Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 15
Ráðherrann í kjallaranum Fastur dálkahöfundur hef- ur bæst við þá sem þegar láta oft í sér heyra á síðum DV. Sá sem nú beitir stíl- vopninu reglulega í kjall- aragreinum DV er sjálfur iðnaðarráðherrann Jón Sigurðsson. Þessi skrif ráðherra munu vera til að auka hróður hans og vin- sældir, en hann róar nú öll- um árum að formanns- embættinu hjá krötunum. Segja spakir menn að ásælni hans í Seðlabanka- stjóraembættið hafa verið fyrirsláttur einn til að fá Jón Baldvin af verðinum. Ekki lætur álmaðurinn sér nægja að skrifa mikið held- ur hefur hann þeyst um landið og haldið fundi með flokksbræðrum sínum og veit enginn hvað þar er brallaö. Þeir sem langa lengi hafa lesið dagblöð hér f landi muna ekki að ráðherra lýðveldisins hafi áður tekið upp slík hags- munaskrif á sfðum sem teknar eru frá fyrir meða- Ijónana og skoðanir þeirra sem Jón Sig. nú í DV. Hirðmenn Evrópuráðherr- ans Jón Baldvin Hannibalsson er sjálfsagt farinn að átta sig á þeirri hættu sem nú steðjar að honum úr iðnað- arráðuneytinu og kjallara DV. Til að blíðka Áljón hef- ur hann tekið son hans Þorbjörn í hirð sína í utan- ríkisráðuneytinu. Ekki er vitað að drengur sá hafi mörg prófskírteini til að sýna hæfni sína. En hann var ekki sá eini sem kall- aður var til þjónustu við hringborð Jóns Baldvins. Þar situr nú einnig Finn- bogi nokkur Rútur og fæst við svonefnd aukaverkefni. Ekki lét ráðherra þar við staðar numið í hirðsöfnun sinni því frést hefur að Stefán Friðfinnsson sé einnig kominn í þjónustu Jóns. Svo heppilega vill til að Stebbi og ráðherra eru systkinabörn. Að sjálf- sögðu var engin staöanna auglýst eins og lög gera annars ráð fyrir. Ekkert rúm í gistiheimilinu Sárþreyttir hröktust með- limir hljómsveitarinnar Júp- iters út af Hótel Valhöll því ekkert var rúm fyrir þá þar eftír að dansleik lauk í hús- inu þar sem þeir félagar höfðu haldið uppi fjörinu. ( myrkrinu leituðu þeir að lausu tjaldstæði og fundu eitt undir morgun. Þeir glöddust yfir því að geta loks skriðið í pokana og sofið svefni hinna réttlátu. Ekki höfðu þeir hrotið lengi þegar tjaldið var hrist og byrst rödd sagði þeim að hypja sig út og færa tjaldið. Var þar mættur þjóðgarð- svörðurinn og presturinn séra Heimir Steinsson. Voru piltarnir þá utan við snæri það er merkti þau svæði sem tjalda má á inn- an þjóðgarðsins. Þótt han- inn hefði vart galað enn var þjóðgarðsvörðurinn vel á verði og piltarnar þurftu að bíta í það súra að taka saman föggur slnar og berja tjaldhælunum niður annars staðar. Aldrei fær maður að sjá þann sem maður vill Þegar maður sest niður og les bók þá sér maður sögupersónumar fyrir sér í huganum ljóslifandi, fal- legar eða ljótar, æðislegar eða hall- ærislegar. Svo gerist það hræði- lega, einhver í Hollywood les bók- ina líka og augun fyllast af dollara- merkjum. Fyrst kætist lesandinn því það er alltaf gaman að fara í bíó og sjá bókina sem maður las. En þvi miður, oftast er hugmynd þess sem réð leikara í hlutverkið útí Hollywood algjörlega á skjön við mynd lesandans af sömu per- sónu. Tökum „Fullkomna minningu“ (Total Recaíl) sem dæmi. Höfund- urinn sá Doug Quaid fyrir sér sem ræfilslegan launamann á islenskum launatöxtum - veikgeðja mann sem stöðvar innrás utan úr geimn- um, ekki með því að gjöreyði- leggja veramar, heldur með góð- mennsku og það án þess svo mikið sem lyflta litlafingri. En hvaða leik- ari verður fyrir valinu í Holly- wood? Jú — Amold Schwarzeneg- ger. Hvem hefði lesandi bókarinn- ar viljað sjá? Það liggur í augum uppi: Woody Allen - að sjálf- sögðu. Sama á við um „Nomimar frá Eastwick" (The Witches of Eastw- ick). I bókinni var Alexandra hátt í 80 kíló á þyngd og átti í stöðugri baráttu við aukakíióin. Hár hennar hafði aldrei verið norrænt og ljóst, heldur moldarlitt og nú litað gráu. Hvem velur Hollywood til að leika Alexöndru? Cher er sú útvalda. En hvem hefði lesandinn viljað sjá leika Alexöndm? Það segir sig sjálft: Bette Midler með hárkollu - ef menn vilja endilega sjá ein- hverja ffæga í rullunni. Þetta em ekki nein ný vísindi, því þetta á allt eins við um eldri mynd einsog „Ókindina" (Jaws). Höfundur bókarinnar sér Matt Hooper fyrir sér sem ungan mann mitt á milli tvítugs og þrítugs, myndarlegan, sólbrúnan með ljóst hár af útiveru. í bókinni var hann álíka hár og löggan í Amity, Brody, eða einnáttatíuogfímm, en þó grennri en lögga. Snillingamir i Hollywood réðu Richard Dreyfuss, en lesandinn hefði viljað sjá Kevin Costner í hlutverkinu. Og þá er það myndin um ástina og skyndibitastaðinn, „White Pal- ace“. I bókinni var Nóra með kraft- mikil og stinn læri, grannir hand- leggimir vom ávalir. En aldur hennar mátti þekkja á lítilega hmkkóttum hálsinum, linum og slökum maganum og feitu mittinu. Henni var lýst sem yndislega pem- laga. Hveija vildu þeir fá í hlut- verkið í Hollywood? Jú, Susan Sarandon, en lesandinn hefði miklu frekar viljað sjá Kathy Bat- es. Eða bara einhveija allt aðra, sennilega þá sem Iesandinn hafði séð fyrir sér ljóslifandi meðan lesið var. En þó slík persóna finnist aldrei nokkum timann í leikarafé- laginu, þá er ljóst að spekingamir í Hollywood mættu nú lesa persónu- lýsingamar í bókunum sem þeir em að filma ögn nánar. -gpm/Premiere Cher/Midler Dreyfuss/Costner Sarandon/Bates Allen/Schwarzenegger kvöld ætla ég ekkert að þrasa. Eg ætla ao vera jákvæð! f Ég ætla rétt að vona j ) / ao enginn hafi heyrt/ .og allar mátuðu þær ' skóinn, en hann var alltof þröngur og þær fengu hælsæri. Þegarprinsinn sá að skorinn pass- aði ekki á neina... ' Opnaði hann fóta- nuddstofu! Ó, Rósalind. Þú ert komin. Gott, komdu inn. Við erum mjög þakk- lát fvrir að þu gast komið með svo stutt- um fyrirvara. Okkur aekk hræðilega að —finna barnapíu fyrir kvöldið. Ha, ha, kannski hefur hann Kalli litli slæmt orð á sér. Ha, ha. > Get éa fengio helminginn fyrirfram? Já, ég I ætla að ná veskiö mitt. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Slða 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.