Þjóðviljinn - 31.07.1991, Síða 8
Um 250 manns mættu ( Tungnaréttir 1 Biskupstungum til að mótmæla æfingum hersins á afréttum sýslunnar. Mynd: Jón Fjörnir.
Sveitir landsins herteknar
A Sveinþór Þórarinsson skrifar
Heræfingar þær sem nú standa yfir eru á
margan hátt nýstárlegar. Hingað til hefur banda-
riski herinn látið sér nægja að vera í tindátaleik
suður með sjó, innan þess svæðis er hann hefur
illu heilli undir höndum. Nú horfa málin hins
vegar þannig, á tímum afvopnunar og þíðu í al-
þjóðlegum stjómmálum, að herinn er farinn að
teygja anga sína víðs vegar um okkar ástkæra
land. Ekki er nóg með að leikurinn sé stundaður
við „hemaðarlega lítt mikilvægar" ratsjárstöðv-
ar fyrir vestan og austan, heldur eru hennenn
gráir fyrir jámum komnir í uppsveitir Ámes-
sýslu. Brýtur utanríkisráðherra lög með því að
heimila æfingar hersins á svæðum sem hann
hefur enga stjómsýslu yfir og án nokkurs sam-
ráðs við ráðamenn þeirra svæða?
Hver það er, sem hefur heimild til að leyfa
Hver hefur leyfi til að
heimila heræfingar utan
hinna svokölluðu
varnarsvæða?
heræfingamar utan hinna svokölluðu vamar-
svæða, virðist ekki liggja Ijóst fyrir. Eitt er víst
að menn heima í héraði virðast ekki hafa verið
spurðir eins eða neins í sambandi við umferð og
uppsetningu birgðastöðva bandarískra hermanna
á því landi er þeir hafa umráð yfir.
Loftur Þorsteinsson, oddviti í Hrunamanna-
hreppi, segir að þegar hann hafi frétt af heræf-
ingunum hafi það verið í gegnum fjölmiðla, en
ekki þau yfirvöld sem með réttu hafi átt að láta
hann vita.
- Ég hringdi víða og reyndi að afla mér upp-
lýsinga um þessar æfingar. Á Vamarmálaskrif-
stofú utanríkisráðuneytisins var því svarað að
sýslumaður Ámessýslu hefði fýrir löngu héimil-
að bandaríska hemum að vera, með æfingar á
ákveðnu svæði í afféttunum. Ég talaði þá við
sýslumann scm vildi heldur lítið gera úr sínum
hlut í þessu máli. Sýslumaður hefur rétt til að
heimila svona hluti í sínu lögsagnarumdæmi, en
mér finnst það sjálfsögð kurteisi að láta okkur
heima í héraði vita hvað stendur til, sagði Loff-
ur.
Gunnar G. Schram, lagaprófessor við Há-
skóla Islands, sagði að það væri lagaákvæði í
vamarsamningnum um að ísland Iáti í té þá að-
stöðu sem báðir aðilar em ásáttir um að sé nauð-
synleg.
- Þetta segir ekkert um að samningurinn sé
bundinn við einhver ákveðin svæði. Ég býst við
að þetta sé heimildin sem utanríkisráðuneytið
notar í þessu máli. Það fer með vamarmálin sem
ráðuneyti. Það er því á valdi ráðherra þess, en
ekki annarra í ríkisstjóminni, að meta hvaða
svæði séu nauðsynleg til vamar landinu, sagði
Gunnar.
Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla
Islands, var inntur eftir því hvort utanríkisráð-
herra væri einum í Iófa, lagið að heimila hvar
heræfingar fæm fram á íslandi. Hann sagði eins
og Gunnar að í vamarsamningnum væm ákvæði
um það að ísland ætti að láta í té landsvæði til
vamar landinu og ekkert væri nefht hvar þau
væm. Einnig sagði Sigurður að fólk hefði frjáls-
an aðgang að landi utan eignar og ekki væri
hægt að banna mönnum að ferðast t.d. um af-
réttir.
Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að
leita leyfis dómsmálaráðuneytis vegna þessara
æfmga, sagðist Sigurður ekki treysta sér til að
svara því án einhverra rannsókna.
Eftir því sem best verður skilið af orðum
lagaprófessoranna, virðist einn maður á íslandi
ráða því hvenær, til hvað langs tíma, hvar og
hvpmig heræfingar Atlantshafsbandalagsins séu
á Islandi. Getur bandaríski herinn með þessu
móti lagt undir sig hálendi Islands undir því yf-
irskini að um heræfingar sé að ræða? Það virðist
vera, ef utanríkisráðherra segir já.
Éesendum til glöggvunar segir 1. gr. vamar-
samningsins. „Bandaríkin munu fyrir hönd
Norður- Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt
skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á
hendur með Norður-Atlantshafssamningnum,
gera ráðstafanir til vamar Islandi með þeirn skil-
yrðum, sem greinir i samningi þessum. I þessu
skyni og með vamir á svæði því sem Norður-
Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum,
lætur Island í té þá aðstöðu I landinu, sem báðir
aðilar em ásáttir um, að sé nauðsynleg."
Grein þessi er góð og gild, en hún hefur tak-
markanir, þannig að utanríkisráðherra getur ekki
eftir eigin hugdettum leyft hemum að valsa um í
sínum tindátaleik. I 2. gr. þessa sama samnings
segir nefnilega: „Island mun afla heimildar á
landsvæðum og gera nauðsynlegar ráðstafanir
til þess að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er
með samningi þessum og ber Bandaríkjunum
eigi skylda til að greiða Islandi, íslenskum
þegnum eða öðmm mönnum gjald fyrir það.“
Ef herinn óskar eftir því að fVamkvæma sín-
ar æfingar á afréttum landsins, er það ekki
heimilt nema viðkomandi yfirvöld gefi sitt leyfi
til þess. í lögum nr. 42/1969 er íjallar um afrétt-
armálefni, Qallaskil ofl. segir m.a. í 2. gr.:
„Sýslunefnd hefur á hendi yfirstjóm allra afrétt-
ar- og fjallskilamála í sínu umdæmi, en hrepps-
nefnd eða bæjarstjóm annast stjóm og fram-
kvæmd þeirra í hverri fjallskiladeild." Sam-
kvæmt þessu verðu utanríkisráðuneytið að fá
leyfi sýslumannsins í Amessýslu til að heimila
heræfingar á afréttum sýslunnar. Þetta segist
Vamarmáladeild utanríkisráðuneytisins hafa
gert fyrir löngu. Heimamenn í Ámessýslu sem
hringt hafa á sýsluskrifstofúna, segja að lítið sé
um svör, sýslumaður hvorki neiti því né játi að
hafa gefið leyfi íyrir æfingunum.
I upphafi kom fram að hreppsnefndir þeirra
hreppa sem eiga afréttir á því svæði sem heræf-
ingamar fara nú fram á, nöfðu enga hugmynd
hvað um væri að vera. Þær hafi sem aðrir lands-
menn mátt fylgjast með leiknum í fjölmiðlum.
Utanríkisráðherra hefúr ekki Iátið vinna verkin
sem skyldi. Hann verður að hafa íslenska lög-
sögu með í myndinni þegar hann leyfir amerísk-
um dátum að spranga um íslensk fjöll og fim-
indi. Er hægt að mæla því mót að Jón Baldvin
Hannibalsson hefur leyft hemum að hafa afnot
Það liggur því ljóst fyrir
að ekki hefur verið farið
eftir lögum um
heræfingamar í Amessýslu
af afrétt þeirri er heyrir undir Hmnamanna-
hrepp? Það er því athyglisvert að rýna aðeins
betur í lög nr. 42/1969. I 11. gr. þeirra laga seg-
ir: „Enginn má hafa afnot afréttar fyrir sjálfan
sig, svo sem grasnyt og hlunnindi, nema hrepps-
nefnd leyfi. Eigi tekur þó ákvæði þetta til fisk-
veiði eða annarra hlunninda, sem í einkaeign
em, þótt í affétti séu.“
Kjartan Helgason, hreppstjóri í Hmna-
mannahreppi, segir að enginn hafi haft samband
við hreppsnefndina um leyfi fyrir afnot af affétt-
inni. Það liggur því ljóst fyrir að ekki hefur ver-
ið farið eftir landslögum í sambandi við heræf-
ingamar í uppsveitum Ámessýslu. Er því von
nema spurt sé: Braut utanríkisráðherra lög þegar
hann heimilaði bandaríska hemum að vera með
æfingar í Ámessýslu?
Annars virðist sama hvert litið er í islenska
stjómkerfmu, þegar talið berst að heræfingum
„vemdarans". Menn eru þar hæstánægðir með
æfingamar. Dómsmálaráðherra, Þorsteinn Páls-
son, æðsti maður löggæslu á íslandi, svaraði því
neitandi þegar hann var spurður hvort leitað hafi
verið til hans ráðuneytis um þessar heræfmgar
fyrir utan þau svæði sem herinn hefúr til umráða
í dag. Það er við hæfi að láta dómsmálaráðherra
eiga síðasta orðið í vangaveltunum um hemað-
arumsvifin í Ámessýslu. „Þama er um eðlilega
æfingu að ræða og sjálfgefið að vamarliðið fái
svigrúm til þess að framkvæma eðlilegar æfing-
ar af þessu tagi. Þær em mjög litlar að umfangi
og em ekki einu sinni tilkynningarskyldar sam-
kvæmt alþjþðlegum reglum um heræfmgar af
þessu tagi. Ég lít svo á að þetta sé mjög eðlileg
starfsemi og sjálfsagt að hún fari fram.“
Skógtir
í stao
búfjár
Lausn á rollumálinu, sem
blaðið hefur greint frá að und-
anförnu, virðist vera í sjónmáli
og bendir allt til þess að Vatns-
endajörðin, sem rollurnar til-
heyra, verði gerð að skógrækt-
arjörð. Með þessum hætti verð-
ur komið í veg fyrir lausagöngu
búfjársins á landi Garðbæinga.
Málsatvik em þau, að rollur
bóndans í Vatnsenda, en það land
tilheyrir Kópavoginum, hafa gert
töluverðan usla með þvi að fara
inn á land Garðbæinga, Smala-
holt, þar sem Skógrækt Garðbæ-
inga hefúr plantað tijám. Þar hafa
rollumar étið upp trén, Garðbæ-
ingum til mikilla leiðinda.
Fyrir tveimur vikum sendi
skógrækt Garðbæinga bæjarstjóra
Kópavogs, Sigurði Geirdal, kvört-
unarbréf þar sem hann var vin-
samlegast beðinn um að finna
lausn á þessu vandamáli hið
fyrsta.
Á mánudag var Skógrækt
Garðabæjar sent svarbréf þar sem
bæjarstjóri Kópavogs skýrði frá
lausn sem unnið er að þessa dag-
ana til að koma málinu í réttan
farveg.
í bréfmu skýrði Sigurður
Geirdal ffá því að Vatnsendabónd-
inn, sem hefúr um 100 fjár, hafi
óskað eftir því að fá breytingu á
búháttum á Vatnsenda á þann veg,
að í stað hefðbundins búskapar
með sauðfé og hross verði Vatns-
endi skógræktaijörð með fúllum
réttindum lögbýlis.
Fundur til undirbúnings þess-
um breytingum var haldinn í síð-
ustu viku þar var farið yfir þá
möguleika sem fýrir hendi eru
varðandi búháttarbreytingar. Ekki
fékkst endanleg niðurstaða og
verður viðræðum haldið áfram.
í ffamhaldi af þessu er unnið
að því að ljúka samningum um
réttindi og skyldur „tómstunda-
bænda“ í bráðabirgðafjárhúsum í
Fífúhvammslandi en þar em nú
um 100 fjár. í samningsuppkasti
verður gert ráð fyrir að þeir fækki
fé og hætti með öllu eftir fimm ár.
-KMH
Við erum
mestir
Það er ekki ofsögum sagt af
landanum. Við eigum heimsmet
á flestum sviðum sé miðað við
höfðatölu. í Hagtölum mánað-
arins er gerður samanburður á
nokkrum stærðum á íslandi,
Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Bretlandi, Bandaríkjunum og
Japan. Þar kemur í ljós að ís-
lendingar skara fram úr á ýms-
um sviðum.
Ef borin er saman verg lands-
framleiðsla á mann í dollurum
1988 eru Islendingar í fyrsta sæti
með 24.031 dollara á mann. Japan
kemur í öðru sæti með 23.235
dollara.
Einkaneyslan er líka mest á
Islandi, 14.711 dollarar á mann og
enn er Japan í öðru sæti með
13.325 dollara.
Samneyslan er hinsvegar mun
minni á mann í dollurum hér á
landi_ en á hinum Norðurlöndun-
um. I Svíþjóð er samneyslan mest
eða 5.591 dollarar á mann. Dan-
mörk kemur í öðru sæti með
5.414 dollara, Noregur í þriðja
sæti með 4.470 dollara og Island í
fjórða sæti með 4.414 dollara.
Að lokum skulum við líta á
meðalárshækkun neysluvömverðs
á árunum 1983 til 1988. Þar er ís-
land í algjörum sérflokki. Neyslu-
vörur hækkuðu að meðaltali um
25,1 prósent á ári á þessu tímabili.
Næstmest varð hækkunin í Nor-
egi, 6,9 prósent á ári. Minnst var
hækkunin í Japan, 1,1 prósent á
ári.
-Sáf
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991
Síða 8