Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 2
Enn er æft
Ríkisútvarpið hafði eftir bandarískum hershöfð-
ingja í gær að Bandaríkjamenn yrðu að halda
áfram að æfa sig og undirbua stjörnustríðsáætlun-
ina frægu. Maður þessi hefur að sögn yfirumsjón
með skotæfinqum sem beinast að pví að mæla
nákvæmni eldííauga og eru æfingarnar sagðar lið-
ur í áætluninni. Eldflaugum er skotið frá Kaliforníu-
ströndum á skotmark a Kvrrahafi í 6000 km. fjar-
lægð. Hershöfðinginn rökstuddi hugmynd sína
með því að Persaflóastríðið hefði sannað að hin
og þessi ríki í veröldinni hefðu bolmagn til að
koma sér upp hátæknibúnaði til hernaðarnota.
Röksæmdafærslan er afar athyglisverð: Þegar
ekki er lengur þörf á stjörnustríðsáætlun aegn
Sovétríkjunum er talið nauðsynlegt að hafa nana
tiltæka gegn ríkjum þriðja heimsins! Margan lær-
dóm ma væntanlega draga af Persaflóastríði en
eitt virðist alveg augljóst: Strax á fyrstu dögum
stríðsins kom í Ijós að íraksher, sem átti að vera
einhver sá öflugasti í heiminum, var algerlega
vanbúinn að mæta tæknivæddustu og aýrustu
hervél allra tíma.
Og það er víðar æft en á Kyrrahafi. Svokaliað
Landvarnarlið íslands hefur verið hér að æfingum
undanfarna daga. í liði þessu eru skólapiltar og
ýmsir aðrir Bandaríkjamenn sem líta á framlag sitt
til hersins eins og félaaar í biörgunarsveitum gera
hér á landi og segir Morgunblaðið frá því að yfir-
mennirnir hafi nokkrar áhyggjur af að piltarnir geti
ekki fengið frí úr skóla að vetrinum til að æfa varn-
ir íslands, enda þótt þeir telji mikla þörf á slíkum
æfingum!
Eðliiegt er að velta fyrir sér hvaða ástæður raun-
verulega liggja að baki þess að verið er að æfa
stjörnustríð við þá sem geta varla brauðfætt sig,
hvað þá meir, eða landvarnir gegn óvini sem ekki
er vitað hver geti verið.
Æfingar af þessu tagi hafa í fyrsta lagi þann aug-
Ijósa tilgang að sýna fram á hver hefur hernaðar-
legt bolmagn til að gefa skipanir í heiminum. Enda
þótt hvergi í veröldinni sé til tækni eða hernaðar-
styrkur sem ræður við herbúnað hins iðnvædda
heims þykir nauðsynlegt að skaka vopnin og opin-
skátt er talað um að NATO verði að fá nýtt hlut-
verk alheimslögreglu, þar sem haft er auga með
ríkjum þriðja heimsins og pólitískum hræringum á
áhrifasvæði bandalaqsins. í öðru lagi hafa æfing-
arnar þann tilgang að sýna fram nauðsyn þess að
halda áfram að verja gríðarlegum upphæðum til
vígvæðingar. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir her-
foringjana sem með þessu eru að tryggja sér
áframhaldandi „atvinnu“ svo hlálega sem það
kann að hljóma.
Það er nóturleg staðreynd að ísland skuli enn
leggja lóð sitt hernaðarmegin á vogarskálina. Þrátt
fyrir gjörbreyttar aðstæður í heiminum hefur ekki
heyrst stuna né hósti af hálfu íslenskra stjórnvalda
um það að nú sé kominn tími til að bandaríski her-
inn fari til síns heima. Þegar hann kom á sínum
tíma, voru uppi miklir svardagar um, að aldrei
skyldi vera her á íslandi á friðartímum. í stað þess
að stórveldin standi hvort gegn öðru með heri sína
gráa fyrir járnum vinna þau nú saman að afvopn-
un. Hafi nokkurn tíma verið hægt að tala um frið-
artíma þá ætti það að vera nú. Af þessum sökum
stendur næst íslenskum stjórnvöldum að hætta að
taka þátt í því fáránlega vopnaskaki sem NATO
og Bandaríkin hafa með að gera, en vinna að
brottför hersins í stað þess að lána landið undir
víghreiður og heræfingar.
hágé.
Þjódviotnn
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarkl h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson.
Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk.
Auglýslngar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarbiaö: 150 kr.
Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr.
Sjónvarpsstríðið
Utvarpsréttamefnd setti Stöð 2 úr-
slitakosti nýlega varðandi endurvarp
sjónvarpsstöðvarinnar á dagskrá
CNN sjónvarpsstöðvarinnar. Úrslita-
kostimir fólust í því að annaðhvort
yrði þessum útsendingum hætt, eða
auglýsingum útrýmt úr dagskránni
og reglulega skotið inn íslensku yfir-
liti yfir fréttimar. Stöð 2 ákvað að
hætta útsendingunum, enda sjálfsagt
ekki mikill áhugi á CNN lengur.
Klippari sér reyndar enga stórhættu í
því þótt CNN hafi verið sjónvarpað
um dreifikerfi Stöðvar 2 á nóttunni
eftir að hefðbundinni dagskrá lýkur.
Hinsvegar er slík útsending fordæm-
isgefandi og varasöm á þann hátt.
Hafi menn óttast um að íslenskir
fjölmiðlar yrðu undir í samkeppni
yið CNN, þá er ljóst að svo er ekki.
íslenskir Qölmiðlar gátu vissulega
ekki keppt við CNN í Persaflóastríð-
inu um nýjustu fréttir af vettvangi,
hinsvegar stóðu íslenskar fréttaskýr-
ingar um atburðarásina fréttaskýr-
ingum alheimsstjamanna á CNN
eldtert að baki.
Menn hafa gert mikið veður út af því
að í Persaflóastyrjöldinni hafi í
fýrsta skipti verið háð stríð í beinni
útsendingu og að íbúar jarðarinnar
hafi aldrei áður getað fylgst jafn
grannt með framgangi styrjaldar.
Klippari telur þetta hinsvegar mjög
orðum aukið og er ekki einn um þá
skoðun.
Þegar sjónvarp
verður útvarp
Við fengum fyrst að vita um að
stríðið var skollið á með lýsingu Pet-
er Amett frá Bagdad 17. mars sl. Sú
lýsing var mjög dramatísk, ekki
myndrænt séð því það eina sem við
sáum á skjánum var andlit Ametts.
Hinsvegar var þessi lýsing útvarps-
efni í háklassa, jafnaðist á við beinar
lýsingar Sigurðar Sigurðssonar á
landsleikjum fyrir tíma sjónvarps,
þótt ólíku sé saman að jafna.
Þrátt fýrir að sent væri dag og nótt
frá stríðinu, þá tókst hvorki CNN né
neinum öðmm að ná aftur sömu ná-
lægð við stríðið og þegar Amett lýsti
sprengjuárásunum á Bagdad fýrstu
nóttina og stakk hljóðnemanum út
um hótelgluggann þannig að
sprenpjudrunumar glumdum um all-
an heim.
Myndefnið frá stríðinu var mjög fá-
tæklegt og sáu ritskoðarar herjanna
til þess að engar óþægilegar myndir
birtust á skjánum. Við fenguni að sjá
endalausar myndir af upplýsinga-
fúndum yfirherstjómarinnar, tölvu-
myndir af hátæknistríðstólum,
hvemig þau leituðu uppi skotmörk
sín og sprengdu þau í tætlur. En eng-
ar myndir af sjálfum skotmörkunum,
engar myndir af átökunum í návígi,
engar myndir af afleiðingu árásanna.
Ritskoðaramir sáu til þess.
Víetnamstríðið
Sé litið til baka og skoðað hvemig
íjölmiðlar fjölluðu um Víetnamstríð-
ið á sínum tíma þá kemur í Ijós að
almenningur fékk mun sannari mynd
af því stríði en Persaflóastríðinu,
þrátt fyrir að tækninni hafí fleytt
fram og nú sé hægt að senda myndir
beint um gervihnetti.
Myndir af vígvellinum í Indókína
áttu ekki lítinn þátt í að móta al-
menningsálitið í heiminum á sínum
tíma. Því hefur verið haldið fram að
Bandaríkjaher hafi borið lægri hlut í
því stríð fyrst og fremst vegna þess
að almenningur heima fyrir og ann-
arsstaðar snérist gegn þessu stríðs-
brölti þeirra í afskekktu heimshomi.
Þessi saga átti ekki að endurtaka sig
við Persaflóa. Enda tókst að byggja
upp mjög afdráttalausa samúð með
öðmm stríðsaðilanum og verður að
leita affur til seinni heimsstyrjaldar
til að finna sambærilegt hugarástand
hjá vesturlandabúum, enda var
Saddam Hussein ekki ósjaldan líkt
við Hitler á meðan á átökunum stóð.
Þrátt fyrir að talið sé að um hundrað
þúsund íraskir hermenn hafi legið í
valnum þá fékk almenningur ekki að
sjá nein lík á skjánum. Almenningur
sá fréttamenn í Saudi Arabíu og í
ísrael veifa gasgrímum og var alltaf
að bíða eflir eiturefnasprengjum frá
írak sem aldrei komu. Hinsvegar
vom mjög fáar myndir frá skotmörk-
unum í lrak, þannig að myndin var
mjög skökk. Það verður því að segj-
ast einsog er; mynd Qölmiðla af
þessu stríði var mjög óburðug. Sjón-
varpið tapaði fyrsta sjónvarpsstríð-
inu.
Líkkista sannleikans
Nýlega kom út í Noregi bókin Lík-
kista sannleikans eftir Jahn Otto Jo-
hansen, fréttastjóra erlendra frétta
hjá NRK, norska ríkisútvarpinu. I
bókinni fjallar hann um Persaflóa-
stríðið og (jölmiðla. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu að fjölmiðlamir
hafi bmgðist hlutverki sínu í stríð-
inu.
Johansen bendir á að aldrei fyrr hafi
fréttamenn sjónvarpað jafn grimmt
frá upplýsingafundum hersins, enda
hafi fréttamcnn fram til þessa ekki
talið slíka fundi mjög upplýsandi um
það sem fram fer á vígvellinum.
Ástæðan fyrir þessum áhuga á upp-
lýsingafúndunum var einfaldlega sú
að þetta var eina sjónvarpsefnið sem
tökumönnum var leyft að taka.
Johansen segist sakna gömlu frétta-
ritaranna, sem eru vel að sér í sögu,
staðháttum og hugsanagangi íbúa
átakasvæðisins. Hann segir að alltof
margir af ungu fréttamönnunum,
sem voru orðnir innanstokksmunir á
heimilum á meðan á stríðinu stóð,
hafi verið of uppteknir við að koma
sjálfúm sér á framfæri. Hann segir
að sjálfsöryggi þeirra hafi ofl verið í
öftigu hlutverki við kunnáttu þeirra
um Austurlönd nær.
Hann vitnar í ffanska heimspeking-
inn Jean Baudrillard, sem segir að
Persaflóastríðið hafi verið elektrón-
iskt stríð þar sem óvinurinn hefúr
verið þurrkaður burt og er því ekki
til staðar. Stríðið var háð á radarskjá-
um og átökin voru því ósýnileg.
Baudrillard segir að ritskoðun stríðs-
aðila hafi verið ónauðsynleg vegna
þess að tæknin sem notuð var í stríð-
inu hafi gert það ómögulegt fyrir
fjölmiðla að gefa heilstæða mynd af
stríðinu. ,,í ríki myndanna er ekkert
til sem heitir satt og logið.“
Niðurstaða Jahn Otto Johansen er sú
að þrátt fyrir alla tæknina hafi dag-
blöðin borið sigur úr bítum í Persa-
flóastríðinu. Það var einungis þar
sem almenningur átti þess kost að
fræðast um bakgrunn stríðsins og af-
leiðingar þess.
Nýtt hlutverk
Við þurfúm því ekki að gráta það að
Stöð 2 hefur hætt útsendingum
CNN. Þeir sem eru fréttasjúkir geta
nálgast fréttimar í blöðum. Nægi
þeim ekki inni -nda úrvalið er hægt
að kaupa íjöld^iin allan af erlendum
blöðum sem birta fféttaskýringar
sem eru af mun meiri gæðum en þær
fréttir sem CNN varpar ffá sér.
Þá ætti það líka að vera léttir fyrir
Stöð 2 að losna frá því hlutskipti að
vera endurvarpsstöð fyrir erlendan
sjónvarpsrisa. Stöð 2 ætlaði sér ann-
að og meira hlutskipti en það. Það er
svo annað mál hvort Stöðin hefúr
valdið því hlutverki sem hún ætlaði
sér.
Núverandi borgarstjóri, Markús Öm
Antonsson, kallaði Stöð 2 heimsend-
ingaþjónustu myndbandaleiganna.
Því miður hafði Markús rétt fyrir sér
því íslensk dagskrárgerð hefur átt
mjög undir högg að sækja hjá Stöð
2. Nú þegar þeir eru lausir við CNN
ættu þeir að geta einbeitt sér að
varpa ljósi á íslenskan vemleika og
þannig sanna að við höfum ekkert
við þá ósönnu heimsmynd sem CNN
birtir að gera.
-Sáf
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991
Síða 2