Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 8
Fkétito Beiðni olíufélaganna um hækkun gegn öllu velsæmi Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir að beiðni olíufélaganna um bensínhækkun sé með öllu óskiljanieg. Tilvonandi lækkun á gasolíu veldur líka deilum, þó á annan hátt sé. Landssamband fslenskra útvegsmanna segir að sjómenn komi tU með að hagn- ast um of á lækkuninni. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bandsins scgir að löngu sé orðið tímabært að taka olíuverð út úr skiptaprósentunni. Á fundi Verðlagsstofnunar, 1. júlí nk. verður tekin fyrir beiðni ol- íufélaganna um verðhækkun á 92 oktan bensini um 2-3 prósent. Verð á gasolíu mun næsta örugglega lækka um mánaðamótin, en svart- olían mun standa I stað. Samkvæmt upplýsingum olíu- félaganna er verðhækkunarbeiðnin á bensíni tilkomin vegna hækkana erlendis. Einnig hefur dollarinn verið að styrkjast í verði og hefur það óneitanlega áhrif á bensín- kaupin. Ástæðan fyrir lækkuninni á gasolíunni er á sömu nótum þ.e. heimsmarkaðsverð. Þegar viðbrögð vegna fyrir- hugaðrar hækkunar á bensíni voru könnuð hjá Runólfí Ólafssyni, framkvæmdastjóra FIB, sagði hann að bensínið hafi hækkað um síð- ustu mánaðamót um rúmlega 5 prósent, hækkunarbeiðni olíufélag- anna núna væri því gegn öllu vel- sæmi, sérstaklega ef horft er til heimsmarkaðsverðs. - Það er fáránlegt að ætla sér að hækka bensín núna, þegar heimsmarkaðsverðið er á niður- leið. Kostnaðarauki bifreiðaeig- enda vegna bensínhækkunarinnar um síðustu mánaðamót og fyrir- hugaðrar hækkunar núna, verður milli 8-10 þúsund krónur á ári. Ég get ekki séð nein rök fyrir beiðni olíufélaganna, ffekar hefði ég talið að nú færi að hilla undir lækkun, sagði Runólfur. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir fyrirhugaða lækkun gasolíunnar ekki koma sér á óvart. - Við höfum verið að bíða eftir þessu. Að vísu spillir það mjög fyrir okkur hvað dollarinn hefur styrkst, því olíuverðið er alltaf miðað við dollara. Hækkunin var óskapleg í vetur vegna Persaflóa- striðsins, en markaðurinn er að ná jafnvægi núna og er að komast í þau spor sem hann var í, sagði Kristján. Verðið á olíunni núna eru 17,30 krónur á tonnið, meðan verðið erlendis er um 10 krónur. — Manni finnst það stundum vitlaust að miða verðið við birgðir í land- inu. Þegar verðið rauk upp úr öllu valdi vegna stríðsins var það mjög lágt hér, en þegar stríðið er löngu búið er miklu hærra verð hér en í Evrópu, sagði Kristján. Kristján segir að með verðlækkunum núna komi sjómenn til með að fá kjara- bætur með hærri hlutaskiptum. - Við höfiim asnast til að slaka til á samningi okkar við sjómenn vegna lágs verðs á dollaranum. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, segir að sjómenn hafl lengi litið teng- ingu olíuverðs við hlutaskipti homauga. - Undanfarið hefur olíu- verðið verið okkur sjómönnum mjög óhagstætt varðandi skipta- prósentuna, ef útvegsmenn em að kvarta um að okkar hlutur réttist af núna vegna lækkunar á gasolíunni finnst mér það furðuleg viðhorf. Við höfum ekki sóst eftir því að tengja hlutaskiptin við olíuverðið, og ekki stæði á okkur að fella það ákvæði út úr samningum, sagði Óskar. -sþ Krókaveiðar verði frjálsar Smábátasjómenn á Austur- landi krefjast þess að króka- veiðar verði gefnar fijálsar á bátum undir 6 tonnum og telja að fella eigi úr lögum „25% ákvæðið" um núverandi bann- dagakerfi. í ályktun aðalfundar félags austfirskra smábátaeigenda er þess ennffemur krafist að nú þegar komi til almennrar leið- réttingar á þann hóp smábáta- eigenda sem urðu fyrir 26% skerðingu um síðustu áramót. Þá fagnar fundurinn þeim jákvæðu undirtektum sem ffam hafa komið, bæði hvað varðar aðhald með bolfiskveiðum dragnótarbáta innan fjarða yfir hrygningartímann og að hefja merkingar á hrygningartíma í Qörðum. Að mati fundarins er það brýnt að ffamhald verði á þessum rannsóknum og ekki verði hreinsaður upp allur fisk- ur úr fjörðum áður en til veiði- takmarkana kemur vegna hrygningar. -grh Klögumála- kerfi hjá RÖSE / nýafstöðnum fyrsta fundi Ráðs utanríkisráð- herra aðildarríkja Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem haldinn var í Berlín, var meðal annars ákveðið að setja á lagg- irnar klögumálakerfí. Því er ætl- að að fjalla um hættuástand sem kynni að skapast vegna brota á lokasamþykktum RÖSE eða vegna alvarlegra ágreiningsefna sem stofnuðu friði, öryggi og stöðugleika í hættu. En Ráðið, ásamt fyrstu stofn- unum RÖSE, var sett á laggimar á leiðtogafundi aðildarrikjanna i Par- ís í nóvember í fyrra, en það er æðsti vettvangur utanríkisráðherra þátttökurikjanna. Af öðmm niður- stöðum fundarins má nefna að ákvörðun var tekin um það á hvem hátt eigi að bregðast við pólitísku hættuástandi sem upp kann að koma í Evrópu. Að mati utanríkis- ráðuneytisins hefur hér verið stigið merkilegt skref til að efla samstarf og forvamir í öryggismálum álf- unnar. Jafnffamt var ákveðið að efla átakavamarstöð RÖSE i Vin í því skyni að stuðla að ffiðsamlegri lausn deilumála. Ennífemur var ákveðið að hefja nýjar viðræður um afvopnun og traustvekjandi að- gerðir. Gert er ráð fyrir að þessar viðræður hefjist formlega í kjölfar Helsinkifundarins 1992. -grh Niðurstöður Prestastefnunnar Prestastefnan 1991 var haldin á Hólum í Hjalta- dal 25. - 27. júní s.l. og þar var meðal annars rætt um stöðu kirkjunnar í nútímaþjóðfé- lagi og hvað betur mætti fara. I ályktun þeirra kemur meðal annars fram að Kirkja Jesú Krists sé samfélag fólks sem er ekki bundið einstökum þjóðum, stéttum eða kyni. Rætt var um að á þessari öld hafi náðst merkir áfangar í átt til samlyndis og einingar, meðal ann- ars með stofhun Alkirkjuráðsins árið 1948. Þar hafi kristnir menn leitast við, með samræðum og starfi að sameiginlegum viðfangs- efnum, að verða eitt - þó ekki eins - þrátt fyrir ólíka sögu, hefðir og aðstæður. í öðru lagi var rætt um mikil- vægi þess að kirkjur störfuðu sam- an á alþjóðavettvangi. Skorað var á íslensk stjómvöld að leggja til þró- unarsamvinnu svipað hlutfall þjóð- artekna og nágrannaþjóðir okkar, og standa þannig við samþykkt Al- þingis. Telja kirkjur að brýnt sé að auka ffæðslu um hlutskipti og menningu þjóða þriðja heimsins. Þá ekki aðeins til að efla skilning og fiísleika til að miðla af nægtum, heldur einnig til að þiggja af menningarauði þeirra. Bent var á mikilvægi Hjálparstofnunar kirkj- unnar í því starfi. Segir ennffemur í ályktuninni að rödd kirknanna í Austur-Evrópu sé ekki siður mikilvæg nú, þegar þjóðimar reyna að fóta sig í ný- fengnu ffelsi og byggja upp réttlátt og mannúðlegt samfélag á eigin forsendum. Kirkjumar í Austur- Evrópu hafa kallað eftir stuðningi og samfélagi kirkna í gjörvallri Evrópu í því mikla endurreisnar- starfi sem framundan sé. í þriðja lagi var fjallað um kirkjuna í íslensku samfélagi. I ályktuninni segir að samfélags- breytingar undangenginna áratuga hafi gert það að verkum, að ís- lenskt samfélag megi nú kallast íjölhyggjusamfélag, þar sem tekist er á um ólík lífsviðhorf. Af því leiði að margir telji kristina trú ekki jafn sjálfsagða og áður. í þessu birtist áskorun til þjóðkirkj- unnar að hún veiti skýra leiðsögn í trúarefnum og siðferðilegum álita- málum og finni leiðir fyrir þjón- ustu sina og boðun, er skili góðum árangri í fjölbreyttu nútímasamfé- lagi. Að lokum segir að kirkjan þurfi að bregðast við lífsskoðunar- vanda samtímans með því að ítreka að hún er öllum opin. Kirkjulegt starf sé í vexti og þörf sé á íjöl- breyttari starfsháttum sem mæti þörf fólks fyrir trúarsamfélag. Jafnframt þessu þurfi að stunda markvissa trúfræðslu um undir- stöðuatriði kristinnar trúar. -KMIl Þing norrænna landbúnaðarráðherra var sett ( Hveragerði I brakandi þerri á fimmtudag. Offramleiðslan höfuðvandi landbúnaðarins S þingi norrænna landbúnaðarráðherra sem hófst í Hvera- Agerði á miðvikudag, hitti blaðamaður Þjóðviljans norska landbúnaðarráðherrann, Gunhild Öyangen, að máli og spurði hana hvort víðtækt Evrópusamstarf myndi hafa áhrif á stjórnun norskra iandbúnaðarmála. Við erum ekki í Evrópubanda- laginu, sagði Gunhild. Það er ekki inni í norskri umræðu. Hins vegar stefnir allt að þátttöku í evrópsku efnahgssvæði og það er annar handleggur. Það mun ekki hafa slík áhrif. Hins vegar sjáum við ffam á mikla aukningu í samstarfi Evrópuríkja hvað varðar landbún- að. Það sem skiptir mestu máli í því sambandi er að við verðum að nota það sem við höfum. Land okkar er minna mengað en gengur og gerist, og ræktunarskilyrði og hitastig ekki sem verst. Þess vegna getum við framleitt betri matvörur en mörg önnur Evrópuríki. Þessar staðreyndir gera það einnig að verkum að umhverfismál verða mjög mikilvæg fyrir okkur Norðmenn og þau verða ekki að- skilin frá landbúnaðarmálum. Við erum um þessar mundir að rann- saka markaðsmöguleika hvað varðar ber og grænmeti af ýmsu tagi. Er eitthvert samstarf milli Norðurlanda í landbúnaðarmálum? Eitt það mikilvægasta í Nor- rænu samstarfi um Iandbúnaðarmál er norræni genabankinn eða erfða- eigindabankinn. Annars eru Norð- urlöndin að mörgu leyti ólík með tilliti til landbúnaðar þó að um þau gildi einnig það sem áður var sagt um Evrópuríki. Framundan er auk- ið samstarf. Danski landbúnaðarráðherrann var ekki mættur í Hveragerði en þeir H.J. Kristensen og Ulrik W. Tomöe voru til staðar. Þeir voru spurðir að því hvort Danir hefðu hagnast á veru sinni í Evrópubandalaginu og svöruðu því til að danskur landbúnaður hefði að minnsta kosti hagnast á því og samfélagið þar með. I Landbúnað- arráðuneytinu áætla menn að með ýmiss konar samningum og að- stöðu sem hefur fengist gegnum Evrópubandalagið hafi að minnsta kosti tíu miljarðar streymt inn í danskan landbúnað. Kristensen og Tomöe voru spurðir að þvi hvort Evrópusamstaifíð myndi ekki þýða vaxandi framleiðslu og þar með ániðslu á landi. Þeir sögðu að ofíramleiðslan eða getan til ofífamleiðslu væri höfuðvandamál norræns landbún- aðar. Við verðum blátt áfram að laga okkur að aðstæðum og fram- leiða minna, sögðu Kristensen og Tomöe. -kj ÞJÓÐViLJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.