Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 7
Blendnar tilfinningar á Sameiningardegi Þýskalands Berllnarmúrinn opnaður 10. nóvember 1989. egar Þjóðverjar halda upp á Sameiningardag Þýska- lands á morgun verður það með blendnum huga: sam- einingin hefur vissulega breytt ekki bara landakorti Evrópu, heldur Uka mörgu í daglegu lífi fólksins sem bjó austan og vestan landamæranna sem nú eru fallin. En það sem gerir tilfinningarnar blendnar er fyrst og fremst að sameiningin hefur reynst kostnað- arsamari og erfiðari fyrir bæði þjóðarbrotin en búist var við og lofað hafði verið í hátíðarræðun- um fyrir árin. Fyrir ári lofaði ríkisstjóm Kohls kanslara að sameiningin yrði komin í framkvæmd tiltölulega sársauka- laust og án nokkurra skattahækkana innan árs. Reyndin hefur orðið önn- ur. Það er ekki bara að skattaálögur hafi verið auknar til þess að greiða kostnaðinn af sameiningunni, heldur hefur aukin fjármagnsþörf vegna sameiningarinnar valdið skriðu verðhækkana sem er nú örari en í nokkru öðru af sjö stærstu iðnríkj- um heims, þar sem Þýskaland hefur löngum verið í fararbroddi hvað varðar stöðugleika. Þessu fylgir jafhframt halli á fjárlögum ríkisins sem talinn er að muni nema um 5% af veigri þjóðarframleiðslu á þessu ári og halla á viðskiptum við útlönd, sem þýðir að Þýskaland er nú orðið að þiggjanda á alþjóðlegum lána- markaði í fyrsta skipti í áraraðir. Á yfirstandandi ári ver þýska stjómin um 150 miljörðum marka (4.300 miljörðum kr.) til endur- menntunar, atvinnuleysisbóta og sköpunar nýrra atvinnutækifæra í fyrrverandi A-Þýskalandi. Meðal annars er unnið að enduruppbygg- ingu vegakerfisins, símakerfisins og vatnsveitna auk þess sem mikið er lagt í almenna enduruppbyggingu húsnæðis. Engu að síður gengur um þriðj- ungur vinnufasrra manna í austur- hlutanum nú atvinnulaus og hinir hafa ekki nema um 60% af tekjum launafólks í vesturhlutanum en þurfa þó að greiða vörur og þjónustu sama verði. Þótt sameiningin hafi þannig orðið kostnaðarsamari en reiknað var með á hinu efnahagslega sviði og langt sé enn í land að henni verði lokið, þá hefur hún ekki síður orðið dýrkeyptari tilfinningalega séð en margir reiknuðu með. Lífið i austurhlutanum hefur tekið stakkaskiptum: vöruval í búð- unum hefur aukist, frelsi til tjáningar og ferðalaga hefur áunnist, en eftir situr djúp og bitur tilfinning meðal þorra fyrrverandi Austur-Þjóðveija um að þeir séu annars flokks þegnar í hinu sameinaða ríki. Fyrir ári sögðu 75% aðspurðra Austur-Þjóðveija í skoðanakönnun vikuritsins Der Spiegel að þeir Sú ákvörðun Bandaríkjafor- seta að eyða öllum skamm- drægum kjarnorkuvopn- um hefur skapað þrýsting á önnur kjarnorkuveldi að fylgja í kjölfarið. Síðastliðinn mánudag lýsti tals- maður Sovétstjómarinnar yfir að hún myndi grípa til samsvarandi eyðingar kjamorkuvopna, og bresk stjómvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist eyða sínum skammdrægu vopnum en halda hins vegar áfram þroun langdrægra kjamorkuvopna fyrir kafbáta. Málið virðist hins vegar snúa öðmvísi við gagnvart Frökkum, og hefur orðið til þess að ýta undir tor- tryggni frá nágrönnum þeirra í Þýskalandi, sem hafa takmarkaðan hefðu það sterklega á tilfinningunni að þeir væm annars flokks Þjóðveij- ar. Nú, ári síðar, hefur þetta hlutfall hækkað upp í 84%. Sameiningardagurinn á morgun mun að öllum likindum fyrst og fremst verða hátiðisdagur fyrir stjómmálamenn. Fyrir vestan munu menn hugsa sitt um hækkaða skatta, vömverð og svikin kosningaloforð. Og í austurhlutanum munu menn hugsa sitt um öll þau sviknu gylli- boð sem auglýsingaheimur vesturs- ins hafði lofað þeim og þá niðurlæg- ingu sem sameiningin hefur þrátt fyrir allt kostað. En þrátt fyrir alla erfiðleikana er það almennt álit sérftæðinga í fjár- málaheiminum að Þýskaland muni standast þá tímabundnu erfiðleika sem það gengur nú í gegnum, og að þegar upp verði staðið muni austur- hluti landsins standa uppi með nú- tímalegri og fiillkomnari tækni og þjónustu en víðast annars staðar og skilning á nauðsyn þess að hafa skammdræg kjamorkuvopn staðsett í Frakklandi. Mitterrand fagnaði að vísu frumkvæði Bush forseta og sagði það „virðingarvert", en bætti því jafhframt við að Fralckar hefðu eng- in áform um það að fara að dæmi Bandarikjamanna með því að eyða skammdrægum kjamavopnum sín- um eða blanda sér í afVopnunarvið- ræður stórveldanna á þessu stigi málsins. Hann sagði að Frakkar myndu þá fyrst gera slíkt þegar vopnabirgðir stórveldanna væru komnar a svipað stig og vopna- biigðir Frakka. Hugmyndir Bush forseta miðuðu hins vegar að því að stórveldin héldu eftir um 12.000 kjamavopnum hvort á meðan að sameinað Þýskaland muni í fram- tiðinni fá vaxandi þýðingu fyrir þró- un Evrópu sem brú á milli hins van- vopnabirgðir Frakka næmu um 500 kjamavopnum nú. Þessi afstaða ffönsku stjómar- innar gæti því leitt til þess að Frakk- ar yrðu eina þjóðin i Evrópu sem réði yfir skammdrægum kjamorku- vopnum. Frakkar eiga nú í smíðum nýja kynslóð skammdrægra Hades- eld- flauga, sem hafa vakið litla hrifn- ingu í nágrannaríkjunum, einkum Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. En skeyti þessi draga 480 km vega- lengd og myndu þvi ekki duga til þess að hitta önnur lönd en Þýska- land og Tékkóslóvakíu, væri þeim beint til austurs ffá herstöðinni í NA- Frakklandi, þar sem þau verða staðsett. Stjómvöld í Bonn hafa beint þróaða austuriiluta og hins háþróaða vesturhluta álfunnar. þeim tilmælum til Mitterrands að Hades-áætlunin verði stöðvuð, en Mitterrand hefur lýst því yfir að svo muni ekki verða. En framleiðslan verður takmörkuð við 30 flugskeyti í stað 120. Hafa Frakkar gefið í skyn að flugskeytin verði sett í geymsfur en ekki á skotpalla, og að pau muni í framtíðinm verða notuð sem skiptimynt í samningum um niður- skurð vopna. Franskur sérffæðingur í alþjóða- málum sagði í viðtali við Reuter- fréttastofuna í gær að afstaða ffönsku stjómarinnar í þessu máli gæti skapað erfiðleika í samskiptum Frakka og Þjóðveija í ffamtíðinni. -ólg/reuter -ólg. Frakkar tregir að fylgja Bush Breski Verkamannaflokkurinn vill aukið samstarf innan EB Helgimynd Lenins f grafhýsinu við Rauða torgið ( Moskvu. Verður húsaleigusamningnum sagt upp? Fær Lenín hæli í Finnlandi? Sú hætta vofir nú yfir jarð- neskum leifum Vladimirs Ilvich Leníns, stofnanda Sovétríkjanna, að þeim verði sagt upp húsnæðinu við Rauða torgið í Moskvu. Heyrst hefur að sú tillaga verði lögð fyr- ir Æðsta ráðið í næsta mánuði að smurningur Leníns verði fluttur í gröf móður hans í Pét- ursborg, sem nýlega hét Len- íngrad. Það mun hafa verið í óþökk Lenlns sjálfs og ekkju hans að jarðneskum leifum hans skyldi breytt i helgimynd og henni komið fyrir undir gleri, almenningi til sýnis. En ríkisbákn það sem Lenin hafði byggt upp í Sovétríkjunum þurfti einmitt á slíkri helgimynd að halda sem tákni fyrir hin nýju rík- istrúarbrögð. Því var hinsti vilji byltingarleiðtogans í þessum efn- um hunsaður. En nú þegar sér fyrir endann á þesari prísund Leníns í grafhýsinu hafa hugsjónamenn meðal ffænda okkar i Finnlandi brugðist við með röggsemi og boðist til að fram- lengja lif helgimyndarinnar. Þar er um að ræða forstöðumenn Lenín- safnsins í Tampere, sem liggur 160 km fyrir norðan Helsinki. Aimo Minkkinen, forstöðumaður safns- ins, sagði að Lenín hefði löngum átt sér griðastað í Finnlandi fyrir byltinguna, og ekki væri nema eðlilegt að hann fengi slíkan griða- stað þar nú, þegar gagnbyltingar- menn ætluðu að segja honum upp húsnæðinu á Rauða torginu. Lenín-safnið í Tampere er til húsa í byggingu þeirri sem hýsti fyrsta þing Rússneska sósíal- demókratíska Verkamannaflokks- ins árið 1905 undir forsæti Lenins. Safnið var stofnað 1946. Haff er effir forstöðumanni safhsins að þar sem lenínisminn heyri nú sögunni til sem stjómmálastefha, eigi lik- amsleifar leiðtogans best heima á sögulegu safni. -ólg. Fyrir 8 árum hafði Verka- mannafiokkurinn í Bret- landi þá stefnu að Bret- land ætti að segja sig úr Evrópubandalaginu. Á árlegu þingi leiðtoga flokksins, sem haldið var um síð- ustu helgi, kom fram að flokkur- inn hefur ekki bara skipt um skoðun varðandi aðild, heldur er hann nú orðinn Evrópusinnaðri en íhaldsflokkurinn, og hefur lýst sig hlynntan því að færa aukin völd til bandalagsins, með- al annars með því að gangast undir félagsmálasáttmála banda- lagsins, sem stjóm Íhaldsflokks- ins hefur ekki viðurkennt. í yfirlýsingu flokksstjómar Verkamannaflokksins kemnur fram að hún er hlynnt því að smám saman verði komið á þeirri reglu að meirihlutavald gildi i ráðherranefnd og öðmm stofnunum EB. Sagði talsmaður flokksins að slík ráðstöfun hefði i för með sér aukið lýðræðislegt eftirlit í umhverfismálum, á vinnumarkaði, gagnvart minni- hlutahópum innflytjenda og gagnvart sjálfri ráðherranefnd- inni. Þá segjast leiðtogar flokksins vera hlynntir myntbandalagi og sameiginlegum gjaldmiðli og seðlabanka í framtíðinni, en telja að ákvarðanir um slíkt verði að taka út frá sambærilegum efna- hagsforsendum í aðildarlöndun- um 12. Eining virðist ríkja um hina breyttu stefnu Verkamanna- flokksins gagnvart EB, þvi að sögn talsmanna hans kom ekki fram nein tillaga gegn bandalag- inu og markmiðum þess á flokksstjómarfundinum. -ólg/reuter /--------------------------------------------N SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er frá 1. desember n.k. skrifstofuhæð neðst við Laugaveginn. Hæðin er um 250 fm. og leigist í einu lagi. Tilvalið húsnæði fyrir lögmenn, vegna nálægðar við væntanlegt dómhús. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 681993 eftir kl. 17:00 á daginn. V___________________________________________> Slða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.