Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 15
Davíð á fund
Þorsteins
Það er oftar sem fagráð-
herrar fara á fund for-
sætisráðherra en öfugt.
Davíð Oddsson hélt þó á
fund Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráöherra á
mánudag og kom í fyrsta
sinn inn í ráðuneyti Þor-
steins. Málin til umræðu
voru ekki eingöngu afla-
heimildir næsta árs held-
ur fyrst og fremst ágrein-
ingur Þorsteins og Jóns
Baldvins Hannibalssonar
um formann nefndar
sem á að endurskoða
sjávarútvegsstefnuna.
Davíð varði svo miklum
tíma i að tala Þorstein til
að hann lét Seðlabanka-
stjóra nokkurn bíða eftir
sér í tæpa klukkustund.
Sá hafði verið boðaður á
fund í forsætisráðuneyt-
inu klukkan tvö og mætti
stundvíslega. Hann gafst
síðan upp stundarfjórung
í þrjú en þá hafði ekkert
bólað á forsætisráðherr-
anum og ekkert af hon-
um heyrst. Stjórinn var
þó ekkert sár enda gam-
all í hettunni og vissi
sem var að forsætisráð-
herrar geta oft tafist illa.
Sjaldan tefjast þeir þó
vegna þess að þeir þurfi
að tala samflokksráð-
herra sína til.
Svo er að sjá sem staða
Þorsteins innan stjórnar-
innar hafi enn styrkst
fyrst Davíð fer bónleiðar
til hans, auk þess stend-
ur Þorsteinn fastur fyrir
varðandi nefndina og
lætur ekki eftir krötunum
sem alltaf hafa talið að
þeir ættu að ráða for-
manni nefndarinnar.
Á leiðinni heim
Það hefur aldeilis gustað
um Sighvat Björgvinsson
frá því hann tók við starfi
heilbrigðisráðherra. Rétt-
argeðdeildin hefur verið
eitt af deilumálunum, en
eftir fundinn í Ölfusi á
dögunum vöktu ummæli
Jóns Hólm í sjónvarpi at-
hygli, enda vildi hann lít-
ið með þessa fanga gera
í sínu umhverfi. Ragnar
Ingi sendi okkur eftirfar-
andi vísu vegna þessara
orðaskipta:
Þeir tjá sig með höstug-
um hreim.
Mér heyrist á mótmælum
þeim
að geðsjúkir fangar
eftir fjarvistir strangar
séu loksins á leiðinni
heim.
Fræmundur
sóði
Önnur vísa af allt öðru
tilefni, en þó kemur
krataráðherra nokkuð við
sögu. Tilefniö er mynd
sem Ijósmyndari Þjóðvilj-
ans tók af Sæmundi
nokkrum í Munaðamesi
á Ströndum með dáinn
grútarmengaðan fugl í
fjörunni. Vísan er þannig:
I grútnum stendur hann
gleiður
sem gjörþekkir fjöruna.
þó grillir í örfáar eyður
umhverfisráðherra.
Undir þetta skrifar Fræ-
mundur sóði, og hefur
höfundur því notað svo-
kallaða snúisku, eða va-
fastíxl, til að búa til nafn
sitt. Þ.e. fyrstu stöfum
orðanna er víxlað.
RÚSÍNAN
Hér sést veggmynd Gunnsteins, „Lffsþræðir", en það var afhjúpað við hátlðlega athöfn I gær. Mynd: Jim Smart.
Veggmynd afhjúpuð í Keldnaholti
Igær var veggmyndin „Lífsþræðir“, eftir Gunnstein Gíslason, af-
hjúpuð í anddyri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins við
Keldnaholt í Reykjavík. Tákngildi myndarinnar, sem kostaði
um átta hundruð þúsund, er nýkviknað líf er breiðir úr sér og brýt-
ur sér leið.
„Rannsóknastöðin í Keldna-
holti hefur með landbúnaðinn að
gera og því sótti ég myndefnið í
það sem er að gerast undir mold-
inni,“ sagði Gunnsteinn. „Formin í
myndinm vísa ekki á nein dýr í
sjalfu sér, heldur aðeins þær hrær-
ingar sem eiga stað í moldinni.“
Myndin er 9 fermetrar að flat-
armáli og er unnin í múrristu
(sgraffito). Formin eru borin uppi
af 14 mm ryðfríum stálteinum er
halda formunum í um eins cm fjar-
lægð frá veggnum, en stálteinamir
eru jafnframt hluti af heildar
mymíbyggingunni.
Gráu fletimir em grásteinsflísar
1 cm þykkar.
Það var Myndskreytingasjóður
rikisins sem styrkti gero verksins.
Gunnsteinn Gíslason er fæddur
13. sept. 1946. Hann stundaði nám
yið Myndlista- og Handíðaskóla
Islands 1963-1967 í kennaradeild
og fijálsri myndlist.
Hann innritaðist í Edinburgh
College of Art 1967 og lagði stund
á veggmyndagerð. Gunnsteini var
boðið að taka þátt í samsýningu
skoskra höggmyndalistamanna i
Bandaríkjunum.
Vorið 1969 lauk Gunnsteinn
D.A. prófi og hélt sýningu við
skólann og var prófverkefnið
kirkjuskreyting, unnin í múrristu.
Haustið 1972 hóf hann nám í
kennslugreinum myndmennta við
Konstfackskolan í Stokkhólmi og
lauk þaðan prófi 1975.
Gunnsteinn hefúr tekið þátt í
ó nokkmm fjölda samsýninga og
aldið nokkrar einkasýningar.
-KMH
Heyrðu, Kalll. Það kost-
i ar þig fimmtfukall að
vera vinur minn f dag.
Sfða 15
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991