Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 6
Fréttir Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem boöið er upp á mjög fjölbreytta dagskrá. m Ætlar þú í berja- mó í sumar? Jóhanna Þórðardóttir, húsmóðir: Já, það getur vel verið að ég fari í berjamó. Það er líka svo stutt í hraunið frá heimili mínu í Garðabæn- um. Leifur Óskarsson, nemi: Já, alveg hiklaust. Ég fer oft í berjamó, og ætli ég fari ekki eitthvað norður í ár. Ingólfur Sigurðsson, nemi: Nei, ég hef ekki tíma til þess. En móðir mín fer ör- ugglega. Hildur Gunnarsdóttir, sjúkraliði: Ja, ég er nú ekki búin að ákveða það. Kannski að ég skreppi í Heiðmörkina. Marteinn Jónsson, ræstitæknir: Nei, ég fer voða sjaldan í berjamó. Ég kemst ekki þótt ég hafi áhuga. íðastliðin ár hafa verið haldin námskeið fyrir fatl- aða í samráði við Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands. Þetta starf er nú í fullum gangi í formi Útilífsskóla, sem rekinn er af skátafélögunum Dalbúum og Skjöldungum úr Laugarnes- og Vogahverfi, og reiðnámskeið sem haldin eru að Reykjalundi. Markmið skólans er að þroska böm og unglinga til að verða sjálf- stæðir, virkir og ábyrgir einstak- lingar. A dagskrá eru þroskandi við- fangsefni af ýmsu tagi þar sem áherslan er fyrst og ffemst lögð á útilíf. Starfsemi skólans hefur fram að þessu verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið um að ræða námskeið fyrir ófatlaða einstak- linga og hins vegar sérstök nám- skeið fyrir fatlaða. I sumar var hins vegar valinn sá kostur að sameina námskeiðin svo fatlaðir og ófatlað- ir fengju tækifæri til að starfa sam- an. Lengd hvers námskeiðs er tvær vikur. Dagskráin hefst kl. 10.00 á öllum virkum dögum og stendur til kl. 16.00. Aðalbækislöð skólans er í skátaheimili Skjöldunga að Sól- heimum 21a og þar er hist á hverj- um degi. Síðustu dögum nám- skeiðsins er eytt í útilegu. 1 sumar hafa verið haldin þrjú námskeið og voru þátttakendur u.þ.b. 50 talsins, þar af 10 fatlaðir. Dagskráin á násmskeiðunum er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis er fyrsta deginum eytt í að kynnast innbyrðis og er bömun- um skipt í fjóra flokka. Bömin finna svo nafn á flokkinn sinn. I hveijum flokki em 1-2 flokksfor- ingjar. Eflir hádegi em litlu Ól- ympiuleíkamír og éf þar tnargt til gamans gert t.d. kartöfluhlaup, langstökk, pokahlaup, líflínukast, vatnsblöðrukeppni, dósakast o.fl. Annar dagurinn er Indiánadag- ur. Þá em búnar til gifsgrímur og fjaðrabönd og mála sig þá allir í framan að sið Indíána. Einnig em búnir til bogar og örvar og farið í smákeppni með þeim. Eftir hádegi er svo kveiktur varðeldur og grill- uð pinnabrauð á eldi. Á þriðja degi er farið í fjömna í Krýsuvík. Byijað er á að fara í gönguferð og leyst ýmis verkefni á leiðinni. Eftir hádegishlé er farið í ýmsa leiki, sjórinn og fjaran skoð- uð, sullað í sjónum, auk þess sem haldin er grillveisla þar sem grill- aðir em bananar með súkkulaði. Fyrirætlað er að halda næsta námskeið 6.-16. ágúst. Enn sem komið er em örfá sæti laus og em fatlaðir sérstaklega velkomnir. Þeir sem hafa áhuga hafi sam- band við skátaheimili Skjöldunga í síma 686802 alla virka daga milli 9 og 17. Reiðnámskeiðin verða haldin við Reykjalund í Mosfellsbæ fyrir böm og unglinga sem þufa á sér- stakri aðstoð að halda. Farið er í reiðtúra, auk þess sem undirstöðu- atriði varðandi reiðmennsku og meðferð hesta em kennd. Miðað er við að hvert námskeið standi yfír í fimm daga. Fjöldi þátttakenda og lengd námskeiðs á daginn fer eftir getu einstaklinga, en er þó á bilinu 1- 3 klukkustundir. Verð á nám- skeiðið er 6.000 kr. Nánari upplýs- ingar em í síma 620223. Markmið Útilífsskólans er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálf- stæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. -KMH Námskeið fyrir fatlaða og ófatlaöa eru sameinuð þannig að allir fái tækifæri til að starfa saman. ÞJÓpvlLJlNN Miðvikudagur.Z.^ágúst 1991 Síða6,,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.