Þjóðviljinn - 07.09.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Side 6
FMÉTllR Reykjavík á ekki að reka upp- lýsingamiðstöð Ferðamálaráðs Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti síðasta vor að draga sig út úr upplýsingamiðstöð Ferðamálaráðs. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun var að sögn Júiíusar Hafsteins, borgarfulltrúa og for- manns ferðamálanefndar Reykjavíkur, að ósamkomulag um skiptingu ijármagns og samstarf um upplýsingamiðstöð á landsbyggð- inni hafí verið helsti ásteytingarsteinninn innan upplýsingamiðstöðvar- innar. Nú hefur borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann hefði áhuga fyrir því að ákvörðun borgarstjórnar verði endurskoðuð. Júlíus Hafstein sagði að það væri Ijóst að borgarstjóm væri búin að af- greiða það að hætta í upplýsingamið- stöð Ferðamálaráðs ffá og með 1. janúar nk. - Það er ljóst, að samningar verða ekki ffamlengdir í þeim efnum, sagði Júlíus. Aðspurður um hugmyndir Mark- úsar að endurskoða ákvörðunina, sagði Júlíus að meðan beiðni um end- urskoðun væri ekki komin ffam í ferðamálaneffid, borgarráði eða borg- arstjóm stæði sú ákvörðun sem þegar hafi verið tekin. - Ákvörðunin var tekin á sínum Svartnætti í botnfiskvinnslu Miðað við rekstrarskilyröi botnfískvinnslunnar, eins og þau voru í byrjun mán- aðarins, er það mat Samtaka físk- vinnslustöðva að hallinn á vinnsl- unni sé uppá tæp 7% eða um 2,6 miljarða króna. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að tekjurýrnun vinnslunnar vegna kvótaskerðing- ar á nýbyrjuðu fískveiöiári verði allt að 13,5%, sem að mati físk- vinnslumanna verður aö teljast varlega áætlað, enda gert ráð fyrir að fiskverð verði óbreytt. Amar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir að miðað við óbreytta stöðu verði þessi rekstrarskilyrði mörgum fyrirtækjum ofviða og því blasir við stöðvun hjá mörgum þeirra áður en langt um líð- ur. Það sem einkum hefur haft áhrif til hins verra á afkomu botnfisk- vinnslunnar er hátt hráefnisverð, en hráefniskostnaður vinnslunnar er um þrisvar sinnum meiri en sem nemur launagreiðslum við framleiðsluna. Þá hafa vextir farið hækkandi og lætur nærri að nafnvextir hafi hækk- að um þriðjung. Ennfremur hefúr af- skipunartíminn eitthvað lengst sem þýðir aukinn kostnað við birgðahald. Við þetta bætist svo lækkun á af- urðaverði sem endurspeglast í því að inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð sjáv- arútvegsins hafa lækkað verulega frá því sem þær voru hvað hæstar í vor sem leið. Til að rétta við skútuna hafa fiskvinnslumenn lagt til að inn- greiðslum í Verðjöfnunarsjóð verði hætt. Það mundi minnka hallann um 2%. Hinsvegar virðist sem lítill áhugi sé fyrir því hjá stjómvöldum, því tillaga þar um var nýlega felld í stjóm hans af fúlltrúa ríkisvaldsins. Þessu til viðbótar hafa fískvinnslu- menn lagt til að ferskfiskútflutningur á þorski og ýsu verði takmarkaður enn frekar til að auka hráefni til vinnslunnar. -grh Hreinlæti gegn alnæmi Ekki er talin hætta af sýkingu alnæmis í tannlæknaþjónustu sé fyllsta hreinlætis gætt. Þetta er niðurstaða norræns fundar sem haldinn var á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í Reykjavík dagana 19. til 20. ágúst. Fundurinn komst að þeirri niður- stöðu að ekki sé talið nauðsynlegt að starfsfólk tannlækningaþjónustunnar fari reglubundið í alnæmispróf, né að takmarka skuli störf þeirra sem smit- ast hafa. Fundinn sátu 21 fulltrúi cn þetta er þriðji norræni fundurinn sem hald- inn er um þetta málefni. Fundinn sátu fulltrúar frá hcilbrigðisyfirvöldum, tannlæknafélögum og tannlæknaskól- um á Norðurlöndunum. -Sáf tíma af tíu borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins og virtist mér það liggja ljóst íyrir hver vilji borgarstjómar væri í þessu máli, sagði Júlíus. Júlíus sagði að málefni upplýs- ingaþjónustunnar væm orðin þannig að landsbyggðin þyrfti ekki að borga neitt í sameiginlegan rekstur eins og ráð var fyrir gert i reglum þjónust- unnar. - Byggðastofnun hefúr látið Ferðamálaráð fá styrki. Að megninu til rennur þessi styrkur svo til upp- byggingarstarfs ferðanefúda á lands- byggðinni, sem síðan greiða þetta fjármagn sem sinn hluta til upplýs- ingaþjónustunnar. Þegar málum er svona háttað finnst mér eðlilegra að Ferðamálaráð eigi að taka málið al- farið að sér, sagði Júlíus. Júlíus gagnrýndi einnig innri störf upplýsingaþjónustunnar og sagði að t.d. hafi þrír framkvæmdastjórar starf- að fyrir hana á jafn mörgum árum. - Auk allra þessara atriða er Reykjavíkurborg að undirbúa að reka sína eigin upplýsingaþjónustu. Einnig höfúm við átt aukið samstarf við Ferðamálaráð á öðmm sviðum eins og t.d. á kynningarstörfum erlendis, sagði Júlíus. Aðspurður um áhuga Markúsar á að endurskoða ákvörðun borgar- stjómar sagði Júlíus að borgarstjóri yrði að tala sig út um það við borgar- fúlltrúa hver vilji hans væri í þessum efnum. Eftir það ættu menn að geta tekið afstöðu til málsins upp á nýtt ef þeir sjá ástæðu til þess. Ekki náðist í Birgi Þorgilsson ferðamálastjóra vegna málsins. -sþ Tólfta alþjóöaralliö hófst I Öskjuhllð I gær. Það er spáð harðri keppni. Erlendu keppendurnir eru verulega góðir og það verður gaman að fylgjast með því hvernig okkar mönnum reiðir af. Bíll nr. 4 er eins og allir sjá Mazda 323 4x4 Turbo, 225, en ökumennirnir heita Peter Geitel og Kaj Hakkinen. I dag fara ökumennirnir I Þjórsárdalinn og niður Land og sömu leið að kveldi til Reykjavikur. Borgarfjörðurinn tek- ur síðan við á sunnudagsmorgni en rallinu lýkur við Hjólbarðahöllina i Fellsmúla klukkan 15.30 á morgun. Skólagjöldum mótmælt Kennarafundur Fjölbrautaskólans við Ármúla og stjórn Kennara- sambands íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem hverskonar hugmyndum stjórnvalda um upptöku skólagjalda er mótmælt. í Ármúlanum var þetta samþykkt með einu mótatkvæði. Stjóm K1 segir í sinni ályktun að vegið sé að velferðakerfinu, sem byggt hafi verið upp á undanfömum áratugum, með sérstökum skóla- gjöldum í framhaldsskólum og há- skólum, með niðurskurði námslána, með innritunargjöldum á sjúkrahús- um og með því að auka hlut sjúk- linga í lyfjakostnaði. „Stjóm Kennarasambands ís- lands hafnar öllum þessum hug- myndum enda yrðu þær til þess að auka misrétti i þjóðfélaginu og leggja auknar byrðar á þá þegna þess sem hafa minnstar ráðstöfúnartekj- ur,“ segir í ályktuninni. Stjóm KI skorar einnig á ríkis- stjómina að huga að upptöku fleiri skattþrepa, herða skattaeftirlit og sjá til þess að fjármagnstekjur verði skattlagðar einsog aðrar teícjur í stað þess að auka enn á misréttið í þjóð- félaginu. -gpm MYNDVERKASÝNING FÉLAGSMANNA V.R. / LISTASAFNIALÞÝÐU, GRENSÁSVEGI !6A, 31. ÁGÚSTTIL 15. SEPTEMBER 1991 í tilefni 100 ára afmælis Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sýna 30 félagar V.R. verk sín, en þeir vinna allir áb myndiist í tómstundum sínum. Sýningin er opin alla virka daga fró kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 ALUR VELKOMNIR - ÓKEYPIS AÐGANGUR 18 9 1-19 9 1 Verzlunaimannalélag Heykjavto 1991 HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg Lóuhólar 2-6 simi 71539 iiraunberg 4 shm 77272 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.