Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 9
ÉMrnm l Þorfinnur Ómarsson skrifar KR-ingar eru loksins einir á toppi fyrstu deildar. Breiðablik tapaði gegn IBV á sama tlma og KR gerði jafntefli við Stjömuna. Mynd: Þorfinnur Harka færist í leikinn Lið KR trónir nú eitt á toppi Samskipadeildar eftir tíðinda- mikla leiki helgarinnar. Enda þótt KR- ingar hafi aðeins náð jafntefli, 1-1, gegn Stjörnunni í gær, gerðu þeir betur en Breiðabliksmenn sem töpuðu í Vestmannaeyjum, 3-2. Við þessi úrslit er nú staðan á toppi deildarinnar mun jafnari en áður. Álfar í Amsterdam Fimleikasamband íslands sendir 120 manna hóp til þátttöku á Gymnaestrada, stærsta mót Alþjóða fim- leikasambandsins sem haldið er á Qögura ára fresti. Mótið fer fram í Amsterdam 12.-20. júlí, en íslenski hópurinn hélt kynningarsýningu í Digranesi i gærkvöld. Gymnaestrada er risastór íþróttaviðburður þar sem 25 þúsund þátttakendur frá 30 þjóðum sýna listir sínar. Alls fara fram um 300 sýningar í Rai sýningarhöllinni og á Ól- ympíuleikvanginum. Islensku þátttakendumir sýna sex sinnum með þjóðtrú, tröll og álfa sem aðal þema. -þóm Fjör í Eyjum Um 750 keppendur á aldrinum sjö til tíu ára tóku þátt í knattspymumóti Shell, áður Tommamóti, í Vest- mannaeyjum um helgina. Mótið fór vel ffam og verður æ stærri þáttur í knattspymu- hjörtum yngstu keppendanna. Margir eldri knattspymu- áhugamenn telja þennan ald- ursflokk jafnvel þann skemmtilegasta fyrir augað. Sigurvegarar á mótinu urðu Valsmenn, sem unnu Keflvíkinga 1-0 í úrslitaleik. Fram lenti í þriðja sæti eftir 4-1 sigur á Fylki. Keflvíking- ar lentu einnig í öðra sæti í flokki B-liða, en þar sigraði Stjaman i úrslitaleik, 2- 0. Að þessu sinni var einnig leikið innanhúss og sigmðu Framarar bæði í A og B-lið- um eftir úrslitaleiki við Gróttu og KR. Þá var leikinn „pressuleikur“ þar sem lands- liðið marði sigur á pressulið- inu, 3-2. Hundmð bráðefnilegra knattspymumanna komu ffarn á mótinu, en besti mað- ur mótsins var valinn Daði Guðmundsson úr Fram. Sveinbjöm Á. Sveinbjöms- son var valinn besti mark- vörðurinn og Daníel F. Ómarsson besti vamarmaður- inn. -þóm Vesturbæingar hafa varla verið ánægðir með úrslit sinna manna í gærkvöld, en þá gerðu lið KR og Stjömunnar jafntefli í skemmtileg- um leik. Markalaust var í leikhléi, en KR-ingar náðu forustunni snemma í síðari hálfleik með marki Heimis Guðjónssonar. Garð- bæingar gáfust ekki upp við þetta og rétt eftir miðjan hálfleikinn jafnaði Sveinbjöm Hákonarson með stórglæsilegu marki. Þar við sat og bilið á milli toppliðanna minnkar stöðugt. Á sama tíma áttust við lið ÍBV og Breiðabliks í sviptingamiklum leik i Eyjum. Eftir að Amljótur Davíðsson hafði náð forystunni fyrir heimamenn í fyrri hálfleik, komust Blikamir yfir með mörk- um Steindórs Elísonar og Sigur- jóns Kristjánssonar. Eyjamenn gáf- ust ekki upp þó skammt væri til leiksloka og létu sér ekki nægja að jafna metin, heldur skomðu Lúð- vik Bergvinsson og Leifur Geir Hafsteinsson sitt markið hvor og tryggðu heimamönnum stigin þrjú. Hattur Ásgeirs Elíassonar, þjálfara Fram, stendur enn fyrir sínu. Á sunnudagskvöld unnu Is- landsmeistaramir sinn fjórða sigur í röð, eða allt ffá því Ásgeir setti hattinn upp á ný. Að þessu sinni máttu Víkingar lúta í lægra haldi fyrir Frömumm og virðast þeir röndóttu alls ekki getað sigrað í heimavelli sinum í Fossvogsdalnum. Jón Erling Ragn- arsson skoraði bæði mörk leiksins eftir sendingar ffá Steinari Guð- geirssyni, fyrst á upphafsmínútun- um og síðan þegar örskammt var til leiksloka. Athyglisvert var að fjórir Víkingar em fyrmrn Framar- ar. Annars var þessi leikur nokkuð undarlegur á að horfa. Fyrri hálf- leikur var ágætlega leikinn og án teljandi vandræða. Eftir leikhlé færðist síðan mikil harka í leikinn og leið ekki á löngii þar til Bragi Bergmann missti öll tök á dóm- gæslunni. Hann refsaði leikmönn- um þó iðulega og litu átta leik- menn gula spjaldið auk þess sem Herði Theódórssyni var vikið af velli. Leikmenn virtust á tímabili hugsa mun meira um að koma and- stæðingnum fyrir kattamef en að leika með knöttinn. Annarleg öfug- þróun það. Víðir er enn án sigurs I deild- inni og fer útlitið að dökkna í Garðinum. Valsmenn höfðu þaðan þijú stig á nokkuð ömggan hátt og vom þau stig kærkomin eftir þijá tapleiki í röð. Fyrst skoraði Steinar Adolfsson úr vítaspymu og Baldur Bragason bætti öðm við fyrir hlé. Grétar Einarsson minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks, en Vals- menn tryggðu sér sigurinn skömmu síðar með marki Jóns Grétars Jónssonar. FH-ingar nálgast einnig botn- inn eftir ósigur gegn KA á heima- velli i Firðinum, 0-2. Reyndar var illur rangstöðuþefur af fyrra marki KA, en þá skoraði Pavel Vandas auðveldlega eftir að vamarmenn FH höfðu hreinlega hætt leik sök- um ,yangstöðu“. Sverrir Sverrisson skoraði síðan fullkomlega löglegt mark á lokamínútunum og tryggði sigur KA. Áttunda umferð Samskipa- deildar hefst síðan strax á fimmtu- dag með leikjunum stórleik Fram og KR, ásamt leikjunum KA-Vík- ingur og Víðir-FH. Á fostudag eig- ast svo við Valur-Breiðablik og Stjaman- ÍBV. -þóm ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu 1. deild Lið .L U J T M S KR ..7 4 3 0 14: 3 15 UBK ..7 4 2 1 13: 8 14 Fram ..7 4 1 2 11: 8 13 ÍBV ..7 4 1 2 12:10 13 Valur ..7 4 0 3 9: 7 12 KA ..7 3 1 3 8: 8 10 Víkingur.. ..7 3 0 4 12:15 9 FH ..7 1 2 4 6:10 5 Stjaman... ..7 1 2 4 6:12 5 Víðir ..7 0 2 5 5:15 2 Rigningu slegið á frest Keppni hefur tafist nokkuð á Wimbledon tennismót- inu vegna mikilla rigninga í Englandi. Um helgina hófst keppni þó að nýju eftir nokk- urra daga hlé og var leikið linnu- laust á spegilsléttum grasflötunum. Það bar helst til tíðinda í gær að Ivan Lendl féll úr keppni eftir ósigur gegn David Wheaton, 6-3 3-6 7-6 6-3. Wimbledon er eina keppnin í „stóm slemmunni" sem Lendl á eftir að vinna, en draumur hans var gerður að engu sem fyrr. Lendl féll nú út í þriðju umferð, en hann hefur ekki fallið svo fljótt úr keppni síðan 1981. 1 gær var einnig keppt í fjórðu umferð einliðaleiks kvenna og sigraði Steffi Graf Amy Frazier, 6- 2 6-1, Gabriela Sabatini vann Nat- halie Tauziat, 7-6 6-3, Sanchez Vicario vann Anne Minter og Laura Gildemeister vann Katerinu Maleeva, 3-6 6-2 6-3. Þá vann gamla brýnið Martina Navratilova sigur á Catarinu Lindqvist, 6-1 6- 3, en Navratilova sigraði í níunda skipti á þessu móti í fyrra. Hún er nú 34 ára gömul og hefur leikið 112 leiki á Wimbledon. Næst leik- ur hún gegn hinni 15 ára gömlu Jennifer Capriati í átta liða úrslit- um, en Navratilova hefur leikið í öllum átta liða úrslitum Wimbled- on keppninnar frá því áður en Ca- priati fæddist! í einliðaleik karla léku tveir sterkustu tennisleikarar Frakka, Guy Forget og Henri Leconte, og sigraði sá fyrmefndi, 3-6 4-6 6-1 4-1, en í þeirri stöðu hætti Leconte keppni. Boris Becker vann Andrei Olhavsky, 6-1 6-4 3-6 6-3, Andre Agassi sigraði sigraði Richard Krajicek, 7-6 6-3 7-6, Christian Bergström vann Brad Gilbert, 6-3 6-2 3-6 6-3, Jan Gunnarsson vann Todd Woodbridge, 7-6 4-6 6-3 6-4, Asgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson unnu sigur í annari rallkeppni sumarsins á Metró bifreið sinni, sem jafn- framt er sú öflugasta í rallflotan- um. Feðgamir og íslandsmeistar- amir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson urðu í öðm sæti á Mazda. og Tim Mavotte vann Patrick Kíihnen, 3-6 6-2 7-6 6-4. Þrátt fyrir seinkun á mótinu er stefnt að því að leika til úrslita um næstu helgi - hangi hann þurr. -þóm Rallið var í höndum Aksturs- íþróttafélags Suðumesja og var ek- ið á þarlægum slóðum. 25 bílar hófu keppni og komust 19 þeirra í mark. í flokki óbreyttra bíla sigr- uðu Óskar Ólafsson og Ari Amórs- son á Lödu Samara. Allir með! -þóm Metróinn bestur Vinningstökir laugarriaginn (3Y9\ (34)(3. 29. júní '91 (15) (®F 5y [37) VINNINGAR | **£££*,* UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 2 2.779.578 2. 1 592.200 3. 4af5 | 155 6.590 4. 3af5 I 4.789 497 | Heildarvinningsupphæðþessaviku: Kr. 9.552.939 M /7 WM upplýsingar: símsvari 91-681511 lukkuUna991002 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.