Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 7
Hér er einn kunningi Ingós staddur á Hrafntinnuskerí sem er á milli Landmannalauga og Torfajökuls. Ingó á sinn uppáhaldsstað á landinu, eins og svo margir aðrir, og er það Þórsmörkin. „Ég fer þangað allan ársins hring og mér finnst sum- arið fyrst byija þegar ég fer í Þórs- mörkina. Þar finnur maður nær allar þær andstæður í landslagi sem hægt er að hugsa sér.“ Ingó sagði að honum fyndist ungt fólk ferðast mun meira um landið heldur en áður tíðkaðist. Hann sagði að fólk færí meira út á land um helgar og skemmti sér þar í útilegum eða eitthvað þess háttar í stað þess að hanga á böllum hér í bænum. Þegar hann færi t.d. í sínar árlegu ferðir upp í Þórsmörk þá væri þar alltaf sama fólkið. 4x4 klúbburinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á ferðalögum og náttúrunni. Ingó sagði það ekki neitt skilyrði fyrir inntöku að eiga jeppa. „Þeir sem ekki eiga jeppa geta bara komið með sem farþegar og notið náttúrunnar með okkur hinum jeppaáhugamönnum," sagði Ingó brosandi að lokum. Það er kannski ekki skrítið að Ingó sé ánægður þvi aðalferðatími hálendismanna er nú i vændum. Augu landans hafa opnast fyrir því hversu sérstakt Island er Kristln Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráös, segir margar nýjungar I blgerö I Islenskum feröamálum. Mynd: Þorfinnur. < yý'j.i Raett við Kristínu Halldórsdóttur formann Ferðamálaráðs Rætt hefur verið um að lítíl samvinna ríki í ferðamálum hérlendis og að þar vinni hver í sínu horni í stað þess að vinna í sameiningu. Við feng- um Kristínu Halldórsdóttur, formann Ferðamálaráðs, til að skýra sína af- stöðu í þessu máli og einnig til að tala um íslensk ferðamál yfir höfuð. „Ég held að það sé vaxandi sam- vinna hér á milli allra aðila í ferða- þjónustu," sagði Kristín. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er mjög ung atvinnugrein hér á landi miðað við aðrar atvinnugreinar. Það er ekki svo ýkja langt síðan farið var að vinna skipulega að þessum málum, og það er engin atvinnugrein í raun og veru jafn vaxandi eins og ferðaþjónustan. Fólk er að móta stefnu og efla samvinnu í mjög auknu mæli.“ Kristín sagðist búast við tölu- verðri aukningu ferðamanna i sumar, bæði þá erlendra og innlendra, eins og raunar hefúr yerið á síðustu árum. Hún sagði íslendinga ferðast sí- fellt meira um eigið land. ,Augu ís- lendinga eru sem betur fer að opnast fyrir því hvað ísland er sérstakt land og hversu mikið er hægt að sjá hér. Einnig hafa batnandi vegir þau áhrif að fólk miklar ekki eins fyrir sér að fara um landið og þá fer það oftar og í styttri ferðir um landið,“ sagði Kristín. Hún sagði einnig aukna ferða- þjónustu utan höfúðborgarsvæðisins gera fólki auðveldara að ferðast um landið og yfirleitt væri hægt að fá góða gistingu og þjónustu um allt land. Samkvæmt upplýsingum Ferða- málaráðs kemur stærsti hluti erlendra ferðamanna frá Norðurlöndunum. Næstir á eftir koma Bandaríkjamenn, síðan Þjóðveijar sem eru okkur ávallt trúir, eins og Kristín sagði. Þar á eflir koma Bretar og Frakkar. En hvað er þess valdandi að þetta fólk kemur hingað til landsins og hvað vill það sjá? Kristín sagði fólk helst sækjast eftir því að sjá ósnortra náttúru og náttúrufegurð. Helst færi fólk ávallt á þessa hefðbundnu staði s.s. Landmannalaugar, Þórsmörk, Herðubreiðarlindir, Mývatnssvæðið o.s.fr. Vestmannaeyjar, Höfn í Homa- fírði, Snæfellsnesið og ísafjörður njóta einnig vaxandi athygli ferða- maiuia. „Það er unnið að því að bjóða upp á fleiri staði til að létta af þessum fjölsóttu stöðum og eins að bæta að- stæður á fjölsóttu stöðunum,“ sagði Kristín. Erlendir ferðamenn kvarta oft undan því hversu dýrt allt sé hér á ís- landi og þeir skilja ekkert í því hvem- ig íslendingar fara að því að lifa. Kristín sagði að reynt væri að takast á við þetta vandamál. Til dæmis hefúr Samband Veitinga- og Gistihúsa tekið sig saman um að bjóða upp á sér sumarmatseðil á viðráðanlegu verði til að ferðamenn geti leyft sér að borða á veitingastöðum. „Það er óhugsandi fyrir okkur íslendinga að reyna að keppa við önnur lönd um ódýran mat. Enda skattlagning á mat- vælum hér miklu hærri en víðast ann- ars staðar. En það er margt reynt til að halda þessu eins lágu og hægt er,“ sagði Kristfn. í sambandi við gistingu sagði hún að mikil aukning hefði orðið á síð- ustu árum og víðast um landið hægt að fá gistingu af ýmsu tagi. Ferða- þjónusta bænda hefði meðal annars breytt miklu f þvf efni. Kristín sagði margar nýjungar Sföa 7 vera í bígerð til að laða að erlenda ferðamenn hingað til landsins. Til dæmis væri verið að reyna að auka ráðstefnuhald og svokallaðar verð- launaferðir. Verðlaimaferðú eru þær ferðir kallaðar þar sem fyrirtæki á er- Iendri grund bjóða starfsmönnum sín- um í ferðir sem einskonar bónus. Kristín sagði „heilsutúrisma“ einnig vera ofarlega á baugi sem möguleiki í íslenskum ferðamálum. „Slík þjónusta á mikla ffamtíð fyrir sér hér á landi. T.d. höfúm við stór- kostlega möguleika í Bláa Lóninu þar sem er jarðhiti og sérstakt umhverfi. Slíka sérstöðu eigum við íslendingar að notfæra okkur,“ sagði Kristín. En vegna þess hve við íslending- ar erum mikið famir að ferðast um eigið land, verðum við einnig að læra að umgangast landið með virðingu og fara vel með það. Aðspurð um þetta sagðist Kristín verða, að segja það svolítið hikandi að íslendingar fari vel með landið sitt. „Meirihluti ís- lendinga fer þó vel með landið. Vissulega finnst mér þó vanta mikið á það ennþá að Islendingar skilji hvað tiltölulega óspillt náttúra íslands er dýrmæt auðlind. Ég bind miklar vonir við þá tunhverfisffæðslu og umræðu um náttúruvemd sem nú á sér stað í landinu. En henni verður auðvitað að viðhalda eins og öllu öðm sem á að bera árangur" Eftir allt þetta ferðatal er ekki úr vegi að spyija formann Ferðamála- ráðs að því hvað hún sjálf ætli að gera í sumarffíinu? „Ég fer norður í sveitina mína á hveiju sumri en svo reikna ég með að fara í vikuferð á hestum á Amarvatnsheiði.“ Kristfn hlær aðspurð hvort hún sé milril hestakona. „Ég vil ekki kalla mig mikla hestakonu en ég hef gaman af hestum og vonast til að komast í þessa hestaferð mína f sumar,“ sagði hún að lokum. WÓÐVUJWN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.