Þjóðviljinn - 29.06.1991, Side 1
120. tölublað Laugardagur 29. júní 1991 56.árgangur
Aflaklæmar ungu höfðu vart undan að draga gráðugan mannsann í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum. Mynd Kristinn.
Ríkisstjómin stefnulaus
í atvinnumálunum
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að halda að sér hðndum
gagnvart atvinnuvegunum getur með sama áframhaldi iagt
þá í rúst, sagði Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, á fundi er hann hélt í gær. Steingrímur
gagnrýndi og ríkistjórnina fyrir slælega framgöngu í EES-málunum
og sagði að allir þeir fyrirvarar sem settir voru af síðustu stjórn, hafi
fokið út á hafsauga.
Steingrímur sagði á fundinum
að hann hafi búist við að ríkis-
stjómin hæfi undirbúning fyrir
haustsamninga og tæki upp við-
ræður við aðila vinnumarkaðarins.
En hlutimir hafi gengið hraðar en
hann hafi reiknað með og nú sé
svo komið að atvinnuvegimir séu á
barmi hruns.
- Reynslan hefúr sýnt að með
breiðri samstöðu er hægt að búa til
góða lífsafkomu hérlendis. Síðasta
ríkisstjóm setti sér það markmið
og það tókst, þó svo einstaka hnút-
ar hafi enn verið óleystir. En núna
stórhækkar stjómin vextina, með
þeim afleiðinum að verðbólgan
rýkur upp. Þeir segja svo að þetta
sé tímabundið ástand sem muni
svo hjaðna, en ég veit að það er
ekki eins einfalt og látið er í skína,
sagði Steingrímur.
I ræðunni kom ffam að mikil-
vægt væri að draga úr áhrifum
sjávarútvegsins í íslensku efna-
hagslífi og það yrði aldrei gert án
aðstoðar stjómvalda.
- Ég vara við því, ef ríkis-
stjómin ætlar að halda að sér hönd-
unum í þeim hremmingum sem at-
vinnulífið er í þessa dagana. Við
höfum dæmin allt í kringum okkur,
laxeldið, Álafoss, fiskiðnaðinn
o.fl., síðasta stjóm vissi vel um
vanda laxeldisins og við tókum þá
ákvörðun að styðja við bakið á því
með þeirri vissu að seinna myndi
það skila sér í þjóðarbúið. Álafoss,
ég er viss um að kostnaðurinn fyrir
þjóðina verði meiri með því að láta
það rúlla, heldur en að koma til
hjálpar. Við getum ekki látið ullar-
iðnaðinn afskiptalausan, til þess er
of mikið í húfi.
Leið síðustu stjómar við að
hjálpa fyrirtækjum í sjávarútvegi
tel ég vera rétta, við hvöttum fyrir-
tæki til sameiningar og aðhalds.
Þær aðgerðir bám góðan árangur,
en ekki þýðir að láta hér staðar
numið, stjómvöld verða að finna
til ábyrgðar gagnvart atvinnuveg-
unum, annars fer voði að höndum,
sagði Steingrímur.
í málefnum Evrópska efna-
hagssvæðisins sagði Steingrímur
að útilokað væri að yfirfæra vest-
ræn hagkerfi á íslenskt þjóðfélag,
fyrst yrði að aðlaga kerfin að þjóð-
félagi sem okkar er byggir lífsaf-
komu sína svo til eingöngu á einni
atvinnugrein.
- Við verðum ekki sjálfstæð
þjóð ef við höfum ekki_ ákveðna
fyrirvara i samningnum. Ég sé fyr-
ir mér að erlend stórfyrirtæki kaupi
hér upp íslenskar laxveiðár og
jafnvel heilu dalina, sagði Stein-
grímur.
í fyrirspum um gang álversins,
sagði Steingrímur að hann væri
hálfiruglaður á blessuðu álinu.
- Ég eyddi ómældum tíma til
að halda friðinn í síðustu stjóm
vegna Jóns Sigurðssonar. Ég tel að
hann hafi gert viss mistök með því
að binda sig of fljótt í sambandi
við orkumálin. Sérfræðingar spáðu
því að álverð myndi hækka, en
hvar er sú hækkun? Þvert á móti
hefúr álverðið verið að lækka og
ekkert sem bendir til að það hækki.
Við verðum tvímælalaust að setja
ffarn þá skuldbindingu að Atlantsál
borgi fyrir orkuna, hvort sem þeir
koma til með að nota hana eða
ekki, sagði Steingrímur.
-sþ
Stjómin
blekkir
almenning
Athugun ríkisstjórnar-
innar um að selja ríkis-
bankana, mælist misvel
fyrir. Steingrímur J. Sig-
fússon, segir að ríkisstjórn-
in sé vísvitandi að blekkja
fólk varðandi umfang
bankanna. Steingrímur
Hermannsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, segir að
hætta sé á að bankanir
lendi í höndum örfárra
fjármagnseigenda og telur
að völdin séu að færast á
fárra manna hendur.
Steingrímur J. Sigfússon,
fyrrverandi ráðherra, segir
að talsmenn einkavæðingar
hafi engin rök fyrir sölu rík-
isbankanna. - Það hefur ekki
tíðkast í langan tima að ríkið
skipti sér af starfsemi bank-
anna. Ég tel að vísvitandi sé
verið að blekkja fólk í mál-
efnum bankanna. Ef þeir
verða seldir er hætta á að fá-
menn valdaklíka, eða fjöl-
skyldur fái enn meiri ítök í
okkar efnahagslífi enn verið
hefúr, nóg hefur það verið
samt. Það kæmi mér ekki á
óvart að bankanir yrðu seldir
eða hreinlega gefnir eins og
Jón Sigurðsson gerði við Út-
vegsbankan á sínum tíma,
sagði Steingrímur.
- Mér finnst þetta mál
lykta af fijálshyggjukredd-
um, ef ríkisstjómin ætlar sér
að þjóna Tatcherismanum
með sölu á allra handa rikis-
fyrirtækjum, er mér spum,
hvers vegna þeir fjölgi ekki í
ráðherranefndinni sem fjall-
ar um málið. Það er nær að
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson sitji í nefndinni ffekar
en að kippa í einhverja
spotta bak við einstaka ráð-
herra.
Steingrimur Hermanns-
son sagði á fúndi, er hann
hélt í gær, að ekki gætu
margir keypt fyrirtæki sem
ríkisbankana. - Ég er hrædd-
ur um að bankanir komi til
með að lenda í höndum
sömu fjármagnsaðila sem
öllu virðast ráða hér í dag.
Ef einkabanki lendir í
greiðsluerfiðleikum við er-
lenda aðila, hljóta stjómvöld
að koma til bjargar, ekki
þýðir að skilja við viðskipta-
menn bankans í reiðileysi,
sagði Steingrímur.
-sþ
EB
samdi
af sér
Á beininu:
Jón Baldvin Hannibalsson
Vopna-
hlé í
Slóveníu
Vinir mínir
Norðmenn
hræðast
inngongu
í EB
Willy Brandt á Islandi: