Þjóðviljinn - 16.08.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Page 6
Króatlskir þjóövaröarliðar með loftvarnabyssu á jeppa - enginn hörgull á vopnum. Vopn flutt inn frá Líbanon og A- Evrópu Eitt af því sem viðheldur ófriðarástandi í Júgóslavíu. Þar að auki er landið sjálft mik- ill vopnaframleiðandi Eitt af því sem hamlar því að friður komist á í Júgóslavíu er að stríðs- og deiluaðilar virðast eiga heldur auðvelt með að ná sér í vopn, og mun það eiga við þá alla jafnt, nokkumveginn. Mikið af þessum, vopnum kemur frá Líbanon. í rúmlega hálfs annars áratugs borgarastríði höfðu hinir ýmsu aðilar þar sank- að að sér miklum birgðum vopna sem þeir nú falbjóða á heldur góðum kjörum. Júgóslavía hefur sjálf verið mikill vopnaframleið- andi og - útflytjandi og þaðan kom mikið af vopnum stríðsaðila í Líbanon. Nú eru þau vopn flutt sömu leið til baka. Það finnst deiluaðilum í Júgóslavíu hag- stætt, því að þeir kunna vel á þau vopn frá því að þeir gegndu þjón- ustu í sambandsner sínum. Vestrænn sérfræðingur um vopnaverslun nefnir sem dæmi að um 30.000 smálestum af vopnum, skotfærum og öðrum herbúnaði frá Líbanon hafi í s.l. mánuði ver- ið skipað upp í hafnarborginni Bar í Svartfiallalandi. Einna trú- legast er að þau hafi lent hjá sétn- íkum, skæruliðum þeim serbnesk- um sem beijast gegn Króötum, nema þá að einhverjir aðilar, í Svartljallalandi eða annarsstaðar, séu að birgja sig upp til vonar og vara. Hafnarstjómin í Bar segir að vísu að farmur þessi hafi verið á leið til þriðja lands, sem er í sam- ræmi við það að Júgóslavía hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki í vopnaverslun sem umhleðslu- iand. En sérfræðingar um þess- háttar, eins og Herbert Wulf hjá SIPRI í Stokkhólmi, segir að vegna ókyrrðarinnar í Júgóslavíu hafi vopnakaupmenn valtð önnur lönd til þess hlutverks. Talsvert af vopnum berst einnig til Júgóslavíu frá öðrum Austur- Evrópulöndum. Allrasíð- ustu árin hefur mikið af vopnum lent þar á svarta markaðnum, einkum austurþýsk eftir að herinn AÐ UTAN Þorleitsson þar var lagður niður. Upp hefúr komist að um 10.000 rifflar af gerðinni AK- 47 voru seldir ffá Ungveijalandi til Króatíu s.l. ár, og Vojislav Seselj, yfirforingi sétníkanna, sagði nýlega í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel að hans menn hefðu einnig smyglað vopnum frá Ungveijalandi. Serbar gruna Þjóðveija um að koma vopnum til Króata og Sló- vena á laun og nýlega komst upp í Bandaríkjunum um tilraunir þar til að smygla vopnum til Króatíu, þar á meðal eldflaugum ætluðum gegn skriðdrekum og flugvélum. Ekki er heldur talið útilokað að sétníkar og fleiri serbneskir að- ilar fái vopn frá Sovétríkjunum og Kína. Sovétríjcin seldu Júgóslavíu lengi vopn. Úr því hefur að vísu dregið vegna erfiðleika heima fyrir í Sovétríkjunum, en vegna hefðbundinnar vináttu Rússa og Serba er vart hægt að útiloka að þeim síðamefndu kunni áffam að berast eitthvað af vopnum frá Sovétríkjunum. Ekki þurfa stríðs- og deiluað- ilar í Júgóslavíu heldur að sækja öll sín vopn til annarra landa. Miklu af vopnum sínum hafa þeir náð með því að ræna þeim eða stela úr verksmiðjum og vopna- búrum. Auk þess hafa sétníkar viðurkennt að þeir hafi fengið eitthvað af vopnum frá sambands- hemum. Gyðingum fækkar ört með blönduðum hjónaböndum Síðan árið 1985 hefur meir en helmingur bandarískra Gyðinga sem ganga í hjóna- band tekið sér maka utan gyð- ingdóms. Þrír fjórðu af börnum í blönduðum hjónaböndum er ekki alinn upp í gyðingdómi, heldur annaðhvort í kristni (41%) eða þá utan trúarbragða (31%). Þeim Bandaríkjamönn- um sem telja sig Gyðinga hefur fækkað í 4,3 miljónir eða um 1,8% þjóðarinnar. Þetta er þróun sem dregur dilk á eftir sér. Ekki aðeins fyrir gyð- ingasöfnuði; bandarískir gyðing- ar hafa haft mjög mikil áhrif á stjómmál í landi sínu og almen- inngsálit (koma víða við sögu I fjölmiðlum). Þegar samfélag þeirra skreppur mjög saman dreg- ur vitanlega úr þeim áhrifúm. Auk þess er hér komið að flókinni spumingu: Hvað er að vera Gyðingur í heimi nútímans? A fýrri hluta aldarinnar var staða Gyðings í samfélaginu miklu skýrari en nú, ef svo mætti segja. Hún fólst ekki einungis í þvi að menn sæktu synagógu (réttrú- aðra, ihaldssmanna eða umbóta- sinnaða). Hún var oft tengd notk- un sérstaks tungumáls í innbyrðis samskiptum (jiddísku). Til var allskonar „trúlaus“ menningar- starfsemi og pólitísk starfsemi á jiddísku og tengd viðleitni til að skilja „gyðingleik“ víðari skiln- ingi en trúarlegum. Þegar svo tengsl margra við gyðingdóm fóm að dofna í Bandaríkjunum vegna þess að þar vom menn staddir í frægum „bræðslupotti“ allra þjóða, þá komu gyðingaof- sóknir Hitlers í Evrópu til skjal- anna og svo stofnun Israelsríkis og minntu menn á hveijir þeir vom, eða feður þeirra. Nú er þetta allt mjög á undan- haldi. Jiddískan er að deyja út. Tengslin við samkunduhúsið em daufari en áður. Samúðin með ísrael gagnrýni blandin einatt. Minningamar um fyrri ofsóknir á undanhaldi. „Hugmyndafræðin“ sem gyðingar reyndu að treysta á (og hefur mörg tilbrigði) á undan- haldi, eins og reyndar önnur hug- myndakerfi. Að öllu samanlögðu tala menn um, að það að vera banda- riskur Gyðingur í dag sé „blanda af óljósri samstöðu með Israel, söknuði eftir liðinni tíð (sbr. kvik- myndina Avalon) og ótta við nýj- an gyðingafjandskap“, svo vitnað sé til eins af talsmönnum banda- riskra Gyðinga. Hér við bætist það svo, að blönduð hjónabönd höggva mikið skarð í flokk Gyðinga. Fyrir 20- 30 ámm eða svo þótti það hinn mesta ósvinna ef að gyðingar fúndu sér maka fyrir utan sinn hóp - sumir foreldrar syrgðu þá son eða dóttur sem dauð væm. (Og hið sama gerðu sumir kristnir foreldrar sem lentu hinummegin brúðarbekkjar). En andstaða við blönduð hjónabönd er að mestu úr sögunni nema þá meðal mjög réttrúaðra Gyðinga. Þeir em reyndar ekki meira en svo hrifnir af því, að ungt fólk úr þeirra hópi finni sér maka meðal Gyðinga sem vantrúaðir em og daufir við að hlýða Lögmálinu. Forystumenn gyðingasam- taka ýmiskonar sátu á þingi um þessi mál í Los Angeles fyrir skömmu. Þeir vom ffekar daufir í dálkinn. Þeú vildu þó brýna fyrir rabbíum að rækta sem best þau rým tengsli sem margir sem ganga í blönduð hjónabönd hafa enn við gyðinglega siði - eins og t.d. þann að efna til seider, páska- máltíðar. Annars sýnist svipuð þróun verða allsstaðar í sæmilega fijáls- um samfélögum þar sem minni- hlutahópar eins og Gyðingar sæta ekki neinum beinum ofsóknum. Gyðingar skiptast (í grófum drátt- um) í þijá hópa: Þá sem losa sig við trú feðranna (sjaldan þó með því að taka aðra trú), þá sem em hálfvolgir (líkt og hinir „nafn- kristnu“ í kristnum samfélögum) og svo rétttrúaða, sem fylgja strangt eftir fyrirmælum trúarinn- ar. Þróunin er svo sú, að það fækkar í miðjunni (hinum hálf- volgu) - þeim fjölgar mest sem ganga út úr hópnum, og svo fjölg- ar nokkuð þeim sem gera sér gyð- ingdóm að kjama sinnar tilveru. En þeir em svo ekki mjög stór minnihluti meðal þeirra sem af gyðinglegu bergi em brotnir. ÁB tók saman IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun í kvöldnám - öldungadeild - fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík á Skólavörðuholti dag- ana 19. og 20. ágúst kl. 14.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn) 2. Almennar greinar 3. Grunnnám í rafiðnum 4. Rafeindavirkjun 5. Tölvubraut 6. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) 7. Tækniteiknun Innritunargjald er kr. 13.000,- Nánari upplýsingar gefnar í skrifstofu skólans. Skrifstofan er opin virka daga kl. 09.30-15.00, sími 26240. Blökkumenn fylgja apartheidsinna til grafar Gerhardus Koen, 36 ára gamall bóndi af Búaþjóð, var í gær borinn til grafar í grafreit ættar sinnar skammt frá Bloemhof í Óraníu. Hann var einn þriggja manna, sem létu lífið í átökum við lögreglu er þeir og margir aðrir apart- heidsinnar reyndu að hleypa upp fundi fyrir F.W. de Klerk Suður-Afríkuforseta í Venters- dorp, vestur af Jóhannesar- borg. Koen fylgdu ekki aðeins til grafar ættingjar hans og fleiri hvítir menn, heldur og um 40 blökkumenn. Þeir em vinnufólk á búgarði Koens. Gaddavírsgirðing er um- hverfis grafreitinn til að halda bú- peningi frá honum og stóðu svörtu syrgjendumir utan girð- ingar meðan athöfnin við gröfina fór fram, sungu sálma og kona ein í hópnum varð svo yfirkomin af sorg að hún hné niður. Að at- höfninni lokinni komu blökku- menn inn fyrir girðinguna, létu blóm falla á Iíkkistuna og hjálp- uðu til við að moka yfir. Sumum viðstaddra frétta- manna kom nokkuð á óvart að blökkumenn skyldu fylgja apart- heidsinna til grafar. En sam- skiptasaga hvítra suðurafrískra bænda, sem flestir em Búar, og blakkra vinnumanna þeirra er orðin löng og margslungin. Sum- ir bændanna em hrottar við vinnufólk sitt, aðrir leitast við að auðsýna því sanngimi, enda þótt þeir láti það oftast finna að þeir séu að eigin dómi hátt yfir það hafnir. Þeir þekkja sumir vel til blökkumanna og tala tungumál þeirra reiprennandi. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir; Hagkaup-Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg l.óuhólar 2-6 slmi 71539 Httwnbei* 4 sítni 77272 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.