestur
S: 943
H: 9
T: ÁK1062
L: G963
Austur
S: DG107
H: D105
T: D9843
L: 7
t-4-4
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENGISVANDAMÁUD
Auglýsing um aðalfund
Aðalfundur SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengisvanda-
málið) verður haldinn 21. júní n.k. kl. 20.00, að Síðumúla
3-5, 108 Reykjavík.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi Sam-
takanna á liðnu starfsári.
2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til um-
ræðu og samþykktar.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og
vara endurskoðenda.
5. Ákvörðun um félagsgjöld.
6. Önnur mál.
Stjórn SÁÁ
Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið
Holtaskóli í Keflavík
Kennara vantar að Holtaskóla næsta skólaár.
Kennslugreinar; Danska, íslenska, stærð-
fræði, líffræði, tónmennt. Einnig vantar sér-
kennara.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597
og yfirkennari í síma 92-15652.
Blaðburður
er heilsubót!
Okkur vantar
blaðbera í:
Smáíbúðahverfi
Hafnarfjörð
Hafið
samband
við
afgreiðslu í
síma
681333
ÞJÓÐVIIJINN