Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 17
Opp Jors; „Ópus Hryssur" á (slensku.
Ofsóttir af Andrési Önd!
Nýlega kom út önnur
snælda hljómsveitarinnar Opp
Jors og nefnist hún „Plan B -
Dauði“.
D > >
ffiOKIC-
sumar
á Húsavík
Rokklíf er um þessar
mundir ótrúlega btómlegí á
Húsavik, eins og reyndar á
hverju sumri í nokkur ár. Þá
þyrpast námsmenn heim í
sveitina og byrja að spila á ný.
Annað kvöld verða haldnir ár-
legir sumartónleikar þar sem
hvorki fleiri né fæm en 12
hijómsveilír leika. Þetta er
ijóröa árið í röð sem þessir
iónleikar eru haldnir og eins
og áður er staðurinn sam-
komuhúsið, og stundin uppúr
kl. 20.00. Hljómsveitimar
sem koma fram eru, Rotþróin,
Ræsið, Blóðmör, Geimharður
og Helena, Þrumur og elding-
ar, Down & out, Bra, Kvenna-
saxið, Hrafhar og Birtan
Hinumegin.
Þessar sveitir eiga ekki
mikið samciginlegt, þær hafa
aliar sinn eigm stíT, en eiga þó
sammerkt að eiga ekki mikinn
séns í að ná hátt á Pepsi-iist-
anum. Ræsið leikur t.d. hratt
ruslrokk, Birtan Hinumegin
þunga „ný-bylgju tónlist“
(hvað svo sem það nú annars
cr eftir öll þessi ár), og Rot-
þróin spilar pervtsið skíta-
popp sem má kynnast til hlýt-
ar a ný- utkominni snældu.
Tvær sveitir „úr bænum“
fá að spila á Húsavíkur-hátíð-
ínni. Þetta eru Keldusvínin og
hin svakalega pung-svett
Drulla. Drulla hefur áður spil-
að á Húsavík og vakti þá svo
mikia lukku meðai æasku-
fólks bæjarins að brugðið var
á það ráð að fá þá aftur. Það
þarf efiaust ekki að mirma
tnnfædda á þetta rokkmót, en
aðrir eru hvattir tii að bregða
sér bæjarlcið og kynnast
Húsavíkur-rokkinu á meðan
það er heitt og svaiandi.
Sérstakur útsendari Heig-
arvaggs, Guðmundur Erlings-
son, verður á Húsavík á morg-
un og birtist pistill hans um
rokkmótið i Helgarvaggi nk.
föstudag.
Sú fyrri kom út í fyrra og hét
„Mongolian Bobo“. Opp Jors
skipa tveir strákar sem oyrja í
menntaskóla í haust, Barði Jó-
hannsson og Lárus Magnússon.
Þeir spila báðir á gítara,
trommuneila og munnhörpu
fiegar að því kemur. Þeir syngja
íka báðir. Tónlistin er humor-
ískt dauða- diskó. Helgarvagg
lét spumingunum rigna yfir þá.
- Af hverju leiddust íslensk
velferðarbörn eins og þið út i
dauðadiskóið?
„Þetta er okkar aðalskemmt-
un“, samþykkja drengimir, „við
uxum upp úr tölvuleikjunum og
byriuðum að spila í fyrra. Við
höfðum hlustað á ABBA síðan
við vomm fjögurra ára. Siö og
átta ára fórum við í tóniistar-
skóla, fyrst á blokkflautu og pi-
anó en enduðum á gitamum. Við
höfum alltaf verið að dúlla okk-
ur í þessu.“
- Hvernig fara æfmgarnar
hjá Opp Jors fram?
„Við æfum aldrei. Við kom-
um bara saman og tökum upp.
Við emm það miklir snillingar
að þetta kemur allt af sjálfu sér.“
- Af hverju geftð þið út
spólu?
Fer ekki alltof lítið fyrir ykk-
ur?
„Jú, oe það var líka meining-
in,. Við vildum vera þátttakendur
í íslensku tónlistarsumri án þess
tió að vera með yfirgang. Við
osnum við eintökm með því að
pína þeim upp á fólk, en við vilj-
um fíka endilega koma því á
framfæri að spólan er seld í
Þmmunni á Laugaveginum.“
— Hvað er vinsœlasta tónlist-
in hjá ungu fólki í dag?
„Það má segja að það sé
mjög spastísk tónlistarnlustun
hjá ungu fólki í dag en þó er að-
allega hlustað á Death-metal eða
hiphop. Hiphop-liðið er þó farið
að hlusta á death-metalið og öf-
ugt.“
- Hvað hlustið þið helst á?
„Nú, ABBA hefur verið við-
loðandi," segir Láms, „og líka
Bee Gees.“
„En Death-metal sækir á
brattann," segir Barði.
„Ég verð að viðurkenna að
ég hlusta mikið á Van Halen,“
játar Lárus og Barði segir Krist-
ján Jóhannsson hafa verið í
miklu uppáhaldi, þó Kristjáns-
dýrkunin sé nú í rénum.
„Við höfum þó aldrei verið
hrifnir af Atla Heimi,“ segja
piltamir. „Þegar fólk fær lista-
mannalaun er það viðurkenning
á að það sé ekki listamenn.“
- Er ekki bara sjálfsagt að
ríkið borgi undir tónlistarmenn?
Jú jú, svosem en það verður
að velja rétt þegar ausið er úr vö-
sum skattgreiðanda. Mér finnst
Opp Jors eigi að fá listamanna-
laun,“ segir Barði.
- Teikningar af Andrési Önd
skreyta báðar spólurnar ykkar,
eruð þið undir áhrifum frá hon-
um?
„Já, gífurlegu. Hann hefur
fylgt okkur allt okkar líf,“ segir
Barði. „Hann birtist mér í
draumum og ásækir mig!“
— Hvað ersvo framundan hjá
Opp Jors?
„Við ætlum að hanna boli í
næstu viku og hætta svo,“ segir
Láms, „alla vega fara í frí, langt
frí.“
Að þeim orðum töluðum
borga mgludallamir í Opp Jors
kakóið sitt og hverfa út 1 stór-
borgina.
Fransk/íslenskar rokkþreifingar
Jack Lang, menningar-
málaráðherra Frakklands,
kom hingað í fyrra og sá m.a.
tónleika Sykurmolanna í Duus7
húsi, eins og frægt er orðið. I
framhaldi var viðruð hug-
myndin um rokksamstarf Is-
lands og Frakklands og hefur
undirbúningsstarf staðið yfír
síðan.
Fjórir aðilar sjá um það starf:
Alliance Francaig, Menntamála-
ráðuneytið, Utgáfufyrirtækið
Smekkleysa SM h/f, og franska
umboðsskrifstofan Programme.
Hugmyndin um rokksamstarfið
er mjög einföld; íslenskar hlóm-
sveitir fara og spila í Frakklandi,
franskar hljómsveitir koma hing-
að og spila.
Hverjir koma
hingaö?
Undirbúningur er nú á loka-
$tigi fyrir „Franskt rokkhaust á
íslandi", eða „Tour d'Islande“
eins og Frakkamir kalla það.
Ljóst er að franska rokkinnrásin
verður tvískipt; söngkonan Am-
ina syngur a Hótel Islandi 12.
september, en tveggja til þriggja
daga rokkhátíð verður haldin 16.-
19. október.
Þeir sem nenntu að horfa á
síðustu Júróvisjón muna ömgg-
lega eflir franska framlaginu. Það
var einmitt Amina, sem nú er á
leið hingað. Amina lenti í öðm
sæti, en bar af í keppninn vegna
áræðni og frumlegheita. Hún á
ættir sínar að rekja til Túnis en
hefúr, ólíkt öðmm með hennar
fortíð, átt í litlum erfiðleikum
með að aðlagast franskri menn-
ingu. Síðasta plata Aminu „Yalil“
kom út fyrir tveimur ámm og hef-
ur vakið verðskuldaða athygli
víða um heim. A plötunni blandar
Amina saman eigin tónlistararf-
leifð frá Túnis og vestrænni dans-
tónlist og er útkoman mögnuð.
Ekki hefur endanlega verið
gengið frá því hvetjir koma og
spila hér 16.-19. október en þeir
sem koma sterkast til greina em
sveitimar Les Satellite og Babyl-
on Fighters, og Manu Dibango
ásamt 12 manna fransk/kamerún-
ískri sveit, en Manu er frá Kame-
rún. Þaðan íluttist hann fyrir tutt-
ugu ámm síðan til Frakklands þar
sem hann hefur starfað síðan.
Les Satellites má setja í sama
bás og sveitimar Mano Negra og
Les Negresses
Vertes, sem er ís-
lendingum að
óðu kunn. Allar
omu sveitimar
upp um miðjan
síðasta áratug og
em allar mjög
þjóðfélagslega
meðvitaðar. Það
er þó meira rokk í Les Satellites
en ninum sveitunum tveimur.
Babylon Fighters em frá iðn-
aðarborg rétt utan við Lyon.
Söngvarinn er þó ættaður frá
frönsku Antilles-eyjunum í Kari-
bíahafinu. Við fyrstu hlustun
minnir sveitin allnokkuð á banda-
rísku sveitina Red Hot Chiliy
Peppers, þ.e.a.s. mjög kröftugt
dansrokk undir áhrifum úr öilum
áttum. Að undanfömu hefur
sveitin ferðast um og spilað í Evr-
ópu og Bandaríkjunum og áður
en hún kemur hingað er áætluð
tónleikaferð um S-Ameríku.
Hverjir fara úf?
Ekki hefúr verið ákveðið
hvaða íslenskar hljómsveitir fara
til Frakklands, en ljóst að margir
em kallaðir en fáir útvaldir. Tveir
möguleikar em íyrir hendi um
sjálfa skipulagninguna. Annars
vegar þátttaka einnar eða tveggja
hljómsveita í samnorrænni rokk-
hatíð í París í byrjun desember.
Það er mat sérfræðinga að þátt-
taka í slíkri samnorrænni rokkhá-
tíð væri fysilegasti kosturinn til
að ná góðum árangri í markaðs-
setningu.
Hins vegar hefur verið raptt
um að skipulögð verði sérstök ís-
landshátíð og hún fléttuð inní
næstu tónleikaferð Sykurmol-
anna. Þessi hugmynd er þó af-
skaplega ómótuð þar sem Sykur-
molamir hafa ekki skipulagt
neina tónleikaferð ennþá. Hvorki
um Frakkland né önnur svæði.
Gunnar L
Hjálmarsson
Föstudagur 16. égúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17
Vagg-
tíöindi
Breiðablik hefur staðið sig mis-
jafnlega í Samskipadeildinni f
sumar og nú hefur félagið gefið út
á snældu tvö lög sem eiga að
hvetja menn tii dáða og efla fé-
lagsandann. Matthías Kristjansen
á báöa textana og annað lagið
,Afram Breiðablik". Hitt lagið,
„Þetta er Breiðablik", samdi hins
vegar Valgarður Guðjónsson, sf-
GLOTTandi erik- Fræbbbill og
Bliki. Leikmenn Breiðabliks syngja
lögin að öllu leyti, nema hvað þeir
Helgi P. og Ólafur Þórðarson úr
Ríó-Tríó syngja með í „Þetta er
Breiðablik". Um undirieikinn sá hin
skemmtilega pcpp-sveit GLOTT
sem Valgarður idiðir, en í henni er
annar Fræbbill, Stefán trommari
Guðjónsson. Honum hefur eflaust
aldrei órað fyrir þvi að hann yrði
undirieikari Ríó-manna, en svona
er raunveruleikinn oft skritinn. Þeir
sem viija nálgast þessa sögulegu
heimild er bent á pulsusjoppuna á
Kópavogsvelli...
Það er allt útlit fyrir að Rokk
hf., sem hélt risarokkið í Kapla-
krika í júní, ætli að endurtaka leik-
inn og halda risatónleika i Laugar-
dalshöll 7. og 8. september.
Hljómsveitin SKID ROW, þunga-
rokkssveit af svipuðum toga og
þær sveitir sem léku hér í júní,
mun spila, e.t.v. ásamt annarri er-
lendri sveit. Stefnt er að þvi að
SKID ROW komi þann 5. og æfi í
Höllinni þann 6. Létt- þungawigtar
rokkarar geta þvi farið að hlakka
til. Aðrir, t.d. unnendur deathmetal
rokks, geta áfram syrgt að enginn
hafi þor til að flytja inn almenni-
lega þungarokkssveit. Mikið hefði
nú t.d. verið gaman að sjá Meall-
ica i Höllinni, eða Sepultura. Samt
má alls ekki lasta framtak ROKK-
manna. Þaö er gott að einhver vill
standa í að flytja inn rokk fyrir
möriandann...
I kvöld rifja Deep Jimi and the
Zep Creams upp gamlar rokk-
lummur á 2 Vinum.. Hljómsveitin
hefur vakiö lukku hjá mörgum fyrir
góðar útgáfur af lögum „gömlu
meistaranna". Sniglabandið rokk-
ar á 2 Vinum annað kvöld og held-
ur eflaust uppi álíka stuði og má
finna á nýútkomnum geisladiski
sveitarinnar. Mikki Refur, ný sveit
úr bænum, spilar svo á sunnu-
dags- og miðvikudagskvöldiö.
Engar upplýsingar lágu á lausu
um það band...
Púlsinn: (kvöld blúsarTrega-
sveitin, en á morgun Blúsmenn
Andreu, eftir langt hlé. Blúsmenn-
irnir eru Dóri og vinur hans Guð-
mundur Pétursson á gitar, Rich-
ard Com á bassa og Jóhann Hjör-
leifsson á trommur. Hljómsveitin
Þjófar leikur á sunnudagskvöldið
og má geta þss að þá spilar gamli
gítarsleðinn Tryggvi Húbner í
fyrsta skipti með bandinu. Á
fimmtudaginn má svo benda á
hljómleika hljómsveitarinnar Fríðu
Sársauka sem er stór og skemmti-
leg poppsveit. Þar fer fremstur í
flokki Andri Clausen söngvari,
leikari og kennari...