Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Blaðsíða 9
Listaverk, logandi brýr og gömul reiðhjól Rauða hverfið, síki og þröngar götur, hús byggð í spænskum stfl, elskulegt fólk, og kærulaust fram úr hófi, vinaleg borg, sagði ungur maður um Amsterdam. Flestum ber saman um að síkja- borgin í Hollandi sé einstaklega skemmtlegt heim að sækja. íslend- ingar vilja helst komast þangað þar sem ódýrt er að versla og drekka bjór, hvorutveggja á við um Amster- dam. Rembrandt og Van Gogh má kynnast vel í Amsterdam, og þar get- ur hver maður orðið mettur af list. Mikið framboð er af klassískum tón- leikum og óperum, djass á krám og frábærum söfnum. í Amsterdam bjó Anna Frank og þangað kom Jón Hreggviðsson. Þar hitti hann fyrir konu nokkra svo fína að hann taldi vist að hún væri prestsmaddama. Brá karli því heldur betur i brún þegar hún vildi ólm sænga hjá honum. Rauða hverfið í Amsterdam er heimsffægt og þangað Oæmigerð götumynd frá Amsterdam. Ótrúlega mjó skrautleg húsin halla sér fram að sfkjunum, sem liggja um alla borgina. BLENSKU HÓTEJN TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN ALLT ÁRIÐ hringinn í kringum landið SÉRTILBOÐ SUMARIÐ 1991 Eins manns herbergi með baði og morgunv. Verð 5.000.- Tveggja manna herbergi með baði og morgunv. Verð 6.400.- Tilboðið gildir fyrir minnst fjórar nætur og felur það í sér að gesturinn getur einungis bókað eina nótt í einu en nýtur á móti afsláttar. Böm undir sextán ára aldri, sem deila herbergi með foreldrum, gista frítt. Öll herbergin em með baði og innifalinn í herbergisverðinu er morgunverður. Öll íslensku hótelin bjóða upp á sumarmatseðil SVG. Aðildarhótel Hótel Staður Sími Hótel Lind Rauðarárstig 18 105 Reykjavfk 91-623350 Hótel Keflavík Vatnesvegi 12 230 Keflavík 92-14377 Hótel Borgarnes Egilsgötu 14-16 310 Borgames 93-71119 Hótel Stykkish. Vatnsási 340 Stykkishólmur 93-81330 Hótel Isafjörður Silfurtorgi 2 400 Isaflörður 94-4111 Hótel Stefanla Hafnarstræti 83-85 600 Akureyri 96-11400 Hótel Reynihlfð Mývatnssveit 660 Reykjahllð 9644170 Hótel Valaskjálf Skógarströnd 700 Egilsstaðir 97-11500 Hótel Bláfeil Sólvöllum 14 760 Breiðdalsv.ik 97-56770 Hótel Hðfn Höfn 780 Homaf.jörður 97-81240 Hótel Hvolsvöllur Hllðarvegi 7 860 Hvolsvöllur 98-78187 Hótel Selfoss Eyrarvegi 2 800 Selfoss 9622500 Greiðslumiða fyrir sértflboð er hægt að kaupa á aðfldar- hótelum og helstu ferðaskrifstofum um land allL Reguliersgracht ( Amsterdam. Ekki er viturlegt að reyna einu sinni að bera þetta götuheiti fram nema eftir langa viðdvöl f borginni. Innfæddir tala sem betur fer allir glimrandi ensku. rölta forvitnir túrhestar vanalega eftir nokkra Heineken og Genever á „brúnum bar“. Föngulegar vændis- konur sitja eins og gínur úti í glugg- um og bíða eftir viðskiptavinum, en kippa sér lítið upp við gláp þeirra sem engin ætla að stunda viðskiptin. Af nógu er að taka í næturlífi borgar- innar því vart er þverfótað fyrir krám og bömm. Þá má ekki gleyma öllum „restauröntunum" sem eru út um allt. Indónesískam mat verða allir að prófa og fiskirétti Hollendinga. Á götum borgarinnar eru ekki pylsu- vagnar, heldur fiskisnakkvagnar, sem selja ljúffenga fiskrétti til að stifa úr hnefa. Þegar ferðamenn er farið að verkja í fætuma og skómir orðnir nokkmm númeram of litlir er hægt að bregða sér í siglingu um síkin með fljótabáti. Þegar rökkva fer geta menn smellt sér í skoðunarferð og setið við kertaljós og maulað hol- lenska osta og sötrað léttvín á leið- inni. Löngu mjóu húsin halla sér út að sikjunum og meðfram bökkunum era rómantísk bátaheimili. Brýmar era baðaðar ljósum í myrkrinu og ffam í bátnum malar leiðsögumaður. Hann segir ferðamönnunum frá því að ástæðan fyrir því hversu mjó hús- in era sé sú að skattur hafi verið greiddur eftir breidd en ekki lengd og dýpt húsanna. Flestum detta í hug myllur og tréklossar þegar þeir hugsa um Hol- land. í Amsterdam sér maður ekkert fólk í klossum nema maður bregði sér á matarmarkaðinn við Albert Cuypstraat, sem er opinn alla daga nema sunnudaga. Þar standa stekleg- ir slátrarar og blómlegar grænmetis- sölukonur föstum fótum á jörðinni í hefðbundnum hollenskum tréklos- sum. Þeir sem hafa gaman af fjöl- breyttu mannlífi og drasli ættu að skreppa á flóamarkaðinn við Wat- erlooplein eða á Westerkerkmarkt, sem er aðeins opinn á mánudögum. Þar má finna gömul föt, antíkmuni og eftirlíkingar af dýrum úrum, svo eitthvað sé nefnt. Á markaðinum við Watwerlooplein er líka hægt að fá feitar og fitandi franskar með mæj- ónesi þegar hungrið sækir að. En það er langskemmtilegast að gera á góðviðrisdegi i Amsterdam er að setjast niður á eitthvert af hinum ótal útikaffistöðum og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlífið. Borgariþrótt- ina má einnig stunda, en hún er sú að „stela“ einu af hinum mörg hundrað þúsund gömlu reiðhjólum og skoða Amsterdam úr söðlinum. BE TILBOÐ Lloret stillanlegir 4 stólar KR. 12.500,- SENDUM UM LAND ALLT TILBOÐ 4 stólar + stillanlegt borð. kr. 5.500 stgr. 1 stk. stóll, kr. 874 stgr. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.