Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 4
Ráðstefna um tölvunotkun í námi Skýrslutæknifélag (s- lands heldur í samstarfi við aðila menntakerfisins ráð- stefnu um tölvunotkun í námi á Hótel Loftleiðum næstkomandi mánudag 26. ágúst. Ráðstefnunni er ætl- að að höfða til kennara, skólastjórnenda, fræðsluyf- irvalda, sveitarstjórnenda og sérfræðinga á sviði hug- búnaðar og vélbúnaðar, og er hún öllum opin. Jafnframt er henni ætlað að verða hvatning til skynsamlegrar og árangursríkrar notkunar og að skapa farveg til sam- skipta og þekkingarmiðlun- ar um þessi mál. Á ráð- stefnunni verða flutt mörg stutt erindi um tölvunotkun í mismunandi kennslugrein- um, sem og tölvunotkun í námi sem gengur þvert á námsgreinar. Breytingar á mófaskrá Þær breytingar hafa ver- ið gerðar á mótaskrá Sam- skipadeildar að leikur Breiðabliks og Eyjamanna sem átti að verða föstudag- inn 30. ágúst næstkomandi, hefur verið fluttur um einn dag og fer fram laugardag- inn 31. ágúst og hefst klukkan 16. Þá hefst leikur Breiðabliks og Vals þann 8. september klukkan 14. Kirkjumið- stöcf Austur- lands vígð Á morgun, sunnudag, vígir biskup (slands Kirkju- miðstöð Austurlands að Eiðum. Kirkjumiðstöðin er sjálfseignarstofnun á veg- um Prestafélags Austur- lands, en húsnæði hennar hefur verið í byggingu í ein 15 ár, en er nú fullbúið. Mið- stöðin er reist til þess að efla samkirkjulegt starf í fjórðungnum. Hún mun taka við sumarbústaðastarfi því sem rekið hefur verið að Eiðum frá árinu 1968, or- lofsbúðum aldraðra, dvalar- búðum fatlaðra og fleiru því sem fram fer á vegum kirkj- unnar á sumrin. Á veturna er ætlunin að nýta húsnæð- ið undir námskeiðahald, ráðstefnur, fermingarbarna- búðir, æfingarbúðir kóra svo eitthvað sé nefnt. Allir vel- unnarar Kirkjumiðstöðvar- innar eru því hvattir til að koma og taka þátt í þessum sögulegu tímamótum í safn- aðarstarfi á Austurlandi. íris á HM í frjálsum f frétt blaðsins i gær um þátttakendur (slands á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tokyo í Japan, féll niður nafn (risar Grönfeldt sem keppir í spjótkasti. Eru hlutaðeig- endur hér með beðnir vel- virðingar á þessu klúðri. Fkétter Það mun án efa mæða mikið á fyrirliðum Vals og FH á morgun, þeim Sævari Jónssyni t.v. ingin hvor þeirra muni lyfta bikarnum í leikslok. Verða það Valsmenn f sjöunda sinn eða Kristinn. Kristjánssyni FH. Það er siðan stóra spurn- FHingum að vinna hann í fyrsta skipti? Mynd: Valur og FHí úrslitum Mjólkurbikarsins morgun, sunnudaginn A 25. ágúst klukkan 14, verður blásið til leiks í JL JLúrslitaleik Mjólkurbikar- keppninnar á milli Vals og FH á Laugardalsvellinum. Þetta er í 32. skipti sem leikið er úrslita í bikarkeppninni sem að ððrum knattspyrnuleikjum ólöstuðum er sá stærsti í fótboltanum ár hvert. Úrslitaleikurinn á morgun er sá tíundi hjá Valsmönnum, sem eru núverandi bikarhafar. Fari svo að þeir fari með sigur af hólmi gegn FH verður það í sjöunda sinn sem þeir hampa bikamum. Þar með hafa þeir unnið hann jafn ofl og Fram og KR. Hinsvegar er þetta í annað sinn sem FHingar leika til úrslita í bikar- keppninni. Þeir komust í úrslitaleik- inn árið 1972, en töpuðu þá 0:2 fyr- ir ÍBV. Valur lék fyrst til úrslita I bikar- keppninni árið 1956 og sigraði þá lið IA 5:3, en ári síðar tapaði liðið fyrir KJR 0:1. Á þjóðhátíðarárinu 1974 jéku Valsmenn á ný til úrslita gegn í A og unnu þann leik 4:1. Ár- ið 1976 unnu Valsmenn úrslitaleik- inn gegn Skagamönnum 3:0 og einnig árið eflir, 1977 þegar þeir lögðu Fram að velli _2:l. 1978 töj>- uðu Valsmenn fyrir ÍA 0:1, en það var I níunda skipti sem Skagamenn voru í úrslitum og árið eftir 1979 tapaði Valur og þá fyrir Fram 0:1. Síðan liðu níu ár, eða til ársins 1988 þar til Valur náði að komast í úr- slitaleik bikarkeppninnar. Þá sigraði liðið ÍBK 1:0. í fyrra léku svo Vals- menn tvo úrslitaleiki gegn KR, eins og frægt er, og í síðari leiknum náðu þeir að knýja fram sigur í víta- spymukeppni. Leið Vals og FH í úrslitaleikinn var býsna erfið, en liðin hófu þátt- töku i 16 liða úrslitunum. FH vann þá sigur á IBV, síðan gegn Leiflri Ólafsfírði og síðasta hindrunin var svo gegn Víði í Garði. Valsmenn hófu titilvömina gegn ÍK, síðan léku þeir gegn Breiðabliki og síðast gegn Þór frá Akureyri. í síðast- nefndu leikjunum varð að knýja fram úrslit í vítaspymukeppnum. Fari svo að úrslit fáist ekki 1 leikn- um á sunnudag verður Ieikinn annar leikur, samkvæmt lögum KSÍ. Ef að líkum lætur má búast við hörkuviðureign I Laugardalnum á morgun, því liðin hafa verið áþekk að getu í sumar. Þegar þremur um- ferðum er ólokið í Samskipadeild- inni er Valur með 20 stig en FH 19 stig. En þar sem Hafnfírðingamir hafa aldrei unnið bikarinn má ætla að þeir muni leggja allt í sölumar til að leggja Valsmenn að velli. Að sama skapi munu þeir rauðklæddu mæta grimmir til leiks því stórliðið á Hlíðarenda er ekki vant því að standa uppi titilslaust í lok knatt- spymutímabilsins. Þá er ekki annað vitað en að all- ir leikmenn liðanna séu við bestu heilsu og leikfærir. Á blaðamanna- fundi, sem efnt var til vegna bikar- leiksins, kom fram að Valsmenn munu safna kröftum fyrir leikinn í Bláa lóninu, en FHingar munu dveljast fram að leik á Hótel Örk í Hveragerði. En þar dvöldu Vals- menn í fyrra fyrir leikinn gegn KR. Hvort dvölin í Hveragerði verður FH til framdráttar 1 leiknum eða ekki, skal ósagt látið, en óneitan- lega munu þeir hjátrúarfullu trúa því að það verði þeim til góða. Undirbúningur vegna Fjöl- miðiamótsins í knatt- spyrnu 1991 er þegar haf- inn, en að þessu sinni verður keppt á nýja sandgrasvellinum í Kópavogi laugardaginn 21. sept- ember næstkomandi. Keppni hefst klukkan níu um morguninn og verður leikið í 2 X 15 mínútur eða 2 X 12 og fer það eftir Qölda þátttökuliða. Sömu Heiðursgestur leiksins verður Davíð Oddsson forsætisráðherra, en hann var það einnig í fyrra, en þá sem borgarstjóri. Auk hans verða sérstakir gestir á leiknum þeir Markús Öm Antonsson borgarstjóri og Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og eldheit- ur FHingur. Til stóð að bjóða Albert Guðmundssyni sendiherra á leikinn, en hann gat ekki komið því við vegna anna. En eins og kunnugt er þá þjálfaði hann Hafnfirðingana á sínum tíma og spilaði með Val á sínum yngri árum. Til frekari upplýsinga má minna á að stuðningsmenn FH munu verða í norðurenda stúkunnar, en Valsmenn í þeim syðri. -grh reglur munu gilda og á fyrri mót- um. í hvetju liði verða sjö menn en hámarksfjöldi skráðra leikmanna og aðstoðarmanna verður tólf manns. Dregið verður I riðla mánudag- inn 9. september næstkomandi klukkan 11.00, en þátttökugjald fyrir hvert lið hefúr verið ákveðið sex þúsund krónur. -grh Fjölmiðlamót í knattspymu P m Til þess að villa um fyrir menntapakkinu! Dulbúinn spamaður dugir best! ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.