Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 6
FBETTIR Bessmertnykh hættir, frjálslyndur forstjóri yfir KGB Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkjaforseti vék utanríkisráðherra sín- um, Aleksandr Bessmertnykh, úr starfi í gær, á þeim forsendum að hann hefði verið beggja blands meðan valdaránstilraunin stóð yfir. Bessmertnykh ber á móti því að svo hafi verið og segist hafa verið veikur og rúmliggjandi þá dagana. Andrej Fjodorov aðstoðarutan- ríkisráðherra sagði í opnu bréfi sem birt var í gær að sovéska utanríkis- ráðuneytið hefði hegðað sér eins og pólitísk hóra meðan valdaránstil- raunin stóð yfir. Hefði það gefið sendiráðum Sovétríkjanna fyrirskip- un um að reyna að fá önnur ríki, sér- staklega vestræn, til að viðurkenna neyðamefnd svokallaða sem lög- mæta stjómendur. I mörgum sendi- ráðum var búið að taka niður mynd- ir af Gorbatsjov, segir Fjodorov. Bessmertnykh er 57 ára og hefúr gegnt embætti utanríkisráðherra ffá því í janúar, er hann var skipaður í það sem eftirmaður Eduards She- vardnadze. Bessmertnykh hefur ver- ið talinn í hópi fijálslyndra stjóm- málamanna og á að baki langan feril í utanríkisþjónustu Sovétríkjanna, var þannig um skeið ambassador þeirra í Bandaríkjunum og í samn- ingum um afvopnunarmál. Atburðimir í stjómmálum Sov- étríkjanna halda áfram að gerast með hraðara móti og í gær var til- kynnt að menn þeir þrir sem Gorbat- sjov skipaði í fyrradag til að taka við embættum vamar- og innanrík- isráðherra og forstjóra KGB þefðu þegar látið af þeim störfum. I stað þeirra hefur Gorbatsjov nú skipað Víktor Baranníkov, fyirum innanrik- isráðherra Rússlands, innanrikisráð- herra Sovétríkjanna, Jevgeníj Sha- poshníkov, yfirhershöfðingja flug- hersins, vamarmálaráðherra og Vad- ím Bakatín forstjóra KGB. Bakatín var innanríkisráðherra Sovétríkjanna á undan Borísi Pugo og vék úr því starfi undan þrýstingi frá íhaldsmönnum, sem töldu hann of fijálslyndan. Það fylgir sögunni að honum sé nú ætlað að endur- skipuleggja KGB. Talið er að mannaskipti þessi hafi verið ákveðin að nokkru fyrir tilstilli Jeltsíns Rússlandsforseta. dt. Bessm- ertnykh - ráðu- neyti hans kallað pólitísk hóra. Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar ffá Svíbióð Af nýju lýðræði og skrýtnu Nýtt lýðræði er nafnið á nýjum flokki í sænskum stjórnmálum. Forystumenn hans eru tveir forstjórar, Bert Karlsson og Ian Wachtmeister. Bert, eða Skara- Bert, er aðallega kunnur fyrir skemmtigarð sinn í borginni Skara í Vestur-Gautlandi sem margir heim- sækja. Hann er upphafsmaður flokksins, en lan kom síðar til sögunnar. Bert, sem ekki hafði verið viðriðinn pólitík, tók upp á því að lýsa skoð- unum sínum á ýmsum þjóðfélagsmálum sem leiddi til þess að stofnaður var formlegur stjórnmálaflokkur. Ian Wachtmeister er sprottinn úr gamalli aðalsætt og hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af að eiga ékki til hnífs og skeiðar. Hann hefur komið víða við í sænsku atvinnulífi í krafti auðs og ættar og gegnt forstjórastöðum. Athygli vakti fyrir nokkr- um árum þegar Hans Werthén, einn kunnasti og virtasti forystumaður í sænskum iðnaði, rak aðalsmanninn úr forstjórastóli fyrirtækis þar sem hann hafði áhrif. Herra Wachtmeister naut ekki lengur trausts. En það er hægt að dunda við fleira en stjórna fyrirtækjum. Til dæmis pólitík. Og svo kom að því að Ian Wachtmeister hitti Skara-Bert og sagðist vilja taka þátt í flokksstarf- inu. Núna er Ian formaður flokksins og sterki maðurinn. Hann er sagður ráða öllu sem hann vill ráða. Skara- Bert er að vísu á lista flokksins og getur sagt eitt og annað skemmtilegt, en stundum er það dálítið óheppilegt og ekki ávallt djúphugsað. Fyrir skömmu rak flokksdeildin í Ludvika tvo unga menn úr flokknum vegna þess að vitað var að þeir eru homm- ar. Nú fannst ýmsum skorta skilning og umburðarlyndi og Nýtt lýðræði vera í vondum málum. Berti vildi bæta úr og sagði við fréttamann sjónvarps að hommar væru besta fólk. Hann hefði til dæmis marga svona í vinnu hjá sér! í vor, meðan hann enn var formaður flokksins, sat hann fyrir svörum í sjónvarpi í til- efni þess að stefnuskrá flokksins hafði komið út. Fréttamaðurinn vildi fá skýringar á einstökum atriðum og rökstuðning. Þá kom berlega í ljós hversu yfirborðsleg og óljós stefna flokksins er. Berti átti fá svör og lenti í mestu vandræðum. Áður en tveir sólarhringar voru liðnir hafði hann sagt af sér formennskunni. Bar við önnum við stjóm fyrirtækja sinna. Nokkrum dögum síðar var hann þó aftur kominn í ffemstu röð flokksins sem hann hafði stofnað og sagðist ætla að taka þátt í kosninga- baráttunni svo sem tími hans leyfði. Hins vegar sagðist hann ekki ætla að taka sæti á framboðslista sem gæti leitt til þingsetu. Hefði ekki áhuga á að sitja á þingi. (Þetta átti eftir að breytast.) Nýtt lýðræði er borgaraiegur stjómmálaflokkur, yst til hægri í flestum málum. Flokkurinn sækir stuðning helst inn í raðir Hægfara einingarflokksins sem er íhaldssam- ur borgaraflokkur og helsti málssvari atvinnurekenda og viðurkenndra hægri skoðana. Nýtt lýræði er af mörgum talinn hreinn lýðskmms- flokkur sem ekki er hægt að treysta. Flokkurinn spilar á léttvæga stengi en vinsæla. Meðal stefnumála flokksins sem einna mesta athygli hefúr vakið og glatt marga er krafa um lægra verð á áfengi á bömm landsins og að stöðumælavörðum verði sagt upp! Flokkurinn minnir í mörgu á Framfaraflokks Mogens Glistmps í Danmörku og svipaðan flokk í Noregi. Þessir flokkar náðu vissulega langt i kosningum og nú er sem sagt röðin komin að Svíþjóð og vekur það ugg margra. Svíar em, sem kunnugt er, þekktir fyrir mannúðlega stefnu gagnvart innflytjendum og flótta- fólki. í aðalatriðum hefur verið ein- ing um stefnu landsins i þessu efni. Að vísu er stefna stjómvalda og framkvæmd oft gagnrýnd, en hjá Nýju lýðræði hefur borið á fyrirlitn- ingu gagnvart hörandsdökku fólki og kynþáttafordómum. Slík sjónar- mið em vissulega þekkt, en hafa hingað til að mestu verið bundin við einstaka öfgahópa. Nýtt lýðræði boðar lægri skatta og einkavæðingu á flestum sviðum og lætur sér í léttu rúmi liggja hvað verður um þá sem ekki hafa peninga til að borga fyrir menntun og læknish’álp.í skoðana- könnunum hefúr Ný áræði fengið upp undir 10% fylgi, sem er meira en t.d. Miðflokkurinn hefúr fengið og mun meira en flokkur umhverfis- sinna sem fékk menn kjöma á þing í fyrsta skipti fyrir þremur ámm. Þetta hefúr valdið því m.a. að rótgrónu flokkamir em óöryggir gagnvart Nýju lýðræði. Flestir flokkamir hafa samt valið að sniðganga nýja flokk- inn. Ingvar Carlsson leiðtogi jafhað- armanna og forsætisráðherra lýsir Nýju lýðræði sem „öfgaflokki" og hafnar að ræða við fulltrúa hans. Bengt Westerberg formaður Þjóðar- flokksins er eini flokksleiðtoginn sem kaus að ræða við Ian Wacht- meister í sjónvarpssal fyrir nokkmm dögum. Sú umræða var mesta þjark og jók ekki tiltrú manna á aðals- manninum sem stjómmálaleiðtoga. Hæpið er að gera ráð fýrir að Nýtt lýðræði fái jafn mikið fylgi í kosningunum 15. september og skoðanakannanir sýna. Hins vegar em allar líkur á að flpkkurinn fái menn kjöma á þing. í þeim hópi verða forstjóramir báðir. Miðað við viðhorf hinna flokkanna bendir allt til þess að enginn þeirra hafi áhuga á að starfa með Nýju lýðræði að lokn- um kosningum og að flokkurinn verði að mestu einangraður. En hvemig er háttað hjá lýðræð- inu innan Nýs lýðræðis? Að minnsta kosti ef miðað er við það sem fólk á að venjast úr flestum öðmm flokk- um. Nýtt lýðræði hefúr engar rætur í öðmm hreyfmgum og byggir ekki á lýðræðislegum hefðum. Flokknum er algerlega stýrt að ofan rétt eins og hverju öðm fyrirtæki. Forstjóramir þekkja ekki annað. Sem von er sætta ekki allir sig við þetta og sumir sem gengu til liðs við flokkinn í vetur og vor hafa nú yfirgefið hann. Til að mynda hafa nokkrir þeirra sem sam- þykktu að taka sæti ofarlega á lista flokksins sagt skilið við hann. í þeim hópi er Karin nokkur Rutsdotter Wistus í Uppsölum, en segja má að hún hafi skipað „öraggt" sæti á framboðslista flokksins. Hún segir að lýðræði fyrirfinnist ekki innan Nýs lýðræðis og buddan ráði því hverjir muni verða fúlltrúar flokks- ins á sænska þinginu næstu þrjú árin. „Þeir sem borga mest til flokksins skipa efstu sætin,“ segir Karin í blaðaviðtali. Hún segir jafnframt að hún og aðrir „afhopparar" muni gera grein fyrir sjónarmiðum sínum innan tíðar í opnu bréfi. Bengt Dalström, auglýsingaforstjóri í Örebro, er í hópi frambjóðenda Nýs lýðræðis. Hann segir að þetta með peningana og sæti á listanum sé tóm della. „Ég hef auðvitað greitt í flokkssjóð og borgað eitt og annað. En það nær ekki einu sinni 10.000 krónum,“ (100.000 ísl. kr.), upplýsir hann les- endur Örebro Kuriren og bætir við að það sé erfitt með lýðræðið og seg- ir: „Þetta lýðræði tekur svo langan tíma. Við í Nýju lýðræði höfum ekki tíma fyrir svoleiðis.“ Já, það er mörg raunin sem manninn þjáir. Flokksheitið hefði ef til vill átt að vera eitthvað annað. Harðlínu- kommar eða eitthvað annað? Valdaránið virðist ekki þýða afturhvarf til hins gamla komm- úníska alræðis, heldur að upp er tekið einræði án nokkurar sér- stakrar hugmyndafræði. Svo segir sænskur hagffæð- ingur og sérfræðingur í málum Sovétríkjanna, Anders Aslund, í grein í Svenska Dagbladet sem birtist á þriðja degi valdaránsins í Moskvu. Það skal tekið ffam að Aslund er mjög hægrisinnaður og hefúr m.a. gagnrýnt bandarisku leyniþjónustuna fyrir að hafa of- metið efnahagsstyrk Sovétríkj- anna. Ummæli hans er forvitnilegt innlegg í umræðuna um það hvort valdaræningjamir séu „harðlínu- kommar“ eða eitthvað annað. Svarið virðist liggja i augum uppi: þeir koma úr gömlum „hörðum“ kjama Kommúnistaflokksins. En þar með er ekki hálf sagan sögð, að dómi hins sænska hagfræðings og margra fleiri. Þegar hann lýsir þeim valdaræningjum sem enn á miðvikudag ge»-ðu sig líklega til að fara með \ óld í Moskvu, þá segir hann: „Hin nýja stjóm sýnist ekki á þeim buxum að taka upp aftur hina gömlu tilskipanahagstjóm, heldur mælir með markaðbúskap- arumbótum og einkavæðingu, eins þótt um leið sé boðuð bæði launa- stöðvun og frysting verðlags. Sov- éskir forystumenn hafa um langt skeið talað sig út í velvild í garð þeirra efnahagsumbóta sem Pinoc- het tók upp í Chile og efnahags- legra breytinga sem Franco stóð fyrir á Spáni. Hugsun þeirra er sú að best sé að innleiða markaðsbú- skap með einræði.“ (Hér er ástæða til að rifja það upp að Pinochet hershöfðinga, sem rændi völdum af vinstristjóm í Chile, honum var margt fyrirgef- ið á Vesturlöndum vegna þess að hann notaði einveldi sitt til að koma á ströngum markaðsbúskap, ekki síst á kostnað hinna fátæk- ustu.) Hvers vegna hafa flokks- broddar eins og valdaræningjamir í Moskvu áhuga á einkavæðingu? Svarið er, segir sænski hagffæð- ingurinn, að einnig þeir telja kommúnismann dauðan og hafa blátt áfram viljað hrifsa til sín per- sónulega sem mest úr dánarbúinu. Hann segir í grein sinni: „Fram er að fara umfangsmikil einkavæðing meðal nómenklatúr- unnar (æðstu manna í sovésku stjómkerfi). Þetta þýðir að for- stjórar ríkisfyrirtækja og flokks- broddar selja ríkiseigur og fyrir- tæki sjálfum sér fyrir lágt verð.“ ÁB tók saman. Alþingi l'SLENDINGA Frá fjárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórn- armönnum kost á að eiga fund með nefndinni dag- ana 23.-27. september. Upplýsingar og tímapantanir í síma 624099 frá kl. 8- 16 eigi síðar en 18. september n.k. o SJÓNVARPIÐ Útboð Sjónvarpið I.D.D. óskar eftir tilboðum í gerð kvik- myndar sem ætluð er yngstu áhorfendunum. Myndin er hluti af samnorrænum myndaflokki þar sem hver mynd er sjálfstætt verk sem sýnd verður á öllum Norðurlöndunum. í tilboðinu þarf að felast eftirfarandi: 1. Lengd um 25 mínútur. 2. Sögumaður skýri myndina. 3. Lítið sem ekkert tal. 4. Verktaki velur sjálfur handritið. 5. Hugmynd að handriti fylgi tilboöinu ásamt kostn- aðaráætlun. 6. Kvikmyndin afhendist í nóvember 1992. 7. Handrit verði afhent fullbúið í desember 1991. 8. Utboði þarf að skila til Siónvarpsins í lok septem- ber1991. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi barnaefnis hjá Sjón- varpinu. Síða ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.