Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 7
FRETTIR A Umsjón: Dagur Þorleifsson Starfsemi kommúnistaflokks í Rússlandi og Moskvu bönnuð til bráðabirgða Hart er nú sótt að sovéskum kommúnistum, flokksdeildum þeirra, blöðum og stofnunum víða í Sovétríkjunum eftir vaidaránstilraunina sem fór út um þúfur á miðvikudag. Margir ráðamenn og mikill hluti almennings saka sovéska kommún- istaflokkinn og deildir hans í lýðveldunum um að hafa staðið á bak við valdaránið og stutt það. Borís Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær út tilskipun um að starf- semi Kommúnistaflokks Rúss- lands, sem talinn hefur verið mikið vigi íhaldsmanna og andstæðinga Jeltsíns, væri bönnuð og skyldi svo standa þangað til gengið hefði verið úr skugga um með rannsókn hver afstaða flokksins hefði verið til valdaránstilraunarinnar. Mörgum þykir ljóst eftir at- burði gærdagsins að nú sé það Jeltsín, sem valdið hefur í Sovét- ríkjunum, öllu fremur en Gorbat- sjov. Sá síðamefndi kom á fund æðstaráðs (þings) Rússlands í gær til að þakka Jeltsín og þingmönn- um fyrir einarðlega mótspymu egn valdaræningjunum, en fram- oma Jeltsíns við hann þótti auð- mýkjandi. Undirritaði Jeltsín til- skipunina um bannið við starfsemi Kommúnistaflokks Rússlands þar á þingfundinum við mikil fagnað- arlæti þingmanna, sem margir veittu Gorbatsjov ekki ýkja hlýleg- ar viðtökur. Gorbatsjov gagnrýndi tilskipunina, sagði að ekki hefðu allir í flokknum stutt valdaræn- ingjana og varaði við „galdraof- sóknum“ og „andkommúnískri móðprsýki“. Aður hafði Jeltsín bannað alla starfsemi flokksdeilda kommún- ista I sovéska hemum innan landa- mæra rússneska sambandslýðveld- isins og hliðstæð starfsemi komm- únistaflokksins i KGB í lýðveldinu hefur einnig verið bönnuð. Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu, lýsti í gær yfir banni við starfsemi kommúnistaflokksins í borginni þangað til rannsóknum væri loktð á afstöðu deildar flokksins þar til valdaránstilraun- arinnar. Hefur aðalstöðvum flokksins í Moskvu verið Iokað. Svipað hefur verið gert i Leningr- ad og fleiri borgum. Af öðru sem Jeltsín gerði í gær er helst að nefna að hann vék frá embættismönnum í stjómamm- dæmum sem hann kvað hafa stutt valdaránstilraunina og bannaði til bráðabirgða útkomu Pravda, mál- gagns sovéska kommúnistafíokks- ms, og fimm annarra blaða innan landamæra Rússlands. Hann gerði og eignir Pravda og fleiri blaða flokksins upptækar og vék úr störfum forstöðumönnum Tass- fréttastofunnar og ríkisútvarpsins. Gorbatsjov ræddi í gær við leiðtoga sumra lýðveldanna og er nú búist við að sum þeirra muni krefjast þess að sambandslagasátt- málanum, sem tilbúinn var til und- irritunar fyrir valdaránstilraunina, verði þannig breytt að sjálfstjóm lýðveldanna, sáttmálanum sam- kvæptt, verði aukin. I fyrrakvöld reif mannsöfnuður er fagnaði sigri andstæðinga valdaránsmanna af stalli styttu af Felix Dzerzhínskij, fyrsta forstjóra sovésku leyniþjónustunnar er nú heitir KGB. Stóð styttan fyrir framan aðalstöðvar KGB í Moskvu. Jeltsfn - nú er valdið hans, öllu fremur en Gorbatsjovs. Genscher: Eystra- saltsríkin fljótlega sjálfstæð í raun Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagðist í gær telja að þess yrði skammt að bíða að Eist- land, Lettland og Litháen yrðu sjálfstæð ríki í raun og Sovétríkin ríkjabandalag ffemur en sambandsríki. Valdaránstilraunin sem gerð var fyrri hluta vikunnar kemur til með að hafa áhrif á Sovétríkin til frambúðar, sagði Genscher. Frammistaða Borísar Rússlandsforseta Jelt- síns við að hnekkja valda- ránsmönnum yrði þannig til þess að stjómir sovésku lýð- veldanna myndu eftirleiðis mega sína meira gagnvart miðstjóminni en hingað til. Nauðsynlegt væri fyrir Evr- ópubandalagið og aðildarríki þess að taka fullt tillit til þessara breytinga, sem væm hafnar og myndu halda áfram. Það fer ekki leynt að stuðningur við Eystrasaltslýð- veldin þrjú í sjálfstæðisbar- áttu þeirra hefur tekið all- snöggan vaxtarkipp við hið misheppnaða valdarán í Sov- étríkjunum. Kanadastjóm lét í gær í ljós þesskonar stuðning við lýðveldin þijú og meira að segja Frakkland, hingað til hvað áhugaminnst af stærri vesturlandaríkjum um örlög þessara þriggja smáþjóða, gaf til kynna það álit að innlimun Sovétríkjanna á þeim hefði verið „afbrigðilegt fyrirbæri í sögunni". Forsetar Mið- Asíulýðvelda úr stjómmálaráði íslam Karímov, forseti sovéska Mið-Asíulýðveldis- ins Úsbekistans, sagði sig í gær úr stjómmálaráði og mið- stjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Slíkt hið sama hafði starfsbróðir hans í Ka- sakstan, Nursultan Naz- arbajev, gert í fyrradag. Segj- ast þeir gera þetta vegna þess að flokksforustan hafi ekkert hafst að gegn valdaránstil- rauninni sem gerð var í fyrri hluta vikunnar. Kommúnistaflokkur Litháens lýstur ólöglegur Sovéskir herfiokkar hafa frá því að valdaránstilraunin fór út um þúfur yfirgefið mikilvægar byggingar í Eystrasaltslöndunum þremur, þ.á m. sjónvarpsturninn í Vilnu, höfuðborg Litháens, sem sovéskt herlið tók á sitt vald eftir blóðug átök í janúar. Er þetta fyrsti áþreifanlegi ávinningur lýðveldanna þriggja af misheppnun valdaránstilraunarinnar. Stjómir lýðveldanna neyta þess nú að miðstjómin í Moskvu er hálflömuð eftir valdaránstilraun- ina. Þannig samþykkti þing Lithá- ens í gær tillögu um að lýsa kommúnistaflokkinn þar, sem ver- ið hefur á bandi sovésku stjómar- innar, ólöglegan og að gera eignir hans upptækar. Er flokkurinn i samþykktinni sakaður um stuðning við valdaránstilraunina. Litháens- stjóm hefur einnig bannað tíma- bundið útgáfu blaða, sem andvíg em sjálfstæði landsins. Stjóm og þing Lettlands em sögð hafa svipaðar ráðstafanir i huga. Edgar Savisaar, forsætisráð- herra Eistlands, hefur fyrirskipað lokun útvarpsstöðvar andstæðar sjálfstæði landsins. Hann segist vilja að stjóm Rússlands undir for- ustu Jeltsíns forseta taki þátt í samningaumleitunum um sjálf- stæði Eistlands. Rússland hefur viðurkennt fullveldi þess, en sov- Landsbergis - vill „Nurnbergréttar- höld“ yfir kommúnistum. éska stjómin ekki. Stjómir Eistlands og Litháens hafa tvo síðustu daga gert ráðstaf- anir til að draga úr valdi sovéskra stjómvalda í löndum þessum tveimur og lýst því yfir að rann- sóknir muni fara fram í málum þeirra manna þarlendis, er stutt hafi valdaránsmenn. Savisaar segir ennfremur að forstjórum nokkurra fyrirtækja á vegum sovéska ríkis- ins verði vikið frá störfum, þar eð fyrirtæki þessi hafi verið virki and- stæðinga sjálfstæðisins. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, lagði til í gær að eftit yrði til réttarhalda yfir forustu- mönnum kommúnista með Numbergréttarhöldin yfir forkólf- um nasista sem fyrirmynd. YOTN 0£ DALIR I SKOTLANDI — /Íiíii/i daga ferb, 33.990,-* Loch Achray hótelið stendur í draumfögru og hlýlegu umhverfi við rætur hins tignarlega Ben Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er skemmtilega í sveit sett, umkringt óspilltum skógi á bökkum Achray stöðuvatnsins. Allt ( kring eru víðar lendur, ótal skógarstígar og þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu. Innifalið í ferðinni er: • Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow með Flugleiðum. • Flugvallarskattur. • Gisting í fjórar nætur á Loch Achray hótelinu. • Hlý og notarleg svefnherbergi með sérbaði. • Akstur. • Skoðunarferðir á hverjum degi, auk verslunarferða. • Skemmtisigling. • Ríkulegur morgunverður að skoskum hætti hvern dag. • Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali. Ferðaáætlun: 1. dagur Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow. Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray hótelsins. 2. dagur Dagsferð til Inversnaid, en þangað liggur leiðin um fögur héruð að bökkum hins nafntogaða Lomond vatns. Farið verður í siglingu á vatninu, en síðan ekið til baka um skosku hálöndin. 3. dagur Dagsferð til höfuðborgar Skotlands, þeirrar sögufrægu Edinborgar. Þar gefst kostur á að skoða sig um eða versla að vild. 4. dagur Dagsferð um hálöndin og meðal annars numið staðar í Crieff. Þar verður gestunum boðið að skoða Glenturret, elsta brugghús í Skotlandi. október, njóta þó góðs af kvöldflugi og geta eytt fyrri hluta dagsins í Glasgow, verslað eða skoðað sig um í stórborginni. Brottför/heimkoma: 15. október -19. október 12. nóvember- 16. nóvember 10. desember-14. desember FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS 5. dagur Brottför til Glasgow og flug þaðan til Keflavíkur. Farþegar í fyrstu ferðinni, 15. til 19. Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands - Skógarhlíð 18 - 101 Reykjavlk - slmi 91-2 58 55 * Miðað við gengi 01.08. 1991 Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.