Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 9
Ég er maður íslenskur.... Nokkur orð um þjóðemishyggju, góða og illa Allir hafa, hver með sínum hætti, vanmetið þá staðreynd að einstaklingar eru ekki barasta partur af mannkyninu: þeir eru af tilteknu þjóðemi. Marxistar alls- konar vanmátu þetta þegar þeir gerðu það að höfuðatriði í sínum málflutningi að verkamenn ým- issa þjóða ættu meira sameigin- legt en fólk af mismunandi stétt sömu þjóðar. Fijálshyggjumenn hafa og vanmetið þjóðemi í þeirri allsheijarmarkaðsvæðingu sem virkar mjög í þá átt að þurrka út mun á fólki eftir þjóðemi og þjóð- legri menningu og steypa menn í sama neytendamót. Herskár Serbi Um þetta eru menn að safha ótal dæmum. Nú síðast i Júgó- slavíu. Það var í Helgarblaðinu sið- asta merkilegt og skelfilegt viðtal við hatramman serbneskan þjóð- emissinna, Vojislav Seselj. Hann stýrir skæmhemaði gegn Króöt- um, ætlar að leggja undir sig lönd og stofna Stór-Serbíu. Hans tal er fullt með þjóðrembu af versta tagi: Króatar hafa aldrei menn verið, segir hann, þetta em blauð- ir aumingjar rétt eins og Tékkar. Þjóðverjar aftur á móti, þeir eru stríðsmenn, rétt eins og við Serb- ar. Drepum, drepum! Þetta tal verður ekki rifjað upp nánar hér, en á það er minnt vegna þess að Seselj þessi virðist dæmigerð staðfesting á því, að þjóðemishyggja sé af hinu illa, magni menn til haturs og morða. Skáld frá Georgíu Sem betur fer er málið ekki svo einfalt. Það er eins með þjóð- emishyggjuna og alþjóðahyggj- una og ástina og margt fleira: veldur hver á heldur. I sænsku blaði var á dögunum sagt frá rithöfúndi sunnan úr Ge- orgíu sem var þá í heimsókn í Sví- þjóð. Hann heitir Tsjaboa Amir- edzibi og er sagður frægastur nú- lifandi rithöfunda sem á georg- ísku skrifa. Þekktasta verk hans heitir „Utlaginn“ og fjallar um ge- orgiskan Hróa hött. Amiredzibi er af gamalli að; alsætt þar í Kákasusfjöllum. í sautján ár sat hann í fangabúðum Stalins sem stéttaróvinur og „borgaralegur þjóðemissinni“. Samt sætir hann nú morðhótunum af hálfu áhangenda hinnar nýju stjómar Georgíu, sem er mjög andsovésk eins og allir vita og vill fúllan aðskilnað frá Moskvu. Og hvemig skyldi standa á því? Sjálfur er Amiredzibi þjóð- emissinni hinn mesti og vill að Georgía verði sjálfstætt ríki. En hann er ekki þjóðemissinni „á réttan hátt“ að dómi þeirra sem ferðinni ráða núna í heimalandi hans. Hann vill ekki sætta sig við þá stefnu stjómvalda í lýðveldinu sem er mjög fjandsamleg minni- hlutaþjóðum og hópum í Georgíu - hvort það em Armenar, Osetar, Rússar eða Abkhasar. Skáldið segir, að sjálfstæði landsins eigi ekki að bitna á réttindum manna af öðmm þjóðemum. Góö og vond þjóðernishyggja Og við getum sagt: Tsjaboa Amirezdibi er dæmi um „góðan þjóðemissinna". Hann vill veg þjóðar sinnar sem mestan. Hann vildi ekki að tunga og menningu Georgíumanna fæm halloka fyrir menningu Rússa og hafði uppi andóf gegn þeirri viðleitni til „forrúsneskunar" lýðveldanna sem oftar en ekki var ríkjandi stefna í Moskvu (allt undir yfir- skini gagnkvæms skilnings þjóða og framfara vitanlega). En hans georgíska þjóðemishyggja þýðir ekki að hann um leið fyrirlíti aðr- ar þjóðir eða vilji sýna þeim fjandskap. Hvort sem það eru stórþjóð eins og Rússar eða smá- þjóðir eins og Abhasir og Osetar. Stórir og smáir Hættur þjóðemishyggjunnar em margar. Þær fara eftir ýmsu. Þjóðremba („við emm mestir og bestir") stórþjóðar er háskaleg í sjálfu sér, það gerir minna til þótt smáþjóð eins og t.d. íslendingar belgi sig nokkuð - í versta falli verður útkoman hlægileg. Einn háskinn er sá að rnenn vilji hverfa inn í skel, einangra sig, óttast samskipti við umheim- inn. Þessi hætta er þó meinlausari en mörg önnur vegna þess að hún er verst fyrir einangrunarsinnana sjálfa. Öðmm gerir hún lítið til. Það er stundum um það talað að hér á landi sé uppi sterk einangr- unarhyggja, en líkast til er þar um misskilning að ræða. íslendingar em forvitnir og nýjungagjamir og fljótir að tileinka sér allan skratt- ann. Það er svo ekki einangmnar- hyggja að vilja leggja sitt til að t.d. fjölmiðlar eins og sjónvarp séu sem mest á íslensku: þar er spurt um heilbrigðan metnað. Allt er ykkur að kenna Versta þjóðemishyggjan teng- ist leit að sökudólgum. Allt það sem bjátar á hjá Okkur er Ykkur að kenna. Og þá er stutt í bar- smíðar, ofsóknir og morð. Af þessu tagi var sú þjóðremba sem Hitler hélt uppi og tók upp eldra vígorð frá virðulegum prússnesk- um sagnfræðingi: Die Juden sind Árni Bergmann unsere Ungluck, Gyðingamir em okkar ógæfa. Af þessu tagi em líka þær skelfilegu og mann- skæðu eijur sem geisað hafa milli Asera, Armena og nú Georgíu- manna og Óseta í Kákasuslöndum Sovétríkjanna. Sjálfsvirðingin En miklu skiptir að menn láti ekki slíkan og þvílíkan háska koma í veg fyrir að menn sjái það sem gott er og nytsamlegt í sæmi- legri þjóðemishyggju. 1 þjóðem- ishyggju sem sameinar sjálfsvirð- ingu áhuga og virðingu fyrir öðr- um þjóðum, annarskonar menn- ingu, eins og gerðist hjá höfundi hins georgíska Hróa hattar, sem áður var nefndur. Slík þjóðemishyggja er að sönnu partur af því að vera ein- staklingur með sérstaka aðild að heiminum. Þekkja sínar rætur. Leggja rækt við þær minningar og þá tungu sem em vonandi einn sterkasti þáttur tilvem okkar og koma í veg fyrir að við breytumst öll í litlaus og sérviskulaus númer í heimsþorpinu, þar sem allir éta sömu skyndibitana frammi fyrir þrjátíu sjónvarpsrásum sem flest- ar em á einu og sama róli. Og tala annars flokks ensku þegar þeir hittast á íomum vegi. Hver syngur með sínu nefi Sú góða þjóðemishyggja, hún er íyrst og síðast andóf gegn ein- stefnu. Gegn hinum þunga valtara neyslufyrirmyndanna sem ætla að reynast miklu afkastameiri við að „steypa alla í sama mót“ en ein- hver stalínskur kommúnismi gat nokkm sinni verið (það er áreið- anlega mun erfiðara að finna „meðalrússann" en „meðalkan- ann“). Sú þjóðemishyggja sem við viljum helst ekki án vera, hún er fyrst og síðast nauðsynlegt framlag til fjölbreytileika heims- ins þar sem þúsund og einn fugl syngur og hver með sínu nefi. En alþjóöa- hyggjan? Og þessi þjóðemishyggja, hún getur vel rúmað þá „góðu“ al- þjóðahyggju sem byggist fyrst og fremst á samstöðu með mennskri kind og forvitni um aðra parta fjölbreytileikans. Um leið og hún varar sig á þeirri gildm, að það sem talið er til alþjóðahyggju er í reynd oft ekki annað en lævíslega dulbúin þensla í einhveiju því stórveldi sem mest má sín þá og þá stundina. Er njósnasagan dauö? Sumir telja að ein skelfileg- asta afleiðing þess að kalda stríð- ið er úr sögunni sé sú, að njósna- sagan hefur beðið mikið afhroð. Sovétríkin eru orðin gagnslaus sem Óvinurinn sanni og Berlín- armúrinn skapar ekki Iengur hin réttu leiktjöld. í örvæntingu sinni hafa höfund- ar njósnasagna og pólitískra spennusagna reynt að flytja sig til Þriðja heimsins og leika sér að eit- urlyfjabarónum eða ofstopafúllum múslímskum mannræningjum. En eitthvað er það talið ófullnægjandi allt saman. Alan Bennett skrifaði ekki alls fyrir löngu: „Sá er hængur á landráðum nú á dögum (og hvað er njósnasagan án stórsvika? mætti spyija) að ef maður vill svíkja sitt land þá er er enginn til staðar sem tekur að svíkja það fyrir. Ef slíkur aðili væri finnanlegur mundu fleiri standa í landráðum en það gera nú“. Slíkar og þvílíkar spumingar em tengdar við útkomu ritgerða- safns í Bretlandi sem heitir „Njósnaskáldsögur, njósnamyndir og raunvemlegar njósnir“ (ritstjóri, Wesley K. Wark). Þar ræða menn sögu og sérkenni njósnasögunnar og pólitísku hrollvekjunnar af miklum lærdómi. Þar geta menn fræðst um upphaf nútímanjósna- sögu í Bretlandi nálægt aldamót- um; þá byijuðu menn að óttast þýska flotann og möguleika á inn- rás hans í Bretlandi (Frá því segir í „The Riddle of the Sands“ eftir Er- skine Childers sem út kom 1903). Allar götur síðan hefur njósnasag- an þrifist á „Óvininum" - fyrst á hemaðarmaskínu Þýskalands Vil- hjálms keisara, síðan á útsendurum nasista, eftir seinni heimstyrjöldina tóku Rússar við sem mótleikari. Þegar svo á leið kalda stríðið fór að bera á því að bestu njósna- sögumar (eftir Graham Greene og John le Carré) væm í rauninni „andnjósnasögur“. Aíjúpandi sög- ur sem sviptu af faginu rómantísk- um hetjuskap, fléttuðu svik á svik ofan hjá persónum sem vom a.m.k. tvöfaldar, ef ekki þrefaldar í roðinu - og lýstu svo frati á allt saman. Og því vom menn famir að skrifa eins- konar minningargreinar um bók- menntategundina jafnvel áður en „friður“ skall á og tortímdi bless- uðu kalda stríðinu, með þeim af- leiðingum sem fyrr vom nefndar (áb byggði á Times Literary Supplement).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.