Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 5
\ \, Fiétiir Hafnfirðingar sameinast í stuðningi við St. Jósefsspítala Formenn nær allra félagasamtaka í Hafnarfirði, um 50 tals- ins, komu saman til fundar í Hafnarborg síðdegis í gær tii þess að ræða um samræmd viðbrögð gegn áformum um að leggja niður St. Jósefsspítala sem deildarskipt sjúkrahús um áramót og reka þar hjúkrunarheimiii fyrir aldraða. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Bandalags kvenna í Hafnarflrði en inn- an vébanda þess eru átta kvenfélög sem hafa samtals 1600 félaga. Baldvin kaup- ir Aðalstöðina Útvarp Reykjavík - Aðal- stöðin er skráð sem nýtt nafn Aðalstöðvarinnar gömlu. Baldvin Jónsson, fyrrverandi fjármálastjóri hjá Stöð 2, hætti í vinnunni í gærmorg- un, keypti Aðalstöðina og hóf störf þar á hádegi í gær. Hann sagði að lengi hefði blundað í sér sú hugmynd að verða sér úti um eigið fyrir- tæki og fást við þau mál sem hann hefur öðlast reynslu af í áranna rás. - Mér bauðst þetta tæki- færi, sagði Baldvin í samtali við Þjóðviljann, - og mér fannst ekki annað hægt en taka því. Ekki vildi Baldvin segja neitt um það hvað útvarps- stöðvar kostuðu nú til dags en sagðist hins vegar vona að Ut- varp Reykjavík - Aðalstöðin yrði góð íslensk útvarpsstöð. - Eg er mikill áhugamaður um íslenska fjölmiðla, sagði Bald- vin. — Það er ekki margt sem við íslendingar eigum sameig- inlegt en við eigum þó íslenska tungu. Hana vil ég vemda, sagði Baldvin. Þar berum við fjölmiðlamenn mikla ábyrgð. Að öðru leyti stefhi ég fyrst og fremst að því að þessi fjölmið- ill veiti fólki einhveija ánægju - sé ffæðandi og skemmtilegur. Baldvin kvaðst hlynntur ís- lenskri tónlist og sagði hana eiga mikla möguleika í sínum miðli. Stefhan gagnvart menn- ingarefhi og töluðu orði er hins vegar ómótuð. Baldvin var ekki búinn að vera í þessu starfi nema í tvo tíma og sagði að margt væri að sjálfsögðu óljóst. Öllu starfsliði var sagt upp þeg- ar fyrri eigandi seldi og óljóst hvað verður unnið úr þvi. -kj Kosin var sjö manna undir- búningsnefnd sem mun koma saman síðar í vikunni og taka ákvörðun um hvort safnað verður undirskriftum gegn áformum ráð- herra. Beðið er niðurstöðu af fundi sem stjóm spítalans mun eiga með heilbrigðisráðherra i dag. Bandalag kvenna hefur ritað Sighvati Björgvinssyni heilbrigð- isráðherra bréf þar sem honum er skýrt frá því að félagskonur mót- mæli einróma áformum hans um að leggja spítalann niður og skori á hann að draga þau til baka. Bandalagið minnir ráðherra á skriflegar yflrlýsingar ríkisvalds- ins og bæjaryfirvalda í Hafnar- firði frá 1987 þegar Hafnarfjarð- arbær gerðist eignaraðili að spit- alanum, en þar kom fram að sjúkrahúsið yrði áfram rekið sem deildarskipt sjúkrahús. I bréfinu til ráðherra er hann minntur á að Bandalag kvenna af- henti St. Jósefsspítala að gjöf röntgentækjabúnað árið 1986 og var þá settur sá skilmáli að yrðu eigendaskipti á spítalanum, þann- ig að þjónustusvið hans breyttist, yrðu tækin færð í annað húsnæði þar sem þau nýttust til að auka þjónustu við bæjarbúa og íbúa nágrannabyggðarlaga. Sighvatur Björgvinsson sat fyrir svörum á opnum fundi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði um heilbrigðismál og sagðist þar hafa svarað Bandalagi kvenna bréf- lega. Formaður Bandalagsins, Ema Fríða Berg, sagðist í gær ekki hafa fengið bréf hans og lagði þunga áherslu á að konum væri full alvara í þessu máli. Ema er í stjóm St. Jósefsspítala. „Við munum fylgjast grannt með því hvemig þessu máli lyktar í þing- inu og verðum í startholunum með að hefja undirskriftasöfnun máli okkar til stuðnings ef þörf krefur,“ sagði hún. „Það finnst engum koma til greina að breyta rekstrinum á spítalanum,“ segir Guðfinna Vig- fúsdóttir sem situr í stjóm St. Jós- efsspítala. „Spítalinn er mikil- vægur hlekkur í þjónustunni við aldraða hér. Sú þjónusta er það góð hér í Hafnarfirði að við telj- um ekki þörf á að breyta spítalan- um í hjúkrunarLeimili. Það er bú- ið að stofna nefiid á vegum ráðu- neytisins og spítalans og við von- um að niðurstaða hennar verði að ekkert verði af þessum áform- um.“ -vd. Formenn nær allra félagasamtaka I Hafnarfirði komu saman til fundar 1 gær I Hafnarborg og ræddu um hvernig félögin gætu sameinað krafta sína til mótmæla ef til þess kemur að St. Jósefsspitali verði lagður niður sem deildaskipt sjúkrahús. Mynd: Jim Smart. Flugmálastjóm lokar á 32 flugnema Heimir Steinsson útvarpsstjóri tók við embætti I gær og hér færir Hörður Vil- hjálmsson honum lyklavöldin. Á sama tlma og hann tekur við embætti segja tveir Sjálfstæðismenn sig úr útvarpsráði vegna þess að Inga Jóna Þórðardóttir var ekki ráðin útvarpsstjóri. Mynd: Kristinn. Ráðningu Heimis mótmæít með úrsögiv- um úr útvarpsráði að er ekkert um þetta að segja, aðrir verða ráðnir í staðinn, sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um úrsögn Magnúsar Erlends- sonar og Friðriks Friðrikssonar úr útvarpsráði en báðir voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir sögðu sig úr ráðinu í mót- mælaskyni við það að Inga Jóna Þórðardóttir, formaður ráðsins, var ekki ráðin útvarpsstjóri heldur séra Heimir Steinsson. Inga Jóna hefur þegar sagt sig úr ráðinu á forsendu trúnaðar- brests milli sín og ráðherra. Ólafur taldi þó líklegt að í þessu fælist fremur stuðningur við einhvem annan en Heimi heldur en að um væri að ræða gagnrýni á sig. „Þetta er náttúrlega útúrsnún- ingur hjá Ólafi, hann hlýtur að sjá það. Auðvitað er þetta hvort tveggja stuðningur við Ingu Jónu og hörð gagnrýni, fyrst og fremst á hann,“ sagði Magnús. Hann sagði að gagnrýnin væri byggð á því að ráðinn hefði verið maður sem varla hefði stigið fæti inn fyrir dyr í stofnuninni og á sama tíma væri gengið framhjá Ingu Jónu sem hefði starfað átta ár i útvarpsráði, þar af sex sem formaður, og sem þekkti alla innviði stofnunarinar. Þá bendir hann einnig á að gengið hafi verið framhjá Pétri Guðfmns- syni sem starfað hefur við stofnun- ina í 27 ár. „Maður hlýtur að spyija: Hvað er ráðherra að gera? En sjálfur gefur hann engar skýr- ingar,“ sagði Magnús. Heimir Steinsson tók við emb- ætti sem útvarpsstjóri í gær og við það tækifæri tók hann við lyklum stofnunarinnar úr hendi setts út- varpsstjóra, Harðar Vilhjálmsson- ar. „Virðing veit að því verkefni, sem ég í dag tekst á hendur og vona að vel rætist úr með eigin ástundun og annarra liðveislu,“ sagði Heimir þegar hann tók við lyklunum. -gpm eir 32 nemendur sem ætluðu að leggja stund á bóklega þátt atvinnu- flugmannsprófs í vetur fengu á mánudag skeyti um að námi við flugliðabraut Fjöl- brautarskóla Suðurnesja væri frestað um ótiltekinn tima vegna illviðráðanlegra að- stæðna í launamálum kennara. Ekkert verður af útboði Flug- málastjómar um að einn skóli taki að sér bæði bóklegan og verklegan þátt kennslunnar. „Eg flýtti mér heim frá Bandarikjunum, en þegar ég kom heim í gærkvöldi beið skeytið mín, þannig að ég gat ekki annað gert en farið að sofa,“ sagði Þröstur Ingvar Gylfason en hann er einn þeirra sem ætlaði að hefja námið innan fárra daga. Hann sagði ástandið bölvanlegt enda stæði hann nú uppi án skólavistar og án vinnu og það algerlega fyr- irvaralaust. Nokkrir nemendanna ætluðu að hittast seint í gær- kvöldi til að ráða ráðum sínum. Hjálmar Amason skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja sagði að ástæðan fyrir þessari Handboltaunnendur hljóta að vera kátir núna því að í kvöld hefst íslandsmótið í handbolta og leikin verður heil umferð í 1. deild. Að mati þjálf- ara, leikmanna og forráða- manna liðanna er FH líklegast til að sigra að þessu sinni. FH-ingar munu þó vafalaust frestun væri sú að þeir kennarar sem hafa kennt við skólann í 13 ár sjá sér ekki lengur fært að gera það áfram á sömu kjömm. Þetta er hlutastarf hjá þeim öllum og þeir fá ekki greidd laun miðað við aðalstarf og ekki heldur sem kennarar því þeir hafa ekki kennslu- og uppeldifræðinám að baki, sagði Hjálmar. Þetta er þó ekki eina ástæðan. Hjálmar benti á að vegna fjaðra- foks um útboð kennslunnar í síð- asta mánuði hefði Flugráð hafnað þeirri leið, sú staðfesting barst á mánudag. Því fengu allir nem- endumir skeytið um frestunina þann dag. Hjálmar sagði að til hefði staðið að skólinn sæi um kennslu í 50 flugtíma af 200. En flugmálayfirvöld hafa haft hug á að tengja betur saman þessa þætti kennslunnar til að bæta námið. Hjálmar sagði að leitað hefði verið allra leiða til að reka skól- ann áfram, til dæmis leiða til að bæta launakjör kennara, en án ár- angurs. Hann vonaðist til þess að skóli gæti tekið til starfa strax eftir áramót en menntamálaráð- herra hyggst koma á laggimar þurfa að taka á öllu sínu í kvöld þegar þeir mæta Haukum í Kapla- krikanum en leikir þessara liða hafa jafnan verið harðir og jafhir. Aðrir leikir verða sem hér segir: KA- Valur, Breiðablik-Víkingur, Selfoss-Fram, Grótta-Stjaman og ÍBV-HK. -grh starfshópi til að finna þessum málaflokki farveg. -gpm Sjómanns saknað Frá því um níuleytið í gærmorgun hefur staðið yfir á Isafjarðardjúpi umfangsmikil leit að sjómanni sem lenti í árekstri á Sómabát sínum við togarann Heiðrúnu um eina og hálfa sjómílu út frá hafnar- mynninu í Bolungarvík. Togarinn var á útleið þegar óhappið varð en smábáturinn á landstími. Sveitir björgunar- manna gengu fjörur í nágrenni kaupstaðarins og sömuleiðis leituðu hátt í 20 bátar á sjó ásamt varðskipinu Ægi. Leit verður haldið áfram í dag. -grh Spurt um ráðhúslóð Guðrún Ágústsdóttir, varaborgarfuíltrúi Alþýðu- bandalagsins, lagði fram fyrir- spurn á borgarráðsfundi í gær um kostnað af framkvæmdum við lóð og nánasta umhverfi ráðhússins. Guðrún mótmælir þeirri só- un sem birtist í ráðhúsmálinu í heild og bendir á að enn hafi ekki komið ffarn upplýsingar um annað en kostnað við bygg- ingu hússins sjálfs og búnað. „Þess vegna óska ég nú eftir ná- kvæmri áætlun um kostnað við annað sem kann að vera talið nauðsynlegt í og við ráðhúsið,“ segir í fyrirspum Guðrúnar. -vd. Islandsmótið í handbolta Slða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.