Þjóðviljinn - 31.07.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1991, Síða 4
Ehlenbar w frettir Ort vaxandi munur á ríkum og fátækum í Bandaríkjunum Anæstliðnum áratug fór munur á tekjum rikra og fátækra Bandaríkja- manna mjög vaxandi. Það eina prósent þegnanna sem mest hafði handa í milli jók tekjur sínar um 122% (eftir að skattar hafa verið dregnir frá), en sá fimmtungur Bandaríkjamanna sem minnst hefur, varð fyrir um 10% tekjuskerðingu á sama tíma. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem sýna meðal annars, að það eina prósent Bandaríkjamanna sem ríkastir eru bætti tekjur sínar úr 203 þúsund dollurum á Qöl- skyldu árið 1977 í 451 þúsund dollara (rúmlega 27 miljónir króna) árið 1988. Og skal það tek- ið fram að búið er að taka tillit til verðbólgu; hér er um raunverulega „kaupmáttaraukningu" að ræða. Rannsóknin var gerð á vegum stofnunar sem nefnist „Center on Budget and Policy Priorities", sem er kallað einskonar „hugsana- banki" fijálslyndra manna. Þessar niðurstöður ganga þvert á þá talnanotkun sem John Naisbitt og aðrir atvinnumenn í samfélags- bjartsýni hafa leyft sér og á að sanna, að andstæður í samfélaginu séu ekki að skerpast, heldur þvert á móti; flestir séu á leið uppávið þar sem friðsæl neyslugleðin ríkir. Ekki svo að skilja, að vaxandi bil á milli ríkra og fálækra sé ein- hverskonar lögmál í Bandaríkjun- um. Sú rannsókn sem hér er vitnað til greinir frá því að á sjötta og sjö- unda áratugnum dró heldur úr tekjumun í Bandaríkjunum og komu þar til bæði efnahagsleg og pólitísk áhrif. En síðan gerðist það, að sögn Isaacs Shapiros, talsmanns þess hóps sem könnunina vann, að í byrjun áttunda áratugarins tók tckjumunur að vaxa. Sú tilhneiging hefur haldið áfram síðasta áratug. Og þetta er sá sami tími og forsetar Lúxusíbúö í New York: allt leggst á eitt með þeim sem rlkastir eru... Repúblíkana hafa ráðið ríkjum í Hvíta húsinu og létt m.a. sköttum og skyldum af þeim ríkustu undir því yflrskyni að allt samfélagið græddi á slíkri stefnu. Rannsóknin tekur til tímabils- ins frá 1977 til 1988. Sem fyrr seg- ir Ieiddi hún í ljós, að sá fimmt- ungur heimila sem bjó við kröpp- ust kjör varð á þessum áratug fyrir kjaraskerðingu sem nam um tíu af hundraði. Sá fimmtungur Banda- ríkjamanna sem var í næstfátæk- asta hópnum varð einnig fyrir kjaraskerðingu á þessum tíma - um 3%. Fimmtungurinn í miðjunni bætti ögn við sig í tekjum á tíma- bilinu eða fjórum af hundraði. Þeir næstbestsettu fengu svo níu pró- sent tekjuaukningu og þau tuttugu prósent Bandaríkjamanna sem rík- astir eru fengu hvorki meira né minna en 34% aukningu raun- tekna. Það er í þeim hópi sem finna má forstjórahópana, sem hafa dregið að sér mikil greinaskrif að undanfömu fyrir „græðgi í stjóm- arherbergjum“, m.ö.o. fyrir þá sjálfskömmtun á launum og fríð- indum sem þessi yfirstétt hefur tekið sér. Þetta sést til dæmis á því að ef að 5% ríkustu fjölskyldurnar eru teknar út af fyrir, þá er tekjuaukn- ing þeirra um 60% en ef að eitt prósent þeirra allra ríkustu er færð- ur til bókar þá hefur hann krækt sér í 122% viðbót af þeirri frægu þjóð- arköku. 1 íyrgreindri athugun er og gerð grein fyrir ástæðum þessarar þróunar. Þar er talað um það að í raun hefur orðið launafrysting hjá þeim sem lægri launin hafa, meðan fjármagnstekjur hinna ríku hafa vaxið mikið. Félagsleg þjónusta og atvinnuleysisbætur til þeirra sem verst eru settir hafa skroppið sam- an. Og sem fyrr segir: Breytingar á skattapólitík hafa leitt til þess að skattgreiðslur þeirra allraríkustu (eina prósentið fræga) hafa minnk- að um 18% af tekjum, meðan þeir sem meðaltekjur hafa borga svipað í skatt og áður. áb byggði í IHT Ótti við sani' særi Ershads og 18 fylgi- kvenna hans Núverandi stjóm í Bangladesh hefur lagt fyrir hæstarétt landsins lista með nöfnum 18 kvenna, sem stjómin segir að fyrrverandi ein- ræðisherra þar og forseti, Hossain Mohammad Ershad, sem neyddist til að láta af völdum í des. s.l. og er nú í fangelsi, hafi haft sér tii fýlgi- lags. Fullyrðir stjómin að kven- menn þessir hafi ráðið miklu um stjómun landsins með Ershad og væri hann að reyna að grafa undan núverandi stjóm með aðstoð þeirra. Stjómin lagði þetta fyrir hæsta- rétt i þeim tilgangi að sannfæra hann um að ekki sé ráðlegt að láta Ershad Iausan, eins og hann hefur farið fram á við réttinn. Hann var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa undir höndum vopn án tilskilins leyfis. Orrustan í Fílaskarði Harðasta oirusta hins um tíu ára gamla borgarastriðs á Sri Lanka til þessa hefur staðið s.l. þijár vikur við stöð stjómarhersins í Fílaskarði (Elephant Pass) suð- austan til á Jaffnaskaga, nyrsta hluta eyjarinnar. Hafa tamíltígrar, sem vilja sjálfstætt ríki fyrir ta- mílska þjóðemisminnihlutann á eynni, setið um herstöð þessa síðan 10. júlí og stjómarherinn allan þann tíma reynt að leysa stöðina úr umsátri. Sá sem stöðina hefur á valdi sínu ræður einu fæm land- leiðinni út á skagann og til borgar- innar Jaffna. Talsmenn Srilankastjórnar segja að yfir 1300 manns hafi fall- ið í orrustu þessari hingað til, flest- ir þeirra úr liði tamíltígra. Frá þeim er hörgull á fréttum til samanburð- ar. Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1991 sé lokið. ( samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1991 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. 1. kafla framangreindra laga. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum miðvikudaginn 31. júlí 1991 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí -14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1991, húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1991, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1991. 31. júlí 1991. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaaumdæmi. Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandumdæmi eystra. Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzon. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. Sprengjum varpað á króatískt þorp Stipe Mesic, forseti Júgóslav- íu, gekk af fundi forsætis- ráðs landsins í gær í mót- mælaskyni við að ráðið kaus Branko Kostic, varaforseta, for- mann nefndar á vegum ráðsins sem á að fylgjast með vopnahléi í Króatíu, takist að koma því á. Dvína þar með vonirnar um að takist að stöðva bardagana í Króatíu, og voru þær vonir þó ekki miklar fyrir. Mesic, sem er Króati, vildi ekki sætta sig við Kostic sem formann áminnstrar nefndar þar eð hann drægi einhliða taum Serba í deilum þeirra og Króata. Áður hafði Franjo Tudjman, forseti Króatíu, ákveðið að hundsa fundi helstu ráðamanna um deilumar. í forsætisráði eiga sæti fulltrúar júgóslavnesku lýðveldanna sex og sjálfstjómarsvæðanna tveggja. Tiltölulega kyrrt var í Króatíu í gær eftir blóðuga helgi, en þó var barist þar sumsstaðar með sprengju- vörpum og vélbyssum. Þá sagði lögreglan í Zagrcb, höfuðborg Króatíu, að tvær stríðsþotur júgó- slavneska flughersins hefðu varpað sprengjum á þorpið Kostajnica, sem er í grennd við borgina Sisak, og valdið nokkru manntjóni. Um 3000 manna lið serbneskra skæmliða var sagt stefna á Sisak. I bardögunum um helgina tóku skæmliðar Glina, borg nokkm suðvestar. Virðist hér vera um að ræða sókn skæmliða nteð meiri eða minni stuðningi sam- bandshersins til að ná á vald sitt hémðum þeim í Króatíu sem em norðvestur af Bosníu- Herzegóvínu. Vitað er með vissu að næstum 100 manns hafa verið drepnir í bar- dögum Króata og Serba síðustu tvær vikur, en vera má að dánartal- an eftir þau illindi sé talsvert hærri. Mesic - útganga hans af fundi forsæt- isráðs er talin staðfesting á þvl hve gersamlega ráðalaus pólitlsk fomsta sambandslýðveldisins sé gagnvart ófriöi Króata og Serba. Vígaferli kókaín- hringa halda áfram Vopnaðir menn mddust í fyrra- dag inn á troðfullan bar í Cali, borg suðvestan til í Kólombíu, og skutu til bana 15 menn og særðu 11. Fréttamiðlar í borginni telja ekki ólíklegt að morðingjamir séu út- sendarar kókaínbaróna í Medellín, sem keppa um ráðin á eiturlyfja- markaðnum við samskonar at- hafnamenn í Cali. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.