Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 9
Svik og prettir Albert Finney er einsog skapaður ( hlutverk sitt og hefur ekki verið betri siðan hann lék I The Dresser. Bioborgin Valdatafl (Millers crossing) LEIKSTJORN, FRAMLEIÖSLA OG HANDRin JOEL OG ETHAN COEN Aöalleikarar: Albert Finney, Gabriel Byrne, John Turt- urro, Marcia Gay Harden, JON POLITO eir bræður Joel og Ethan Co- en eru að mörgu leyti frá- brugðnir öðrum starfsfélög- um sínum. Það er líkt og kvikmyndir þeirra séu myndir um ákveðnar tegundir kvikmynda. Þeir líta frónískum augum á viðfangsefh- ið og gera hálfþartinn grín að því. Þannig var fyrsta mynd þeirra, Blood simple, afar óvenjulegur „film noir“ og Raising Arizona sérstæð gaman- mynd um vonlausa bamaræningja. Persónur í myndum þeirra stíga yfir- leitt ekki í vitið og þeir gera lítið til að skapa samkennd milli áhorfenda og aðalpersóna. Nú er þriðja mynd þeirra Valdatafl komin til íslands rétt eftir að nýjasta mynd þeirra, Barton Fink, hlaut Gullna Pálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Valdatafl er mafíumynd sem ger- ist í New Orleans á kreppuárunum. En söguhetjumar em ekki róman- tísku týpumar sem við eigum að venjast úr myndum eins og Guðfoð- umum. Þeir em heimskir, ágjamir og svikulir og yfirmenn borgarinnar em ekkert skárri. Aðalpersóna myndar- innar er glæponinn Tom Reagan sem Gabriel Byme leikur. Hann er undir- maður aðal glæpakóngsins í New Orleans, Leo. Myndin hefst á því að einn minni glæpon biður Leo um leyfi til að drepa veðmangara sem vissi að glæponinn var búinn að hag- ræða hnefaleikakeppni og seldi öðr- um upplýsingar um það. Það finnst glæponinum léleg siðfræði, því ef maður getur ekki treyst svindli, hveiju getur maður þá treyst? Hon- um finnst heldur ekki nógu mikið af „heiðarlegum glæponum" í kringum sig. En Leo neitar honum um leyfið, enda heldur hann við systur veðm- angarans. Upp úr þessari neitun hefst strið á milli glæpaflokka sem Tom, félagi Leos er andsnúinn. Honum er sama um veðmangarann þó að hann elski líka systur hans og haldi við hana án þess að Leo viti af því. En þegar Leó kemst að því þá upphefst mikil svikamylla og snúið er á áhorf- andann oftar en einu sinni þvi að að- alpersónan Tom er alltaf skrefi fram- ar en aðrir. Og ekki endar myndin vel að Hollywood-sið, enda Coen- bræður þekktir fyrir annað. Valdatafl er snilldarleg blanda af háði, alvöru, stíl og góðu innihaldi. Þetta er bitur ástarsaga sem á sér stað mitt í hrollvekjandi glæpasamfélagi Það eru margar vídeóleigur I Reykjavík og mikið af myndum á þeim. Þar er hægt að næla sér í allar myndimar sem maður missti af í bíó og jafnvel myndimar sem komust aldrei í bíó. Sumar vídeóleigur bjóða líka upp á myndir sem vora gerðar áður en sum okkar vom bytjuð að fara á bíó og aðrir em búnir að gleyma. Ég hef hugsað mér að taka smá pláss endrum og eins til að kynna og á aldrei möguleika á að verða að neinu. Gabriel Byme er góður í hlut- verki Toms, klár maður sem samtím- is er kaldur og yfirvegaður. Hann er ekki hlynntur ofbeldi, heldur kýs hann að fá vilja sínum ffamgengt með svikum. Albert Finney leikur Leo, írskan, grunnhygginn glæpa- kóng sem er leikinn með vélbyssu. myndbönd sem annars gætu farið ffam hjá jafnvel hörðusm vídeósjúk- lingum. Twelve angry men var gerð árið 1957. Sidney Lumet leikstýrði myndinni eftir handriti Reginald Rose sem hann vann upp úr sam- nefndu leikriti sínu. Myndin gerist öll inni í herbergi þar sem tólf manna kviðdómur reynir að koma sér saman um hvort dæma eigi unglingsstrák tij dauða fyrir að drepa föður sinn. í Finney er eins og skapaður í hlut- verkið og ég hef ekki séð hann eins góðan síðan hann lék í The Dresser um árið. En það er John Turturro sem stelur senunni, hann er einstakur skapgerðarleikari eins og sést hefúr í hlutverkunum sem hann hefúr leikið fyrir Spike Lee, og hér er hann ekk- ert minna en frábær í hlutverki óprúttna veðmangarans sem jafnvel fyrstu eru allir sannfærðir um að hann hafi drýgt morðið, nema einn maður. Honum finnst vitnisburður- inn á móti stráknum slakur og smám saman fær hann fleiri á sitt band. Hér fer allt saman, gott handrit, heilsteypt leikstjóm, frábær leikur og mögnuð kvikmyndataka. Myndin á að gerast á einum sjóðheitum degi og kviðdómurinn svitnar og þreytist æ meira eftir því sem á líður. Klukk- an tifar og smám saman koma ein- svíkur manninn sem bjargaði lífi hans. Marcia Gay Harden leikur Vemu, konuna sem bæði Tom og Leo elska og bindur enda á vináttu þeirra. Þetta er ekki stórt hlutverk en mikilvægt og hún skilar því vel. Joel og Ethan Coen hefúr tekist að gera afburðamynd þar sem kli- sjumar ganga upp og stereótýpumar lifna við. Sif kenni persónanna betur í ljós og ástæður þeirra fyrir skoðunum sínum á hinum ákærða. Henry Fonda leikur efasemdarmanninn og Lee J. Cobb þann sem Iengst af er sannfærður um sekt stráksins. Þetta er mjög gott skapgerðar- drama og það er athyglisvert að fylgjast með hvemig hægt er að magna upp spennu með aðeins tólf ólíkum manneskjum i einu herbergi. Sif Myndband vikunnar Sumardagskrá Bíóborgar/hallar Bíóhöll og Bíóborg ættu að hafa eitthvað fyrir alla í sumar, enda skarta þessi kvikmyndahús samanlagt átta sölum. Eg veit ekki í hvoru bíóinu myndirnar hér á eftir birt- ast eða hvenær, en sumarið mun leiða það í ljós. * Skjaldbökumar koma aftur í sumar í myndinni Teenage mutant ninja turtels II: The secret of the ooze. Þar em skjaldbökumar orðnar umhverfisvemdarsinnar og beijast fyrir því að eiturefnið sem gaf þeim yfimáttúrlega krafta komist ekki í rangar hendur. Framleiðendur mynd- arinnar fengu nokkra gagnrýni fyrir ofbeldið í fyrri myndinni vegna þess hvað áhorfendur vom ungir, og í þetta skiptið hafa þeir reynt að halda ofbeldinu í lágmarki. * Tim Burton, leikstjóri Be- etlejuice og Batman, heldur sig enn- þá innan ævintýrageirans í nýjustu mynd sinni, Edward Scissorhands. Þar leikur Johnny Depp strákinn Ed- ward sem uppfmningamaður smíð- aði (einskonar Gosa). Edward hefur heila og hjarta og allt annað sem þarf til að vera eins og alvöm strákur, nema eitt. Uppfinningamaðurinn dó áður en hann gat fest á hann hendur og þar hefur Edward hnífbeitt skæri sem gerir honum lífið oft erfitt. Di- ane Wiest leikur konu sem finnur hann og fer með hann heim til sín og Winona Ryder leikur heimasætuna þar á bæ sem Edward verður ást- fanginn af. * Rainbow Drive er löggumynd með Peter (Robocop) Weller í aðal- hlutverki. Hann leikur lögregluþjón- inn Mike Gallagher sem einn góðan veðurdag finnur fimm lík í yfirgefnu húsi skammt ffá heimili sínu. Hann verður fúrðu lostinn þegar honum er sagt að hann fái ekki að rannsaka málið, og enn flækist það þegar hann fféttir að aðeins sé verið að rannsaka fjögur morð, fimmta líkið virðist hafa horfið. Náttúrlega hlýðir hann ekki skipun yfirboðara síns og rann- sókn hans leiðir hann upp á efstu þrep þjóðfélagsstigans. * Nicholas Cage leikur aðalhlut- verkið í myndinni Zandalee ásamt þeim Judge Reinhold og Eriku And- erson. Cage leikur málarann Johnny sem táldregur konu besta vinar síns, Thierry (Reinhold). Konan, Zan- dalee, veit ekki hvað hún er að láta hafa sig út í þegar hún fer að halda við Johnny þvi hann er ekki allur þar sem hann er séður, og á endanum er fleira en hjónabandið komið í rúst. * Nú má James gamli Bond fara að passa sig því það er kominn nýr súperspæjari ffam á sjónarsviðið. Það er Mikael nokkur Corben sem Richard Grieco leikur í myndinni Teen agent. Hann er á leið til Frakk- lands með menntaskólabekknum sín- um þegar ruglast er á honum og öðr- um manni sem var (það er búið að drepa hann) njósnari fyrir CIA. Þar með er frönskunámið fyrir bí, Cor- ben fær allskonar Bond græjur til að bjarga heiminum, og ekki má gleyma konunum sem eilíft falla fyrir leyni- þjónustumönnum. * Desperate hours er endurgerð á samnefndri kvikmynd ffá árinu 1955 sem var með Humphrey Bogart í að- alhlutverki. Mickey Rourke leikur forhertan glæpamann sem hefúr flúið úr fangelsi og felur sig ásamt tveim- ur félögum sínum í litlu einbýlishúsi og tekur fjölskylduna þar í gíslingu á meðan hann ákveður flóttaleið. Þess- ir klukkutímar sem hann eyðir með fjölskyldunni reynast afdrifarikir fyr- ir alla. Anthony Hopkins leikur fjöl- skylduföðurinn en Mimi Rogers móðurina. Michael Cimino leikstýrir. * Nýjasta mynd Mike Hodges heitir Black Rainbow og er um sam- band miðils og rannsóknarblaða- manns. Rannsóknarblaðamaðurinn sem Tom Hulce leikur ætlar sér að fletta ofan af miðlinum (Rosanna Arquette), en kemst þá að því að hún hefur raunverulega hæfileika og get- ur til dæmis séð fyrir morð og aðrar hörmungar. Það versta er að hún sér einnig andlit morðingjans svo að hún þarf að flýja með hjálp blaðamanns- ins. * What about Bob er ný gaman- mynd leikstjórans Frank Oz, en hann leikstýrði til dæmis Dirfy rotten sco- undrels (og var einn af þeim sem átti að leikstýra Mermaids). Myndin seg- ir ffá Bob (Bill Murray) sem er af- skaplega taugaveiklaður maður, meira að segja vandamálin hans eiga við vandamál að striða. Til að hjálpa sér við að yfirvinna vandamálin er hann hjá afskaplega yfirveguðum sálfræðingi sem Richard Dreyfúss leikur. En þegar Dreyfúss fer í ffí með fjölskyldu sinni líst Murray ekki á blikuna og eltir hann. * Sylvester Stallone er eitthvað að reyna að færa sig út úr aksjón- myndageiranum og í myndinni Osc- ar reynir hann við gamanhlutverk. Myndin gerist snemma á fjórða ára- tugnum og Stallone leikur glæponinn Snaps sem lofar föður sínum á dán- arbeði að hætta allri glæpastarfsemi og gerast heiðarlegur borgari. Það er náttúrlega hægara sagt en gert. * Rocketeer er leikin teikni- myndahetja sumarsins. Hann er uppi í seinni heimsstyijöldinni og berst við nasista með undarlegu tæki sem gerir honum kleift að fljúga. Bill Campbell leikur hetjuna, Jennifer Conelly kærustuna og Joe Johnston leikstýrir. * Michael Keaton birtist á hvita tjaldinu í sumar í myndinni One good cop um góða löggu (altsvo löggu sem þiggur ekki mútur) í New York sem lendir f því að félagi hans deyr og hann þarf að s á um þijár foreldralausar dætur hans. Þá dugar kaupið ekki fyrir lífsnauðsynjum og Keaton þarf að velta því fyrir sér hvort reglur séu kannski til að bijóta þær. Heywood Gould skrifaði hand- ritið og leikstýrir myndinni einnig. * Only the lonely skartar gömlu þokkadísinni Maureen O’Hara í einu af aðalhlutverkunum, en hún hefúr ekki sést á hvíta tjaldinu í næstum því tuttugu ár. Hér leikur hún móður löggunnar Danny Muldoon sem John Candy leikur og gerir honum lífið erfitt þegar hann verður ástfanginn af dóttur útfararstjóra sem Ally Sheedy leikur. Chris Columbus leikstýrir en sá ffægi grínari John Huges er ffam- leiðandi. Sif Við erum í sama húsnæði og SANDUR HF. Þar fæst einnig allt f múrverkið. Stórhöfei SflNDUR HF. VIÐARHÖFÐA1 • SÍMI673555 ‘112 REYKJAVÍK JWl ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF. Viðartiöfði 1-112 Reykjavík - Sími 673555 IMUR-klæöning fslenskt múreinangrunarkerfi SEMKÍS steypuvibgeröarefni og múrblöndur * Islenskar múrvörur fyrir íslenskar aöstæöur Tækniþjónusta og rdögjöf Æ, Æ VNR ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF. Viðarhöfði 1-112 Reykjavík - Sími 6735E -------------------- Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.