Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 16
Guðrún
Gísladóttir
Leyfiö
börnunum
(ekki)
Fyrir nokkrum árum áttu sér stað
réttarhöld á Englandi yfir manni sem
hafði nauðgað ungri stúlku. Rétt-
arhöldin vom í sjálfu sér ekki merki-
legri en önnur af sama tagi, nema
hvað móðir stúlkunnar var viðstödd
réttarhöldin, komst að ódæðismann-
inum og skvetti yfir hann sjóðandi
vatni eða sýru, að minnsta kosti skað-
brenndist hann. Þetta var hefiid móð-
ur.
Ekki get ég sagt að ég sé sú mann-
gerð sem dettur fyrst 1 hug líkam-
legar refsingar, en tilhugsunin i vik-
unni, um þessa drulluháleista sem
sjá bömin mín sem hugsaniega við-
skiptavini í eiturlyfjabraski þeirra
fyrrnefndu er nægileg til að eg viti
á hvaða líffæri ég myndi hengja þá
upp á almannafæri.
Síðastliðna mánuði hef ég frétt
af mörgum unglingum sem ég þekki
til, sem hafa þurft að fara í meðferð
vegna eiturlyfjaneyslu. Þau yngstu
eru fjórtán ára gömul og nota hass
eða önnur efni reglulega.
Líklega er flóttatilfinningin svo
sterk að mér hefur aldrei dottið í hug
að þetta myndi henda mín böm eða
vina minna, en dagurinn kom; þetta
var veruleiki okkar kunningjanna.
Þessir unglingar koma frá venju-
legum heimilum, öruggum heim-
ilum, þar eru ekki stæm vandamál
en gerist og gengur, þeir hafa það
sem þeir þaifnast unglingamir okk-
ar, og líklega meira til, gengur þokka-
lega í skólanum, sem sagt ekkert sér-
stakt sem maður gæti haldið að væri
hin augljósa ástæða.
Nú, þá er að finna hvað það var
sem scm fór úrskeiðis. Eftir talsverð-
ar vangaveltur fýr orðið ábyrgð að
veltast fyrir mér. Abyrgð mín, ábyrgð
okkar sem foreldra. Höfum við stað-
ið undir henni? Manni er sagt að í
dag fari helmingur hjónabanda/sam-
búða út um þúfur. Mörg skilnaðar-
böm sem síðan eignast nýja fjölskyldu
þcgar foreldramir finna nýjan maka,
og nýja mynstrið er: Tveir fullorðn-
ir, sem oflast eiga böm, sum búa að
staðaldri hjá jreim önnur hjá hinu
foreldrinu og síðan eignast nýju hjón-
in ný böm. Ef svo helmingurinn af
þessum nýju hjónaböndum/sambúð-
um fer út um þufur, þá er það óskemmti-
leg tilhugsun. Eldra fólk segir að við
af yngri kynslóðinni skiljum án þess
að reyna að lappa upp á hjónaband-
ið. Eflaust er eitthvað til í því að við
tökumst ekki á við vandamálin eins
og við ættum að gera, en held ég
líka að það sé alltof algengt að við
hugsum okkur ekki nógu vel og lengi
um, og áður en við vitum af höf-
um við Iátið nýlt samband gleypa
okkur með húð og hári, erum að skoða
eldhúsinnréttingu í nýju íbúðina sem
við kej^ptum saman og farin að tala
um að það væri nú yndislegt að eign-
ast eitt lítið saman. Ogþað veit sá
sem allt veit að það er mikið að gera
á stóru heimili og líkumar á því að
sumir verði útundan em stórar. Mað-
ur tekur bömin með sér inn í nýtt
samband og er einhver sem slíkt hef-
ur gert sem minnist ekki stundanna
þegar maður finnur hvemig togað
er í mann úr mörgum áttum í einu?
Og um leið er maður að reyna að
finna tíma til að sinna sjálfum sér.
En það sem er að gerast er að
bömin okkar eru mörg nver að tak-
ast á við kolranga ábyrgð, og þá á
ég ekki eingöngu við böm okkar sem
hafa slitið samvistum við hitt for-
eldrið. Þau þurfa að taka ákvarðan-
ir sem í raun eru ákvarðagir sem for-
eldramir ættu að taka. Akvarðan-
ir sem foreldrar okkar tóku fyrir okk-
ar hönd. Þetta gæti þess vegna byij-
að þegar bömin okkar eru að reyna
að nafa sig til á morgnana, og nú
liggur miklu meira á en í gamla daga
þegar það voru ekki báðir foreldr-
ar sem vom á leið til vinnu. Mað-
ur klæddi sig sjálfur, dundaði við
reimar, rennilása og kmmmafót en
fékk næði til að „gera sjálf‘. Nú em
allir á leið í vinnu og miklu hæg-
ara að renna upp fyrir þau, reima
og koma hægra stígvéli á hægri fót
og svo framvegis,j5ví strætó er að
fara, pabbi er að flauta, orðinn of
seinn (nú eða mamma).
Herbergin þeirra em fúllkom-
lega innréttuð af öllu því sem við
höldum að þau langi i. Kunna börn-
in okkar að leggja kabal og spila Ol-
sen, Olsen eða em þau betur að sér
í að handleika fjarstýringar heim-
ilisins? Útivistartímar vom fastir fýr-
ir mismunandi aldurehópa en ég stend
mig að því að segja: Reyndu að vera
komin fyrir miðnætti.
Alvarlegri hliðar málsins em t.d.
hörmungar skilnaðarbama sem finna
að foreldramir geta ekki staðið und-
ir þeirri ábyrgð sem skilnaði fylg-
ir; t.d. að ákveða í sameiningu hvar
bömin eiga að búa. Ekki verður mál-
ið auðveldara ef úr verður að for-
eldrar fái.sameiginlegt forræði við
skilnað. I mínum augum er málið
einfalt: Ef foreldrar em sammála um
hvar bömunum er fyrir bestu að búa,
þá gildir einu hver hefur forræðið
en efþeir em ekki sammála þá er
eins gott að annað foreldrið hafi for-
ræðið svo þeir standi ekki bókstaf-
lega og togi sitt í hvom handlegg
bamanna. Komi sá dagur í hjóna-
bandi eða sambandi að foreldmm
fmnst að rétt sé að slíta samvistum,
þá á það ekki að koma niður á böm-
unum að við séum bitur og vonsvik-
in yfir þvi að maki hafi nú ekki stað-
ist væntingar þær sem hjartað og/eða
hugininn hýsti þegar við röltum inn
kirkjugólfið til að ganga í alheilagt
hjónaband. Skilnaðardaginn er þetta
heilaga ekki eins heilagt og virtist
í fyrstu, og sjálf erum við alls ekki
heilög, við bara látum þannig. Von-
andi grannskoða þeir sem með lög-
gjafavaldið fara reynslu annarra þjóða
af sameiginlegu forræði áður en slík
löggjöf líturaagsins ljós á íslandi.
Síðastliðið ár höfum við feng-
ið að horfa á árangur tilrauna okk-
ar kynslóðar við uppeldi á bömum.
Hér í Reykjavík lítum við til mið-
bæjarins og þess sem þar gerist um
helgar. Nú bý ég sjálf í miðbænum
og ier þar stundum um seint að kvöldi
um helgar, og það er greinilegt í hvað
útsvarið okkar fer ekki. Þau hafa ekki
i nein hús að venda. Vitaskuld eru
til félagsmiðstöðvar, en þær höfða
ekki til þeirra og em ekki niðri í mið-
bæ og þar vilja þau vera. Okkur finnst
þær kannski prýðilegar félagsmið-
stöðvamar og sjáum ekki af hveiju
krakkamir velja að fara annað, en
við ættum að láta athuga sjónina,
eða reyna betur að sjá með þeirra
augum, sjá hvað þau vilja. Ætli geti
verið að þau gætu nýtt gamla Iðnó,
stendur það ekki tómt? En ein skamm-
tímalausn, (meðan sjón okkar er enn
þetta skcrt), væri að strætisvagnar
færu þó ekki væm nema stöku íerð-
ir úr miðbænum eftir klukkan eitt
að nóttu. Þau ciga ekki að þurfa að
taka leigubíla, eða húkka far. Það
er á okkar ábyrgð að aðstoða þau
við að komast heim.
Það huggar mig heldur ekki agn-
ar ögn að íleiri lögreglur séu á ferli
í bænum, að unglingar séu handtekn-
ir og settir inn, skemmdarvaigar látn-
ir boiga fvrir það sem þeir eyðileggja.
Væri ekki nær að bretta upp erm-
ar og reyna að fyrirbyggja þessa hegð-
un? Aðstoða þau við að finna eitt-
hvað við sitt hæfi, sem dreifir hug-
anum, nær áhuga þeirra og athygíi,
minnkar kannski líkumar á að þau
vilji yerela við eiturlyfjabraskarana.
Ábyrgðin er okkar.
Málverkið er leit
að einlægni
Guðbergur Auðunsson sýnir um þess-
ar mundir í GaDerí 11. Hann var spurð-
ur að því hvort hann væri nokkuð hætt-
ur að taka lagið?
- R^yndar er ég nú ekki hætt-
ur því. Eg var uppi í sjónvarpi um
daginn að taka upp þátt með gömlu
félögunum, Sigga Jhonny og Stebba
í Lúdó. Þetta eru þættir sem koma
núna í haust. Eg hef líka fengist við
^ð spila blús með félögum mínum.
Eg hef aldrei lagt þetta alveg á hill-
una. Held þessu alltaf vakandi.
- Hvar hejurðu verið upp á síð-
kastið?
- Unýanfarið ár hef ég verið í
Noregi. Eg fór til Bergen í janúar
og var þar þangað til í mars. Dvald-
ist þar sem gestalistamaður með viimu-
stofú og íbúð. Það er veitt af nor-
rænu Iistamiðstöðinni.
Þar sýndi ég hluta af þessari sýn-
ingu. Eg var þar með nokkuð stóra
sýningu. Svo pakkaði ég öllu sam-
an og fór til Bandaríkjanna, til lít-
illar borpar sem heitir Berlingham.
Hún er í Washington- fylki. Þejta
er rétt fyrir ofan Seattle. Þar em Is-
lendingaslóðir. I gamla daga flutti
angað töluvert af Islendingum og
að má eiginlega segja að þetta sé
Vestur-íslenskt svæði. Þardvaldist
ég í niu mánuði, málaði og sýndi síð-
an í nóvember. Það vom þessar sömu
myndir. Eftir það pakkaði ég aíltur
öllu saman og kom hingað heim til
þess að ljúka þrihymingum. Þetta
eru fyrst og fremst Islandsmyndir.
Málaðar í Bergen og Ameriku.
- Er langt síðan þú sýndir hér
heima síðast?
- Það em líklega þijú ár síðan.
— Viltu ekki segja mér eitthvað
um þessar myndir?
- Mér þylar vænt um þessar mynd-
ir. Þetta em íslenskustu myndir sem
ég hef gert. Það stóð alls ekki til hjá
mér að gera íslenskar landslagsmynd-
ir i útlöndum. Þær þröngvuðu sér
einhvem veginn inn í vitundina og
þá er bara að taka því.
Þegar menn fara utan geta þeir
ofl orðið miklu uppteknari af Islandi
en þeir hafa áður verið. Það er auð-
velt að finna að bæði hinu og þessu
héma heima en þegar út er komið
rennur upp fyrir manni ljós og mað-
ur sér hvað þetta er eftir allt sam-
an gott land. Það leituðu á mig ís-
lenskar stemmningar, endurminn-
ingar fiá því þegar ég var í sveit skutu
jamvel upp kollinum. Þjóðemiskennd-
in vaknaði af vaaum blundi úti í lönd-
um. Því hefði ég aldrei trúað áður
en ég fór. Eg átti erfitt með að við-
urkenna þetta og var ragur við sum-
ar myndanna. Fannst þær bamaleg-
ar og alltof einlægar.
— Eru listamenn hrœddir við að
vera einlœgir nú til dags?
- Það held ég ekki. Barattan stend-
ur um það hvort menn finna einlæga
taug í bijóstinu á sér.
Auðvitað get ég ekki talað fyr-
ir aðra listamenn en í mínu tilviki
beinist leitin í málverkinu innávið.
Ég verð að mála til þess að kom-
ast nær sjálfúm mér. Það getur tek-
ið dálítinn tíma að bijótast í gegn-
um sitt eigið yfirborð.
- Hvað kemur helst í vegfyrir
einlægni listamanna?
Það er egóismirm framar ölhi öðiu
Sýndarmennskan og löngunin til að
sýnast vera eitthvað annað en mað-
ur er.
- Ertu hræddur um að sjá að sért
einhver annar en þú vilt vera?
- Já, en samt er alltaf leitað að
hreinum tón, hvort heldur er í tón-
list eða málverki. Sú leit er fyrst og
fremst leit að einlægni. Sá streng-
ur er í okkur öllum.
- Er hœgt að þykjast vera ein-
lægur?
- Ætli við höfum ekki öll gert
það einhvem tíma.
- Hvað erframundan?
- Ég fer bráðlega til Bandaríkj-
anna aftur. Verð í San Fransiskó og
mála þar í vetur. Ég geri ráð fyrir
að sýna hjá Sævari Karli næsta vor.
- Heldurðu að Island haldi áfram
að elta þig í myndunum?
- Það vona ég sannarlega.
-kj
Guðbergur Auðunsson I Gallerí 11 mynd:Jim Smart
Tónleikar
A næstu þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig-
urjón Ólafssonar þann 20. ágúst klukkan 20:30 mun
Sigrún Þorgeirsdóttir syngja við píanóundirleik Sara
Kohane lög eftir Handel, Brahms, Grieg og Dvo-
rak auk íslensku tónskáldanna Sigfúsar Einarsson-
ar, Árna Thorsteinssonar, Sigvalda Kaldalóns og
Sigurðar Þórðarsonar.
Sigrún Þorgeirsdóttir sópransöngkona ólst upp í
Boston og á Seltjamamesi. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og B.S. prófi
í eíhafræði frá Háskóla Islands þremur árum síðar. Jafh-
framt stundaði hún söngnám við Tónlistarekólarui í Reykja-
vík undir handleiðslu Sieglinde Kahmann og lauk átt-
unda stigi vorið 1988. Þá um haustið hóf hún söng-
nám við Boston University og lauk þaðan Master of
Music prófi í söng síðastliðið vor. Aðalkennari henn-
ar þar var Mary Davenport. Sigrún hefur komið fram
sem einsöngvarai með Dómkómum í Reykjavík og Mót-
ettukór Hallgrímskirkju, en þetta eru fyrstu sjálfstæðu
tónleikar hennar hér á landi.
Sarah Kohane, píanóleikari, er frá New Jerey í Banda-
ríkjunum. Hún lauk Bachelor of Music prófi í píanó-
leik frá Universify of Michigan þar sem kennarar henn-
ar voru Charles Fisher og Margin Katz. Frá Boston Uni-
versify lauk hún Master of Music prófi sem undirleik-
ari fyrir söngvara undir handleiðslu Allan Rogers. Sara
Sigrún Þorgeirsdóttir sópransöngkona.
Kohane hefur margoft komið fram sem undirleikari
og hefur unnið til nokkurra verðlauna. Hún hefur ver-
ið aðalsöngþálfari við sumarskóla Boston Universify
í Tanglewood og fastráðinn kennari og undirleikari við
söngdeiid Bostonháskóla. Sara er jafnframt undirleik-
ari fyrir Pro Musica og Zamir kóranna i Boston.
16 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. ágúst 1991