Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 5
Fkéttik Fyrirtæki gagnrýna Sorpu fyrir háan kostnað við eyðingu efna Fyrirtækjum sem vilja sinna breyttum viðhorfum til nátt- úrunnar með því að koma umhverfísspillandi efnum í eyð- ingu blöskrar kostnaðurinn sem er því samfara. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi borgað mörg hundruð þúsund króna fyrir eyð- ingu á algengum efnum, og óttast menn að einstök íyrirtæki losi sig við hættuleg efni á ódýrari og þá venjulega á ólöglegan hátt, enda eru refsiákvæði vegna þess ekki mikil. Ásmundur Reykdal, stöðv- arstjóri Sorpu, segir viðbrögð íyr- irtækja nokkuð góð og sagnir um gífurlegan kostnað hljóti að vera orðum auknar. Alfreð Þorsteinsson, varaborgar- fulltrúi og framkvæmdastjóri Sölu- deildar vamarliðseigna, segir að fyr- irtækið sem hann stýri hafi hent ýmsum umhverfisspillandi efhum fyrir skömmu. - Við þurftum að losa okkur við málningarvörur, olíusíur og sápuefhi sem safnast höfðu fyrir á lager. Ætli Eetta hafi ekki verið um niu vöru- retti sem fóm upp i Sorpu. Mér hreinlega brá þegar ég sá reikning- inn. Fyrir losun á efnum sem hingað til hefur verið urðað eða fara í smá- skömmtum í niðurfallið eins og sápuefnin gera við notkun, var okkur gert að greiða yfir 700 þúsund krón- ur. Ef þetta er raunin að kostnaður- inn sé svona gífurlegur þá held ég að mörg fyrirtæki freistist til að hella hættulegum efhum í niðurfollin. Það má búast við því að sumir veigri sér við að setja þennan kostnað sem kannski skiptir miljónum á rekstrar- reikninginn, sagði Alffeð. Þau fyrirtæki er Þjóðviljinn hafði samband við vegna þessa vom almennt sammála um mikinn kostn- að samfara eyðingu á umhverfis- S'" ídi efnum. Hilmir Hilmisson, væmdastjóri málningardeildar Slippstöðvarinnar, sagði verðskrá Sorpu.ofháa. -1 allri umræðunni um umhverf- ismálin hendir fyrirtækið ekki hættu- legum efnum í sjóinn eða á slíka staði. Það verður því að fara með þau í Sorpu sem kemur þeim síðan í eyðingu. En reikningur upp á 70 þúsund krónur fyrir nokkrar dollur af málningu finnst mér of mikið af því góða. Núna erum við t.d. með stafia af málningu sem við þurfum að Iosa okkur við og erum við alvarlega að íhuga að flytja hana út sjálfir til eyð- ingar eða þá til þess framleiðanda sem við keyptum hana af, sagði Hilmir. Vangaveltur manna um að fyrir- tæki losi sig við hættuleg efni úti á víðavangi frekar en að fara með í eyðingu fékk byr undir báða vængi er nokkrar tunnur með hættulegmn efhum fundust í sjónum við Reykja- víkurhöfh. Lögreglan upplýsti að um væri að ræða efhi sem notuð eru við múrverk og greinilegt væri að efnun- um hafi venð hent þama af ásettu ráði. Páll Líndal, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, upplýsti að refsiákvæði vegna losunar á hættu- legum efnum út í náttúruna væri helst að finna í 32. grein laga um hollustuhætti og heilbrigðiseflirlit frá 1988. Þar segir að fyrir brot gegn lögunum skuli refsa með sektum, en með varðhaldi séu sakir miklar. Sama segir í lögum um eiturefhi og önnur hættuleg efni ffá 1988. Páll Lindal segist ekki vita að þessum refsiákvæðum hafi verið beitt. - Það hefur allavega ekki verið gert síðan þetta ráðuneyti var stofn- að. Annars þarf ekki að vera að öll mál komi hingað inn á borð. Páll segir að ætlunin sé að koma á einhveiju eftirliti með fyrirtækjum er ffamleiða og vinna með hættuleg efni og bráðlega megi vænta könn- unar innan þessara fyrirtækja á því hve mikið fellur af þessum efnum sem úrgangur. Aðspurður hvort stjómvöld hafi íhugað að taka þátt í þeim kostnaði vegna eyðingar efnanna, sagðist Páll hafa heyrt um mikinn kostnað fyrir- tækja og það sé ljóst að við því þurfi að bregðast. - Það hefur verið rætt um að setja ákveðin umhverfisgjöld á þessi efni við innflutning. Þá myndu þau á einhvem hátt dekka þann kostnað sem er samfara eyðingunni, sagði Páll., Ásmundur Reykdal sagði að töl- ur um eyðingu umhverfisspillandi efna væm eitthvað orðum auknar. - Sá kostnaður sem við inn- heimtum beinist eingöngu að fyrir- tækjum. Orð eins borgarfulltrúa i Qölmiðlum um daginn em t.a.m. út í hött. Þar var sagt að borga þyrfti um fimm þúsund krónur vegna örfárra málningardósa. Almenningur sem kemur á söfnunarstöðvamar með umhverfisspillandi efni þarf ekki að borga neitt fyrir það og óhætt er að hvetja fólk til að koma með sem mest af þeim efhum sem til falla á heimilunum og það telur vera um- hverfisspillandi, sagði Ásmundur. Aðspurður um 700 þúsund krón- ur sem Söludeildin hefði þurft að greiða sagði hann að þar hefði verið um nokkur tonn að ræða. - Það sér það hver maður að eft- ir þvi sem magnið eykst því meiri verður kostnaðurinn. Eg get nefnt að við höfum sent fyrirtækjum upplýs- ingar um hver raunverulegur kostn- aður er við losun. Þar kemur ffam að betra er að safna efnum saman þar til ákveðnu magni er náð. Yfirleitt er viðmiðunin, að ódýrara er að koma með efhi ef þau eru meira en 50 kíló. Greiðsla á eyðingu úrgangsolíu í fljótandi formi er t.d. 34 laónur á hvert kíló. Ef olíuúrgangur er í fostu formi t.d. olíusíur o.þ.h. er verðið hærra eða um 71 króna á hvert kíló. Leysiefni og efni í þeim flokk eru aðeins dýrari. Mörg mjög hættuleg efni eins og úrgangur úr kvikasilfn, PCB o.fl. eru dýrari, og þarf að borga eitthvað yfir 100 krónur á hvefy kíló. Ásmundur sagði að hugmyndir um gjöld á hættuleg efiii við inn- flutmng gætu reynst tvíbent. - Stefnan í Danmörku t.d. er að minnka notkun umhverfisspillandi efna svo sem kostur er. Einnig hvetja Danir til endumýtingar. Ef ekkert þarf að greiða fynr eyðingu efnanna er hætta á að fyrirtæki taki ekkert til- lit til þessara sjónarmiða. Það þarf því að íhuga þennan málaflokk mjög gaumgæfilega áður en farið er út í breytingar á löggjöf og tollum, sagði Ásmundur. -sþ Það er ekki gefins fýrir fyrirtæki að losa sig við mengandi úrgangsefni en almenningur sleppur. Mynd: Jim Smart. Alvarlegt Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna - BHM - lýsir þungum áhyggjum yfír þeim Dómarar sögðu alla umsækjendur hæfa Pétur Kr. Hafstein , sýslu- maður og bæjarfógeti á Isafirði hefur verið skipaður hæstarétt- ardómari frá og með 1. október. Forseti íslands skipar í embætt- ið að fenginni tillögu dóms- málaráðuneytisins. Samkvæmt lögum skiluðu hæstarréttardómarar umsögn gm umsækjendur og að sögn Olafs Walters skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu var álit þeirra að allir umsækjendur væru hæfir. Aðrir umsækjendur um stöðu hæstarréttardómara voru Auður Þorbergsdóttir og Gísli Garðarsson borgardómar- ar. Hæstaréttardómarar eru átta og lætur Guðmundur Jónsson af störfum nú. Hann er á 67. ald- ursári. -vd. skref stigið, af framfarabraut fregnum að menntamálaráðuneyt- ið hafi fyrirvaralaust fallið frá fyr- irhugaðri lengingu kennaranáms við Kennaraháskóla Islands í haust úr þriggja ára námi í fjög- urra ára nám. Skólaráð Kennara- háskólans harmar ákvörðun ráð- herra frá 20. ágúst og vekur at- hygli á því virðingarleysi sem skól- anum se sýnt með þessu. Með skyndiákvörðun ráðuneyt- isins er að engu gert það undirbun- ingsstarf sem unnið hefur verið, seg- ir framkvæmdastjóm BHM. I ályktun bandalagsins segir að enginn ágreiningur sé um það meðal vestrænna þjóða að menntun muni skilja á milli feigs og ófeigs i upplýs- inga- og tækniþjóðfelögum framtíð- annnar. „Hver sú þjóð sem ætlar sér sess á bekk með velferðarþjóðum hlýtur þess vegna að leggja alít kapp á hvort tveggja í senn, almenna menntun og sérftæði. Lenging kenn- aranáms á Islandi er löngu timabær og með frestun hennar er stigið al- varlegt skref af ffamfarabraut" Lýsir framkvæmdastjóm BHM yfir undmn með að ráðuneyti menntamála skuli taka þessa ákvörð- un aðeins nokkrum dögum áður en skólastarf Kennaraháskólans á að hefjast. „Með því er kennurum Kennaraháskólans og væntanlegum nemendum stofhunarinnar sem ínn- ritaðir hafa verið á fölskum forsend- um sýnt virðingarleysi sem ekki verður látið óátalið," segir í ályktun BHM. Skólaráðið í sinni ályktun bendir á að undirbúningur að fjögurrra ára námi hafi staðið í þijú ár, að samin hafi verið reglugerð, námskrá og kennsluskrá fyrir þetta nám auk þess sem mannaráðningar, stundatafla og allur undiibúningur hafi miðast við fjöguira ára nám. Þannig verður ein- ungis hægt að bregðast við með neyðarúrræðpm, segir í ályktun skólaráðs KHI. -rk/gpm Engar háspennulínur í Fljótsdalinn Aðalfundur Náttúruverndar- samtaka Austurlands átel- ur áform um að leggja há- spennulínur á möstrum eftir endi- löngum Fijótsdalnum vegna fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Lagt er til að lína verði lögð í jarð- streng eða að öðrum kosti uppá Fljótsdalsheiði. Þetta kemur fram í ályktunum frá fundinum sem haldinn var um síðustu helgi. Fundurinn hvatti einnig til að lega annarra raflína verði þegar tekin til athugunar með tilliti til umhverf- issjónarmiða. Fundurinn mótmælti línustæði Fljótsdalslínu 1 til ,Akur- eyrar um Krepputungu og Ódáða- hraun milli Herðubreiðar og Öskju og hvatti fólk til að mótmæla því línustæði. Þá skoraði aðalfundurinn á Nátt- úruvemdarráð og aðra hlutaðeigandi að hraða friðlýsingu Snæfells og ná- grennis. Þetta er talið brýnt vegna Fljótsdalsvirkjunar og vegna þeirrar virkjunar er Náttúmvemdarráð einn- ig hvatt til að standa vörð um frið- lysingu Lónsöræfa sem sé í hættu þegar aðliggjandi svæði opnast vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Mco Fljótsdalsvirkjun er fómað miklum náttúmverðmætum. Það er þvi lágmarkskrafa að gætt verði ítr- ustu aðgæslu við framkvæmdir og umhverfi og náttúm ekki raskað meira en nauðsyn ffekast krefur,“ segir í ályktun NÁUSTs. -gpm Heilla- óskir til Jeltsín Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sendi Boris Jeltsín forseta Rúss- lands heillaóskir á fímmtu- dag i gegnum Andrej Kos- irev utanríkisráðherra sam- bandslýðveldisins Rússlands. „Leyfið mér að tjá yður einlæga aðdáun mína yfir hversu einurðlega Boris Jeltsín hefur hmndið tilraunum til valdaráns og varið lýðræðisleg réttindi þjóða Ráðstjómarríkj- anna á örlagastundu. Fram- ganga Jelstíns þessa örlagariku daga er ógleymanlegt dæmi um það, hvemig hugrakkur leiðtogi sem nýtur trausts þjóðar sinnar getur breytt gangi mannkynssögunnar. Þjóðir heims standa i þakkar- sículd við Boris Jeltsín," hljóð- ar skeytið. -gpm RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafVerktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 BÍLSKURS wwmMmwiw GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA 42 108 PJ' JAVlK SlMI: 3 42 36 'UR HF. Innflutnlngur — Tscknlpjónuit* Orkumælar frá wAMHTHtrp MirrRO ajh Rennslismælar Sími652633 Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.