Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 2
Góóur matur á góðu verói hrínginn í kríngum landió v eitingastaóir víóa um landinnan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóöa ísumar sérstakan matseöil, SumarréttiSVG, þarsem áhersla er lögó á ________EEMÐABLáÐ__ Kirkjubær: Helgidómur færeyskrar sögu Enginn sem tíl Færeyja kemur má láta hjá líða að bregða sér tíl Kirkjubæjar, þess fræga höfuðseturs færeyskrar sögu og menningar. Reyndar eru ekki miklar líkur á því að útlendingar sem á land stíga í Færeyjum eigi nokkurrar undankomu auðið með að sækja Kirkju- bæ heim. Því er nefnilega líkt farið með frændur okkar og granna Færeyinga og okkur að leggja sig í líma við að gefa gestum sinurn nokkra innsýn í sögu lands og þjóðar. Kirkjubær er þá nærtækt sýn- ishorn líkt og Þingvellir og Bessastaðir eru hjá okkur. Á mjórri undirlendisræmunni suðvestan til á Straumey skammt sunnan Velbastaðar, neðan hömrum girtrar hlíðar, hvílir Kirkjubær:_ Bik- uð bæjarhúsin, hvítkölkuð Olafs- kirkjan og ófullgerður múr Magnús- ardómkirkjunnar stinga skemmtilega í stúf við hafblámann og grasgrænk- una á sjávarbakkanum. Þar er sagan við hvert fótmál Kirkjubær hefur frá aldaöðli ver- ið höfúðból og höfðingjasetur, og hvergi í Færeyjum er að finna merk- ari og fleiri fomminjar á einum og sama stað: Það er eiginlega sama hvar stungið er niður fæti, sagan er þar við hvert fótmál. Enda heftir þar margt andansmennið sprangað um grandir. Munnmæli herma að þar hafi til að mynda Sverrir Noregskon- ungur Sigurðar-son fæðst og alist upp., I Kirkjubæ höfðu Færeyjabisk- upar aðsetur til ársins 1557. Reyndar er ekki vitað fyrir víst hvenær stað- urinn var gerður að biskupsstóli, en ljóst er þó að það hefúr verið fljót- lega eftir að Færeyjar vora gerðar að sérstöku biskupsdæmi um eða rétt eftir 1100. Kunn era nöfn 33 biskupa sem sátu Kirkjubæ. Þar af er sögufræg- astur Erlendur, kanúki frá Björgvin, sem sat staðinn frá 1269 og þar til hann lést 1308. Hann er sagður hafa verið „lýtalaus og dyggðum prýdd- ur“ og að hafa lagt sig fram um að rétta hlut kirkjunnar gagnvart verald- legum höfðingjum og að auðga hana að jarðeignum og öðra góssi. Dómkirkjurústin, eða Múrinn í Kirkjubæ, sem svo er nefndur, er til vitnis um stórhug Erlendar. Reyndar var smiði kirkjunnar aldrei lokið, en eftir standa múrar kirkjuskipsins, í hágotneskum stíl. Niður undir flæðarmáli stendur stílhrein bygging, sóknarkirkja þeirra Kirkjubæjarmanna, helguð Ólafi helga Noregskonungi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær kirkja þessi var reist, en af öllum sólarmerkjum að dæma telja menn hana vera nokkra eldri heldur en Múrinn. Að öllum stíl og gerð sver kirkjan sig í ætt við þá kirkjugerð sem algengust var á Norðurlöndum á síðari hluta 13. aldar. Að vísu hefúr Ólafskirkj- unni verið breytt og hún endurgerð Sumarréttamatseóillinn gildir frá I. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eða súpa, kjöt- eóa fiskréttur, katfi. 750- 900 kr. 1000- 1500 kr. Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Veitingastaðir á Reykjavíkursvæðinu sem bjóða Sumarrétti SVG: ASKUR, Suðurlandsbraut 4 ASKUR,, Suðurlandsbraut 14 CITY HÓTEL, Ránargötu 4a FÓGETINN, Aðalstrætl 10 GAFL-INN, Dalshrauni 13, Hafnarfirði GAUKUR Á STÖNG, Tryggvagötu 22 GULLNI HANINN, Laugavegi 178 HÓTEL BORG, Pósthússtræti 11 HÓTEL HOLIDAY INN, Sigtúni 38 HÓTEL LIND, Rauðarárstíg 18 HÓTEL LOFTLEIÐIR, Fíeykjavíkurflugvöllur HÓTEL ÓÐINSVÉ, v/Óðinstorg LAUGA-ÁS, HÓTEL ESJA, Suðurlandsbraut 2 LAUGA-ÁS, Laugarásvegi 1 NAUST, Vesturgötu 6-8 PIZZAHÚSIÐ, Grensásvegi 6-8 Veitingastaðir utan Reykjavíkur sem bjóða Sumarrétti SVG: HÓTEL BORGARNES, EgUsgötu 14-16, Borgamesi HREÐAVATNSSKÁLI, Borgarflrði HÓTEL EDDA, ReykholU HÓTEL BÚÐIR, SnæfeUsnesi ARNARBÆR, Ámarstapa, SnæfeUsnesi ÁSAKAFFI, Gmndargötu 59, Gmndarflrði HÓTEL STYKKISHÓLMUR, Vatnsási, Stykkishólmi HÓTEL EDDA, Laugum, Sællngsdal HÓTEL FLÓKALUNDUR, Patreksflrði HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR, Silfurtorgi 1, ísaflrði HÓTEL EDDA, Reykjanesi, ísafirði STAÐARSKÁLI, Hrútaflrði, V-Húnavatnssýslu HÓTEL EDDA, Reykjum, Hrútafirði HÓTEL EDDA, Laugabakka, Hvammstanga HÓTEL EDDA, HúnavöUum HÓTEL ÁNING, Sæmundarhlíð, Sauðárkróki HÓTEL VARMAHLÍÐ, Seyluhreppi, Skagaflrði HÓTEL KEA, HafnarstræU 87-89, Akureyri BAUTINN, HalharstræU 92, Akureyri HÓTEL STEFANÍA, HaínarstræU 85, Akureyri HÓTEL EDDA, HraftiagUi, Eyjaflrði HÓTEL EDDA, Stóm Tjörnum HÓTEL HÚSAVÍK, Ketilsbraut 22, Húsavík HÓTEL REYNIHLIÐ, Mývatnssveit. Reykjahlíð HÓTEL EDDA, Eiðum HÓTEL VALASKJÁLF, v/Skógarströnd, EgUsstöðum HÓTEL EDDA, HaUormsstað HÓTEL EGILSBÚÐ, Egilsbraut 1. Neskaupsstað HÓTEL BLÁFELL, Breiðdalsvík HÓTEL FRAMTÍÐ, Vogalandi 4, Djúpavogi HÓTEL HÖFN, Höfii, Homafirði HÓTEL EDDA, Nesjaskóla, Höfn HÓTEL EDDA, Kirkjubæjarklaustri HÓTEL EDDA, Skógum HÓTEL HVOLSVÖLLUR, HUðarvegi 5, HvolsveUi HÓTEL EDDA, Húsmæðraskólanum, Laugarvatni HÓTEL EDDA, Menntaskólanum, Laugarvatni MUNINN, HÓTEL ÞÓRSHAMAR, Vestmannabraut 28, V-ey]um SKÚTINN, Kirkjuvegi 21, Vestmannaeyjum HÓTEL SELFOSS, Eyrarvegl 2, Selfossi HÓTEL LJÓSBRÁ, Breiðamörk 25, Hveragerði GLÓÐIN, Hafnargötu 62, Keflavik ilSl Múrinn, rústir dómkirkjunnar sem Erlendur biskup ætlaði sér að reisa guði til dýrðar. Munnmælasögur segja að skatt- bændur hafi gert uppreisn og neitað að standa straum af þeim kostnaði sem var kirkjusmlðinni samfara. ÞJOÐVILJINN Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.