Þjóðviljinn - 28.08.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.08.1991, Qupperneq 9
VlÐTALIÐ Baráttan ber árangur Ef við lítum yfir farinn veg og reynum að meta árangurinn af landgræðslustarfinu þá hugsum við náttúrlega til fyrirrenn- ara okkar hér í Gunnarsholti og við Sandgræðslu íslands, segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Við Ólafur Vil- hjálmsson erum staddir austur í Gunnarsholti og sitjum þar á tali við Svein landgræðslustjóra. Af bókunum Sandgræðslan 50 ára og árbókum Landgræðslunnar, Græðum Island, má sjá, hvemig þessu starfi var háttað og þá ekki síður hvemig ástatt var um gróður- farið víða um land upp úr síðustu aldamótum, heldur Sveinn áfram. En það, sem mér er kannski einna efst í huga þegar ég hugsa til þess- ara árdaga í sandgræðslustarfinu em ýmsir þættir, sem maður verð- ur mjög var við að fólk gerir sér enga grein fyrir nú. Þar á ég ekki hvað síst við það hversu óskaplega illa landið okkar var leikið, t.d. við lok síðustu aldar, og hversu gríðar- leg verkefni biðu þá Sandgræðsl- unnar og að landgræðslustarfið hefur beinlínis bjargað heilu byggðarlögunum ffá algerri eyð- ingu. Það er alveg ljóst, að aðgerðir Landgræðslunnar hér á Rangár- völlum og i Landssveitinni, með friðun sandfokssvæðanna, hleðslu gijótvamargarða og síðan sáningu melffæs í skjóli garðanna hafa forðað þessum sveitum frá algerri eyðingu. Það var einkum á síðari hluta siðustu aldar, sem sandfokið var ægilegt á þessum slóðum. Árin 1860-1890 vom mjög köld, meðal- hiti þeirra talinn svipaður og kalda árið 1979. Það þarf ekki að fara í grafgötur um hvemig 30 slík ár í röð hafa leikið gróðurinn. Og þá höfðum við ekki þá möguleika til ræktunar og heyöflunar, sem við höfum nú: aðeins frumstæð tæki til heyskapar, ekkert grasffæ og eng- an tílbúinn áburð til þess að örva sprettuna. Sem dæmi um gróðureyðing- una hér á Rangárvöllum má nefna páskahretið 1882. Þá gerði hér gíf- urlegt norðaustanbál, sem stóð í þijá sólarhringa. Þessum ógnum hefúr Matthías skáld Jochumsson lýst mjög vel, en hann var þá prest- ur í Odda. Matthías segir m.a. ffá því, að á Reyðarfelli, sem er bær hér rétt austan við Gunnarsholt, hafl sandrokið staðið í þvínær þijá sólarhringa og þegar fólk loks vog- aði sér út úr bæjarhúsunum, - því það birti nánast aldrei af degi í sandfokinu, - þá kom það að hrossum og nautgripum köfnuðum í sandi í húsunum, sauðfé hrakið og kafnað í sandstorminum út um allt og Reyðarvatnið, sem bærinn dregur nafn af, fúllt af sandi og sil- ungurinn lá dauður ofan á sandin- um. Margar slíkar sagnir eru til af eyðingunni hér á Rangárvöllum og í Landssveit. Vitað er um hartnær 70 jarðir hér í hreppi, sem farið hafa í eyði á síðustu öldum, flestar vegna sandfoks, en einnig nokkrar vegna öskufalls frá Heklu. Og bara innan landamerkja Gunnarsholts er vitað um a.m.k. 14 býli, sem farið hafa i eyði vegna sandfoks. Gunn- arsholt lagðist í eyði um skeið. Það var ekki fyrr en 1912, þeg- ar Sandgræðslan fór að girða þessi svæði og sá í þau melfræi, sem eyðingin stöðvaðist, en þá náði hún orðið langt niður í Landssveit. Nær allir Rangárvellirnir voru meira og minna undirlagðir upp- blæstri og víða komnir í kaf í sand þegar uppgræðslustarfið hófst hér. Á Landeyjamar, sem em ein blóm- legasta og búsældarlegasta sveit landsins, sótti sandfokið einnig mjög. Kom það bæði frá flæðar- málinu og Þveráraumm. Þessa sjást þó ekki mikil merki nú, því fyrirrennarar okkar hér í Gunnars- holti girtu verstu sandfokssvæðin og sáðu í þau melfræi. Rætt við Svein Sæmundsson Runólfsson landgræðslustjóra Um 1950 var ekki annað sýnt en að Meðallandið myndi leggjast alveg í eyði vegna sandfoks. Þá var gífúrlegt sandfok í norðanverðum hreppnum - hjá Leiðvöllum - og stefndi það niður á jarðimar, bæði Melhól, Langholt, Lynga, Efri-Ey og Hnausa og fóm þama nokkrar jarðir í eyði. Feikna sandfok var þama einnig frá sjónum og æddi sandstormurinn marga km inn á gróðurlendið, þannig að um 1950 var aðeins eftir mjó gróðurræma í miðju Meðallandinu. Þá vom allir sandamir með sjónum friðaðir og byijað að sá þar melfræi, önnur stór girðing sett upp í norðanverðri sveitinni og melfræinu komið þar af stað. Síðan er Meðallandið orðið mjög grösugt, og þó að byggð þar standi því miður höllum fæti þá er það ekki af skorti á gróðurlendi. Auðvitað mætti minna hér á mörg fleiri byggðarlög. Ég á t.d. ekki von á þvi, að nokkur byggð væri nú í Þorlákshöfn ef sand- græðslunnar og melfræsins hefði ekki notið við. Svipuðu máli gegn- ir um Kelduhverfið og Öxarfjörð- inn. Þar var eyðingin geysileg af völdum sandfoks, bæði frá sjónum og ofan af Hólsfjöllum. Nú er hins- vegar ákaflega ánægjulegt að fara um þessar gróskumiklu sveitir. I Þingeyjarsýslunum hefúr gróður- framvindan verið tiltölulega örari en hér sunnanlands. Þegar sáð hafi verið þar melffæi og síðan grasffæi og landið ffiðað fóm ýmsar aðrar plöntur að nema þar land í skjóli melgresisins. Fyrst var það kannski mosi en síðan lynggróður, þá loð- víðir og gulvíðir og svo birkið. Það er ólýsanlega ánægjulegt að sjá þar hundmð eða jafnvel þúsundir hekt- ara af landi, sem fýrir fáum áratug- um var eyðimörk, en er nú að verða þakin birki- og víðikjarri. Ef til vill er þessi gróðurþróun örari í Þingeyjarsýslunum vegna þess, að þar er miklu meira af kjarri og birki, sem em öflugir ffægjafar. Víða á Suðurlandi sjáum við raun- ar þessa sömu þróun á ffiðuðum landssvæðum, sem við höfum grætt upp með áburði og grasfræi. Við eigum skemmtilegt dæmi um þetta á svæði hér norðan við Gunn- arsholt. Þar var æðandi mold- og sandrok um 1960. Þá sáðum við þama melgresi og grasffæi og bár- um á. Siðan hefúr ekkert frekar verið að gert. En smátt og smátt breyttist gróðurfarið yfir í valllend- isgróður. Nú er svo komið að þama er mikið af loðvíði og miljónir smáplantna af birki. Birkið hefúr sáð sér þama og ffæið greinilega borist alllangt af því það em a.m.k. 7-8 km í næstu birkifrægjafa. Nefna má svo Haukadalsheiðina, sem er í mikilli ffamfor. En landið er enn að blása upp og við megum hvergi slaka á í baráttunni. Þegar fjölmiðlar em að fjalla um þessi mál finnst mér þess stundum gæta um of, að litið sé einkum á dökku hliðamar á gróð- urreikningi okkar. Horft er meira á uppblásturinn en viðnámið, sem veitt er. Vissulega em vandamálin stór, en engan veginn óyfirstígan- leg. Og það vill oft gleymast í um- ræðunni, að víða er griðarlega mikið land að gróa upp, sem betur fer. Það em t.d. ákaflega miklar gróðurframfarir í Skaftafellssýsl- unum og þá ekki hvað síst í Aust- ur-sýslunni. Ber þar einkum tvennt til: vötnin hafa verið hamin og svo er mikil sjálfgræðsla í skjóli vam- argarðanna. Við megum heldur ekki horfa framhjá því, að það hefúr orðið al- gjör bylting í búskaparháttum. Vetrarbeit sauðfjár hefur alveg lagst af. Vorbeit á úthaga er að verða óþekkt og haustbeit einnig. Ræktunarbyltingin hefúr leitt það af sér, að búfé er í síauknum mæli beitt á ræktað land. Allt miðar þetta í rétta átt. Hér sláum við, nú um sinn, botninn í þetta spjall okkar Sveins landgræðslustjóra, en umræðunni er ekki lokið. Menntaskólinn við Sund Skólastarf hefst mánudaginn 2. september. Nemendur 2., 3. og 4. bekkjar komi í skólann kl. 9.00. Nemendur 1. bekkjar komi í skólann kl. 10.00. Almennur kennarafundur kl. 13.00. Rektor. Auglýsing! Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur ( Lárusarhúsi 2. sept. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. sept. 2. Onnur mál 3. Stjórnin Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri auglýsir eftir skólastjóra. Við skólann er kennt á hljómborðshljóð- færi, gítar, blokkflautur og málmblásturs- hljóðfæri, auk tónfræðigreina. Nemendur skólans eru þrjátíu. Gott húsnæði er í boði. Umsóknarfrestur er til 1. september. Umsóknir, ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu, sendist til skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. Nánari upplýsingar veitir: Bjarni Matthías- son í síma 98-74840 og 98- 74647. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR I Hellusundi 7 - IS-101 Reykjavtk Nemendur þurfa að staðfesta umsóknir um nám á haustönn. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: í Hellusundi 7: í dag, miðvikudag 28., fimmtudag 29. og föstudag 30. ágúst kl. 13.00 til 17.00 í Hraunbergi 2: Laugardag 31. ágúst kl. 10.00 til 15.00. í Árbæjarskóla: Mánudaginn 2. september kl. 17.00 til 19.00. Skólinn getur bætt við nokkrum nemendum á málmblásturshljóðfæri. Skólastjóri. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA 42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 Orkumælar fri KAMÖTHITP MITRO AJH UR HF. Innflutnlngur — Tfcknlpjónust* Rennslismælar fri HYDROMETER Sími652633 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.