Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 1
Unniö er höröum höndum við lagfæringu á Faxagarði þessa dagana, en garðurinn var orðinn lúinn. Mynd: Krisfinn. Hundrað unglingar án skólavistar Umsóknir hundrað nemenda sem ekki hafa komist að í yfirfullum framhaldsskólum í Reykjavík liggja nú hjá menntamálaráðuneytinu sem leitar úrræða til að koma þeim einhvers staðar að. Óskað hefur verið eftir að Ár- múIaskóU taki að sér kennslu þessa hóps i Sjómannaskólanum en hann mun að sðgn skólameistara þar ekki ráða við það. Allir framhaldsskólamir eru troðfiillir og flestir hafa þurft að vísa tugum og jafnvel hundmðum ffá. Margir hafa gert ráð fyrir venjulegum affollum með því að skra fleiri en pláss er fyrir. Vand- inn er ekki nyr en fer sívaxandi. Ljóst þykir að byggja þurfi nýjan ffamhaldsskóla fljóUega og er þá helst litið til Grafarvogs en þar er enginn ffamhaldsskóli. Fjölbrautaskólanum i Breið- holti bárust hátt á 800 umsóknir í ár og segir Kristín Amalds, skóla- meistari þar, að orðið hafi að vísa tæplega 400 manns ffá, þar á með- al nemendum úr Breiðholti sem vom komnir í aðra skóla en vildu skipta. „Það er ekki nóg að setja lög um ffamhaldsskóla þar sem segir að allir hafi rétt á námi í framhaldsskólum,“ segir hún. „Það verður að vera að hægt að standa við þau. Það er alveg greinilegt að það parf nýjan skóla.“ Nemendur 10. bekkjar frá gmnnskólum í hverfi hvers ffam- naldsskóla em látnir ganga fýrir um skólavist en þeir sem vilja skipta um skóla eöa em að koma inp aftur eftir hlé mæta afgangi. „Eg er mjög mikið á móti því að borginni sé skipt þannig niður í skólahverfi og finnst að það eigi að vera val nemendanna í hvaða skóla þeir fara þar sem þeir em mjög mismunandi," segir Kristín. Menntamálaráðuneytið óskaði formlega eftir því við Fjölbrauta- skólann í Armúla fyrir helgi að hann tæki að sér kennslu þeirra hundrað nemenda, sem nú em án skólavistar, í lausu húsnæði í Sjó- mannaskólanum en Hafjsteinn Stef- ánsson skólameistari í Armúla seg- ir að ekki sé útlit fyrir að hægt sé að verða við þeirri ósk. „Mér sýmst að við ráðum ekk- ert við það. Við emm búin að yfir- fylla hjá okkur skólann, skipta kennslumagninu á kennara þannig að þeir em komnir með fúlla töflu og vantar reyndar enn nokkra. Þannig að ef við ættum að hjálpa upp á þama þá þýddi það að það þyrfti að ráða nýja kennara eins og verið væri að setja hundrað manna skóla af stað,“ segir Hafsteinn. „Þetta vandamál stjekkar alltaf og vindur upp á sig. Argangamir em stærri en aður og auk pess er mikið um að fólk sé að koma inn aftur eftir hlé á námi. Vandinn liggur líka í því að við, eins og fleiri, troðfylltum skólann í fyrra og get- um því tekið við færri nýskraning- um núna. Við slepptum því að vera með biðlista í ár og visuðum um 60 - 70 umsóknum frá okkur. Auk þess gerðum við ráð fyrir affollum þegar við svömðum umsóknum og tókum mjög ríflega inn. Nú em af- follin komm í ljós hjá okkur og skólinn er troðfúllur. Það er löngu tímabært að byggja nýjan firam- haldsskóla í Reykjavík eða hrein- lega að ljúka viþ byggingu Fjöl- brautaskólans í Armúla. A teikn- ingum var gert ráð fyrir tveimur álmum í viðbót en þær hafa aldrei verið byggðar. Við emm með hæð á leigu við Suðurlandsbraut og það væri ansi mikið að láta kennara flakka á milli þriggja kennslustaða og þar að auki langt niður í Sjó- mannaskóla.“ -vd. Raf- magnið hækkað Gjaldskrár Rafmagns- veitu Reykjavíkur hækkuðu frá og með gærdeginum. Að jafnaði nemur hækkun gjald- skránna fimm af hundraði, sem er í samræmi við hækkun heildsöluverðs raforku frá Landsvirkjun til rafveitna. Gjaldskrá almenns taxta, þ.e. til heimilisnota, almennra fyr- irtækja og byggingarstarf- semi hækkar minna eða um 2,4 af hundraði, en þessir að- ilar nota ríflega 60 prósent þeirrar orku sem Rafmagns- veita Reykjavíkur selur. I fréttatilkynningu frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur segir að þessi hækkun á gjaldskrám fyrirtækisins séu teknar í sam- ræmi við þá samþykkt borgar- ráðs að gjaldskrár fyrirtækisins hækki frá sama tíma og hækkun Landsvirkjunar á heildsöluverði á raforku til rafveitnanna. Hækkunin sem gekk í gildi frá og með gærdeginum er fjórði áfangi af sex í aðlögun gjald- skrár Rafmagnsveitu Reykja- víkur að nýrri gjaldskrá Lands- virkjunar. -rk Orri seldur á 7 miljónir Stóðhesturinn Orri frá Þúfu var seldur á sjö miljónir á Fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna á Hellu um helg- ina. Stofnað var sérstakt hlutafé- lag um kaupin og verður Orri því ekki seldur úr landi. Orri er undan Otri Hervars- syni frá Sauðárkróki en talið er að Sveinn Guðmundsson eig- andi Oturs hafi fengið 25 milj- ón króna tilboð í hestinn í fyrra en kaupin ekki gengið saman. Eigandi Orra var Indriði Ól- afsson bóndi á Þúfu í V-Land- eyjahreppi. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans keypti þýskur auð- kýíingur gæðinginn Pjakk fyrir 1,7 miljónir króna. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.