Þjóðviljinn - 31.07.1991, Page 6
Fékkst þú glaðn-
ing frá skattinum
á mánudaginn?
Agnar Þorvaldsson
húsamálari:
Eitthvað smáræði fékk ég.
En lítið var það.
Elva Brynjarsdóttir
nemi:
Ég fékk svipaða upphæð
og ég átti von á.
Edda Björk Bogadóttir
aðstoðarstöðvarstjóri Flug-
leiða í Keflavík:
Jú, jú. Ég vissi ekkert hvað
ég myndi fá, og er þokka-
lega ánægð með útkom-
una.
Halldóra Ólafsdóttir
skrifstofustjóri:
Já, ég fékk það sem ég
bjóst við að fá.
ívar Arason
vélstjóri:
Ég er ekki búinn að sjá
seðilinn frá skattinum. En
ég býst við að fá eitthvað.
Fréttbr
Margar konur þora aldrei að segja neinum frá því að þeim hafi verið nauðgað. Þær lifa ( hræðslu og ótta.
Flestar nauðganir um
verslunarmannahelgamar
Vcrslunarmannahelgin fer senn í hönd og er það sá tími sem
menn vilja sletta almennilega úr klaufunum og hafa það gott
í góðra vina hópi. En það eru ekki allir sem hugsa til þessara
helga með ánægju, því fyrir margar konur er þetta tímabil sem
þær minnast með hryllingi. Skýringin er sú að útihátíðir hafa orðið
vettvangur fjölmargra nauðgana og annarrar kynferðislegrar mis-
notkunar.
Stígamót, en það eru samtök
sem veita þolendum kynferðislegs
ofbeldis ráðgjöf og stuðning, standa
nú fyrir herferð til að stuðla gegn
þessu mikla ofbeldi. Samtökin hafa
látið útbúa veggspjald sem dreift
verður víðsvegar um landið og er
ætlað að vekja alla, sérstaklega ung-
linga og foreldra þeirra, til umhugs-
unar um þessi mál.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, tals-
maður Stígamóta, sagði að fjöl-
margar stúlkur, þær yngstu á aldrin-
um 13-14 ára hafi leitað til samtak-
anna vegna þess að þeim hefði verið
nauðgað. „Það eru margar stúlkur
sem ætla að hafa það svo gaman um
einhverja verslunarmannahelgina,
en í stað þess verða þær fyrir nauðg-
un og þar með líf þeirra lagt í rúst.“
Ingibjörg sagði að með herferð-
inni væri verið að vekja fólk til um-
hugsunar um þær hættur sem geta
skapast þegar mikill mannfjöldi er
saman kominn og margir ofurölvi.
„Við viljum einnig vekja athygli á
því, að þegar stúlkur segja Nei, þá
meina þær Nei.“
Kunningjanauðganir verða oft
einmitt vegna þessa óskýru
tjáskipta. Þessar stúlkur, sem hafa
ef til vill verið eitthvað ölvaðar,
þora síðan ekki að kæra eða segja
frá, af einhverjum ástæðum. Þær
halda kannski að þær hafi átt ein-
hverja sök á atburðinum. En nauðg-
un er nauðgun ef karlmaður hefur
kynmök við konu gegn hennar
vilja.“
Ingibjörg sagði að það væru til
menn sem stunduðu þá iðju að leita
uppi dauðadrukknar stúlkur til að
misnota þær.
Stígamót vilja hvetja vinkonur
að fylgjast með hver annarri, og ef
fólk sér eitthvað' athugavert, þá á
það að athuga hvort allt sé í lagi.
Þess má geta að Stígamót verða
með ráðgjafa í Vestmannaeyjum og
Húnaveri sem stúlkur geta leitað til
verði þær fyrir nauðgun eða
misnotkun.
KMH.
ÞÝÐIR
NAUÐGUN
ER
GLÆPUR
STÍGAMÓT
V«U8«t 3
SiurCeWM og «®7S
Stlgamót hafa látiö útbúa vegg-
spjald sem á að vekja fólk til um-
hugsunar um þaö hversu alvarlegt
mál nauðganir eru.
Drukknar stúlkur geta sér enga björg veitt ef karlmaöur ætlar að nauðga
þeim.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991
Síöa 6
i'GOf ilúi .fE íup.sbui/livóiM HHlUiVGÓl.l