Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarid h.f Framkvœmdastjóri: Hallur Pá« Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson Umsjénartnaöur Heigarblaðs: Bergdís Ellertsdóttir Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjöfsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Afgrelðsla: tr 6613 33 Auglýslngadelld: n 68 1310-8813 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónuf I lausasöfu Setning og umbrot: Prentsmiflja Þjóöviljans hf. Aðsetun Siöumúla 37,108 Reykjavík Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Ný framsóknaraðferð Framsókndrflokkurinn átti sem kunn- ugt er aðild að ríkisstjórnum svo lengi að nú þegar hann lenti í stjórnarand- stöðu hafði aðeins einn þingmaður flokksins einu sinni komið nálægt stjórn- arandstöðu: Steingrímur Hermannsson. Framsóknarflokkurinn átti fyrst aðild að stjórninni 1971 til 1974 með Alþýðu- bandalaginu. Sumarið 1974 var reynt að mynda vinstri stjórn, en tókst ekki vegna afstöðu Alþýðuflokksins. Fram- sókn myndaði þá ríkisstjórn með íhald- inu. Og Tíminn og Framsóknarforystan hóf sönginn um það að aldrei eða sjald- an hefði setið hér verri stjórn en sú síð- asta. Framsókn sat svo stjórn með íhaldinu til vors 1978. Þá beið hún af- hroð í kosningabaráttunni, sneri við blaðinu og heimtaði vinstristjórn og samvinnu við samtök launafólks. Ekki var sú stjórn fyrr farin frá og svo stjórnin vorið 1983 en Framsóknarforystan sneri enn við blaðinu og taldi allt hafa veriö í kalda koli þegar ríkisstjórnin skildi við. Þá hafði tekið við forystu í Framsóknarflokknum Steingrímur Her- mannsson sem er svo mikill snillingur að hann getur ekki einasta verið með og á móti sömu ríkisstjórninni; hann fer létt með að vera með sama málinu og á móti því í sömu málsgreininni. í lok stjórnarinnar frá 1983 til 1987 taldi Framsókn enda allt með miklum blóma, en fór samt inn í ríkisstjórn með íhaldinu. Sú stjórn skildi við í beinni út- sendingu í sjónvarpi í sláturtíðinni miðri haustið 1988. Hún skildi við allt í kalda koli. Það lag söng Framsókn sem þó hafði verið í stjórninni og hælt sér af því. En þann söng fór Alþýðuflokkurinn líka með sem þó hafði verið í stjórninni frá 1987. Mátti ekki á milli sjá hvor var snjallari í að svívirða þessa stjórn Fram- sóknarforystan eða Alþýðufflokkurinn. Mátti þó hlutur Alþýðuflokksins teljast athyglisverðari þar sem hann hældi sér af því að hafa samið handa stjórninni stærsta stjórnarsáttmála sem stjórn hafði gert sér frá því að sögur hófust. Alþýðuflokkurinn sat svo í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu til vors 1991. í kosningabaráttunni hældi Alþýðuflokk- urinn stjórninni á hvert reipi á öllum sviðum og vildi eigna sér geislabauga hennar samanlagða. En á kosninga- nóttina sneri hann við blaðinu og nú var mynduð stjórn með íhaldinu. Skipti það engum togum að samstundis var fyrri stjórn orðin óalandi og óferjandi. Þessi aðferð á sér gamla sögu og langa; frægt var það þegar 1]ármálaráð- herra Framsóknarflokksins kvaðst í kosningunum skilja við blómlegt bú. Myndaði svo sjálfur ríkisstjórn og varð aftur fjármálaráðherra og sagðist aldrei hafa tekið við öðrum eins hryllingi. Þessi aðferð var um áratugi kenndi við Fram- sóknarflokkinn. Nú hefur hann fengið skæðan keppinaut í hræsni og yfir- drepsskap, sem því miður hefur svo að lokum þau áhrif að enginn tekur mark á stjórnmálamönnum. - S. r / 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.