Þjóðviljinn - 07.09.1991, Síða 5
FlRIÉTTTlR
Vandi flugstöðvarinnar verður
ekki leystur á kostnað sveitarfélaga
Hugmyndir fortíðarvandanefndar um hækkun tekjuliða og
lækkun útgjalda hafa sætt gagnrýni. Stjórn Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum hefur ályktað gegn hugmyndum nefnd-
arinnar um að endurskoða fasteignagjöld Flugstöðvarinnar til
Sandgerðisbæjar. Einnig hefur Ferðamálaráð íslands mótmælt hug-
myndum um hækkun lendingargjalda og innritunargjalda farþega.
Á stjómarfundi Sambands sveit-
arfélaga á Suðumesjum í gær var
ályktað um hugmyndir fortíðar-
vandanefndarinnar. I ályktuninni
komu fram harðorð mótmæli gegn
hugmyndum sem fram hafa komið í
fjölmiðlum frá fortíðarvandanefnd
um að skerða eigi fasteignaskatta
sveitarfélaga til að mæta fortíðar-
vanda ríkisins. „Stjómin lýsir
áhyggjum sínum yfir því, að hug-
myndir skuli heyrast, þar sem rekstr-
arvanda rikisins eigi að leysa með
því að skerða lögbundna tekjustofna
einstakra sveitarfélaga," segir í lok
ályktunarinnar.
Stefán Jón Bjamason, bæjar-
stjóri í Sandgerði, sagði aðspurður
að fasteignagjöldin af flugstöðinni
væm 15,67% miðað við fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir þetta ár. -
Þessar tekjur skipta Sandgerði
óhemjumiklu máli. Ef ég nefhi ein-
göngu þær ffamkvæmdir sem fara
fram hér við höfhina, þá emm við
búin að skuldbinda okkur átta ár
frarn i tímann, sagði Stefán.
- Ég trúi því ekki fyrr en á reyn-
ir að þessi fasteignaskattur verði
lagður af. Ef til þess kæmi þyrfti að
breyta tekjustofnslögum sveitarfé-
laga almennt. Það yrði þá að setja
allar flugstöðvar undir einn hatt, því
það er ekki siðferðilega rétt ef ætl-
unin er að undanskilja aðeins eitt
mannvirki frá fasteignagjöldum,
sagði Stefán.
Stefán upplýsti Þjóðviljann um
að samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hefði hann heyrt að flugstöðin
ætti að skila 37 miljóna króna hagn-
aði til íslenska ríkisins.
- Mér fyndist eðlilegra að ríkið
liti fyrst í eigin barm og breytti
þessu ffekar en að teygja sig inn í
tekjur sveitarfélaganna. Við höfum
líka gefið flugstöðinni vemlegan af-
slátt af skattinum. Ef hún greiddi
eins og þau fiskvinnslufyrirtæki sem
em hér í bænum, sem eiga við
rekstrarvanda að glíma eins og flug-
stöðin, þá ætti hún með réttu að
greiða 34,7 miljónir í stað þeirra 25
miljóna sem hún greiðir núna.
Einnig finnst mér það furðulegt
að ekki sé hægt að taka eitthvað af
þeim tekjum sem ríkið hefur af ffi-
höfhinni til að grynnka á skuldum
flugstöðvarinnar. I mínum augum og
flestra héma á Suðumesjum er þetta
mikla mannvirki eiginlega byggt í
kringum fríhöfnina, sagði Stefán
Jón.
Þórður Skúlason, ffamkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, segir að skýr ákvæði séu um
tekjustofna sveitarfélaga innan
ramma laganna. - Mér finnst í raun
ffáleitt að ætla sér að veita einhveij-
ar undanþágur eða takmarkanir hvað
ákveðnar byggingar varðar. í lögun-
um eru að vísu undanþágur þar sem
segir að hjúkmnarstofnanir, bama-
heimili, skólar, rafveitur o.fl. þurfi
ekki að greiða fasteignagjöld.
Ef ríkisstjómin tekur þessa hug-
mynd upp á arminn, er ljóst að laga-
breytingar þurfa að koma til. Ég tek
undir ályktun sveitarfélaganna á
Suðumesjum og finnst í raun ffáleitt
að þessi fortiðarvandi íslenska ríkis-
ins eigi að leysast á kostnað ein-
stakra sveitarfélaga, sagði Þórður.
í ályktun Ferðamálaráðs íslands
segir að þær hugmyndir sem ffam
hafi komið um hækkun lendingar-
gjalda og innritunargjalda farþega
séu ekki vænlegar til árangurs í efl-
ingu ferðaþjónustu í landinu.
„Ferðamálaráð telur að aukin skatt-
heimta af þessu tagi spilli sam-
keppnisstöðu íslenskrar ferðaþjón-
ustu, sem nú þegar ber þunga skatt-
byrði.
Enn er minnt á að ferðaþjónust-
an er vaxandi atvinnugrein sem er
líkleg til að skila vemlegum hagnaði
ef hlúð er að rekstrarskilyrðum
hennar,“ segir í ályktuninni.
-sþ
Ibúar Fischersunds
hafa margoft
bent á vöntun ská*
brautar í sundinu
Unnið hefur verið að endur-
nýjun gatnakerfisins i
Grjótaþorpi af fullum
krafti í sumar. Óánægjuraddir
hafa heyrst um ýmis atriði endur-
nýjunarinnar, eins og t.a.m. upp-
setningu trappa í stað skábrautar
efst í Fischersundi, eins og Þjóð-
viljinn greindi frá í vikunni.
María Gunnarsdóttir, íbúi í
Gijótaþorpi og stjómarmaður íbúa-
samtakanna þar, segir að fullyrðing-
ar aðstoðargamarnálastjóra, Sigurðar
Skarphéðinssonar, að ekki hafi verið
gerðar athugasemdir við vinnuna i
sumar séu rangar.
- Við í íbúasamtökunum gerðum
strax í fyrra athugasemdir við tröpp-
umar, en þá var byrjað á hluta þeirra.
Okkur var þá sagt af arkitektinum,
Kjartani Mogensen, að gert væri ráð
fyrir skábraut í Fischersundinu.
Hann sagði að hún ætti að liggja í
sveig með tröppunum, en svo er nú
komið að okloir er farið að lengja
eftir einhverjum ffamkvæmdum við
hana og emm raunar orðin úrkula
vonar að hún komi nokkm sinni.
Þegar reynt hefur verið að ná sam-
bandi við arkitektinn þá er hann
aldrei við, sagði María.
María sagði að ummæli aðstoð-
argatnamálastjóra i Þjóðviljanum,
um að ekki hafi verið gerðar athuga-
semdir í hverfinu í sumar væm rang-
ar. Það hefði verið hringt og bent á
þennan annmarka í breytingunum.
- Annars hefur það verið annað
mál sem við höfúm ítrekað gert at-
hugasemdir við hér í þorpinu. Við
Fischersundið var löngum gamalt
hesthús, sem var rifið í júní sl. og
ástæðumar sagðar að það væri fyrir.
Nú hins vegar er verið að reisa á
sama stað steinsteyptan bílskúr, sem
illa fellur inn í heildarmynd hverfis-
ins. Einnig höfúm við gert athuga-
semdir við það að bílskúrinn nái út
fyrir lóðamörk eigandans. Hann
skagar í raun 70 cm. út fyrir heildar-
línu húsanna í sundinu. Þegar haft
hefúr verið samband við borgar-
skipulag em einu svörin að þetta sé
nú ekki mikið mál, það sé aðeins um
70 cm. að ræða. Ég held að eitthvað
mundi heyrast í borgaryfirvöldum ef
húseigendur við Fischersund tækju
allir upp á því að stækka lóðamörkin
um 70 cm. út í sundið, sagði María.
-sþ
Gangbrautina þarf að þrengja vegna þess að bílskúrinn skagar út fyrir
lóðarnörk eigandans. Mynd: Kristinn.
VSÍ gagnrýnir vaxtastefnu stjómvalda
Iályktun framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands íslands um
horfur í efnahagsmálum kemur fram hörð gagnrýni á vaxtastefnu
stjórnvalda og að ekki skuli nást fram marktækur samdráttur í ríkis-
útgjöldum í því fjárlagafrumvarpi sem unnið er að.
Að mati framkvæmdastjómar-
innar hefúr vaxtahækkun ríkisverð-
bréfa, sem var eitt af fyrstu verkum
ríkisstjómar Davíðs Oddssonar i
sumar, valdið almennum vaxtahækk-
unum. Framkvæmdastjómin telur að
mikil lánsfjáreftirspum opinberra að-
ila og háir raunvextir hafi alvarlega
skert rekstrarafkomu fyrirtækja og
lamað vöxt hlutaíjármarkaðarins.
Engar horfúr séu á að raunvextir fari
lækkandi á næstu mánuðum og miss-
eram ef ekki verði veralega dregið
úr lánsfjárþörf hins opinbera. VSÍ
telur að raunvextir séu orðnir svo há-
ir að engin von sé til nýsköpunar og
fjárfestinga í atvinnulífinu. Því þurfi
að taka sem fyrst ákvarðanir sem
minnki framboð ríkistryggðra
skuldabréfa og í því sambandi liggur
beinast við að endurskoða reglur um
húsbréf, bæði hvað varðar upphæðir
þeirra og rétt einstakra aðila til að fá
slík bréf. VSI telur að útgáfa hús-
bréfa stefni í að verða 15-16 miljarð-
ar í ár, en ekki 10 miljarðar eins og
áætlað var.
,Þá gagnrýnir framkvæmdastjóm
VSI að hlutur ríkis og sveitarfélaga í
íslensku atvinnulífi hefúr vaxið óð-
fluga á liðnum áram samtímis því að
hlutur atvinnuveganna hefúr dregist
saman. Á sama tíma og umsvif ríkis-
sjóðs hafa aukist um 23% frá árinu
1987, hefur verðmætasköpun í land-
inu dregist saman um 3,5%. Þá hefur
opinberum starfsmönnum fjölgað, en
störfum á almennum vinnumarkaði
fækkað. Jafnframt mun samdráttur
aflaheimilda uppá 12%-13% á næsta
ári valda minni atvinnu sem gæti
numið allt að 1500 störfum í sjávar-
útvegi. Það mun einnig hafa það í
for með sér að draga mun úr atvinnu
í öðram atvinnugreinum. Við þessar
aðstæður, þar sem íslenskt efnahags-
líf stefnir nú inn í fimmta árið í röð
án hagvaxtar, hljóti atvinnulífið að
gera þær kröfur til ríkisvaldsins, að
það gefi undirstöðum velferðarkerfs-
ins, atvinnulífinu í landinu, svigrúm
og dragi stórlega úr lántökuþörf rík-
issjóðs, húsnæðiskerfis og annarra
opinberra aðila og það án skatta-
hækkana. Að mati framkvæmda-
stjómar VSÍ er það forsenda vaxta-
lækkunar og þar með aukinna fjár-
festinga og atvinnu og tryggrar af-
komu.
-grh
Byrjað á Vestfjarðagöngunum
Sprengingar Sýrir jarðgöngum
undir Breiðadals- og Botns-
heiðar eru hafnar. Samgöngu-
ráðherra sprengdi fyrstu hleðsluna
á fimmtudag og nú eru fram-
kvæmdir að fara af stað af fullum
krafti.
Kostnaður samkvæmt útboði er
áætlaður 2 milljarðar og 475 miljónir,
en þá er eftir ýmis ffágangur, svo sem
ljósabúnaður, lofhæsting og fleira.
Heildarkostnaður verður því rúmir 3
milljarðar. Áætlað er að göngunum
verði lokið árið 1995.
Göngin verða skipt með gatna-
mótum undir Breiðadalsheiði og
verður vegalengdin úr Tungudal og
þangað 2,16 kílómetrar.
Frá gatnamótunum yfir í Botns-
dal verða 2,71 km löng göng og ffá
gatnamótunum yfir í Breiðadal 3,82
km. Göngin eru tvíbreið að gatnamót-
unum undir Breiðadalsheiði, en ein-
breið þaðan og útskot gerð með 160
m. millibili.
Verktaki er Vesturís sf. sem er
samstarfsfélag ístaks hf, Skanska AB
ffá Svíþjóð, Phil og Sön ffá Dan-
mörku og Selmer Anlegg ffá Noregi.
-vd.
Hörkuleikir
um helgina
Um helgina fer fram næstsíö-
asta umferðin í 1. deild karla i fót-
bolta og stefnir í hörkuleiki, enda
hefur keppnin sjaldan eða aldrei
verið jafn spennandi.
í dag leika ÍBV-Stjaman, Vík-
ingur-KA og FH-Víðir og byija
leikimir klukkan 14. Á morgun, á
sama tíma, Breiðablik og Valur og
klukkan 16 KR-Fram.
I Eyjum verður Stjaman að sigra
ef liðið á ekki að falla i aðra deild
og sömuleiðis FH gegn Vfði. Þórir
Jónsson formaður knattspymudeild-
ar FH segir að ef liðið nær ekki að
sigra Víði eigi það ekkert annað
slalið en að falla í aðra deild.
Ef Vlkingar ætla sér sigur í
deildinni verða þeir að bera sigurorð
af KA, en á móti veitir norðanmönn-
um ekkert af fleiri stigum til að
forða sér ffá falli. Sömuleiðis verða
Framarar að sigra KR á sunnudag,
en í þeim leik verða þeir Jón Sveins-
son og Þorvaldur Örlygsson í banni.
Þá verður viðureignin í Kópavogi
ekki síður spennandi, því þann leik
verða Valsmenn að vinna ef þeir
ætla sér ekki að falla í aðra deild í
fyrsta skipti i sögu félagsins. -grh
Berlín, Síma-
klefinn og
Alnæmi
verðlaimað
Þrjár íslenskar auglýsingar
hlutu viðurkenningu í norrænni
keppni um bestu auglýsingakvik-
myndina á þessu ári.
Veitt vora sérstök heiðursverð-
laun, gull-, silfúr- og bronsverðlaun
auk diploma. Sænsk auglýsing þótti
best á árinu, en Finnar og Danir hlutu
silfúr. Af ellefú bronsverðlaunum sem
vora veitt hlaut íslenska auglýsingin
Berlín, unnin fyrir Eurocard af Hvíta
húsinu, ein þeirra. Kvikmyndagerð
annaðist Hugsjón hf. Símaklefinn,
sem unnin var fyrir Póst og síma af
auglýsingastofúnni Góðu fólki, hlaut
svokallaða diploma viðurkenningu.
Saga Film annaðist kvikmyndagerð
hennar. Þá er þess að geta að auka-
verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku
hlaut auglýsingin Alnæmi, þú einn
getur varið þig, sem unnin var fyrir
Landlæknisembættið af íslensku aug-
lýsingastofunni. Kvikmyndatöku ann-
aðist Karl Óskarsson hjá Frost film.
Einnig vora veitt aukaverðlaun fyrir
tæknibrellur, leik og kimni.
Gullsvanurinn er heiti þessarar
norrænu keppni og vora sendar inn
alls 440 auglýsingamyndir og valdi
dómnefnd 61 mynd til þátttöku í
lokakeppninni, þar af voru þijár ís-
lenskar auglýsingar og hlutu þær allar
viðurkenningu, eins og ffam er kom-
ið. BE
Slða 5
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991