Þjóðviljinn - 28.08.1991, Page 1
163. tölublað Miðvikudagur 28. ágúst 1991 56. árgangur
Þórir Ólafsson, rektor KHI, ávarpar fund Kennarafélags skólans sem samþykkti harðorða ályktun gegn ákvörðun menntamálaráöherra um að fresta lengingu
náms skólans. Hér sést aðeins hluti fundarmanna - Mynd: Jim Smart.
Hlítum ekki til-
skipun ráðherra
Kennarafélag Kennaraháskóla íslands telur sér ekki fært að
hlíta tilskipun menntamálaráðherra um að fresta lengingu
náms skólans um óákveðinn tíma. Félagsmenn ítreka þá
kröfu að hin dæmalausa ákvörðun frá 20 ágúst síðastliðnum
verði dregin til baka. Sigurður Konráðsson, formaður félagsins,
sagði þetta hafa verið samþykkt samhljóða á fjöimennum og heitum
fundi í félaginu í gær. Hann sagði að einfaldlega kæmi ekki annað til
greina en að ákvörðunin yrði dregin til baka þar til skýr svör liggi
fyrir um stefnu yfirvalda.
Félagið mótmælti ákvörðun-
inni harðlega í ályktun. Þar er Ol-
afi G. Einarssyni bent á að kennar-
ar og aðrir starfsmenn KHI hafi
varið ómældum tíma í að skipu-
leggja lengingu námsins úr þremur
árum í ljögur og að einungis hafi
verið greitt fyrir brot þeirrar fag-
legu vinnu. Um þessa lengingu var
kveðið á í lögum ffá 1988 og átti
að koma til ffamkvæmda innan sex
ára. Það var Svavar Gestsson, þá-
verandi menntamálaráðherra, sem
tók ákvörðun um lenginguna í apr-
íl í vor.
Bent er á að ýmsar óafturkræf-
ar ákvarðanir hafi verið teknar
varðandi skipulag námsins í vetur.
„Þessi vinna er nú virt að vettugi
án nokkurs faglegs rökstuðnings,
hvorki ffá ráðherra, aðstoðarmanni
hans né öðrum starfsmönnum
menntamálaráðuneytisins. Kennar-
ar og aðrir starfsmenn KHI eru
ekki tilbúnir að kasta tíma sínum í
að semja nýja kennsluskrá fyrir
þriggja ára nám,“ segir í ályktun-
inni og staðhæfl að eldri kennslu-
skrá fyrir þriggja ára nám sé
óffamkvæmanleg.
Þá er bent á að ástæða fyrir
umsóknum fjölmargra sem sóttu
um skólann í ár hefði einmitt verið
að boðið var upp á þetta nám í
fjögur ár. „Það eru svik við um-
sækjendur," segir í ályktuninni um
ákvörðun ráðherra sem var tilkynnt
skólanum 20. ágúst, tólf dögum
áður en skóli á að hefjast og telur
kennarafélagið ógerlegt að hefja
nám eftir annarri kennsluskrá á svo
stuttum tíma.
Félagið gagnrýnir menntamála-
ráðherra harkalega fyrir að vera
ekki til viðtals fyrir fulltrúa skól-
ans og að hafa beitt aðstoðarmanni
sínum, Olafi Amarssyni, fyrir sig -
sem hafi haldið því fram að þessi
ákvörðun ráðherra um ffestun væri
ekki of seint tekin. „Ummæli þessi
lýsa slíkri fáffæði á skipulagi há-
skóla að fáheyrt er,“ segir í álykt-
uninni.
Þá segir að ekki sé hægt að
fallast á röksemdir ráðuneytisins
fyrir frestuninni, það er að henni
valdi kennaraskortur og húsnæðis-
mál. En fúlltrúar skólans hafa lýst
sig reiðubúna til að ræða þau mál
og hafa gert tillögur um úrbætur.
„Röksemdir ráðuneytisins em því
augljós fyrirsláttur. Þær em því
miður ófaglegar með öllu og sýna
einungis að ráðamönnum hefur
gengið annað til en að setja sig inn
í þau mál sem þeim hefúr verið
trúað fyrir af þjóðinni,“ segir í
ályktuninni.
Ekki náðist í menntamálaráð-
herra eftir að ályktunin kom ffam
seint í gær.
-gpm
Japanir æstir í pistólukjöt
yhaust verða flutt til Japans á
I bilinu 100 til 150 tonn af
JLhrossakjöti hjá Félagi
hrossabænda. Þetta kemur fram
í nýlegu hefti búnaðarblaðsins
Freys. Um er að ræða
fitusprengt pistólukjöt og er
þetta um helmingi meira magn
en í fyrra.
Með aukinni eífirspum hefúr
verðið í Japan hækkað og
hugsanlegt er að skortur verði á
kjöti. Freyr hefur það eftir Halldóri
Gunnarssyni hjá F.H. að í haust
þyrfti að slátra 1000-1500 hrossum
og að Japanir setji það sem skilyrði
að kjötið sé feitt og af gripum eldri
en fimm vetra. -gpm
Helgi
efstur
á Islands-
mótinu
Spennan á íslandsmótinu í
skák magnast nú með
hverri umferð. Helgi Óiafs-
son er efstur með 4 1/2 vinning
úr fimm skákum. Hann hefur
sýnt öryggi og það verður
spennandi að fylgjast með því
hvort hann heldur forystunni.
Að vísu á hann eftir að tefla við
erfiða andstæðinga. Jóhann
Hjartarson er næstur honum að
vinningum og þeir setjast ein-
mitt við sama borð í Garðaskóia
í kvöld klukkan 17.00. Helgi
hefur hvítt
Staðan í mótinu er annars
þannig að Jóhann Hjartarson er
með 4 vinninga, hálfúm vinningi á
eftir Helga. Jón L. Ámason og
Karl Þorsteins em með 3 1/2 og
þessir fjórir, sem taldir hafa verið,
hafa ekki tapað neinni skák. Það
má telja líldegt að baráttan um
efsta sætið eigi eftir að standa
milli þeirra í síðustu umferðunum.
Margeir Pétursson er með 3
vinninga. Þröstur Þórhallsson með
2 1/2, Róbert Harðarson með 2,
Helgi Áss Grétarsson, Héðinn
Steingrímsson, Snorri Bergsson
og Halldór G. Einarsson með 1
1/2 og aðrir með minna.
Það er 6. umferð sem tefld
verður í kvöld en alls verða tefldar
11 umferðir.
Þetta mun vera sterkasta ís-
landsmót sem haldið hefúr verið
og víst er um það að taflmennskan
er skemmtileg.
-kj
Helgi Ólafsson, skákskýrandi Þjóð-
viljans, er efstur á Islandsmótinu I
skák þegar það er hálfnað. Þetta er
sennilega sterkasta Islandsmót sem
haldið hefur verið