Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Blaðsíða 17
Hungur, Reiði og Ákveðni Eitt og annað um POISON. Síðastir á svið á Kaplakrika- tónleikunum verða Poison, hljóm- sveit sem hefur komist á toppinn á þremur atriðum: hungri, reiði og ákveðni. Eða eins og Bret Michaels gítarleikari og söngvari segir: „Það var ekkert eitt atriði sem kom öllu á fleygiferð hjá okkur - það var bara fullt af basli og vonbrigðum sem loksins borgaði sig. Mér finnst ég vera mjög heppinn vegna nokk- ura ástæðna; ég er í hljómsveit með mjög góðum vinum mínum sem ól- ust upp og börðust saman. Við eig- um trygga áðdáendur sem hafa aldrei hlustað á gagnrýnendurna, og í þriðja lagi þá höfum við alltaf spilað okkar eigin lög - og þegar þessi lög ná á toppinn er það helm- ingi meira spennandi, þvi við vitum að við höfura lagt hjörtu okkar og sálir í tónlistina.“ I fimm ár höfðu Poison erfiðað á austurströnd Bandaríkjanna. Þeir léku lög eftir aðra í klúbbum og börum. í mars 1984 ákváðu þeir að fara vestur og byija að spila frumsamið efni í Califomiu. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu hjá Enigma records skömmu síðar og vöktu gífurlega lukku í klúbbum Los Angeles. Fyrsta platan „Look what the cat dragged in“ seldist í um þrem miljónum ein- taka og hljómsveitin ferðaðist um með Ratt og Cinderella. Framtíð bandsins var svo endanlega tryggð þegar stórfyrirtækið Capitol gerði samning við þá og gaf út aðra plötu „Open up and say... Ahh!“ 1988. Sú plata seldist í um sjö miljónum ein- taka, þar af seldust fimm miljón ein- tök í Bandaríkjunum. Þegar platan kom út fóru Poison í víking rnn Bandaríkin sem upphitunaratriði fýrir David Lee Roth. A þessari ferð var sukkað stíft, Bret Michaels var hand- tekin tvívegis og hneykslaður blaða- maður lýsti tónleikarútu hljómsveit- arinanr sem „miða aðra leiðina til Sódómu og Gómorru“. I september 1988 var orðstír Poison orðinn það mikill að hljómsveitin gat fyllt íþróttaleikvangi á eigin spýtur og fór á 200-tónleika-túr um þver og endi- löng Bandarikin, Japan, Nýja-Sjáland og Astralíu. Eftir stutt hlé tók hljóm- sveitin að æfa upp nýja plötu sem síð- an kom út í júlí 1990 og hét „Flesh and Blood“. Síðan hefur hljómsveitin spilað viðsvegar um heiminn og er reyndar núna í miðju Bandaríkja- ferðalagi þar sem Slaughter hitar upp fyrir þá. Hljómsveitimar koma í einkaþotu á sunnudagsmorguninn og verða þotnar aftur á mánudagsmorg- uninn, svo ekki verður stoppað hér lengi. Hljómsveitimar Ieika svo í Cincinetti á þriðjudagskvöldið ef æst- ir áhorfendur vilja elta. Tónleikar Poison em gífurleg sýning með æp- andi ljósum, springandi kínveijum og lekandi andlitsfarða. Engum ætti að leiðast þegar Poison stíga á stokk í Kaplakrika uppúr tíu á sunnudags- kvöldið. En nú skulum við líta nánar á Eitur-drengina. Bret Michaels; Óútreiknanlegur. Sérvitur. Tekur stundum upp sönginn í hljóðverinu í algjöru myrkri. Semur texta í rútum og hótelherbergjum kl. 5 á morgnana. Fæddur í Butler, Penn- sylvaniu. Fyrri störf: hlaupatík á mat- sölustað, lagermaður, kokkin. Af- þreying: mótorhjólaakstur, heta- mennska. Fyrstu tvær plötumar: Pronounced með Lynyrd Skynyrd og Led Zeppelin II. Ekur rauðri Corvettu '63. Býr í Los Angeles. Mottó: Það er alltaf auðveldara að bölva myrkrinu en að kveikja á kerti. Tilfinningar í garð þsss að ritskoða plötur og merkja þær „bannaðar bömum“: „Það er algjörlega út i hött, það er algjör kommúnismi." C. C. DeVille: Hávaðasamur, tal- ar hratt. Fæddur í Brooklyn, NYC. Fyrstu tónleikar: Kiss. Ok einu sinni í leigubíl. A 275 gítara. Fer með minnst 50 í tónleikareisur. Fer stund- um með gítarinn sinn á næsta pöbb eftir Poison-tónleika og djammar með húsbandinu. Uppáhaldsplötur í æsku: „Rocket to Russia" með Ramo- nes og „Heaven tonight" með Cheap Trick. Besta kynlíf sem hann hefirr átt: „...hefur verið með mínum eigin lófa, þvi þá þarf ég aldrei að útskýra afhveiju ég fæ það of fljótt!" Bobby Dall: Dularfullur, ákafiir. Eyðileggur bassann sinn eftir tónleika ef hann er óánægður með tónleikana eða yfir sig ánægður. Fæddur í Flor- ida og býr þar enn. Fyrri störf: Skelja- tínslumaður, kokkur, trésmiður. Hverfur stundum á Poison-tónleika- ferðalögum og finnst á óliklegustu stöðum. Áhrifavasldar: Rolling Stones, Aerosmith. Rikld Rockett: Villtur, óstöðv- andi. Eintaklingur sem „Iemur hluti sér til lífsviðurværis, er það ekki merki um geðveilu?" Fæddur í Me- chanicsburg Pennsylvaniu. Ahrifa- valdar: Bítlamir, Aerosmith, Elvis Presley, James Brown „sem ég elska enn eftir öll þessi ár“. Fyrri störf: Uppvaskari, aðstoðarmaður á sjúkra- bíl. Býr f Los Angeles. Eitt herbergið í húsinu hans er tileinkað hryllings- myndaáhuga hans. Hefur nýlega stofhað anti- tisku fyrirtæki ásamt fé- laga sinum sem sérhæfir sig í ögrandi klæðnaði. Poison: Bret Michaels og Bobby Dall á sviði. Tónleikarnir 1989 lifa ennþá í minningunni Spjallað við Eirík Hauksson. Eftir rúmlega tveggja ára Ijar- veru er von á norsk/íslensku rokk- urunum í Artch aftur tíl landsins. Hljómsveitin hélt hér magnaða tón- leika á Hótel íslandi, á bjór- daginn í mars 1989 - og nú verða þeir opn- unaratriðið á Kaplakrikarisarokk- inu og rokka svo daginn eftir, 17. júní, á Tveira vinum. Helgarvaggið sló á þráðinn til Eiríks Haukssonar sðngvara sem reyndar kallar sig Eric Hawk erlendis, þar sem hann dvelst í Fredrikstad. Aðrir meðlim- ir Artch koma frá Sarpsborg, en báðir eru bæirnir í nágrenni Oslo. Eiríkur var nýkominn af æfingu með Artch og var meira en litið til í að ræða málin við einhvern að heiman. „Eg byijaði eiginlega í Artch áð- ur en ég flutti út,“ segir Eiríkur, „en það var of mikið mál svo ég flutti út til að geta starfað alfarið með bandinu fyrir um þremur ámm. Það em eflaust margir sem spyija hvemig ég dirfist að koma heim og spila, fyrst ég er ekki orðinn heimsfrægur, en ég hugga mig bara við að U2 urðu ekki frægir fyrr en eftir fjórðu plötuna sína.“ - Er Artch lifibrauðið þitt? „Nei, Artch er hobbíið. Tekju- lindin er „smile and be happy“-band- ið Just 4 fim sem tróð upp á síðustu Eurovision-keppni. Það band er mjög vinsælt héma í Noregi. Þetta er svona gleðikvartett sem sérhæfir sig í gamla rokkinu og ferðast mikið um til að spila. Þetta dæmi er í sjálfii sér mjög svipað öllum þessum rokk-sjóum sem sett hafa verið upp á íslandi.“ - Nú er Artch komin með sína aðra plötu, „For the sake of man- kind“, er mikill munur á henni og ykkar síðustu, „Another retum to Church Hill“? „Margir sem heyrt hafa segja nýju plötuna vera meira „commerci- al“, en það er ekkert sem við ákváð- um. Nýja platan kemur víða við, þama er allt ffá kassagítarballöðum upp í spídd-metal. Meðlimir bandsins hafa mjög misjafhan smekk. Sumir fila trash og spídd-metal, en sjálfur er ég hriffiastur af þessu „basic" þunga- rokki, Deep purple, Led Zeppelin og þessum körlum." - Hvemig stendur Artch mark- aðslega? „Við höfum spilað nokkuð í Nor- egi og Evrópu, en samt er helsti markaðurinn fyrir okkur vissulega í Bandarikjunum og þá ffekar á Aust- urströndinni. Nýja platan sem er gef- in út hjá bandaríska fyrirtækinu Met- al Blade hefur t.d. ekki verið gefin út ennþá i Evrópu, en við erum að vinna að því núna. Síðasta plata seldist í um 30.000 eintökum í Bandarikjunum, en ekki nema í um 5.000 hér í Noregi sem mér finnst þó bara gott. Við erum orðnir nokkuð þekktir hjá ákveðnum hópi fólks hér í Noregi, en við þurfum að skapa okkur stærra nafn.“ - Hvenær fá íslendingar að heyra nýju plötuna? „Þessu get ég því miður ekki svarað, en ég mun beita mér fýrir að það verði sem fyrst. Strax eftir þann 16. má búast við 200 eintökum sem ég fékk RS. Músik til að dreifa fyrir mig.“ - Hvað fáum við svo að heyra þann 16? „Við seldum um 1500 eintök af fyrstu plötunni heima, svo við leggj- um áherslu á hana þann 16. A Tveim vinum spilum við svo lengur og meira af nýju plötunni. Við erum allir mjög spenntir fyrir að koma. Tónleikamir 1989 lifa ennþá í minningunni.“ - Hvað er framundan effir Kapla- krikarokkið? „Maður hefur heyrt að það muni beinast mikil athygli að þessum tón- leikum, svo vonandi fer hagur okkar batnandi eftir þá. Við förum líklega og spilum á klúbbum á austurströnd Bandarikjanna í haust. Að vera hér f Noregi og spila er mjög svipað og heima.“ - Eitthvað að lokum? ,Já, ég vil bara hvetja fólk að láta sjá sig á tónleikunum hjá okkur. Þeir sem sáu okkur 1989 og fíluðu verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum með okkur núna.“ Artch á Hótel íslandi '89 - Mynd: Ari. HELGARVAGG Umsjón: Gunnar L Hjálmaisson sögunnar verða eíns og allir vita núna á sunnudaginn á Kapla- krikavelli. Listaliátíð Hafriar- konan sérstaka Tanita Tikaram kemur og spilar á Kaplakrikavelli 5, f kjölfar allrar athyglinnar Sem rokk-heimspressan hefur veitt Kaplakrikarokkliátíðarinni hafa margar frægar þungarokk- sveitir sett sig í samband við ís- lenska aðila og vilja fá að spila hér. Heyrst hefur að Iron Maiden, Metallica og Mötley Crae vilji endilega koma og í augnablikinu lítur út fyrir að Mötley Crue spili hér á landi í haust... úúii Lítið hefur heyrst af útihátið- um sumarsins, en þó er Ijóst að eins og áður verður mest við að vera fyrir rokkþyrsta í Húnaveri. Sálin hans Jóns mins og Siðan Skein Sól munu troða þar upp og Shiðmenn munu birtast og spila í eina skiptið á þessu ári... - iV >V Það er nóg að gera hjá Sálinni/ Beaten Bishops þessa dagana. í kvöíd leikur hljómsveitin kynn- ingartónleika í Oslo og á morgun i Stokkhólmi. Þetta er forkynning á plðtu hljómsveitaririnar sem kcm- ur út i Skandinavíu í haust. 17. júni verður hljómsveitin svo f stuði á Lækjartorgi ásamt amgrua annarra sveita... GCD, súperband Bubba og Rúnars Júl ætlar að ná úr sér skrekknum og birtast óvænt á Lí- dóíkvöld... 'Ct ik Blúsbrot nefnist blússveit sem leikur fyrri part kvöldsins í kvðld á Púlsinum. Um miðnættið bætast tveir meðlimir viö, bandið heitir þá Glerbrot og spilar rokk. Kefl- víkingamir í Deep Jimi and the Zæp Creams scm vöktu lukku á dögunum fyrir hressa spila- mennsku eru komnir í bæinn af'tur og rokka á Púlsinum á laugar- daga- og sunnudagskvöld... *** Rokksveit fslands nefriist ný stuðsveit sem spilar á Púlsinum 17. júni. Sveitin er m.a. skipuð Ftiðriki Karlssyni og Þórði Boga- syni. Púlsinn býður upp á úrvals djasshljómsveit á þriðjudags- kvöldið. Þar er fremstur í flokki Ari Einarsson djassgítaristi. Á mánudaginn spila svo Ennisrak- aðir skötuselir sitt Vestmanna- eyjarokk... * * * Nú um helgina er liðið ár síð- an skemmlistaðurinn Tveir vinir og annar í frii stækkaði til muna og varð eiít helsta aðsetur iifandi tónlistar i borginni. Hátföar- stemmning verður um helgina; dansleikjaútgáfa K.K. Band skemmtir í kvöld, Loðin Rotta annað kvöld og Sniglabandið á sunnudagskvðldið. Eins og lesa má hér annars staðar á siðunni ieikuar svo Artch á mánudags- kvöldið og er þetta síðasti séns að sjá bandið því það hcldur íil Nor- egs á þriðjudaginn. Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17 utö; M •.ur-E.fcuiaöA 0A.iaSA0-J3H TTÝt*' — AGtS.Sf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.