Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 6
Það er nauösynlegt að hafa góðan jeppa þegar feröast er um hálendi landsins. meö jeppadellu í 12 ár Hef veriö Rætt við meðlim úr 4x4 Klúbbnum Hér á landi er starfræktur klúbbur sem kallast 4x4 Klúbburinn og er þetta félag jeppaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að ferðast um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Klúbburinn, sem stofnaður var 1981, er mjög vinsæll hér á landi og alls eru nú um 600 fé- lagsmenn í honum. Einn af þeim er Ingólfur Vil- helmsson. Hann var aðeins 18 ára þegar hann fékk jeppadellu og hefur ekki losnað við hana síðan. „Maður byijaði svona eins og allir strákar með bíladellu en svo þróaðist þetta út í jeppana og svo kom að fyrstu jeppaferðinni minni. Sú ferð var nú lítil miðað við þær ferðir sem ég fer í dag,“ sagði Ingó, eins og hann kýs að láta kalla sig. Þegar Ingó talar um jeppaferð- imar sínar fer það ekki framhjá nein- um að þama er maður á ferð sem veit hvað hann er að tala um. Það er heldur ekki skritið því alls hefúr In- gó stundað svona ferðir í 12 ár. Meðlimir klúbbsins eru miklir náttúmvemdarsinnar og er náttúru- vemd eitt af boðorðum klúbbsins. Félagsmenn hafa meðal annars verið að þróa samvinnu s.l. ár með Nátt- úruvemdarráði í landgræðslu. Til dæmis fór klúbburinn fyrr á þessu ári upp á fjöll og lagaði jarð- rask og stikaði parta upp á nýtt. „Al- mennt fara íslendingar ekki illa með landið sitt,“ sagði Ingó. „Þó svo að inn á milli séu þeir til sem ekki bera virðingu fyrir landinu. Oft hefúr borgarbúum verið kennt um svoleið- is „skussahátt" en það þarf ekki endilega að vera. Ég hef til dæmis séð sundurskor- ið land eftir bónda sem keyrði á eftir rollunni sinni á Land Rover jeppan- um sínum.“ 4x4 Klúbburinn hefúr einnig sína eigin hjálparsveit og sagði Ingó að hún væri starfrækt á þeim eina raunhæfa gmndvelli sem hægt væri að reka hjálparsveit á. „Það er að sá sem í hættunni lendir, þarf að borga allan þann kostnað sem til tók við hjálpina," sagði hann. Klúbburinn á skála sem þeir kalla Setrið og er hann staðsettur á svokölluðum Kisubotnum sunnan undir Hofsjökli. Um síðustu áramót mætti hópur félagsmanna í skálann og vom þá famar skoðunarferðir um svæðið og meðal annars íshellar skoðaðir sem þama em nálægt. Klúbburinn skipuleggur alls kyns ferðir, stuttar sem langar, og nú um miðjan júlí fer klúbburinn að skipuleggja fyrstu ferðimar aftur. Hálendið er sem kunnugt er lok- að fljótlega upp úr páskum og opnar oftast aftur um miðjan júlí. Þess á milli hvíla félagsmenn sig eftir lang- an vetur og erfiðar ferðir og skipu- leggja nýjar væntanlegar ævintýra- ferðir. Ingó hefur stundað jeppaferðir 112 ár og nýtur þess alltaf jafn mikið. Vesturleiðin skapar nýja sýn Hótel Flókalundur, Hótel ísafjörður og Hótel Edda, Reykjanesi, bjóða öllum þeim sem leggja leið sína vestur í sumar 20% afslátt af gist- ingu og morgunverði. Eina skilyrðið er að maður kaupi a.m.k. þrjár gistinætur, eina á hverju hótelanna þriggja. Þrjár gistinætur ásamt morgunverði kosta kr. 6.850,-pr. mann í tveggja manna herbergi, en kr. 9.400 í eins manns herbergi. Vilji maður gista lengur, bjóða ofangreind hótel 20% afslátt af gistingu og morgunverði eins lengi og maður vill. Þetta tilboð er til sölu á Ferða- skrifstofú íslands og á hótelunum þremur. Hótel Flókalundur er lítið og vinalegt hótel í Vatnsfirði, u.þ.b. 5 km ffá Bijánslæk, endastöð Breiða- Qarðarfeijunnar Baldurs. Mikil nátt- úrufegurð er í Vatnsfirði og þægilegt að fara í dagsferð á Rauðasand, Látrabjarg eða um Suðurfirði. Öll herbergi em með sturtu. Hótel ísafjörður/sumarhótel í höfúðstað Vestfjarða, ísafirði. Þaðan liggja allar leiðir um Vestfirði. Ferðaskrifstofa Vestfjarða býður upp á fjölmargar skoðunarferðir, um ná- grannabyggðir ísafjarðar og alla Vestfirði. Djúpbáturinn Fagranes og Eyjalín, 20 manna hraðbátur, bjóða upp á ferðir til Homstranda, Jökul- fjarða og um_ ísafjarðardjúp. Her- bergin á Hótel ísafirði eru með hand- laug. , Hótel Edda, Reykjanesi, er innst í Isafjarðardjúpi, mitt á milli Isa- Qarðar og Hólmavíkur. Þar er rómuð náttúrufegurð, fjölskrúðugt fúglalíf og selur í fjörum. Töluverður jarðhiti er þama og heit sundlaug á staðnum. Herbergin em öll með handlaug. Eftirtaldir aðiiar bjóða handhöf- um þessa Vestfjarðatilboðs 10% af- slátt af þjónustu sinni. Gisting: Hótel Stykkishólmur - Hótel Edda, Laugum - Hótel Bjark- arlundur - Þórdísarstaðir/Akurtraðir - Gimli, Hellisandi - Garðar og Ytri- Tunga í Staðarsveit - Breiðavík við Látrabjarg - Bær í Steingrímsfirði - Laugarhóll í Bjamarfirði. Sérleyfishafar: Vestfjarðaleið - Guðmundur Jónasson hf. - Sérleyfis- bílar Helga Péturssonar. Feijur/skemmtisiglingar: Breiða- fjarðarfeijan Baldur, Sfykkishólmi - Fagranes, ísafirði - Eyjaferðir, Stykkishólmi- Djúpferðir, ísafirði. , Minjagripaverslanir: Föndurloft- ið Isafirði. Láttu verða af því að fara Vestur- hringinn í sumar. Snæfellsjökull, Breiðafjarðareyjar, Látrabjarg, Dynj- andi, Homstrandir, ísafjarðardjúp og Strandir bíða þín. Það er synd hversu lltiö fólk hefur ferðast um Vestfirði þar sem um einstaka náttúmfegurö er að ræða. ÞJÓÐVIUINN Síöa 6jýv.'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.