Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Blaðsíða 4
Erlendar e® fmethr Liðsmenn (júgóslavneska sambandshemum ( Slóveniu, t.h. blll sem skriðdreki hefur keyrt yfir. Króatar og Slóvenar hafa takmarkaða trú á þv[ að sambandsherinn, sem er að mestu undir serbneskri stjórn, standi við vopnahléssamninginn. Króatar og Slóvenar vilja EB- eftirlit með vopnahléi Sendinefnd frá Evrópubandalagi hefur tekist að fá júgó- slavnesku sambandsstjórnina og stjórn Slóveníu til að gera með sér vopnahléssamning. Er eitt atriði í samningn- um að stjórnir Króatíu og Slóveníu fresti um þrjá mánuði að hrinda vikugömlum sjálfstæðisyfirlýsingum sínum í fram- kvæmd. Annað atriði er að stjóm Serb- íu sættir sig við að Króatinn Stipe Mesic taki við forsetaembætti Júgóslavíu og þriðja að júgóslav- neski herinn í Slóveníu hverfi til stöðva sinna. I EB-sendinefndinni, sem dreif sig til Júgóslavíu á föstudag, eftir að júgóslavneski herinn hafði ráð- ist á Slóveníu, eru Hans van den Broek, utanrikisráðherra Hollands, Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxembúrgar og Gianni de Mich- elis, utanríkisráðherra Italíu. Mun það ekki síst hafa verið íyrir fortöl- ur þeirra, sem tókst að koma á vopnahléi til bráðabirgða á föstu- dagskvöld. Síðan tókst þeim á fundi með júgóslavneska forsætis- ráðinu, þar sem sitja fulltrúar allra lýðvelda og sjálfstjórnarsvæða landsins, að fá samþykktan áður- nefndan vopnahléssamning. Stóðu viðræður um hann yfir alla sunnu- dagsnóttina. Ætlast er til að júgóslavneska sambandsstjómin og stjómir lýð- veldanna noti þriggja mánaða frestinn til að leysa deilumar sem em að slíta hið rúmlega sjötuga riki Júgóslavíu í sundur. En frétta- skýrendur em ekki ýkja bjartsýnir á að það gangi, enda tortryggni mikil og hefur vitaskuld ekki úr henni dregið við bardagana í síð- ustu viku. Góðs viti þykir sumum að Mesic er orðinn forseti sam- bandslýðveldisins eftir að það haföi verið forsetalaust í sex vikur, en það ástand átti sinn þátt í að upp úr sauð milli Króata og Slóvena annarsvegar og sambandsstjómar- innar og hers hennar hinsvegar. En Mesic lýsti því yfir í gær að hann stefndi sem áður að því Júgóslavía yrði bandalag fullvalda lýðvelda og það hefur Serbía hingað til ekki tekið í mál. Ljóst er að Króatar og Slóvenar tortryggja mjög sambandsherinn, enda hershöföingjar flestir Serbar. Gefa ráðamenn Króatíu og Slóven- íu í skyn að þeir telji engan veginn víst að herinn hlýðnist skipunum sambandsstjómariænnar og vilja að erlendir eftirlitsmenn, og þá helst frá EB, fylgist með því að farið_ sé að vopnahlésskilmálunum. Ýmsar fréttir benda til þess að ekki megi mikið út af bera til að upp úr sjóði á ný. Sjónvarpið í Belgrad sagði að í gærmorgun hefði verið háður harður bardagi í rúma klukkustund í bænum Boro- vo Selo, í Króatíu skammt frá Iandamærum Vojvódínu. Heföu þar ást við króatískir lögreglumenn og vopnaðir borgarar annarsvegar og hinsvegar að líkindum bæjarbúar og júgóslavneski herinn. Nánari fréttir af þessu vom ekki fyrir hendi í gær. Ibuar í Borovo Selo em serbneskir og í maí vom drepn- ir í viðureign milli þeirra og króat- ískrar lögreglu 16 menn, flestir þeirra lögreglumenn. „Sawyer er forseti þar sem hann er“ eir Amos Sawyer og Charles Taylor, sem báðir segjast vera forsetar Vest- ur-Afríkuríkisins Líberíu, tókust í hendur og föðmuðust af miklum kærleik í gær í Yamo- ussoukro á Fílabeinsströnd. Skyldi það tákna að borgara- stríðinu í Líberíu, sem staðið hefur í 18 mánuði með nokkrum hvfldum, sé nú loksins iokið. Svo er að sjá að ráðamenn ann- arra Vestur-Afríkuríkja, einkum þeir Ibrahim Babangida, forseti Nígeríu og Felix Houphouet-Bo- igny, forseti Fílabeinsstrandar, hafi lagt fast að þeim Sawyer og Taylor að sættast í bráðina að minnsta kosti. Boðuðu þeir til fundar í Yamoussoukro þar sem nú hefur tekist að beija saman friðarsamn- ing. Líberíustríðið er löngu orðið vandræðamál fyrir þennan heims- hluta sem heild, þar eð ríki þar eru klofin í málinu. Búrkína Faso og Fílabeinsströnd styðja Taylor en hin flest, þar á meðal Nígería, það voldugasta þeirra, Sawyer. Þar að auki er stríð þetta öðrum þræði á milli þjóðflokka og gæti því hafl sprengingakennd áhrif á ríkjaskip- an og landamæri í álfunni ef það breiddist út. Taylor, sem hefur mestan hluta Líberíu á valdi sínu, hefur þegar herjað inn í Sierra Leone, til að valda andstæðingum sínum vand- ræðum (Sierra Leone er Nígeríu- megin í deilunni) en engu síður til að ræna mat handa stríðsmönnum sínum. Líbería er í sliku kaldakoli eflir ófriðinn að fullerfitt er fyrir lið Taylors að afla sér þar matar. Sawyer hefur höfuðborgina Monróvíu á valdi sínu og er þar her frá Nígeríu og fleiri ríkjum honum til vemdar. „Eg er forseti stjómar hins þjóðlega og föðurlandssinnaða cndurreisnarþings," sagði Taylor í gær. „Herra Sawyer er forseti þar sem hann er.“ Skilmálar í friðarsamningnum em óljósir og telja sumir stjómar- erindrekar ólíklegt að hann verði til langframa. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991 Kommúnistaflokkur í klofningshættu Igrein í Pravda, helsta blaði sovéska kommúnistaflokks- ins, segir að í flokknum geisi nú harðar deilur milli íhalds- manna og frjálslyndra. Séu horf- ur á að þetta vatdi alvarlegum klofningi í flokknum. Undanfarið hafa sést merki þess að Gorbatsjov forseti sé að færa sig nær þeim frjálslyndu og hefur hann gagnrýnt íhaldsmenn harðlega. Og ftjálslyndir eru famir að hvetja hann til að ganga úr flokknum. Sumir þeirra frjáls- lyndu, þeirra á meðal Eduard She- vardnadze fyrrum utanríkisráð- herra, vilja að stofnaður verði nýr flokkur er nái yfir Sovétríkin öll og standi þannig kommúnistaflokkn- um jafnfætis. Eigi sá flokkur að fylkja sér um umbótastefnu Gor- batsjovs. Sonarsonur Sjang Kaí'séks látinn Látinn er í Taipei, höfuðborg Taívan, Chiang Hsiao-wu, fyrrum ambassador Taívan í Japan, 46 ára að aldri. Hann var áhrifamikill um utanríkis- mál eyríkisins. Chiang var sonarsonur Chiang Kai- sheks (Sjang Kaí-séks) yfir- hershöföingja, leiðtoga kínverska Þjóðemissinnaflokksins og æðsta valdhafa I Kina í fjölda ára á fyrri- hluta aldarinnar. Móðir Chiangs Hsiao-wu var rússnesk. Faðir hans, Chiang Ching-kuo, nam í Sovét- ríkjunum eins og fleiri háttsettir menn í Þjóðemissinnafiokknum, þar eð flokkurinn var um hríð í vinfengi við Sovétríkin, og kvænt- ist þar innlendri konu. Chiang Ching-kuo, sem tók við ríki af föð- ur sínum á Taívan, lést 1988. Áður haföi verið ráð fýrir því gert að Chiang Hsiao-wu tæki við af hon- um, en lýðræði var þá farið að auk- ast á eynni og varð það til þess að binda endi á ættarveldi Chiang- fjölskyldunnar þar. Sú fjölskylda er búin er að vera í fomstu í stjóm- málum Kína og Taívans í um sjö áratugi. Eiginkona Sjang Kaí-séks, sem í áratugi var mikið í heimsfréttun- um ekki síður en hann, er enn á lífi og býr í Taipei en heflir orðið lítil völd, enda háöldmð orðin. Árásamefnd lögð niður Á Taívan (Formósu) hefur ver- ið lögð niður nefnd, sem í orði kveðnu hefur starfað síðan 1954 og haft sem verkefni ráðstafanir tii að leggja Kína undir stjómina á Ta- ívan. Sú stjóm telur sig enn vera hina einu og löglegu fyrir Kina allt, en segir að héðan i ffá skuli leitað friðsamlegra leiða til að sameina Kína og Taívan. Stjómir kínverskra þjóðemissinna á Taívan og kommúnista í Peking em sam- mála um að Taívan sé óaðskiljan- legur hluti af Kína og eigi því ein og sama ríkisstjómin að ríkja yfir báðum. Undanfarið hefur sam- komulag stjómanna tveggja mjög batnað og er sú ráðstöfun Taívans- stjómar að leggja niður áminnsta nefnd merki þess. Kohl tekur svari Króata og Helmut Kohl, sambands- kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þýskaland myndi stöðva alla efnahagshjálp frá sér til Júgóslavíu ef haldið yrði áfram að beita ofbeldi til að leysa deilur þar. Þýskaland er eitt af helstu viðskiptalöndum Júgóslavíu. „Það gengur ekki að halda landi sameinuðu með skriðdrekum og ofbeldi,“ sagði kanslarinn og kvað þýsku stjómina telja að þjóðir Slóvena Júgóslavíu heföu rétt til að ákveða ffamtíð sina sjálfar. Ljóst er að með þessu lætur Kohl í ljós stuðn- ing við Króata og Slóvena í sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Sú barátta nýtur mikillar samúðar í Þýska- landi, ekki síst meðal kristilegra demókrata, flokksmanna Kohls, sem sumir saka stjóm hans um að draga taum sambandsstjómarinnar í Belgrad og vilja að Þýskaland stefni að því að viðurkenna Króa- tíu og Slóveníu sem sjálfstæð riki. Annar Kínamúr á döfinni Kommúnistaflokkur Kína hét því gær, af tilefni sjö- tugsafmælis síns, að „hlaða Miklamúr úr stáli“ í varnar- skyni gegn kenningum um „frið- samlega þróun“. Mun þar eink- um átt við vestræn áhrif. Á sömu lund var ræða Jiang Zemins, aðalritara fiokksins, í til- efni dagsins. Haföi hann fátt gott um vestrænar hugmyndir og gildis- mat að segja, hvatti fiokksmenn, sem em um 50 miljónir, til að „standa vörð um byltinguna“. Hann viðurkenndi að kommúnism- inn hefði orðið fyrir áföllum nokkrum í heiminum síðustu ár, en kvaðst sannfærður um að hann næði sér á skrið á ný. Miklimúr eða Kínamúrinn mikli var sem kunnugt er í fymd- inni hlaðinn á norðurmörkum Kína því til vamar gegn þjóðfiokkum á þeim svæðum sem nú heita Mong- ólía og Mansjúría, en varð til lítils sem vamarvirki. Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.