Þjóðviljinn - 16.08.1991, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Qupperneq 14
Klæðnaður golfarans Eins og í öðrum íþróttagreinum þá fylgir golfíþróttinni sérstakur fatnður. Það sem er kannski frábrugðið við fatnað í þessari íþróttagrein miðað við aðrar hefðbundnar greinar eins og t.d. handbolta og fótbolta, er að hægt er að nota hann utan vallar sem innan. Þessi möguleiki hefur svo valdið þeim mis- skilningi að sá fatnaður sem notaður er dags daglega sé einnig það sem klæðast skal á golfvellinum. Yfirleitt er hinn almenni golfari, sem stundað hefur golf af einhverju ráði, snyrtilegur til fara, klæddur í hinn hefð- bundna golffatnað. Það eru þó því miður undantekningar á þessu og enn gefur að líta spilara mætta á fyrsta teig í óhreinum vinnugöllum sem eru þá oft gallabuxur sem hanga kannski ekki einu sinni saman að aftanverðu. Skófatnaðurinn er líka æri skrautlegur og með ólíkindum hvemig menn fara að því að spila golf svona út- búna. Sem betur fer em þetta undantekn- ingar en það verður þó að segjast eins og er að karlmennirnir fylla þennan flokk frekar en konumar. En af hverju allt þetta umstang í kringum það sem menn klæðast? Jú, golf er íþrótt sem stunduð hefur verið svo öld- um skiptir og á þessum tíma hafa mynd- ast hefðir sem í heiðri em hafðar á öllum góðum golfvöllum um heim allan. Samkvæmt því þá er hefðbundinn golfklæðnaður fyrst og fremst snyrtilegur klæðnaður. Veðráttan hefur sitt að segja í þessum efnum og viðeigandi fatnaður fylgir eftir því hvort það er sól, rigning, rok eða sýnishom af öllu þessu til sam- ans, kannski allt á sama deginum, eins og íslenskir golfáhugamenn hafa oft fengið að kynnast í gegnum árin. Skandinavar eru frjálslegri en margir aðrir í þessum efnum og hjá þeim em gallabuxur og erma- og kragalausir bolir Að lokinni keppni þar sem höggleikur var spilaður afhendir meðspilari/ritari þér skorkort þitt. Þú athugar hvort skor á hverri holu sé rétt, skrifar undir kortið og skilar því inn. Þetta gerir þú án þess að taka eftir þvi að ritarinn hefúr sjálfur gleymt að skrifa undir kortið. Hvað á stjóm mótsins að gera í þessu tilviki? A. Samþykkja skorkortið. B. Skila skorkortinu til þín aftur svo að ritari þinn geti skrifað undir það. gjaldgengir, en í mörgum golfklúbbum í Evrópu eru strangar reglur hvað varðar þessi atriði. Á sumum stöðum em jafnvel reglur til um það hvað stuttbuxur mega vera stuttar og yfirleitt er stranglega bannað að fara úr skyrtunni þ.a. karhnenn ganga ekki um berir að ofan eða konur í brjóstahöldum, einum klæða. Þessum reglum er vel framfylgt og spilurum hik- laust vísað af golfvellinum ef þeir brjóta þær., Á íslenskum golfvöllum hefur verið reynt að halda uppi almennum reglum um snyrtilegan klæðnað en oft hefur verið erfitt að tjónka við landann. Það var því ekki að ástæðulausu sem stjóm Golfsam- bands íslands Iagði fram tillögu til Golf- þings 1991 varðandi þetta. Tiliagan hljóðaði svona: C. Gefa þér frávísun. D. Gefa þér og ritara þínum frávísun. E. Gefa ritara þínum frávísun. •(q9~9 B[§3i) egæj ge unsiABJj uin ja qso^ UITUQO QB ‘Qecj UOS UUEl[ QE SSOtj |IJ efs Qe Q8j/íqB euiij e Quej[e jo geq iAcj ;ui/<o|S uueq ocj sijia [ij i5p[3 uinuoq qbcJ joqj3a ecj ‘(e9-9 B|S3j) qijjoj[jo5[s jipun eju>[s Qe suicj EJEJU ep[X>[S 3S QECj QCj [3AUJEf qjy 3 :je^s „Keppandi skal mæta til keppni í hefðbundnum golfklæðnaði. Sé einhver keppandi þannig klæddur að ósæmilegt megi teljast, getur dómari eða mótsstjóri bannað honum að keppa, nema ráðin sé bót á því, sem ábótavant er. Gallabuxur og æfmgagallar em ekki hefðbundinn golfkIæðnaður.“ Þessi tillaga var því mið- ur ekki samþykkt á þinginu í þetta sinn en þess verður ekki langt að bíða að fastar reglur verða settar um þetta efni í fram- tíðinni. Þegar ákvörðun er tekin um að spila golf þá á það að hafa sinn aðdraganda eins og þegar farið er í aðrar íþróttir. Spil- arinn mætir á golfvöllinn nokkm áður en að rásröð hans er komið, annað hvort í sínum golfgalla eða hefur fataskipti í búningsklefum klúbbsins, mætir síðan á fyrsta teig á réttum tíma snyrtilegur til fara eins og góðum golfara sæmir. Þær siðareglur og hefðir sem tengjast iðkun golfiþróttarinnar hafa vissulega ýtt undir vissan aga þátttakenda sem kemur fram í háttvisi og prúðmennsku þeirra á golf- vellinum. Golfari vikunnar Þessa vikuna er það kylfmgurinn Jón Haukur Baldvinsson frá Golfklúbbi Garða- bæjar sem er golfari vikunnar. Jón Haukur er búinn að spila golf í 3 sumur og hann vonast til að forgjöfin hans fari brátt að hreyfast niður á við því ekki vantar áhug- ann. Fjöldi unglinga er í Golfklúbbi Garða- bæjar og Jón Haukur sagði að margt væri gert fyrir þá þar sem hann væri sérlega ánægður með. Við óskum Jóni Hauki og öllum ungu kylfmgunum hjá Golfklúbbi Garðabæjar góðs gengis í framtíðinni. Þegar komið er á flöt skal skilja golfpoka og annan farangur eftir utan flatar. Best er að skilja slíkt eftir sem næst veginum eða næsta teig. Það eina sem þú tekur með þér inn á flötina er pútterinn. Varast skal að láta flaggstangarenda snerta flötina. Ekki skal styðja sig við pútterinn á flötum. Gera skal við holuför á flötum, sjálfra s(n og annarra. Regluþáttur Umsjón Jóhanna Waagfjörð og Gunnar Sn. Sigurðsson Kennara- hornið Arnar lyiár Olafsson Brautarhögg með noltann fyrir neðan fætur. Þegar boltinn liggur fyrir neðan fætur er gott að hafa eftirfarandi i huga: Boltinn er lengra frá þér heldur en er á flötum fleti svo þú ert þvingaður til að standa nær boltanum en vanalega. Það hversu mikið boltinn ligg- ur fyrir neðan hefur mikil áhrif á stöðuna. En meginreglan er þessi: Hallaðu þér meira yfír boltann úr mjöðmum og hnjám. Hafðu meiri þyngd á hælunum en venjulega til að halda betra jafnvægi út sveifluna. Gera má ráð fyrir örlitlum sveig á flug boltans þar sem sveiflan kemur til með að verða brattari en vanalega. Ef boltinn er ekki langt fyrir ofan þig Brautar högg með boltann fýrir ofan fætur. getur þetta verið eitt af skemmtilegri högg- um sem þú slærð. Það sem þú skalt hafa í huga er að þú þarft að standa uppréttari, halda neðar um kylfúna og færir þyngdina framar í fætuma. Aðstæður gera það að verkum að sveiflan verður flatari og því kemur kylfan betur inn á boltann. Við þesar aðstæður er gott að miða örlítið hægra meg- in því það má gera ráð fyrir að boltinn fái vinstri sveig. Munið bara að báðar þessar aðstæður leiða oft til þess að axlasnúningurinn verður minni og þungaskiptin vilja riðlast. Gangið því úr skugga um að gera þetta hvort tveggja eins og þegar um venjulegt högg sé að ræða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.