Þjóðviljinn - 29.06.1991, Page 15
Hver ertu?
Steinunn V. Óskarsdóttir for-
maður Stúdentaráðs.
Ihvaða stjömumerki ertu?
Hrútnum.
Hvað ertu að gera núna?
Vinna sem formaður Stúdenta-
ráðs.
Hvað hatarþú mest?
Tillitsleysi.
Hvað elskarþú mest?
Góðan mat og lífsins lysti-
semdir.
Hvað er fólk flest?
Fjölbreytilegt.
Hvað er verst ífari karla?
Tillitsleysi.
Hvað er best i fari karla?
Skilningur.
Hvað er verst í fari kvenna?
Tillitsleysi.
Hvað er best i fari kvenna?
Skilningur.
Óttastu um ástkæra ylhýra
málið?
Nei.
Ertu myrkfælin?
Já.
Hefurðu séð draug?
Nei.
Værirðu ekki þú, hver vildirðu
vera?
Ég vil bara vera ég sjálf.
Hefurðu hugleitt að breyta lífi
þínu algjörlega?
Nei.
Hvað er það versta sem gæti
komið fyrir þig?
Að missa vini og íjölskyldu.
Hvað er áhrifamesta leikrit
sem þú hefur séð?
Dagur Vonar eftir Birgi Sig-
urðsson.
Leiðinlegasta bók sem þú hef-
ur lesið?
Þær eru nú svo margar, en ég
man ekki eftir neinni sérstakri í
augnablikinu.
Skemmtilegasta kvikmynd sem
þú hefur séð?
Woody Allen er í miklu uppá-
haldi hjá mér. T.d mynd hans
Hanna og systur hennar.
Attu bam eða gæludýr?
Nei.
Ertu með einhverja dellu?
Nei, það held ég ekki.
Ertu með einhverja komplexa?
Nei, það held ég ekki.
Kanntu að reka nagla i vegg?
Já.
Hvað er kynœsandi?
Vel vaxinn karlmaður.
Attu þér uppáhaldsflík?
Já, það er einn jakki sem ég á.
Ertu dagdreymin?
Já.
Ertu feimin?
Stundum, eins og flestir aðrir.
Skipta peningar máli i lifi
þinu?
Já.
Hvað er það sem mestu skiptir
í lifi þinu?
Að hafa góða heilsu og að hafa
vini mína í kringum mig.
Flokksböndin blífa
Afskipti Sighvats Björgvins-
sonar heilbrigðisráðherra af
málum Hallgríms Magnússonar
læknis á Seltjamamesi eru á
skjön við það verklag sem tíðk-
ast hefur þegar landlæknir
kannar mál einstakra lækna
sérstaklega. Til þessa hafa heil-
brigðisráðherrar treyst land-
lækni til að fjalla um slikt og lát-
ið hann um að ná samkomulagi
við lækna um tímabundnar lok-
anir vegna athugana á málum
þeirra, sé grunur um að eitt-
hvað sé athugavert. Áhugi Sig-
hvats á máli Hallgríms er þó ef
til vill „eðlilegur" þegar það er
haft í huga að bróðir Hallgríms
erfyrrum borgarfulltrúi Alþýðu-
flokks, Bjarni P. Magnússon.
Árekstrar ráðherra og land-
læknis gerast nú æ tíðari og
samskiptin afar stirð. Land-
læknir hefur ekki legið á skoð-
unum sínum í gegnum tíðina,
og þó Guðmundur Bjarnason fv.
heilbrigðisráðherra hafi oftar en
ekki yppt öxlum þykir Sighvati
greinilega að Ólafur landlæknir
sé heldur erfiður (taumi...
Ég verð að segja það
Steingrímur Hermannsson,
sem aldrei er titlaður í Tímanum
sem formaður Framsóknar-
flokksins, heldur ætíð sem „fyrr-
verandi forsætisráðherra", boð-
aöi til hádegisverðarfundar á
Hótel Lind í gær undir yfirskrift-
inni „Er verið að leggja atvinnu-
líf landsins í rúst?“ Stórt var
spurt, en Steingrímur var ekki f
neinum vandræðum með svör-
in. Enda rétti maðurinn til að
leysa málin, eins og fram kom í
upphafi ræðu hans þar sem
hann sagði m.a. orðrétt: „Ég er
einn af skástu hagfræðingum
þessa lands vegna þess að ég
hef haft það mikil afskipti af rík-
isfjármálum síðustu árin.“ Það
var nebbilega það...
IBAG
29. júní
er laugardagur
180. dagur ársins
Sólarupprás í Reykjavík
kl.03.01 - sólariag kl.24.00
Viðburðir
Búnaðarbanki (slands stofn-
aður árið 1929.
Bandaríkjamenn varpa fyrstu
sprengjum sínum á Hanoi og
Haiphong I styrjöldinn í Viet-
nam
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Þjóðviljinn bannaður
fyrir 25 árum
Leppfyrirtækið ISAL var
stofnað I gærmorgun. Bráða-
birgðasamningar um 3,5 pró-
sent launahækkun og 0,25
prósent I orlofssjóð sam-
þykktir víðsvegar um land.
Herinn rekur forseta Agen-
tlnu frá völdum. „Kísilgúrmál-
ið“ til umræðu á almennum
fundi I Skjólbrekku.
Sá spaki
Betra er að veifa röngu tré en
öngu, en best að vera ber-
hentur.
Gamalt orðtækl
með nútímalegum
vlðauka.
iís
w
il
Síða 15
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1991