Þjóðviljinn - 28.08.1991, Síða 3
ÍDAG
28. ágúst
er miðvikudagur.
Ágústínusmessa.
240. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl.
5.56 - sólarlag kl. 21.03.
Viðburðir
Stiftsbókasafnið (Lands-
bókasafn íslands) stofnað
1818.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Siðferðis-
ástandið í sambandi við
setuiiðið er ægilegra en
nokkurn grunaði. Milljón
Parísabúa fara kröfugöngur
á þjóðhátíðisdegi Frakka.
Laval sýnt banatilræði er
hann var að kveðja „sjálf-
boðaliða" til austurvígstöðv-
anna.
fyrir 25 árum
Nýr gagnfræðaskóli á
Sauðárkróki. De Gaulle
kominn til Addis Abeba.
Dregur úr vinsældum John-
sons vestanhafs. Gestaleik-
húsið sýnir gamanleikinn
Bunbury í Reykjavík.
Sá spaki
Það sem er að byltingu er
blátt áfram það að hún er
ósköp náttúruleg. Hún er
eins náttúruleg einsog úrval
náttúrunnar á lífverum, al-
veg eins tortímandi og jafn
skelfileg. (William Golding)
á ákvörðun menntamála-
ráðherra að fresta
lengingu kennaranáms
Eiríkur Jónsson vara-
formaður Kennara-
sambands Islands
Ég tel þessa ákvörðun í alla staði
óeðlilega. Á undanfömum árum
hefur starf kennara tekið miklum
breytingum og stöðugt em gerðar
meiri kröfur til þeirra. Mikil vinna
hefur verið lögð í að skipuleggja 4
ára kennaranám við Kennarahá-
skólann og reyna með því að koma
til móts við þser breytingar sem
orðið hafa á undanfömum ámm.
Ákvörðunin gengur því þvert á það
markmið að efla kennaramenntun
með það fyrir augum að bæta
skólastarf í grunnskólunum.
Ákvörðunin er tekin aðeins nokkr-
um dögum áður en KHI ætlaði að
hefla störf samkvæmt nýrri náms-
skiá og er því hrein móðgun við
það fólk sem heför lagt á sig
ómælda vinnu við að skipuleggja
námið og ekki síður við nemendur.
Sú skýring heför heyrst að kenn-
araskorturinn í dreifbýli geri það
að verkum að ekki sé fært að
lengja námið. Þessi rök fá ekki
staðist þvi að í landinu er mikill
fjöldi fólks með kennaramenntun
sem ekki er við kennslustörf, m.a.
vegna lágra launa og óföllnægjandi
starfsaðstöðu. Það er alveg ljóst að
kennaraskorturinn verður ekki
leystur nema til komi verulegar
kjarabætur og um leið bætt vinnu-
aðstaða i skólum.
ÞIÓÐVHJINN
Dagblöð eru hluti af
friálsri skoðanamyndun
Nú er liðin vika síðan
Þjóðviljinn fékk
greiðsiustððvun og til-
kynnt var að blaðið
þyrfti 2000 nýja áskrifendur tii
að komast af. Á þessum tíma
hafa liðlega 300 manns gerst
áskrifendur og margir hafa auk
þess haft samband við blaðið og
boðið fram aðstoð sína.
Um helgina tóku sjálfboða-
liðar til starfa og hófu að bjóða
áskrift með símhringingum.
Næstu tvær til þrjár vikurnar
munu skera úr um það hvort
Þjóðviljinn kemur út áfram.
Meðal þeirra sem gerst hafa
áskrifendur að blaðinu núna er
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri.
Hann var spurður hvort hann
teldi skipta máli að Þjóðviljinn
héldi áfram að koma út.
„Dagblöð eru hluti af frjálsri
skoðanamyndun og það er ekki
nóg að hægri fylkingin ein hafí
málgögn. Því fínnst mér að Þjóð-
viljinn þurfi að koma út áfram,“
sagði Tryggyi Gíslason.
Guðrún Ágústsdóttir, varaborg-
arfulltrúi í Reykjavík, tók að sér að
hrinda af stað söfnun áskrifenda.
Hvernig hafa viðbrögðin ver-
ið?
„Við höfum föndið fyrir mikl-
um velvilja í garð Þjóðviljans og
mjög margir telja að það yrði slys
fyrir tjáningarfrelsið og lýðræðið í
landinu ef blað eins og Þjóðviljinn
hætti að koma út.“
En væntanlega eru ekki allir
sem þið hringið í sama sinnis?
„Nei, við heyrum auðvitað líka
óánægjuraddir en það virðist þó
vera samdóma álit þeirra sem eitt-
hvað þekkja til að Þjóðviljinn hafi
batnað verulega á undanfömum
mánuðum. Margir, sem voru
áskrifendur áður og höfðu sagt upp
Tryggvi Gíslason skólameistarí
Guðoin Ágústsdóttir varaborgarfulltrúi
blaðinu, gefa sig fram núna og
vilja taka þátt í lífróðrinum sem
stendur yfir.
Gefa fyrrum áskrifendur ykkur
upp ástæðumar fyrir upp_sögn?
„Já, mjög margir. Ástæðumar
em greinilega fjölbreytilegar. Sum-
ir tala um að blaðið hafi færst ffá
flokknum og vinstri hreyfingunni,
það sé því ekki málgagn eins og
þeir vilji en svo em aðrir sem segja
að blaðið sé allt of mikið flokks-
blað fyrir Alþýðubandalagið, en
eins og gefur að skilja líta flestir
svo á að Þjóðviljinn og Alþýðu-
bandalagið séu í sama liði.
Þeir sem verið hafa áskrifendur
áður gefa þó upp margar aðrar
ástæður fyrir því að þeir hættu að
kaupa blaðið á sínum tíma. Sumir
halda því fram að það sé allt of
mikið um menningarmál í blaðinu,
en um leið vill þessi hópur ekki
missa þetta efhi. Enn aðrir segja að
í blaðið vanti íþróttir og léttara
efni, það þurfi að vera fjölbreyttara
og svo framvegis. Það er að
minnsta kosti greinilegt á samtöl-
unum að viðmælendur okkar vilja
gera miklar kröfur til blaðsins."
Lœtur enginn sér fátt um finn-
ast?
„Að sjálfsögðu segja ýmsir að
þeir vilji ekkert með blaðið hafa en
það er varla nokkur sem við tölum
við sem ekki hefur skoðun á Þjóð-
viljanum.“
hágé.
FKÉTTIR
Kjaraskerðing að
lækka sjómannaafsláttinn
Forystumenn sjómanna leggjast alfarið gegn framkomnum hug-
myndum fjármálaráðherra að lækka sjómannaafsláttinn í því
skyni að auka tekjur ríkissjóðs um einn og hálfan miljarð. Þeir
segja að ef það verði reynt, kalli stjórnin yfír sig stríð við alla
sjómannastéttina, sem má ekki við því að verða fyrir enn einni
kjaraskerðingunni í sömu mund og aflaheimildir eru skertar fjórða
árið í röð. Jafnframt muni lækkunin, ef til hennar kemur, hafa áhrif
til hins verra í mönnun skipa og báta.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur
og einn af þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins, segir að afstaða hans til
lækkunar sjómannaafsláttarins sé
alveg ljós: „Ég er á móti því að
lækka sjómannaafsláttinn því þar
með erum við að hækka skatta. Það
er í öndverðu við það sem við sögð-
um í kosningabaráttunni i vor,“
sagði Guðmundur Hallvarðsson.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði að á
þessari stundu væri ekki tímabært
að tjá sig mikið um þessa hugmynd
fjármálaráðherra. Óskar sagði að
hér væri á ferðinni gamall draugur
sem ekki væri hægt að taka á fyrr
en hann sýndi sig. Hinsvegar sagð-
ist Óskar vera alveg klár á því að ef
reynt yrði að gera þessa hugmynd,
um lækkun sjómannaafsláttarins, að
veruleika mundi það aðeins leiða til
stórátaka við sjómannastéttina.
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Islands, segir að ef
stjómvöld lækka sjómannaafslátt-
inn, eins og talað er um, sé það ekk-
ert annað en hrein og klár kjara-
skerðing fyrir sjómenn. Gegn því
munu sjómenn beijast með kjafti og
klóm. Formaður Vélstjórafélagsins
segir að ef það gangi ekki upp, sé
ekld um annað að ræða en að sækja
það sem ffá þeim sé tekið til við-
semjenda sjómanna við gerð næstu
kjarasamninga.
Sjómannaafslátturinn nemur nú
um rúmum 600 krónum á dag, eða
um 19 þúsund krónum á mánuði.
Farmenn fengu sjómannaafsláttinn
inn í sína kjarasamninga um miðjan
síðasta áratug, en áður höfðu fiski-
menn einir haft þennan afslátt sem
upphaflega var hugsaður til að
verða mönnum hvatning til að
leggja fyrir sig sjómennsku. Þá
samþykkti þáverandi fjármálaráð-
herra, Albert Guðmundsson, að far-
menn fengju einnig að njóta afslátt-
arins og varð það til þess að leysa
íllvígan hnút sem þá var kominn í
kjaradeilu farmanna og viðsemj-
enda þeirra.
Konráð Alffeðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagði
að norðlenskir sjómenn myndu
verða alveg æfir ef tillaga kæmi
ffam um að lækka afsláttinn. Hann
sagðist ekki vera í neinum vafa um
að það mundi hafa veruleg áhrif á
mönnun skipa og báta ef afsláttarins
nyti ekki við í þeirri mynd sem
hann er nú.
Benedikt Valsson, fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, segir að þessi
hugmynd um að lækka sjómannaaf-
sláttinn hafi komið upp öðru hveiju
og því sé ekki ástæða til að tjá sig
mikið um málið á þessu stigi. Hins-
vegar muni málið horfa öðruvísi við
fari svo að tillaga um lækkun verð,i
lögð ffam á borð ríkisstjómar. Á
meðan svo er ekki kjósi menn að
bíða og sjá hveiju fram vindur.
Öm Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir að tríllukarlar leggist alfarið á
móti þessari hugmynd fjármálaráð-
herra og reyndar sé hún ekki svara-
verð. Sérstaklega í ljósi þeirrar
hrikalegu tekjuskerðingar sem blas-
ir við sjómönnum i byrjun nýs fisk-
veiðiárs vegna skerðingar á afla-
heimildum.
Sigurður Ólafsson, formaður
Sjómannafélags Isfirðinga, segir að
það sé of snemmt að tjá sig um
málið að svo stöddu því það sé ekk-
ert handfast í þeim efnum. Það eina
sem ffam heför komið sé einhver
klausa í blaði og það mundi æra
hvem og einn að fara að eltast við
eitthvað svoleiðis í hvert skipti. Sig-
urður sagði að sjómannaafslátturinn
ætti í raun að færast yfir til fisk-
vinnslufólks því það væri enginn
hörgull á mannskap á sjóinn.
-grh
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991