Þjóðviljinn - 28.08.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1991, Síða 4
Trimmað að Reykjalundi Reykjalundarhlaupið '91 verður haldið nk. laugardag, 31. ágúst. Hér er um að ræða almenningshlaup sem Reykjalundur gengst fyrir í samvinnu við SÍBS og Bún- aðarbankann. Hlaupið hefur verið haldið þrjú sl. ár og um fjögur hundruð manns tekið þátt í því. Hlaupinu er ætlað að höfða til sem flestra, fatl- aðra sem ófatlaðra, keppn- isfólks sem skemmtiskokk- ara. Fjórar vegalengdir eru í boði, sú lengsta 14 kílómetr- ar, þá 6 km langur hringur og 3 km skokk eða göngu- leið. Þá er ein leið öll á mal- biki og hentaK hún fólki í hjólastólum og með önnur hjálpartæki. Hlaupið hefst kl. 11 nema hjá 14 kílómetra hlaupurunum sem verða ræstir 10.40. Ekki þarf að skrá sig í hlaupið en mætið tfmalega að Reykjalundi í Mosfellsbæ. Þátttökugjald er kr. 300, en innifalið í því er húfa hlaupsins, verðlauna- peningur þegar í mark er komið og léttar veitingar að loknu hlaupi. Loftfélagið og Gwendolyn Loftfélag Islands verður með tónleika á Púlsinum í kvöld og annað kvöld. Bandarfska blökkusöngkonan Gwendo- lyn Sampé kemur fram með félaginu og er þetta í fyrsta sinn sem hún syngur hér á landi. Gwendolyn er frá Hu- ston í Texas og lauk námi í stjórnmálaheimspeki þar. Hún hefur búið í Lundúnum í 10 ár og starfað við tónlist- arkennslu og jasssöng auk þess sem hún stundaði nám í Guildhall School og Music and Drama. Loftfélag Is- lands skipa þeir Birgir Bald- ursson trommuleikari, Daní- el Þorsteinsson píanóleikari, Sigurður Björnsson gítarleik- ari og Sigurður Halldórsson bassaleikari. Gwendolyn og Loftfélagið munu einnig halda tónleika á 1929 á Aukureyri sunnudaginn 1. september. Gwendolyn Sampé. Jafnréttisstefna EB Kvennalistinn gengst fyrir fundi í Norræna húsinu föstudaginn 30. ágúst þar sem Astrid Lulling mun flytja erindi um jafnréttisstefnu Evrópubandalagsins. Astrid er frá Lúxemborg og var hún borgarstjóri Lúxemborgar í 15 ár. Hún situr nú á Evr- ópuþinginu og lætur jafnrétt- ismálin mjög til sín taka. Þá er hún formaður Evrópu- deildar International Council og Women. Fundurinn hefst kl. 17. ^TlTENNING Þrír af ritstjórum tímaritsins Hending: Berglind Gunnarsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir og Elfsabet Jökulsdóttir. Á myndina vantar Margréti Lóu Jónsdóttur. Mynd: Kristinn Engin homkerling vil ég vera Tímaritíð Hending 1. tbl. 1. árg. Hending er nýtt og kærkomið tímarit. I ritstjóminni em ungar skáld- og fræðikonur, efnisval tímaritsins er femínistískt og það er skrifað bæði af konum og körl- um. Kvennatímarit áttu sér glæsta sögu á ámnum eftir stríð, frægust vom Melkorka og 19. júní. í kvennatímaritunum var sícapaður vettvangur fyrir konur til að birta ljóð og smásögur sem þær fengu ekki birt annars staðar, eða vildu ekki birta annars staðar. Kvenna- tímaritin vom þó engin mslakista fyrir bókmenntir, listrænn metnað- ur þeirra var mikill og þar komu fyrst fram ýmsir höfundar sem tíð- indum sættu. Ég held að konur hafi ekki langað neitt óskaplega til að gefa út sérstök kvennatímarit. Sjálfsdýrkun karlanna sem stýrðu karlatímaritunum og meðvituð eða ómeðvituð fyrirlitning þeirra á bókmenntum kvenna sköpuðu hins vegar þörf fyrir sérstök kvenna- tímarit. í dag ritstýra strákamir öllum bókmenntatímaritunum og það er vel hægt að fá birta feminíska bók- menntatexta og greinar. Það er hins vegar aukageta, homkerling, i timaritunum. 1 Hendingu er þessi kerling leidd til öndvegis og rót- tækum strákum er velkomið að segja sitt um mótsetninguna á milli karls og konu sem sögð er liggja allri annarri andstæðubyggingu til gmndvallar. Hending er sem sagt kvennatímarit nýrra tíma og mikil þörf fyrir það. Fyrir hálfum mánuði hlustaði ég á sænska bókmenntafræðinginn Ebbu Witt-Brattström fyrirlesa í Danmörku um nýjar sænskar bók- menntir. Hún lagði áherslu á bók- menntir ungu kvennanna af því að þær em svo ástríðufullar öfúgt við bókmenntir karlanna, eða eins og hún sagði: „Ungir, sænskir karlrit- höfundar gimast ekki konur heldur sænsku akademíuna (Nóbelinn).“ Ebba lýsti með dæmum létt- niðrandi meðferð á sænskum skáldkonum í ritdómum blaðanna og herfilegri meðferð á þeim í sænskum bókmenntasögum og sagði að ungar, sænskar skáldkon- ur skrifuðu „í útlegð“. Þær væm útlægar þegar hið viðurkennda væri viðurkennt og hið vel metna væri vel metið. Þessu slær inn hjá konunum, sagði Ebba. Þetta er kynslóð kvenna sem er alin upp við þá staðhæfingu að þær hafí fullt jafnrétti á við strákana, en innrætingin kemur inn bakdyra- megin og þær rekast allt í einu á ósýnilega veggi þar sem þær áttu sér einskis ílls von. Ungar, sænskar kvennabókmenntir em þar af leið- andi fullar af uppreisn og reiði - en hún beinist inn, gegn stúlkunum sjálfum og kemur fram í bókum þeirra í aðför að sjálfinu, masók- isma eða þrá án viðfangs. Karl- maðurinn er allt - ég, konan, er ekkert. Ég, konan, ræðst gegn hon- um en það kostar mig lífið. Eitthvað á þessa leið skrifa ungu konumar. Ekki skrifa ungu konumar á ís- landi svona, sagði ég, og var satt að segja mest að hugsa um Vigdísi Grímsdóttur. Ungar íslenskar kon- ur em ekki svona masókískar, heldur hið gagnstæða. Textar þeirra em árásargjamir, grimmir, ef aðalpersónan á að farast ætlar hún svo sannarlega að taka með sér einn eða tvo í fallinu. Þetta vom náttúrlega bara stað- hæfingar, en þær fá nokkra stað- festingu af fyrsta tölublaði Hend- ingar. Texti Birgittu Jónsdóttur „Tungutréð“ er þéttur, myndrænn texti með grimmu táknrænu inn- haldi um tungumál og kvenleika. Smásaga Sigríðar Albertsdóttur „Að flýja skugga" fjallar líka um ást, dauða og sekt en fyrst og fremst um ímyndunaraflið, sem lausn eða eyðingarafl. Það síðasta er líka uppistaðan í ákaflega sterk- um Ijóðum bandarísku skáldkon- unnar Susan Ludvigson sem Soffia Auður Birgisdóttir kynnir og þýðir í Hendingu. Smásagan „Að flýja skugga“ fannst mér vera í eins konar texta- samtali við skáldið Unni Eiríks- dóttur. Unnur Eiríksdóttir er hyllt í tímaritinu Hendingu. Það er vel til fundið að halda Unni hátt á lofti í þessu fyrsta tölublaði nýs kvenna- tímarits. Unnur hefúr ekki verið metin sem skyldi í íslenskri bók- menntasögu. Hún var sérkennileg- ur og nýskapandi höfundur, mó- demisti sem endurskapaði „villi- birtu“ kaldastriðsáranna í verkum sínum. Berglind Gunnarsdóttir skrifar kynningu á henni og birt eru fjögur af frábærum ljóðum Unnar. Önnur og allt öðruvísi skáld- kona fær heiðurssess í Hendingu en það er hún Látra-Björg sem Margrét Lóa Jónsdóttir skrifar um. Hending leggur þannig áherslu á sögulegt samhengi og þetta kemur líka fram í bráðskemmtilegu við- tali Elísabetar Jökulsdóttur við Lindu Vilhjálmsdóttur þar sem Linda talar meðal annars um það hve miklu máli náttúran skipti sig. Hún talar um íslensku birtuna sem stöðugt breyti litum landsins og formum þess. Hún talar líka um ættartölur og sögulegt samhengi og segir: „Maður sér líka svo miklar breytingar á íslensku þjóðlífi þann- ig. Flestir hafa búið í sveit eða eru ættaðir þaðan. En það er oft eins og við viljum ekki horfast í augu við það. Maður sér þess engin merki í þessari borg. Ég fúrða mig oft á þessu gamla fólki, 80-90 ára. Það er einsog það vilji ekki muna þessa gömlu vondu tíma. Amma er kannski að horfa á enska fótbolt- ann, þegar ég kem i heimsókn. Þetta gamla fólk hefúr aðlagað sig svo ótrúlega. Hlustar kannski á rás 2 eða jafnvel enn verri stöðvar.“ Það er hætt við að bandaríska skáldkonan Kathy Acker hafi hlustað á „rás 2 eða jafnvel enn verri stöðvar". Grein Geirs Svans- sonar um hana hefur undirtitilinn: „Hugleiðingar um ritsóðann, rit- þjófinn og klámkjaftinn Kathy Ac- ker.“ Með hliðsjón af viðkvæmri stöðu dagblaðsins Þjóðviljans þessa dagana verður ekki vitnað í nein ummæli Kathy Acker um vald og kynferði hér. Það er heldur ekki rúm til að ræða margar hörkuspennandi en vægast sagt umdeilanlegar kenn- ingar Geirs Svanssonar/Kathy Ac- ker hér. Greinin er samt glettilega góð kynning á póstmódemískn- femínískri umræðu í Bandaríkjun- um, umræðu sem líka hefúr „riðið“ húsum í framúrstefnu-tímaritum Skandinavíu. Þessi lesandi heföi vel getað hugsað sér meira af ámóta nýjum fræðum, hugleiðingum, umræðu - í hinum skáldakynningunum í tíma- ritinu Hendingu. En það er sann- lega umdeild beiðni eins og ffam hefur komið á síðum Þjóðviljans í sumar. Umdeild er hins vegar ekki krafan um gott málfar og þar skriplar of oft á skötu í Hendingu. Ljótt er að sjá orð eins og „afmá- un“ og orðatiltæki eins og „taka höndum saman með hommurn" og setningar eins og „Yrkisefni Susan eru mikið konur“. Þó að fyrsta tölublað Hending- ar sé hvorki þykkt né mikið hefur það upp á margt að bjóða og enn meira en hér hefúr verið nefnt. Ég skora á sem flesta að lesa sjálfir og sfyðja þar með þetta frábæra fram- tak. Dagný Kristjánsdóttir. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.