Þjóðviljinn - 29.06.1991, Síða 5
FIÉTTER
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Vopnahlé í
Slóveníu -
liðhlaup úr
sambandsher
Stjórnir Júgóslavíu og Slóveníu tilkynntu síðdegis í gær að þær
hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé milli hersveita
sinna og gengi það í gildi klukkan 21.00 að greenwichmeðal-
tíma. Skðmmu áður höfðu Slóvenar haidið því fram að mikið væri
um liðhlaup úr her júgósiavnesku sambandsstjórnarinnar.
íbúar þorps nálægt landamær-
um Austurríkis sögðu fréttamönn-
tim í gær að um 400 sambandsher-
menn í herstöð þar skammt frá,
margir þeirra Slóvenar, Albanir,
Króatar og Makedónar, hefðu
hlaupist undan merkjum og gengið
í lið með slóvenska þjóðvarðarlið-
inu.
Ante Markovic, forsætisráð-
herra Júgóslavíu, tilkynnti snemma
í gær að her stjómar hans hefði
náð þeim árangri með aðgerðum
sínum sem hann hefði ætlað sér og
hefði því látið af árásum. En bar-
dagar héldu eigi að síður áfram
ffam undir kvöld og var þá ekki
vitað með vissu hvort þeim hefði
að fullu verið hætt.
Átökin i þessu stríði júgóslav-
neska sambandslýðveldisins og
Slóvenru, sem hófst á fimmtudags-
morgun með árás sambandshers-
ins, hafa verið hörð og þjóðvarðar-
lið Slóvena varist snarplega. í því
eru að sögn um 40.000 manns, en
það er miklu verr vopnum búið en
her sambandsstjómar. Vitað var í
gær að um 20 menn að minnsta
kosti höfðu verið drepnir, margir
þeirra óbreyttir borgarar.
Sambandsstjómarher virðist
hafa lagt mesta áherslu á að ná á
vald sitt landamærastöðvum til að
einangra lýðveldið frá umheimin-
um og mun í gær hafa verið búinn
að taka margar þeirra. Að sögn
ungversks herforingja höfðu Sló-
venar þó hrandið áhlaupi hersins á
eina slíka stöð við landamæri Ung-
veijalands.
Janez Jansa, vamarmálaráð-
herra Slóveníu, sagði að Slóvenar
hefðu eyðilagt 19 herfarartæki, þ.á
m. skriðdreka, við bæinn Me-
dvedie skammt frá landamæram
Króatíu. Stríðsþotur sambandshers
skutu á lest vörabíla við Trebnje
suður af höfuðborginni Ljubljana
og köstuðu á þá sprengjum. Fórast
þar sjö menn, að sögn sjónarvotta.
Einnig létu nokkrir óbreyttir borg-
arar lífið er flugvélar slrátu á bíla
nálægt varðstöð á austurrísku
landamærunum.
Austurríska stjómin segir júgó-
slavneska flugherinn hafa rofið
loflhelgi landsins og kveðst ætla að
mótmæla.
Júgóslavneski flugherinn réðist
ennfremur á tvo flugvelli með
skothrið og sprengjukasti, eyði-
lagði flugskýli, fleiri byggingar og
tvær litlar flugvélar. Brennd flök
skriðdreka, fólks- og vörubíla era
víða á vegum lýðveldisins, að sögn
fréttamanna og annarra.
,Jler annars rikis er að hertaka
Slóvenskir lögreglumenn á verði ( Loiblskarði við landamæri Austurrikis.
Landamærastöðvar Slóveníu urðu öðrum stöðum fremur fyrir árásum júgóslav-
neska hersins.
slóvenska rikið,“ sagði Milan Kuc-
an, Slóveníuforseti í gær.
Evrópubandalagið hefur sent
utanrikisráðherra þriggja af aðild-
am'kjum sínum, Hollands, Italíu og
Lúxemborgar, til Júgóslavíu þeirra
erinda að reyna að koma á samn-
ingaviðræðum. Sumsstaðar í Evr-
ópu gætir samúðar með Slóvenum,
ekki síst í ítölskum grannhéraðum
Slóveniu. Einnig var í gær að
heyra á Helmut Kohl, sambands-
kanslara Þýskalands, að hann væri
óhress með aðgerðir júgóslavneska
hersins.
„Það er ekki hægt að sætta sig
við að í Evrópu okkar daga sé fólk
skotið niður, og að sjálfsákvörðun-
arréttur skuli ekki lengur hafa
gildi," sagði kanslarinn.
Israelar yfirbuguðu
mannræningja
Walesa með Danutu konu sinni heima hjá þeim í Gdansk, eftir að
hann hafði verið kjörinn forseti - segist kvíða fyrir „pólskum ríkisdegi."
Walesa tapar
fyrir þingi
Fjóram ísraelskum ferðamönn-
um, sem kasmírskir skæralið-
ar námu á brott í fyrradag frá
hóteli við Dalvatn í Himalajafjöll-
um, tókst skömmu síðar að yfir-
buga mannræningjana og komast
undan, og vora þrír þeirra þó særð-
ir. Einn félagi þeirra var drepinn í
viðureigninni við skæraliðana og
HANDBRAGÐ MEISTARANS
Bakarí
Brauðbergs
Ávallt nýbökuð brauð
“heilnæm og ódýr-
Aðrir útsölustaðir:
U agkaup-Skeifimni
-Kringlunni
-Hólagarði
Verslunin Vogar,
Kópavogi.
Brauðberg
léuitólnr 2 6 siœi 71539
Hnmnberg 4 sfaoi 77272
af þeim síðamefndu féllu og særð-
ust nokkrir.
Alls tóku mannræningjamir
með sér ffá hótelinu átta erlenda
ferðamenn, sex ísraelska karlmenn
og tvær konur, hollenska og ísra-
elska. Konunum slepptu þeir fljót-
lega. Israelsku karlmennina fóra
þeir með á báti til kofa nokkurs við
vatnið, sögðu við þá að þar sem
þeir væra Israelar yrðu þeir að
deyja, bundu hendur þeirra_ og
stilltu þeim upp við vegg. En ísra-
elunum tókst að losa af sér böndin,
ná vopnum af skæraliðunum og
komast undan, að undanskildum
einum, sem féll í viðureigninni, og
öðram sem varð viðskila við fé-
laga sína og var handtekinn af öðr-
um skæraliðum, er heyra til sam-
tökum andstæðum hinum. Var
hann enn í gær fangi þeirra.
Islamskir skæraliðar hafa bar-
ist fyrir skilnaði Kasmírs við Ind-
land síðan í ársbyijun 1990. Mikið
er jafnan um ísraelska ferðamenn í
Indlandi, ekki síst unga menn sem
nýleystir hafa verið úr herþjónustu.
írakar heiðraðir
fyrir hugrekki
Hussein Kamel Hassan, vam-
armálaráðherra íraks, sæmdi í gær
heiðursmerkjum 350 hermenn,
sem hann sagði hafa auðsýnt hug-
rekki í vörninni gegn „30 þjóða og
síonistaárásinni“ eins og Irakar
kalla Persaflóastriðið.
riggja vikna reiptogi pólska
þingsins og forseta landsins,
Lec.h Walesa, lauk í gær með
ósigri forsetans er þingið hafnaði
tillögum hans um kosningareglur i
þriðja sinn. Era þessi úrslit talin
áfall nokkurt fyrir Walesa.
Hann á nú vart annars úrkosta
en að undirrita framvarp þingsins
að kosningalögum, sem hann er
sáróánægður með, enda þótt þingið
hafi komið talsvert til móts við
hann með því að breyta upphafleg-
um tillögum sínum um þetta.
Pólland er nú eina Áustur- Evr-
ópuríkið, sem ekki hefur fullkom-
lega lýðræðislega kjörið þing. 65
af hundraði núverandi þingmanna
era fyrrverandi fulltrúar kommún-
istaflokksins, sem útnefndir vora á
þingið. Þeir snerast gegn tillögum
Walesa um kosningareglur og
fengu til þess liðveislu Lýðræðis-
sambandsins, en í því era fyrrver-
andi baráttufélagar Walesa er nú
hafa gerst andstæðingar hans.
Walesa er sérlega óánægður
með að samkvæmt framvarpi
þingsins geta menn kosið einstaka
ffambjóðendur á listum, án þess að
kjósa listana í heild sinni, en það
segir hann að leiða muni til þess að
þingið verði álíka samstætt og
„pólski ríkisdagurinn" fyrr á öld-
um, þar sem hver þingmaður hafði
neitunarvald.
Comecon og
Varsjárbanaa-
lag lögð niður
Comecon, efnahagsbanda-
lag Sovétrikjanna, Búlgariu,
Tékkóslóvakíu, Ungverja-
lands, Póllands, Rúmeníu,
Kúbu, Mongólíu og Víetnams
var lagt niður formlega á fundi
viðskipta- og efnahagsmála-
ráðherra ríkjanna í Búdapest í
gær. Hefur það lengi staðið til,
enda bandalagið orðið litið
annað en nafnið. Viðskipti
milli aðildarríkja þess hafa
undanfarið skroppið mjög
saman, efnahag þeirra til vera-
legs hnekkis.
Varsjárbandalagið, her-
málabandalag Sovétríkjanna
og Austur- Evrópuríkja, verður
lagt niður formlega á mánudag
á fundi í Prag. Herskipulag
bandalagsins hefur þegar verið
leyst upp.
Þriðju göngin
undir Erma-
sund
Breskir og franskir vinnu-
flokkar náðu í gær saman í
þriðja sinn undir Ermarsundi
og er fyrirhugað að jámbraut
verði lögð eftir þeim göngum.
Áður höfðu vinnuflokkamir
náð saman í tvennum göngum,
öðrum einnig ætluðum fyrir
jámbraut en hinum fyrir þjón-
ustu.
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1991