Þjóðviljinn - 16.08.1991, Page 10

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Page 10
Stemma \ stigu við ægivaldi auglýsing Mikilvægt að það opinbera styðji við þá þætti menningarinnar sem markaðslögmálin nvorki vilja né geta annast, segir Karl Erik Gustafsson, prófessor í fjölmiðlafræðum við Gautaborgarháskóla. - Ein leiðin til þess að viðhalda eigin menningu og tungu og draga úr áhrifum fjölþjóðlegs sjónvarpsefnis er að texta allt erlent sjónvarpsefni eins og gert er á íslensku sjónvarpsstöðvunum. ( fljótu bragði kann að virðast sem þetta sé ekki ýkja þýðingarmikið, en með þessu móti er mikilvægt skref stigið til þess að við- halda bókmenningunni, sem er ein af undirstöðunum í menningu sérhverrar þjóðar, segir Karl Erik Gustafs- son, prófessor í hagfræði fjölmiðla við Gautaborgar- háskóla, en hann sat fyrr í vikunni Norrænu fjölmiðla- fræðiráðstefnuna sem haldin var hér á landi að þessu sinni, en henni lauk í fyrradag. Viðtal: Ragnar Karlsson Karl Erik Gustafsson, prófessor (fjölmiðlafræðum við Gautaborgarháskóla, segir að fslendingar ættu að hugleiöa það í alvöru hvort ekki væri rétt að losa Rlkissjónvarpið undan klafa auglýsingamark- aðarins. Mynd: Jim Smart. Karl Erik hefur um árabil lagt stund á fjölmiðlarannsókn- ir. Það mun ekki vera ofmælt að hann, ásamt prófessorunum Svennik Hoyjer í Noregi og Ni- els Thomsen í Danmörku, hafi lagt grunninn að því sviði fjöl- miðlarannsókna á Norðurlönd- um sem hefur hagfræði fjölmiðla að útgangspunkti. Karl Erik varð fúslega við beiðni Þjóðviljans um viðtal og var hann fyrst beðinn um að lýsa því hvernig þau miklu umbrot sem hafa orðið á öllu fyrirkomulagi fjölmiðlunar á Vesturlöndum á undanförnum árum, s.s. með afnámi einka- rcttar ríkisins til sjónvarpsrekstr- ar og ört vaxandi einokun og fákeppni, hafa haft á fjölmiðl- un á Norðurlöndum. - Af Norðurlandaþjóðun- um reið ísland á vaðið með að afnema einkarétt ríkisins til sjón- varpsútsendinga árið 1986. Dan- mörk fylgdi fljótiega í kjölfar- ið og síðan Svíþjóð og Noreg- ur. Um Finnland gegnir nokk- uð öðru máli. A sjötta áratugn- um voru settar þar á fót tvær sjónvarpsstöðvar, önnur á veg- um þess opinbera og hin í einka- eigu. Það sem er athyglisverðast við afnám einkaréttar ríkisins til sjónvarpsútsendinga er, að Norðurlöndin hafa hvert fyr- ir sig valið mjög ólíkar leið- ir. Svo dæmi sé tekið frá Sví- þjóð, þá var nýrri sjónvarps- stöð hleypt af stokkunum sem leyft er að afla tekna með birt- ingu auglýsinga, en auglýsing- ar hafa ekki verið heimilaðar í ríkissjónvarpinu, allavega ekki enn, hvað svo sem síðar kann að verða._ Hér á íslandi hefur Ríkis- sjónvarpið frá fyrstu tíð afl- að tekna með birtingu auglýs- inga og síðan hefur Stöð 2 kom- ið til skjalanna sem einnig fjár- magnar að hluta reksturinn með auglýsingum. Finnar, hins vegar, höfðu haft í hyggju að heimila báð- um stöðvunum að róa á aug- lýsingamarkaðinn, en eftir nán- ari umhugsun þótti þeim slíkt ekki fýsilegur kostur og afréðu að halda sig við fyrra fyrirkomu- lag, það er annars vegar rík- issjónvarp sem er fjármagnað með tekjum af afnotagjöldum og sjónvarp í einkaeigu sem fær að sækja á mið auglýsingamark- aðarins. Ég er þeirrar skoðunar að þið íslendingar ættuð að ræða það af fullri alvöru hvort ekki sé ástæða fyrir ykkur að breyta til og losa Ríkissjónvarpið und- an þeim klafa að þurfa að keppa við einkastöð um auglýsing- ar. Hvers vegna? - Jú, sjáðu til, þetta þýddi að Ríkissjónvarpið væri ekki lengur bundið af því að keppa um hylli auglýsenda með því að miða dagskrána hverju sinni við það að ná til sem flestra áhorfenda og helst vitanlega fleiri áhorfenda en keppinaut- urinn Stöð 2. Staðreyndin er sú að þar sem tvær eða fleiri stöðvar bítast um sömu aug- lýsingamar, er dagskrá stöðv- anna flatneskjulegri og gæð- in minni. Þetta má meðal annars sjá á meginlandi Evrópu, eins og í Frakklandi, þar sem opinbert sjónvarp og stöðvar í einkaeigu bítast um sömu takmörkuðu tekju- lindina. Þessi darraðardans end- ar með því að gæðum dagskrár- innar fer hrakandi. Að mínu mati fóru Frakk- ar þá óskynsamlegu leið að selja vinsælustu sjónvarpsstöðina þar í landi, TFl, sem aftur hefur leitt til þess að gæði dagskrá- innar hafa sett niður. Viltu skýra það út aðeins nánar á hvern veg gæðum dag- skrárinnar hefur hrakað með því að TFl varð háð auglýs- ingum. - Ég á við það að markmið- ið með hverjum dagskrárlið er fyrst og fremst það að ná til sem flestra áhorfenda og þar með setja menn yfirleitt nið- ur í gæðakröfum um leið. Skemmti- og afþreyingarefni verður mest áberandi í dagskránni. Þegar þannig er háttað feta menn troðnar slóðir í framleiðslu sjón- varpsefnis. Efni sem ekki er lík- legt til að slá í gegn, efni sem er nýstárlegt og djarfhuga sit- ur óhjákvæmilega á hakanum. Nú er ég ekki með þessu að segja að slíkt efni sé alvont - það er öðru nær -, né að slíkt efni finnist aðeins á dagskrá þeirra sjónvarpsstöðva sem gera út á auglýsingar. Þessháttar efni er reitt á borð fyrir okkur í sænska ríkissjónvarpinu líka. En þegar á heildina er lit- ið er óhætt að segja að innreið auglýsinga í sjónvarp hafi leitt til þess að dagskrá stöðvanna hafi hrakað. Eitt af því sem hefur ver- ið áberandi víða um lönd á undanförnum árum er auk- in einokun og fákeppni á sviði fjölmiðlunar. Hvernig er þessu farið í Skandinavíu? - Það er svipaða sögu að segja frá Skandinavíu. Eignarhald á íjölmiðlum hefur færst á færri og færri hendur og við höfum dæmi í Svíþjóð um hringamynd- un og fjölgreinafyrirtæki (congl- omerate) sem vasast í allskyns rekstri og gera út á hin ýmsu svið fjölmiðlunar. Þar af er þekkt- ast Bonnier-fjölskylduveldið. Reyndar hefur blaðadauði ekki verið áberandi á blaðamark- aðnum á Norðurlöndum, eins og svo víða annarsstaðar. Fjöldi útgefinna blaða hefur haldist stöðugur um alllangan tíma. Það má ellaust rekja að talsverðu leyti til styrkja þess opinbera til blaðaútgáfu. Svipaða sögu virðist mér vera að segja héðan. Hér eru gef- in út sex dagblöð, að vísu mis- jafnlega burðug og stór. Blikur eru þó á lofti hvað blaðaútgáfunni viðkemur. Sam- hliða þeim erfiðleikum í rík- isfjármálum sem svokölluð vel- ferðarríki hafa átt í á undan- förnum árum, er vart von til þess að styrkir til blaðaútgáfu verði auknir. Öllu Iíklegra er að þessi útgjaldaliður lendi und- ir hnífnum. Þess vegna er lang líkleg- ast að á næstu árum muni ein- hver blaðanna, sem nú koma út á Norðurlöndum, heltast úr lestinni og útgefnum blöðum fækki frá því sem nú er. Ég veit ekki nógu mikið um hagræn skilyrði íslenskrar blaða- útgáfu til að spá nokkru um fram- haldið. En sé staðan sú sama hér á landi og á Norðurlönd- unum, þá verða kannski ekki eftir nema tvö eða þrjú dagblöð hér. Hins vegar álít ég að þið haf- ið komið ykkur upp ágætis fyr- irkomulagi varðandi áskriftar- verð dagblaðanna. Sama áskrift- arverð er á öllum blöðunum, óháð stærð og fjölda útgáfu- daga. Þetta er ein leiðin til þess að draga úr ægivaldi auglýs- inganna á lífslíkur minni blað- anna. Ég er á því að það sé mik- ils um vert að halda lífi í sem flestum blöðum, þótt ekki væri nema vegna þess að í lýðræð- islegu samfélagi er nauðsyn- legt að sem flest sjónarmið fái að koma fram. í beinu framhaldi af þessu, Kari Erik, því hefur verið hald- ið fram af ýmsum að aukin samkeppni og markaðsvæð- ing fjölmiðla á síðustu árum kunni að ganga af almennri þjóðfélagsumræðu dauðri. Um leið og eignarhald á fjölmiðl- um færist sífellt á færri hend- ur og auglýsingar og mark- aðssetning ráði að miklu leyti umijöllunarefni fjölmiðla, fækki þeim röddum og skoðunum sem fjölmiðlarnir bergmáli. í þessu sambandi hafa menn nefnt að fjölmiðiarnir hafi ekki lengur það hiutverk sem þeir hafi gegnt í árdaga borgara- legs samfélags, að vera eins- konar almannavettvangur fyr- ir skoðanastrauma í samfé- laginu, sé lokið. Ert þú sömu skoðunar? - Að ýmsu leyti get ég fall- ist á þetta. cllavega sem varn- aðarorð um það hvernig farið getur verði Qölmiðlarnir alfar- 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. ágúst 19<”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.