Þjóðviljinn - 07.09.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Síða 1
Blýmengun á Heiðarfjalli Við skorum á umhverfisráðherra að beita valdi embættis síns til þess að knýja utanríkisráðuneytið og fulltrúa Bandaríkjahers fyrir hönd eigenda hauganna á fjallinu, til samstarfs um tafarlausa lausn á þessu máli,“ segir Sigurður R. Þórðarson, einn landeigenda Eiðis við Heiðarfjall. Rannsókn Iðntæknistofnunar á_ jarðvegssýni af fjallinu hefur leitt í ljós að í því eru 30.000 HÍM (hlutar í miljón) af blýi sem þýðir að 3% af jarðvegssýninu eru blý. „Það er ljóst að hér er á ferð- og ffemst að hagsmunum fárra ein- inni mjög alvarlegt mengunar- staklinga en það getur haft mun vandamál sem í dag beinist fyrst víðtækari afleiðingar á síðari tím- um, verði ekkert aðhafst,“ segir Sigurður. „Ráðherra lýsti því yfir að hann myndi taka ákvarðanir um frekari rannsóknir eftir að niður- stöður gasrannsóknarinnar lægju fyrir. Nú hafa þær verið birtar og við höfum bætt við niðurstöðum eftir rannsóknir á jarðvegssýnum. Við hyggjumst kynna ráðherra þær bréflega og i því bréfi förum við fram á tafarlausar aðgerðir, bæði frekari rannsóknir og ráðstafanir til að koma í veg fyrir áframhaldandi mengun af þessu sorpi. Við krefj- umst þess að Vamarliðið verði knúið til að svara því hvað sé í þessum haugum.“ Landeigendur hafa enn ekki heyrt neitt ffá utanríkisráðherra né vamarmálaskrifstofunni en þeim var heitið svari við beiðni um fund með ráðherranum að lokinni jarð- gasrannsókninni. „Steingrímur Hermannsson sagði eitt sinn í blaðaviðtali um þetta sama mál að það þyrfti að sparka í leggina á stjómendum vamarmálaskrifstof- unnar af og til og hann hefur greinilega haft rétt fyrir sér um það,“ segir Sigurður. „Þeirra af- staða er sú að allt sé í himnalagi á Heiðarfjalli. Það verður ekki annað séð en íslensk stjómvöld stingi hausnum í sandinn með því að gera lítið úr þessu máli í þeim vafasama tilgangi að vemda hags- muni Bandaríkjahers á íslandi.“ -vd. Enn ósamið um húsin að Sogni Enn hefur ekki verið gengið frá neinum samningum varðandi húseignir Náttúrulækningafé- lagsins og SÁÁ að Sogni vegna stofnunar réttargeðdeildar þar. Fjármálaráðuneytið hefur átt í viðræðum við NLFÍ um að húsin verði tekin á leigu, en engin tilboð hafa verið gerð né upphæðir nefhd- ar. Til tals hefúr komið að ríkið kaupi húsin tvö, en engar ákvarð- anir hafa verið teknar. Guðmundur Rúnar Guðmunds- son deildarstjóri eignaumsýslu- deildar í fjármálaráðuneytinu segir það eitt að ffétta að málið sé „á viðræðustigi“. „Það hefur ekkert gerst í þessu undanfamar vikur,“ sagði Eiríkur Ragnarsson framkvæmdastjóri NLFI. Aðspurður um á hveiju strandaði svaraði hann því til, að það væri ekki þeirra megin heldur hjá ríkinu. „Við höfum gert það sem við vomm beðin um og losað húsin, en ég veit ekkert hvað er að gerast í þessu hjá heilbrigðis- eða Qármálaráðuneytinu." Bmnabótamat húss NLFÍ er 28 miljónir og bmnabótamat timbur- hússins í eigu SÁÁ tæpar 10 milj- ónir. Heilbrigðisráðherra sagði í sumar að stefnt væri að opnun rétt- argeðdeildarinnar 1. október, en ljóst er að það mun ekki nást. Eng- inn hefúr enn sótt um stöðu réttar- geðlæknis. „Það stendur sem heil- brigðisráðherra hefúr sagt að það liggur mikið á þessu og verið að hraða þessu alveg eins og kostur er,“ sagði Guðmundur Rúnar. -vd. Hestamenn frá Sleipni á Selfossi leggja af stað í lestarferðina í gær. Mynd: Kristinn. Lestarferð í tilefni aldarvígslu Olfusárbrúar Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi lagði af stað í gær frá Pósthúsinu í Póst- hússtræti í Reykjavík í lestarferð austur fyrir fjall. Lestarferðin endar við Tryggvaskála á Sel- fossi á morgun, sunnudag kl. 13.30. Ferðin er farin í tilefni 100 ára vígsluafmælis Ölfusárbrúar. Þegar lestin kemur að Tryggvaskála hefst aðaldagskrá afmælisvikunnar á Selfossi, en afmælisvikunni lýkur um kvöldið. I lestarferðinni em 12 hestar klyfjaðir gömlum póstkoffortum. Lestarstjóri er Steingrímur Viktors- son. -Sáf viðurkemur 5-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.